Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 7
PAGBLAÐIÐ & VtSIR. LAUGARDAGUR15. MAÍ1982, 7 Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar r _ Otrygg atvinnu d Raufarhöfn Ýmsar blikur eru á lofti í atvinnu- málum Raufarhafnar sem gætu orðiö til þess aö staöurinn taki enn eina dýf- una, í likingu við þá sem hann tók eftir síldarævintýrið foröum. Stærstur hluti vinnandi manna á Raufarhöfn vinnur annaöhvort hjá Sildarbræðslu ríkisins, eöa hjá Jökli hf. Jökull gerir út togarann Rauðanúp, auk þess að reka frystihús í landi. Frystihúsiö er í gömlu og óhentugu húsnæði og f ullnægir á engan hátt þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra húsa í dag. Þar við bætist að rekstur fyrir- tækisins hefur gengið í brösum. Borið hefur við að starfsmenn fyrirtækisins hafa ekki fengið laun sín greidd á til- settum tíma, auk þess sem Jökull hf. er í vanskilum með ýmiss konar launa- tengd gjöld. Raufarhafnarhreppur á Jökul að stærstum hluta og meirihluti hrepps- nefndar er í stjóm fyrirtækisins. Ekki hefur fyrirtækið séð sér fært að greiða gjöld sín til hreppsins. Mun skuM þess við sveitarsjóð nema um 1,5 m. kr. Þessi skuldasöfnun hefur komið illa við sveitarsjóð og dregiö úr fram- k væmdagetu s veitarfélagsins. Til viðbótar skuldasöfnuninni fór stóra hluti útsvarstekna sveitarsjóðs til kaupa á nýjum hlutabréfum í Jökli. Var það gert samkvæmt kröfu byggða- sjóðs sem neitaði fyrirtækinu um fyr- irgreiðslu, nema til kæmi framlag á móti frá íbúunum sjálfum. Viö þetta bætist óvissa í rekstri Síld- arbræðslunnar. Loðnuvinnsla hefur verið uppistaöan í rekstri hennar en nú er útséð um að loðna veiðist þetta árið, hvað sem verður um fram- haldiö. Enn er þó unniö í verksmiðj- unni en sveitarfélagið hefur misst tekjur af umferð um höfnina í formi hafnargjalda. Það munar um minna því í ár verður tekjutapið vegna þessa 600 þ. kr., en á næsta ári veröur tekju- tapið um 2. m. kr. ef ekki rætist úr með loðnuna. Það er því ekki að undra þótt Rauf- arhafnarbúar séu uggandi um framtíð- ina. Þegar er raunar farið að bera á fólksflótta frá staðnum. 1. desember 1980 voru íbúar 501 en 1. desember sl. var íbúafjöldinn kominn niður í 478 manns. Það er því 1 jóst að tekizt verður á um þessi mál í komandi kosningum, enda eru atvinnumál mál málanna í um- ræðum manna á Raufarhöfn, ekki sízt rekstrarerfiðleikar Jökuls hf. „ Viljum meiri valddreifinffu en verið hefur” — segir Kol brú n Stefánsdéttír, cfstí madur á lista óhádra á Raufarhöfn „Núverandi hreppsnefndarmeinn á Raufarhöfn hafa lofað einu og öðru, en viö erum löngu hætt að trúa á að þeir komi loforðum sínum í verk. Þess vegna töldum við rétt að fá nýtt blóð í hreppsnefndina og I-listinn sá dagsins ljós.” Tilvitnunin hér að framan er úr við- tali viö Kolbrúnu Stefánsdóttur sem gerast strax því ótal verkefni bíða sem miða að því að gera okkur lífið bærilegra á Raufarhöfn.” — Hvað með meirihlutamyndun eft- irkosningar? „Við trúlofumst engum, enda erum við bjartsýn og teljum 3. manninn í baráttusætinu. Þar með höfum við meirihluta. Annars ráða stuðnings- menn okkar stefnunni eftir kosningar en ekki bara þeir sem verða kosnir eins og verið hefur á Raufarhöfn til þessa. Viö viljum sem sé hrista upp í stjómkerfi Raufarhafnar,” sagði Kol- brúnStefánsdóttir. GS/Akureyri Frambodslistarnlr Eftirfarandi iistar eru i kjöri við hreppsnefndarkosningarnar á Raufar- höfn 22. mai nk.: B-listí Framsóknarflokksins: 1. Þórarínn Stefánsson, stýrimadur. 2. Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri. 3. Sigriöur Þorsteinsdóttir, húsmóðir. 4. Þorgeir Ólafsson, trósmiöur. 5. Jónas Pálsson, stýrimaður. 6. Sigrún Guðnadóttir, húsmóðir. 7. Helgi Hólmsteinsson, skipstjóri. 8. Stefanía Snorradóttir, húsmóðir. 9. Guðni Oddgeirsson, verkstjóri. 10. Björn Hólmsteinsson, fráfarandi oddviti. 77/ sýslunefndar: Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri. Bjöm Hólmsteinsson, fráf. oddviti. Við erum hmtt að trúa því að þeir komi loforðum sinum i verk, segir Kol- brún Stefánsdóttir. G-listí . Alþýðubandalagsins: 1. Þorsteinn Hallsson, form. vorkalýösfól. 2. AuðurÁsgrimsdóttir, húsmóðir. 3. Guðmundur Öm Ragnarsson, sóknar- prestnr. 4. Hlynur Þór Ingólfsson, sjómaður. 5. Anna Guðiónsdóttir, kennari. 6. Guðmundur Björnsson, verkamaður. 7. Stefán Hjaltason, sjómaður. 8. Agnar Indriðason, skipstjóri. 9. Aðalsteinn Sigvaldason, sjómaður. 10. Kristin Haraldsdóttir, húsmóðir. Til sýslunefndar: Angantýr Einarsson, kennari. Guðmundur Lúöviksson, framkvœmdastjóri. l-listi óháðra kjósenda: 1. Kolbrún Stefánsdóttir, húsmóðir. 2. Ragnar Tómasson, sjómaður. 3. Þóra Jónsdóttir, húsmóðir. 4. Ámi St. Guðnason, válstjóri. 5. Þórhildur Hr. Þorgeirsdóttir, verkakona. 6. A Ibert L eónardsson, skipstjóri. 7. Þóra újarney Guðmundsdóttir, húsmóðir. 8. Guðmur dur Einarsson, sjómaður. 9. Óskar Smári Haraldsson, rafvirki. 10. Þórdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfr. Til sýslunefndar: ÁmiSt. Guðnason, válstjóri. Óskar Smári Haraldsson, rafvirki. Úrslitfn 1978 ÚrsHtín i hreppsnefndarkosningunum á Raufarhöfn 1978 urðu sem hórsegir: B-Hsti Framsóknarf/okksins D-listi Sjálfstæðisflokksins G-listi Alþýðubandalagsins H-listi óháðra Hreppsnefndarmenn eru: Bjöm Hólmsteinsson B, Helgi Ólafsson D, Þorsteinn Hallsson G, Stefán Hjattason G og Karl Ágústsson H. D-listi Sjálfstœðisflokksins: 1. Helgi ólafsson, rafvirkjajneistari. 2. Viðar Friðgeirsson, verkstjóri. 3. Bjami Hermannson, bifreiöastjóri. 4. Stefán Magnússon, verkamaður. 5. Róbert Þoriáksson, sjómaður. 6. Kolbrún Þorsteinsdóttir, verzlunar- maður. 7. Valur Einarsson, verkamaður. 8. Aðalbjörg Pótursdóttir, skrifstofumaður. 9. Þorbjörg Snorradóttir, húsmóðir. 10. Hlaðgerður Oddgeirsdóttir, húsmóðir. Til sýslunefndar: Viðar Friðgeirsson, verkstjóri. Helgi Ólafsson, rafvirkjameistari. Spurningin Hverju spáir þú um úrslit hreppsnefndarkosninganna á Raufarhöfn og hverjir held- ur þú að myndi meirihluta í hreppsnefnd að kosningum loknum? Hallsteinn Guðmundsson fiskiðnaðar- maður: Það verða miklar breytingar á skipan hreppsnefndarinnar. Alþýðu- bandalagiö fær ekki nema einn mann kjörinn og Sjálfstæðisflokkurinn held- ur sínum manni inni. Spurningin er svo hvor fer inn, þriðji maður á I-lista eða fyrsti maður á B-lista. Ég vona að I- listamaðurinn hafi það og I-listinn nái meirihluta. Elinborg Þorgrimsdóttir banka- maður: Tveir menn af I-listanum og einn af G-lista eru öruggir inni. Barátt- an um þau tvö sæti sem eftir eru standa á milli efstu manna hjá B og D- lista og þriðja manns hjá I-Iista. Eg vona að I-listinn komi þrem mönnum að og nái meirihluta. skipar efsta sætið á framboðslista óháöra á Raufarhöfn. Kolbrún er inn- fæddur Raufarhafnarbúi, „bara hús- móðir”, gift Björgúlfi Björnssyni, grá- sleppukarli. „Við gerum okkur ljósa grein fyrir þeim verkefnum sem bíöa í atvinnu- málum. Það fer ekki framhjá neinum sem hér er að frystihúsið okkar er löngu úrelt. Það þarf því að byggja nýtt. Nú steðja einnig erfiðleikar að Síldarbræðslunni, a.m.k. í bili, 'og auk þess er nauösynlegt að auka fjöl- breytnina í atvinnulífinu. Þaö er til fleira en fiskur. Auðvitað þarf að komast fyrir þessa erfiöleika en það verður að vinna aö þessum málum fyrir opnum tjöldum, þannig að Raufarhafnarbúar viti hvað er að gerast. Það er sjálfsagður réttur hvers einstaklings að fá að fylgjast með málefnum sveitarfélagsins og þeirra fyrirtækja sem það rekur. Rauf- arhöfn réttir ekki við nema með sam- stilltu átaki íbúanna, og það þarf að Kosningahappdrætti Sjálfstæðisflokksins 1982 Vinsamlega gerið skil á útsendum midum til umboösmanna utan Reykjavíkur. íReykjavík er af'greiðsla happdrœttisins í Valhöll opin alla daga frá kl.09.00 til 22.00. Sækjum og sendum. Sími 82900. Dregió IO. maí. o 17glœsilegir ferdavinningar að verðmœti kr. 240.000. x^D Úlafur Sigurðsson bifreiðarstjóri: — Ég veit þaö ekki, ég er þó helzt á því að Alþýöubandalagiö tapi einum manni yfir á Framsókn. Sjálfstæðisflokkur- inn heldur sínum manni. I-listinn kemur engum manni að. atkvæði fulltrúar Stefán Valdimarsson starfsmaður 47 1 RARIK: — Nú fórstu illa með mig, ég 48 1 veit ekki einu sinni hverjir eru i fram- 95 2 boði núna. Ætli það veröi nokkrar 55 1 breytingar. Björn Hallgrimsson verkamaður: Ég vil engu spá um það. Ég á þó allt eins von á breytingum því þetta er svo tvístraönúna. Helga Jóhannesdóttir verzlunar- maður: — Þaö hef ég ekki hugmynd um, ég er ekki farin aö mynda mér skoðanir á svona löguöu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.