Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982. frjálst, áháð dugblað Utgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Höröur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. ' Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Pverholti 11.Sími 27022. Sími ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 10. Áskriftarvarð á mánuði 110 kr. Verð f lausasölu 8 kr. Helgarfolað 10 kr. Á fölskum forsendum A þriggja mánaöa fresti reikna reiknimeistarar út svo- kallaða vísitölu framfærslukostnaðar. Hún á að sýna verðbólguna. Hún á einnig að gefa til kynna, hvað fólk á aö fá í kaup. Verðbætur á laun byggjast á þessari vísi- tölu, með nokkrum breytingum. En hvað sýnir vísitalan? Eins og fram kom í DV nú í vikunni, er grundvöllur vísi- tölureikningsins alrangur. Svokölluð „vísitölufjölskylda” eyðir ekki 123 þúsundum nýkróna á ári eins og ætla mætti af núgildandi grundvelli. Eyðsla hennar er miklu meiri, eða 225 þúsund nýkrónur á ári. Auðvitað er skipting neyzlunnar allt önnur en sam- kvæmt núgildandi grundvelli. Það kerfi, sem nú er notað, byggir á athugunum á neyzlu launþegafjölskyldna fyrir um tuttugu árum. Á þessum úreltu forsendum er allt reiknað, með öðrum orðum á fölskum forsendum. Nú hefur um hríð legið fyrir ný neyzlukönnun, sem byggist á búreikningum fjölskyldna launþega 1979—1980. Fjölskyldan ver nú 21 af hundraði af eyöslu sinni til kaupa á matvörum. Þetta hlutfall er miklu hærra í þeim grundvelli, sem er notaður, eða 32 af hundraði. Af því leiðir, að stjórnvöld hafa á ódýran hátt getað greitt niður verð á matvörum, lækkað verð þeirra um nokkurra vikna skeið, og fengið fram meiri lækkun á launum en réttmætt er. Matvöruverðið vegur meö öðrum orðum miklu þyngra en vera ætti. Þetta nota stjórnvöld sér hvað eftir annað. Samkvæmt síðustu neyzlukönnun fóru 13 af hundraði af útgjöldum vísitölufjölskyldunnar til kaupa á bíl. Þetta hlutfall er aðeins 4 af hundraði í núgildandi grundvelli. Af 176 f jölskyldum á höfuðborgarsvæðinu, sem könnun- in náði til, áttu aðeins 14 engan bíl í árslok 1978. 148 fjöl- skyldur áttu einn bíl og 14 tvo bíla. Undirstrika ber, að þessi könnun náði eingöngu til fjöl- skyldna launþega. Þar sem nokkrir áttu tvo bíla, svarar bíleignin til eins bíls á fjölskyldu. Sextíu og fjögur af 176 hjónum í úrtakshópnum fóru í orlof til útlanda á árinu 1978, eða 36 prósent. Utgjöld vegna utanlandsferða voru að meðaltali 5.200 krónur á verðlagi 1. janúar 1981 eða 6.200 krónur á verð- lagi í ágúst síðastliðnum. Þessi skörpu dæmi leiða í ljós, hversu rangar þær for- sendur eru, sem allt núgildandi kerfi byggir á. Vísitölukerfið er hringavitleysa. Þar eru menn að reikna hvers konar þjóðhagslegar stærðir á röngum grundvelli. Neyzlukönnunin hefur, eins og fram hefur komið, legið fyrir lengi, enda könnunin miðuð við árin 1979-1980. En enn hefur ekki náðst samstaöa um að nota hana í nýjan vísitölugrundvöll. Menn mundu aö óreyndu ætla, að auðvelt væri að taka í notkun nýjan grundvöll, eftir að hann hefur verið reiknaður. Enþvífer fjarri. Málið er samningsatriði milli samtaka launþega og vinnuveitenda. Það verður væntanlega þáttur í næstu kjarasamning- um. Þangað til, eða lengur, verður notaður hinn rangi grundvöllur. HaukurHelgason. W I HH ' HS jk Jbt BPjL VrCi % Nnæsast prúömiHiiiiii Nú eru þeir tímar sem betra er að gæta tungu sinnar. Dagfarsprúöir menn eiga það nefhilega til að um- hverfast af litlu sem engu tilefni þeg- ar kosningar eru í nánd. Jafnvel fólk sem maður hefur talið í hópi góð- kunningja á það til að ráðast að flokksleysingja eins og mér með óbótaskömmum fyrir það eitt að tala af léttúð um háalvarlega hluti. Ég getnefntdæmi tilskýringar: Á dögunum var ég á harðaspretti viö ýmsar útréttingar í hádeginu þegar hungriö rak mig inn á heldur óhrjálegan grillstað. Þar keypti ég einhverja óhrjálega kjötlufsu með kartöflum og settist út í hom til að slafra þennan viðbjóð í mig. Sem ég er að virða fyrir mér þessar tvær kartöflur er fylgdu hlammar sér maður í sætiö hinum megin við borð- ið. Kenni ég þar góðkunningja minn einn. Rétt er að taka fram, aö ég legg aðra merkingu í orðið góðkunningi enlögreglangerir. Eg tók annars hugar undir kveðju hans því ég var að skoða kartöflurn- ar, og segi si svona í grandaleysi: „Þetta er nú bara eins og að horfa á sprungurnar á Rauðavatnssvæð- inu.” Eg vil skjóta því hér inn, að ég hef aldrei séð neinar sprungur þarna, enda aldrei átt erindi á svæð- ið og því ekki komið þangað. Nema hvað. Þessi líka gáfulega at- hugasemd mín um kartöflurnar verður til að gjörbreyta kunningja mínum til orös og æðis. Hann tútnar út í andliti, skjálfti fer um líkamann og hann stynur nokkra stund eins og bílvél sem gleymdist að taka innsog- iö af dögum saman. Síðan hvæsir hannámig: „Sagðirðu sprungur við Rauða- vatn. Ertu fífl? Þú ert asni. Trúir lygunum úr Davíð í samlaginu og Mogganum. Heldurðu að Sigurjón, sem er smiður, láti byggja á sprung- um? Ekki vissi ég að þú værir svona. Mér dettur ekki í hug að sitja hjá í- haldspakki.” Alla vega skildi ég þetta og þessu fylgdi sitthvaö fleira óprenthæft. Auðvitað hélt ég fyrst aö maðurinn hefði verið meö víni, en mundi þá að hann drekkur aldrei á þriðjudögum. En svo mundi ég eftir kosningunum og skildi að hann er einn þeirra sem ekki þola kosningar. I kosningum er alltaf kosið um stóru málin. Til dæmis sprungur eöa ekki sprungur, ellegar h vort Es jan er eins og fjóshaugur eða afburðafagurt fjall. (Eins og fjóshaugur geti ekki verið fallegur.) 1 fyrradag var ég enn á hlaupum í hádeginu. (Þetta með hádegið er náttúrlega bara sagt til að slá ryki í augu blaðstjórnar — þið skiljið.) Kem inn í fatahreinsun og hugðist sækja buxur. Þar bíður margt kven- manna og karla auk nokkurra bama sem hér verða ekki kyngreind. Sæmundur Guðvinsson skrifar Þarna í þvögunni stendur fyrrver- andi nágranni minn, hæglætismaöur, 62 ára að aldri, kvæntur og þriggja bama faöir. Aldrei gert flugu mein svo vitað sé en því er hvíslaö að hann hafi stundum barið konuna fyrir þrjátíu árum. Við tökum tal saman um daginn og veginn. Eins og oft vill veröa meö fólk sem aldrei hefur þekkst mikiö en verður að heilsast af því það bjó einu sinni í nágrenni, koma vandræðalegar þagnir í sam- talið. Til að létta andrúmsloftið segi égglaölega: „Loksins fá þessir sjúkiingar á spítölunum tækifæri til að láta sér batna fyrst hjúkkurnar ætla að ganga út. Þær em harðar í horn að taka.” Það var eins og við manninn mælt. Nágranninn fyrrverandi umhverfð- ist, sneri sér beint að mér og sagði heiftarlega: „Á? Ertu úr þessari áttinni? Mig hafði svo sem grunað að þú værir hallur undir kommana, svo ekki sé meira sagt. Heldurðu að ég hafi ekki tekið eftir því að Þjóðviljinn var allt- af borinn heim til þín? Ha? ” Og hann hélt, áfram, skjálfandi af æsingi: „Þið reynið að varpa aliri sök á hjúkrunarfræöingana. Þeir biðja bara um mannsæmandi laun. En þið ætlið að troöa á kröfum verkalýðsins nú sem fyrr, hvar sem þið komist til valda. En ég skal segja þér það, að fyrst verður kommunum sparkaö úr borgarstjóm og síðan úr stjómar- ráðinu. Og þá skaltu hafa hægt um þig kall minn. En Davíð er minn maöur.” Eg átti mér einkis ilis von og undr- unin vamaöi mér máls. En ég fann að loftið í þvögunni varð rafmagnað og nokkrir létu athugasemdir falla. Karl á þrítugsaldri, sennilega úr Vesturbænum: „Þetta var gott hjá þér. Láttu laumukommann hafa það.” Kona undir fimmtugt, aust- fjaröaleg i andliti: „Eg held aö það væri nær að fara að tillögum Fram- sóknarmanna og selja Borgarspítal- ann. Þá leysist málið af sjálfu sér. Við skulum öll kjósa Ola Jó í borgar- stjóm.” Frakkaklæddur maður, þunnhærð- ur, óvíst um uppruna: „Því ekki aö gera Sjöfn að borgarstjóra? Hún er eina konan sem þorir og ég hef nú aldrei séð þennan Egil Skúlason.” Þrekvaxin kona, ung í andliti Grjótaþorpsleg um háriö: „Hvað heldurðu að þetta sé eiginlega? Borgarstjórastarf er nú annað en lög unga fólksins. Kvennalistinn á alveg eftir að tilnefna borgarstjóra svo það er óþarfi að ræða það mál.” Vinnu- kiæddur karlmaður, sennilega frá höfninni: „Ja, nú er hann Ebbi hætt- ur og Jakinn tekinn við. En mér líst vel á listann okkar og Adda Bára var góð í fallin spýta í gamla daga.” Þegar hér var komið sögu hafði mér tekist að smokra mér út í gætt- ina og lagði á flótta. Buxumar verða að bíða fram yfir kjördag. Megi frambjóðendum farnast vel á laug- ardaginnkemur. Sæmundur Guövinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.