Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 19
19 að vera á hóteli, ég þurfti ekki einu sinni að elda mat, bara æfa mig, og þama voru allir að sjálfsögöu með bömin sin með sér. — Nýttust þér ekki vel þessi tvö ár sem þú fékkst til viðbótar við fyrir- hugaöan námstíma? — Nei, það áttu að verða beztu árin en þá veiktumst viö hjónin bæði af gulu og áttum í þvi í tvö ár. Við vorum sett í einangrun og þar sem enginn var til að gæta drengjanna fyrir okkur vom þeir sprautaðir og bjuggu hjá okkur. Við fengum saman herbergi á sjúkrahúsinu þar sem við iágum í rúminu og strákarnir léku sér á gólfinu. Þama dvöldum við í 6 vikur. Þetta var að mörgu leyti erfiður tími, þessi ár í Þýzkalandi, og ég hef aldrei skilið þegar rætt er um „yndislegu stúdentsárin”! Eg segi fyrir sjálfa mig að ég mundi ekki vilja gera þetta aftur en maður lætur þetta samt ekki á sig fá, meðan á þessu stendur, því að þegar maður er ungur og kominn út í framhalds- nám ætlar maður að ljúka því verki sem byrjað er á. Svo heldur maður alltaf að nú hljóti þetta að fara að lagast... — Hvað tók svo við eftir heim- komuna? — Þá fór ég að kenna við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og kenndi þar til ársins 78. Eg kenndi öllum aldurshópum, allt frá 7 ára og upp úr, og það var mikiö um að fullorðið fólk kæmi til að læra. Eg er alveg á því að mömmur sem eru að segja dætrum sínum að fara í píanónám, vegna þess að þær hafi alltaf haft áhuga á því s jálfar en ekki haft tök á að læra þegar þær voru ungar, ættu bara að drífa sig í að fara að læra. Þaö er aldrei of seint. Árið 1978 fór ég svo að kenna við Tón- listarskólann í Hafnarfirði og kenndi þar þangaö til í fyrravetur að ég ákvað að nú væri komið nóg af kennslu. — Hvers vegna? Er erfitt að vera tónlistarkennari? — Já, það er mjög krefjandi starf og slítandi. Það liggur líka í augum uppi að þegar maður kennir í 20 tíma á viku og þarf að æfa sig sjálfur í 4 tíma á dag þá er lítill tími afgangs. Svo leiðist manni lika óneitanlega þegar maður er búinn að koma nem- endum yfir byrjunina og þeir hætta. Enda er það svo að þegar fólk ákveður 18 ára gamalt að læra á píanó þá er það ekki endilega sátt við að eyða 50 árum við að kenna öðrum að spila, ef maður miðar við að verða a.m.k. áttræður! „Draumastarfið" — Nú æfðir þú söngvarana í Meyjaskemmunni. — Já, eftir að ég var búin að segja upp starfi mínu viö Tónlistarskólann sótti ég um dvalarstyrk hjá Mennta- málaráði til dvalar erlendis og sóttum viö hjónin um íbúð Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Við fengum þá íbúð frá 1. september til 30. nóvember í vetur. Þá vissi ég að um áramótin mundi losna starf hjá Þjóðleikhúsinu, og það var starf sem mig hafði alltaf dreymt um. Það felst i því að píanisti aéfir tónlist, söngv ara og undirbýr allan tónlistar- flutning á óperum og söngleikjum. Áður hafði dr. Victor Urbancic haft þetta starf og síðan Carl Billich og ég tók við af honum. Það má því segja að ég sé fyrsti innfæddi Islend- ingurinn sem innir þetta starf af höndum. Sveinn Einarsson var mér mjög hjálplegur í Kaupmanna- hafnardvöl minni. Hann kom mér inn í Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn, meöan ég dvaldist þar, og þar fylgdist ég með öllum æfingum og sá allar þær óperu- sýningar sem hægt var að sjá. Eg sótti svo um þetta starf hjá Þjóð- leikhúsinu og fékk það. Meyjaskemman er því mitt fyrsta verk þar og æfingar byrjuðu um miðjan febrúar. — E rtu ánægð með árangurinn? — Já, ég get að sjálfsögöu ekki gert kraftaverk í þessu starfi, en ég get gert mitt bezta þótt ég sé kannski ekki alltaf jafnánægð. Flutningur á verkum Schuberts þarf að vera mjög vandaður og við eigum því miður ekki svo mikið af fólki sem getur bæði sungið vel og leikið vel. Ljóðasöngur er sérstakt fag sem þarf að kunna. Sumir þeirra sem taka þátt í Meyjaskemmunni höfðu aldrei fyrr staðið á sviði og þvi má velvið una. — Ertu að æfa eitthvert verk núna? — Já, við byrjuðum að æfa verk eftir Atla Heimi Sveinsson í byrjun janúar sem heitir ,,Silkitromman” og verður frumflutt á Listahátíð 5. júní. Þessi ópera er sennilega það erfiðasta verk sem ég mun nokkui n tíma eiga eftir að vinna við. Áóur en byrjað er að æfa þarf aö læra músikina og æfa í samráði við hljóm- sveitarstjóra eftir að búið er að ákveða hlutverkaskipan. Ef ég er með verk í höndunum, eins og t.d. eftir Schubert, get ég alltaf hlustað á plötur, jafnvel mismunandi útgáfur af hverju verki, og sett mig inn í það. Þetta verk hans Atla er aftur á móti eins og að vera í myrkri og leita að glætu því að við höfum engin tök á að kynna okkur verkið og verðum því að þreifa okkur áfram og sjá hvað kemur út. Kannski stöndum við svo frammi fyrir því að eitthvað hefði nú átt að vera öðruvísi en við gerum okkar bezta. Meðan við æfðum Meyjaskemmuna voru léttar æfingar á þessu verki en svo fórum við aftur á fullt 26. apríl. í „Silki- trommunni” fer Guðmundur Jóns- son meö mjög stórt hlutverk og einnig koma fram þar Sigurður Bjömsson, Jón Sigurbjömsson, Kristinn Sigmundsson, Rut Magnús- son og Olöf Harðardóttir. — Hvaða augum lítur þú á gagn- rýni? — Mér finnst allir hafa rétt á að gagnrýna. En gagnrýni þarf að vera leiðbeinandi og hjálpa til aö gera betur ef gagnrýnandi sér eitthvað sem honum þætti aö betur mætti fara. I bókahillum á heimili Agnesar er að finna ljóðabæii :r ig matreiðslu- bækur, auk bóka um íþróttir o.fl. Eg spyr hana hvort hún sé ljóða- unnandi? , — Nei, ekki ef það vantar lagið. Aftur á móti er ég mjög mikið fyrir ljóð ef þau em sungin. Hvað við- víkur matreiðslubókunum þá er það mitt aðaláhugamál aö búa til góðan mat. Það kemur kannski mikið til af því að þegar við bjuggum i Þýzka- landi var ekki peningunum fyrir að fara, við bæöi á námsstyrk, svo síðustu daga mánaðarins seldum viö oft gler til að geta keypt okkur rúnn- stykki. Fyrsta dag mánaðar vomm við alltaf oröin svo langsvöng að við fórum á fín hótel og fengum okkur virkilega góðan mat að boröa. Með því móti hélzt þessi hringrás auð- vitað! Við hjónin fömm mjög lítið út að skemmta okkur en finnst aftur á móti mjög gaman að bjóða til okkar ættingjum og vinum í góðan mat. Þá er það yfirleitt tilraunaelda- mennska, eins og kínverskur matur o.s.frv., því að strákarnir em ekki mikið fyrir sterka rétti eins og algengt er með böm og unglinga. I okkar vinahópi er aöallega tónlistar- fólk því aö í þessu starfi þarf að lifa reglusömu lífi svo að maður lendir frekar saman með fólki sem hefur skilning á þvi og þarf sjálft að haga sérþannig. — Er eitthvert verk sem þig dreymir um að sé sett upp hér á Islandi? — Eftirlætisóperan min er Don Carlos eftir Verdi en mig dreymir um að sett verði upp hér ,,Hollend- ingurinn fljúgandi” eftir Wagner. Það verk á vel við Island og Islendinga þar sem sjórinn er þar stórt atriði. Þetta var fyrsta óperan sem ég sá úti í Leipzig og ég hafði alltaf heyrt að Wagner væri svo þungur að ég var ekkert mjög spennt að fara. En ég varð alveg heilluð strax frá fyrstu hljómum. En það er dýrt að setja upp stórar ópemr og þó við eigum marga góða söngvara þá þurfum við fleiri. Auk þess krefst þetta verk stórrar hljóm- sveitar en hljómsveitargryfjan í Þjóðleikhúsinu er lítil. — Hefurðu ekki spilað undir hjá söngvurum? — Jú, ég hef spilað undir með all- | flestum söngvurum á Islandi. Eg hafði einnig unniö í Þjóðleikhúsinu í 12 ár í íhlaupum, áður en ég hóf störf þar núna, svo að ég þekkti alla söngvarana. I fyrra fór ég vítt og breitt um landið með Sigurði Björns- syni söngvara og núna eftirpáska héldum viö tónleika á Akranesi ásamt Sieglinde konu hans. — Finnst þér leiðinlegt hversu lítill hlutur undirleikara vill oft verða þegar komiö er fram með söngv- umm? — Mér fellur nú ekki við orðið „undirleikari”, vil heldur láta kalla mig píanóleikara. En mér finnst ekki atriði hvort maður er kynntur eitt- hvað sérstaklega, það gerir mann fyrst og fremst hamingjusaman að starfa við eitthvað sem gerir mann ánægðan. Svo er varia hægt að líkja saman hlutverki söngvarans og píanóleikarans þar sem söngvarinn hefur svo beint samband við áheyr- endur. Hann stendur frammi fyrir þeim og syngur textann til þeirra. — Syngur þú sjálf ? — Nei, ekki nema bara innan í mér. Píanóleikari þarf aö kunna textann sem söngvarinn fer meö og vita nákvæmlega hvar hann andar. Maður sezt ekki bara niður og spilar eins og margir halda. Eg hef meira að segja heyrt fólk öfunda mig af því að geta bara gengið prúöbúin að pianóinu og spilað og ekki þurft að hafa neitt fyrir því. Þetta er alveg gífurlegur misskilningur og ég held að almennt geri fólk sér enga grein fyrir hversu mikil vinna liggur að baki þessu starfi. Sjálf hef ég oft óskaö þess að ég væri ein af þeim sem geta komið heim eftir vinnu og farið að sinna heimilinu. En þaö er ekki svo auðvelt að sleppa þessu starfi, það er viss ástríða á bak viö þetta sem ekki er svo auðvelt að komast frá. En maður heldur oft að allt annað, öll önnur störf, hljóti að vera svo miklu skemmtilegri en það sem maður er s jálfur að vinna við. „Skáldsögufyllerí" — Áttu þér tómstundaáhugamál, skíði, hesta o.s.frv? — Nei, ég þori ekki á skíði og ekki á hestbak því að ég gæti dottiö og handleggsbrotnað! En aftur á móti fer ég oft á skáldsögufyllerí. Ég er eins og alkóhólistinn með vínið, ef ég kemst yfir skemmtilegar bækur þá get ég ekki hætt. Þess vegna forðast ég að ná mér í bækur því að þá er hætt við að ég geri ekkert annað á meðan! Annars á ég fáar tóm- stundir, ég er eins konar free-lance píanisti með heimili og útivinnandi húsmóðir. Jú, svo stunda ég smá líkamsrækt til aö halda góðri heilsu því að maður veröur að vera hraustur til að sinna þessu starfi og þar af leiðandi þarf ég að sofa mikið. — Hafðirðu hugsað þér eitthvert annaö nám þegar þú fórst til Þýzka- lands í píanónám? — Já, ég var búin að ljúka lands- prófi og einum vetri í Kennara- skólanum og var reyndar byrjuð þar á öðrum vetri þegar ég ákvað að fara utan. Þá var kennarastarfið eitt af þeim fáu störfum þar sem konur fengusömulaunogkarlmenn.... — Áttu þér eftiriætis-tónskáld? — Mér finnst allt afskaplega fallegt eftir Mahler og einnig held ég mikið upp á Verdi. En alltaf elskar maður þaö tónskáld sem maöur er að æfa verk eftirhverjusinni. — Ertu ánægö með lífið í dag? — Já, ég nýt þess alveg ólýsanlega að eiga fallegt heimili og starfa við það sem mig hefur alltaf dreymt um. Enda var ég að velta því fyrir mér, ef ég fengi ekki starfið við Þjóðleik- húsið, að söðla alveg um. — Og hvaö hefðirðu þá farið að gera? — Eg veit ekki — er ekki óskaplega þægilegt að kunna lögfræði? Og með þessum orðum lýkur viðtalinu við Agnesi Löve. En sennilega eru margir fegnir að Agnes skuli hafa fengið drauma- starfið sitt. því að meðan hún lék á flygilinn tónlist úr Meyjaskwnn- "T'ni var tilhugsunin um hana sitian á t lögfræðistofu, með blf öaLunka fyrir framan sig, alveg óbærileg. Agnes Löve á að hafa nóturnar fyrir framan sig og ekkert annað. -AKM. Ljúsnu: Friðpjófur HeUgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.