Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982. fLÓDAÚTHLUTUN - REYKJA VÍK Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um byggingarrétt á eftirgreindum stööum: A. Á Laugarási: Einbýlishúsalóðir. B. I Sogamýri: Raöhús — tvíbýlishús — fjölbýlishús. Athygli er vakin á því aö áætlað gatnagerðargjald ber aö greiöa að fullu í þrennu lagi á þessu ári. Upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar, svo og skipulags- og úthlutunarskilmála, verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, alla virka daga kl. 8.20 —16.15. Umsóknarfrestur er til og með 28. maí nk. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum sem fást afhent á skrifstofu borgarverkfræðings. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Sérstök eyðu- blöð verða afhent þeim sem sótt hafa um fyrr á þessu ári. Borgarstjórinn íReykjavík. STAÐA SVE/TARSTJÓRA Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis, Hellissandi, óskar eftir aö ráöa sveitarstjóra. Umsóknarfrestur er til 5. júní 1982. Allar nánari upplýs- ingar veitir Svanbjöm Stefánsson sveitarstjóri í síma 93-6637 og 93- 6657. Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Prófsýning og afhending einkunna í öldungadeild verður þriðjudag 18. maí kl. 17. Valdagur í dagskóla er miðvikudag 19. maí frá kl. 8.30. Skólaslit og brautskráning stúdenta verður föstu- dag 21. maí kl. 14. Rektor. 10 ár - ÖLDUNGAR - 10 ár í tilefni þess aö 10 ár eru liöin frá byrjun öldungadeildar Menntaskól- ans v/Hamrahlíö veröur haldinn fagnaöur í Snorraba. föstudaginn 21. maí 1982 kl. 7 síödegis. Dagskrá: ræöa, fjörog dans. Tryggið ykkur miöa strax hjá Helga úrsmiö, Skólavöröustíg 3. Nefndin. Lyfjatæknaskóli íslands auglýsir inntöku nýrra nema fyrir nœsta skólaár, sem hefst 1. október nk. Umsækjandi skal hafa lokiö tveggja ára námi í framhaldsskóla (fjöl- brautaskóla). Umsækjendur sem lokiö hafa prófi tveggja ára heilsu- gæzlubrautar framhaldsskóla eöa hliðstæðu eöa frekara námi, skulu aö ööru jöfnu sitja fyrir um skólavist. Skólastjórn er heimilt aö meta starfsreynslu umsækjanda til allt aö helmings þess námstíma, sem um getur hér að ofan. Með umsókn skalfylgja eftirfarandi: 1) Staöfest afrit af prófskírteini. 2) Heilbrigðísvottorö á eyðublaöi, sem skólinn lætur í té. 3) Sakavottorð. 4) Meömæli skóla og/eöa vinnuveitenda. Umsóknargögn liggja frammi í skólanum alla daga fyrir hádegi, eöa send aö beiöni umsækjanda. Umsóknarfrestur er til 25. júnínk. Umsóknir sendist tíl: Lyfjatæknaskóla Islands, Suöurlandsbraut6, 105 Reykjavík. Skólastjóri. Bæjar- og svcitarstjórnarkosningarnar. ÍVíkíMýr- dal eru þrír listar í kjörl í Hvammshreppi eru aö þessu sinni þrír listar í kjöri til hreppsnefndar. Við síöustu kosningar hlaut listi vinstri- manna og óháðra 3 f ulltrúa og þar meö meirihluta i hreppnefndinni. íbúar í Hvammshreppi eru nú um 500 og hefur sá fjöldi staðið í stað síð- ustu ár. Af þeim fjölda búa um 400 manns í Vik sem er eina kauptúnið í sýslunni. Stærsti atvinnurekandi á staðnum er Kaupfélag Skaftfellinga. Á siðustu árum hefur risið á kauptúninu vísir að iðnaði, þótt í smáum stíl sé. Fram- bjóðendur benda þó á aö ekki hafi verið nóg að gert til að auka atvinnutækifæri og það hafi leitt til þess að ungt fólk hafi flutt úr byggðariaginu til annarra staða í atvinnuleit. Á efri myndinni sést yfir Vík í Mýrdal, horft frá klrkjugarðinum. Á neðri myndinni er horft yfir kauptúnið úr gagnstæðri átt. DV-myndirGVA Engin fast- mótuð stefna segir Guðgeir Sigurðsson sem sklpar 2. sætið á iista framsðknarmanna „Það er engin fastmótuö stefna sem við munum fara eftir. Þaö verður bara að ganga í þau mál sem fýrir koma,” sagði Guögeir Sigurösson sem skipar 2. sætiö á lista framsóknarmanna í Vík. „Hér hafa menn mestan áhuga á hitaveitunni, hvar í flokki sem þeir eru. Þaö var boruð tilraunahola fyrir nokkrum árum en Orkustofnun taldi hana ekki lofa nógu góöu. Það er al- mennur vilji fyrir þvi aö kanna þetta frekar. Það virðíst vera sæmilega næg at- vinna eins og er en þaö vantar fram- hald á frekari uppbyggingu. Eini möguleikinn sem viö sjáum á aukinni atvinnu iiggur í iönaði því landbúnaður er að dragast saman. En frumkvæöið að nýjum iðnfyrirtækjum veröur að koma frá einstaklingum því þaö geng- ur aldrei aö sveitarfélög standi í at- vinnurekstri,” sagöi Guögeir Sigurös- sonaðlokum. ÓEF Guðgeir Sigurðsson bóndi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.