Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 15
; DV. FÖSTUDAGUR6. ÁGUST1982. 15 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hótel Saga: „Viníreykvískuskemmtanalífr „Hótel Saga er vin í eyðimörkinni," segir bréf ritari. ÞESS VEGNA KVENNA- A THVARF E.A. 1789-9538 sfcxifar: Mig langar meö þessu stutta bréf i að vekja til umræðu skemmtanamál full- orðins fólks á höfuðborgarsvæðinu um þessar muudir. Okkur hjónunum þykir bæði gaman og gott að geta farið eitthvað út um helgar og þá helzt á þægilegan og skemmtilegan staö. Undanfarnar vikur hefur framboð á skemmtunum f yrir fólk á okkar aldri verið alltof lítið, og er það miður. Leikhúsin eru í sum- arleyfi og þeir skemmtiflokkar sem höfuðstaðurinn hefur getað státað af eru nú á þeysingi um landiö þvert og endilangt. Því bar svo við að um síðustu helgi fengum við hjónin óvæntan glaðning. Veðrið var svo gott að við ákváðum að fara eitthvaö út að skemmta okkur og varð Hótel Saga fyrir valinu því reynslan hef ur kennt okkur að þar er hægt að vera í skemmtilegum félags- skap og hlusta á tónlist við okkar hæf i. Við innganginn var okkur sagt að við þyrftum að greiða smá aukagjald vegna þess að það væri sýning á kabar- ett í Súlnasalnum. Nú urðum við hissa því að við áttum ekki von á neinu sliku. Við héldum sem sagt aö allir skemmti- kraftar væru úti á landi og við þyrftum að láta okkur leiðast hér í bænum. En raunin varð svo sannarlega önnur því að frá því að kabarettinn hófst og þar til honum lauk máttum við vart mæla fyrir kátínu og hlátri. Því vil ég nota þetta tækifæri til að þakka aðstandendum þessarar skemmtidagskrár, og um leið að hvetja það fólk sem situr heima og heldur að því þurfi að leiðast til þess að notfæra sér þessa vin í reykvísku skemmtanalifi. Eftirfarandi bréf hefur borizt frá kynningarhópi samtaka um kvennaat- hvarf: Kynningarhópur samtaka um kvennaathvarf vill gera eftirfarandi leiðréttingu og athugasemdir við skrif Herberts Guðmundssonar í DV þann 20.7. '82. Þörfin á að stofna kvennaathvarf hefur verið til umræðu hér á landi í að minnsta kosti 4 ár en ekki einungis að undanförnu. Sú þörf er staðfest í niður- stöðum könnunar sem gerð var á of- beldi í heimahusum. Könnunin var unnin úr skýrslum slysadeildar Borg- arspítalans yfir árið 1979 af Hildigunni Úlafsdóttur afbrotafræðingi, Sigrúnu Júlíusdóttur félagsráðgjafa, og Þor- gerði Benediktsdóttur lögf ræðingi. Þessar niðurstöður voru kynntar á stofnfundi um kvennaathvarf 2. júní s.l. og þær birtast i næsta tölublaði timaritsins Geðverndar. Þar kemur í ljós að íslenzkir karlmenn eru því miður engir eftirbátar kynbræðra sinna í Skandinavíu hvað snertir mis- þyrmingar á sambýliskonum og eigin- konumsínum. Agúst SIVI t>M F 1 2 3 4 5 8 9 10 11 12 15 16 17 18 19 22 23 24 25 26 29 30 31 F 6 13 20 27 7 14 28 Ferdaáætlun SAS DC-8 f tugs til Narssars- suaq og Kaupmannahafnar. Hafíð sam- band við ferdaskrifstof urnar, eda SAS, Laugavegi 3,2 hæð - Búnaðarbanka- húsinu - símar: 21199/22299. S4S FÖSTUDAGSKVÖLD Kynningarhépur samtaka um kvennaathvarf heldur því f ram að þvi miður séu ís lenzkir karlmenn engir eftirbátar kynbræðra sinna í Skandinavíu hvað snertir misþyrmingar á sambýliskonum og eiginkonum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.