Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Qupperneq 6
6 DV. LAUGARDAGUR14. ÁGUST1982. STEPHÆN G. STEPHAmSOlM HVUMIDAGSHETJA FHA OFURHEMit? Láttu hug þinn aldrei eldasteöahjartaö. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Svo kvað Stephan G. Stephansson, eitt okkar beztu skálda fyrir og eftir aldamótin síðustu. Stephan er dæmigerður fyrir þá 19. aldarmenn, sem rifu sig upp úr hokur- búskap og vesöld og hófust til vegs og virðingar. Hann fluttist búferlum vestur um haf, sem mæltist misjafn- lega fyrir meðal landa hans. — Þar var honum ekki tekið fagnandi í byrjun, síður en svo, hann lapti dauðann úr skel en smám saman fór hagur sveinka að vænkast og hann rétti úr kútnum. En hvort sem menn töldu hann aula eöa ofvita, hversdagsmann eða ofurmenni. er því ekki að neita aö í dagerhanneitt ikkarhöfuðskálda. Eins og kunnugt er var vígt minningarsafn helgað Stephani í Markerville í Alberta í Kanada fyrir skemmstu, en einmitt þar ól hann mestan aldur sinn. Við rifjum upp nokkur minningabrot úr ævi Stephans. Af hagyrðingum kominn Stephan var Skagfirðingur að ætt og uppruna. Fæddist árið 1853 á Kirkju- bóli, hjáleigu, þar í sveit Foreldrar hans voru Guömundur Stefánsson og Guðbjörg Hannesdóttir. í ættum beggja voru hagyröingar ýmsir, til dæmis voru faðir Stephans og Benedikt Gröndal yngri þremmenningar. Það var óttalegt hokur á foreldrum Stephans. Þau voru sífellt að flytja frá einu kotinu til annars. Að lokum gáfust þau upp og fluttu búferlum til Vestur- heims. Það var árið 1873 er Stephan var tvítugur aö aldri. Er svo að sjá að Stephan hafi farið með þeim ásetningi vestur að hverfa heim aftur eftir nokkurár. Að minnsta kosti segist honum svo sjálfum frá í ræðu á Þjóðminningar- degi Islendinga í Alberta 2. ágúst 1897. Þar segir hann frá unglingi sem var að kveðja Island í hópi vesturfara. Skyggni var slæmt fyrstu dagana, „þar til hæðir Skotlands risu, grænar, skógi vaxnar, sólgylltar, einmitt það, sem hann hafði óraö fyrir að lægi utan við þokuna. Því hafði hann ætlað aö bregða sér út snöggvast, sækja sólskin- ið og koma svo aftur heim — en það verður nú aldrei — ég veit svo vel um það, því ég varþessi unglingur.” — Hafi Stephan gert sér vonir um aö efnast skjótlega vestra brugðust þær vonir með öllu. Lífshlaupið var síður en svo auðveldara þar en hér. Fyrst vann hann fyrir sér viö ýmiss konar daglaunavinnu í Wisconsin-fylki, síðar fluttist hann til Norður-Dakota og enn síðar í Alberta-f ylki í Kanada, þar sem hann bjó til æviloka. Hann lézt árið 1927, þá hátt á áttræðisaldri. Hann giftist Helgu nokkurri Jónsdóttur, frændkonu sinni, og áttu þau átta böm. Byrjaði kornungur að yrkja Stephan byrjaöi komungur að yrkja, löngu áður en hann fluttist vestur. En ekki þótti mönnum mikiö til skáld- skapar hans koma. Hins vegar, þegar hann var kominn vestur, og stundar- friður fékkst, frá erli dagsins var fyrst tekið eftir honum. Þá orti hann mörg sinna beztu kvæöa. „Aldrei ætlar strákurinn úr manni!" Eins og við var að búast var k væðum Stephans ekki jafnvel tekið af öllum, því víða komu fram í þeim skoöanir sem brutu í bág við stefnur margra samtíðarmanna hans. Kirkjufélags- mönnum vestra þótti anda köldu frá honum í garð klerka og kristindóms og ýmsir Islendingar austan hafs fyrtust við hann út af vísum hans um frum- varp sambandslaganefndarinnar frá 1908. Einkanlega uröu þó landar í Vesturheimi honum gramir fyrir Víg- slóða, þar sem Stephan kemur fram sem friðarsinni, en kvæðið f jallar um fyrri heimsstyrjöldina. Varð út af þeim kvæðabálki grimmileg senna í vestanblöðunum því Stephan svaraði hverri árás og lét hart mæta hörðu. Stephan segir í bréfi til Jóhannesar P. Pálssonar frá 1924: ,,Á Islendingadagsfundi í gær sagði t.d. einn sveitungi minn um mig upp úr þurru aö ég væri sá maöur sem hefði orðiö þessari byggð til mestrar skammar og bölvunar í blöðunum.” Og tveimur árum síðar segir Stephan í bréfi til sama manns að sem dæmi þess hvert „eitur í sveit” hann sé, sé sami maður, sem var einn af stólpum byggðarinnar, farinn að spillast af sér og orðinn sér auðveldur. Það kom sér vel fyrir Stephan í sam- skiptunum við suma landa hans vestra að hann var ekki einungis alvöru- maður og baráttumaöur heldur mikill húmoristi., JVldrei ætlar strákurinn úr manni! Kannske hann sé, loksins eini dugandi verndarengillinn af þeim sem manni var úthlutað í öndverðu,” er einhvern tíma haft eftir honum. Annars var Stephan hláturmildur í æsku og næmur fyrir því sem honum „þótti skrýtið”. Einhverju sinni lá hann fárveikur af lungnabólgu og hafði verið varaður við að hlæja en þá setti að honum slíkt hiáturkast, að nærri lá að riði honum að f ullu! Vinnutími vanalega þá „myrkranna milli" Stephan sleit sér snemma, svo sem vænta mátti um mann sem vann að jafnaöi langt og erf itt dagsverk og unni sér sjaldan fullrar næturhvíldar. I Drögum að ævisögu sinni segir hann á einumstað: „Foreldrar mínir voru alla tið á minum vegum meðan þau lifðu og eftir að hingað kom (til Ameríku). Eftir liðugt ár í Staughton fluttumst við þaðan með nokkrum islenzkum fjöl- skyldum og numdum land í skógi, í Noröur-Wisconsin. Þar vann ég við skógarhögg aö vetrum, en sveitavinnu að sumri. Eg ferðaðist allt fótgang- andi. Betlaði um vinnu bæ frá bæ, þar sem ég vissi hennar von, unz hún fékkst. Vann fyrir sama kaupi eins og meðalverkamenn innlendir. Vinnutími var þá vahalega „myrkranna milli” .. . Frá Wisconsin fluttumst við til Garða í Noröur-Dakota. Þá var ég 25 ára. Fyrsta sumarið, sem ég var þar „vestlingur”, vann ég við jám- brautarverk og þreskingu. Árin á eftir . baslaöi ég við búskap, meðan ég dvaldi í Dakota. Hingaö (Markerville í Alberta) fluttumst viö, þegar ég var 35 ára. Móöir mín var með mér, en faðir minn dó í Dakota. Á fyrri árum mínum hér vann ég nokkuð að heiman, við járnbrautargerð og landmælingar. Síðan hef ég hangt viö heimasnag- ana.” Það er ljóst af þessum orðum að sældariíf hefur þetta ekki verið. En þótt Stephan hafi unnið alla sína tíð svo hörðum höndum og kennt sér ýmissa meina entist honum þrek til bústarfa og ritstarfa fram um sjötugsaldur. Enginn gallagripur á borgaralegan mælikvarða Um Stephan G. segir Sigurður Nordaláeinumstað: „Enginn getur efast um það, að sé yfirleitt nokkur maður til þess „fædd- ur” aö gefa sig allan að andlegum störfum, þá hefur Stephan G. Stephanssón verið það. Gáfurhar voru óvenju ríkar og fjölbreyttar, þar fór allt saman, frábært næmi, stálminni, skarpur skilningur og skapandi hugs- un. Það var honum allt frá æsku ástríða að mennta sig og glíma við tor- skilin vandamál tilverunnar, sögu og samtíðar. Enginn fær nú getum að því Hús skáldsins í Markervitle. leitt, hversu vítt hann hefði farið eldi um ríki mannlegrar þekkingar, ef hagir hans hefðu leyft honum að sinna slíkum efnum einum. Skáld heföi hann þvíalltaforðið.” En Stephan sparaði ekki líkama sinn til stritsins og varð enginn gallagripur á borgaralegan mælikvarða. Hann vann „myrkranna milli” eins og hann orðar það sjálfur og orti svo þess á milli. Hann segir í bréfi til vinar síns árið 1898: „Þvi er svona varið, ég er tímalaus maður til útúrdúra frá daglegu striti, hefi gaman af skáldskap og því kveð ég, hann „verður mér allt”, eins og harpan Tegnér að lokum, vona ég. ” Og á öðrum stað kallar hann skáldskapinn „allt ævistarfið, það sem ég vann best.” Samt gerir hann sér vel grein fyrir aö hann ætlar sér of mikið. Honum finnst hann ekki ná nógu góðum tökum á bóndastarfinu, eins og hann segir i bréfieinufrá 1906: ,jVð ég er ekki ríkur, kenni ég engu nema sjálfskaparvítum. Heföi ég beitt því litla viti, sem ég hef, til fjárdrátt- ar, eins í öllu, sem lög leyfa, þá trúi ég ekki öðru en ég hefði getað staðið þar hverjum óvönduöum meöalmaura- þegn jafnfætis.” Og hann veit það vel að stritið og annríkið stendur skáldinu fyrir þrif- um, hann hefði getað ort meira og bet- ur ef ástæöur hefðu verið rýmri. I bréfi frál898segirhann: „Þegar andvökusvölumar setjast við gluggann minn, hef ég aðeins eitt ráð: að vinna mig sjálfan úrvinda og tilfinningalausan, þó að það taki marga sólarhringa.” Og bréfið endar á þessaleið: , JClukkan er að ganga fjögur, bráðum birtir úti. Eg ætla að sofna hérna ögn fram á púltið, þangaö til ég smala kúnum.” En Stephan lét sig hafa þetta. Hann hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá og ekki gat hann látið reka á reiðanum. Og ekki heldur gat hann svæft skáldið í sér. „Ljóðagerð er „brauðlaus list" " Ýmsir góðvinir Stephans fóru snemma að impra á því við hann að hann færi aö gefa eitthvaö út en hann sá ýmsar ambögur þar á, eins og kem- ur fram í bréfi frá 1906: „Ef ég lifi þaö, að hagur minn standi svo, aö ég geti sagt upp öllum verald- ar-áhyggjum, segjum hálft til eitt ár (Því að hafa ofan af fyrir mér og mín- um, og öðrum aukagetum), svo að ég geti sagt við þær: ,Eg hefi sagt sundur með okkur um nokkra mánuði og kem ekki nærri ykkur” — þá skal ég vinsa ruslið mitt. Fyrr get ég það ekki, hve feginn sem ég vil. — Ljóðagerð er „brauðlaus list” hjá okkur, sem von er, og þó vonlausust vestan hafs. Eg er af vilja gerður — en annaö kreppir að. — Þú veist, hve ókirkjuleg kvæðin míneru.” „Ruddi, vesalmenni, hrokafullur og öfundsjúkur" En það var fleira en „ókirkjulegheit- in” sem stóðu vinsældum Stephans fyrir þrifum. Sumum þótti leggjast lágt fyrir kappann „að flýja af hólmi” eins og það var kallaö, með vesturför- inni. Enn öðrum þótti kvæði hans óþjál og torskilin, eins og Káinn kvað: Allt er hirt, og allt er birt, ekkert hlé á leirburðe. Kveðurmyrkt og stundumstirt Stephan G. íKringlunne. Sigurður Nordal segir, að auðvitað eigi aðeins seinni partur vísunnar við Stephan, því Káinn hafi ekki veriö svo skyni skroppinn, að hann kynni ekki að greinastirðan skáldskap frá óvöldum leirburði. En óvildarmenn Stephans héldu göllunum á formi hans freklega á loft. Guðmundur Friðjónsson segir frá því í Skírni áriö 1912 að „harla mætur og ritfær menntamaður” (ef til vill sá sami, sem seinna lýsti Stephani svo, aö hann væri „ruddi, vesalmenni, hrokafullur og öfundsjúkur”, ári síð- ar) hafi skrifaö sér út af grein í sama tímarit 1907: „Mér þótti skömm til, þegar ég las eftir yður skjallið um hann Ameríku- Stephan, — þennan útilegumann, sem er geðillur heimspekingur, en lítið skáld, og djöflast á móðurmálinu eins og reiðfantur ótemju.” Stephan segir sjálfur í bréfi til vinar áriö 1914: „Mér hefur aldrei fundist þurfa að þræla viti sínu nein ósköp út til að finna lífsstefnuna í ljóöum minum. — Ég þykist hvorki hafa verið svo orðvar né dulur á henni. Hitt var til: Það kom sér eitt sinn hentuglega við aldarhátt að brýna inn í fólk, að ég væri einskismeð- færi I að botna, ef ekki vegna bulls, þá vegna ofvisku, hvaða munur sem á því kann að vera. A hitt hef ég samt rekið mig, að réttir og sléttir alþýðumenn hafa lært utan að og skilið hárrétt vís- ur, sem lærðir rýnendur um þá hluti hafa kvartað um torskilning á, og ég farið að halda, að nokkuð af nauðinu um það væri Iygi og látalæti. En satt að segja, ég hef miklu meira gaman en áhyggjur út af því, hvernig um ruglið mitt er dæmt. Veit, að ég bauð það eitt, sem ég átti skást til.” Stephan gerði sér grein fyrir og vissi vel, að andstæðingar hans í skoðunum gerðu of mikið úr tyrfni hans. Hann var sjálfur fús til að viðurkenna gall- ana á búningi ljóöa sinna. „Eg átti ei snilld”, segir liann í kvæði frá árinu 1923. Hann játar, að hann sé „oft djarf-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.