Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Qupperneq 9
9 — Þú hættir aö leika í kvikmyndum þegar þú varst 39 ára gömul. Hvernig myndir þú lýsa lífi þínu núna? „Loksins lifi ég. ÉG LIFI. Loksins lifi ég og finn aö lífið hefur einhvern til- gang. Eg hugsa um heimilið og vinn- una mína og lifi ákaflega svipuöu lífi og ég geröi þegar ég var 17 ára, áður en ég fór út í kvikmyndaleik. Ef fólk þekkir mig út á götu þá er þaö vegna þess að ég berst fyrir máistaö dýranna, ekki af því aö eitt sinn var litiö á mig sem eitthvert kyntákn. Nú elta ljós- myndarar mig ekki lengur á röndum. Eg hef sjálf ákveðið hvemig ég vil lifa og þess vegna held ég heimilisfangi mínu leyndu. Ég hef þurft aö þjást mikiö fyrir þaö líf sem aðrir létu mig lifa. Eg hef þurft aö borga líkama minn dýru veröi. Mikill mathákur jafnvel þótt ég sé grænmetisæta — Hvemig ferð þú aö því aö halda þér svona grannri? „Ég geri ekkert — mér þykir allur matur góður. Ég er mikill mathákur jafnvel þótt ég sé grænmetisæta. Mér finnst nautakjöt algert lostæti en þegar ég sé hvemig dýrum er slátr- aö þá get ég ekki lengur borðað kjöt. Ef ég sé kjötstykki á disknum mínum þá veröur mér óglatt. Þetta em dýr eins og viö.” — Þú lætur þér líka annt um gamalt fólk? „Já, ég hef alltaf aöstoöaö gamalt fólk fjárhagslega eöa meö ööm móti. Amma min, sem dó í fyrra, var búin að búa hjá mér í 20 ár. Gömul kona sendi mér eitt sinn trúlofunarhring sinn og bækur sem ..maður hennar hefur skrif- aö og með lét hún fylgja þá beiöni að ég sæi um kettina hennar er hún dæi.” — Hvernig finnst þér að eldast? Er það í þínum augum eitthvaö sem er hræðilegt eöa tekur þú því bara meö ró? Ætla mér aldrei að fá andlitslyftingu! „Aldurinn færist bara yfir mig. Það er allt og sumt. Eg hef ekki og ætla mér aldrei að fá mér andlitslyftingu. Eg vil vera eins gömul og ég er. Eg fer aldrei á neinar fegrunarstofur og ég nota lítið af snyrtivörum. Auðvitað er ekkert gaman aö fá hrukkur en þær skipta mig engumáli lengur.” — De Gaulle sagöi eitt sinn um þig: „Þessi unga stúlka hefur yfir sér lát- laust yfirbragð og þetta látleysi virðist vera henni eðlislægt.” Er látleysi þinn stærsti kostur? „Ja, hvers vegna að flækja alla skapaöa hluti? Eg hef aldrei miklast af frama mínum. Því ég hef alltaf séö í gegnum falsiö sem kvikmyndaiðnaðin- um fylgir. Ég hef alltaf litið gagnrýn- um augum á lífiö og það er kannski þess vegna sem ég get aldrei orðiö hamingjusöm.” — Hver er þinn stærsti galli? „Öþolinmæðin. Égmissi allt of oft og allt of fljóttþolinmæöina.” — Nú er móöir þín nýdáin. Ert þú hrædd viö dauöann? Dauðinn er óhuggulegur en mig hefur stundum langað til að deyja „Dauöi móöur minnar var mér mik- iö áfall. Um leiö og hún dó, þá dó eitt- hvaö inni í mér. Þegar aö hún dó var ég alein meö henni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Banamein hennar var blóðtappi. Ég, sem alltaf berst, sat hjá henni og gat ekkert gert. Ég sat þama gjörsamlega máttlaus, þaö var hræðilegt. Dauðinn er óhuggulegur og ennþá verra er aö einhverjar utanaö- komandi manneskjur sjá um líkams- leifar manns.” — Þú hefur oftsinnis reynt aö fremja sjálfsmorð. Gerðir þú þaö aöeins til þess aö vekja athygli á þér eöa hefur þig virkilega langað til þess aö deyja? „Þaö hafa komiö timabil sem hafa veriö svo hræöileg aö mig hefur langaö til þess aö deyja. Þá var ég ekki eins hrædd viö dauöann og ég er nú. Fyrir mér var dauðinn eins konar ástarsam- band. Eg ímyndaöi mér að ég gæti flúiö til dauðans, þar fengi ég frið því í dauöanum þekkti mann enginn. En hvemig átti ég að fremja sjálfs- morö? Ekki gat ég hent mér ofan af 14. hæð því þá myndu ljósmyndarar um- svifalaust veröa mættir á staöinn. Þess vegna hef ég reynt þaö með því aö taka inn svefntöflur. Og í dag finnst mér þetta alveg fáránlegt en ég skil samt af hverju ég reyndi aö fyrirfara mér. Þaö var flóttatilraun min, sem mistókst.” — H vaö meö framtíöina? „Eg held mínu striki. Eg ætla mér að halda áfram aö berjast fyrir málstaön- um. Ef mér tekst aö gera líf dýranna bærilegra þá hef ég ekki lifað til einskis.” -EG sneri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.