Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Qupperneq 11
allra staöa í vikinu getiö, í greinum sem um skeljalög Tjörness fjalla. Auö- velt er aö f inna skeljalög noröan árinn- ar sem rennur í gegnum kambinn til sjávar. Hún nefnist Hallbjarnar- staðaá. Mest ber á ýmiss konar lindýrateg- undum, bæði sæskeljum og og sæsnigl- um þarna í árgilinu. Auk þeirra hafa fundizt á þessum slóöum menjar krabbadýra,fiska,hvala og sela.Hvaö gróðurleifunum við kemur, þá hafa þær veriö heldur lítiö kannaðar. Þaö er þó sannað aö sumar þeirra eru af barr- trjám sem vaxið hafa þar á staðnum. Liggja þarna allstórir stofnar og vottar fyrir rótum þeirra og greinum. Er því næsta víst aö á öldum áöur hafi miklir skógar veriö á Tjömesi og þar vaxið tignarleg tré. Útdauðar skeljategundir I þessum bökkum hafa fundizt mörg skeljalög og getur þar að líta margar tegundir sem ekki lifa lengur við strendur Islands. Einkennisskeljar í þessum lögum eru báruskel, sem nú lifir nyrzt í Norðursjó, og tígulskeljar, sem nú eru útdauðar. Einnig má nefna ýmsar aðrar tegundir af skeldýraætt sem nú lifa í hlýrri sjó viö strendur sunnanverörar Vestur-Evrópu. Allt þetta segir okkur aö sjórinn undan Norðurlandi hafi verið á svipuðu hita- stigi og nú þekkist viö Bretlandseyjar og Suður-Noreg þegar þessi hluti bakkanna var aö myndast. Skeljarnar sem finnast þama í Hall- bjamarstaðakambi eru sumar hverj- ar nokkuö stórar. Margar eru allt að sjötiu til áttatiu millimetrar aö lengd og aö sama skapi þykkar. Þær eru oft lokaðar en mjög auövelt er aö losa þær úrberginu. En hvers vegna er þessar sjávar- myndanir aö finna uppi í miðjum hlíðum Tjömess? Því skal reynt að svaraí örstuttumáli. Stórkostlegar breytingar láðs og lagar Steingervingamir sem áöur eru nefndir gefa vísbendingu. Þeir sýna aö stórkostlegar afstööubreytingar láös og lagar hafa átt sér stað meðan stóð á myndun molabergsins sem þeir liggja í. Af jarðlagaskipuninni í Hallbjamar- staöakambi má til aö mynda ráöa aö landið hafi risið að minnsta kosti einu sinni úr sjó og gróiö upp meðan á myndun þess stóö. Lögin í bakkanum — en alls þekkjast fjórtán skeljalög við Hallbjamarstaðakamb — segja okkur því hvar og hvenær landið hefur risið eðasigið oghversumikiðhverjusinni. Að framan var þess getiö að sjávar- myndanirnar á vesturbökkum Tjör- nessværuþær elztu er vitað væri um úr jarölagaskipun landsins. Margar og ítarlegar rannsóknir hafa raunar farið fram á aldurssögu þessa landsvæðis. Hafa veriö skrifaðar margar og merkar greinar sem ritgerðir um það eitt. En til að gera langt mál stutt skal látiö nægja að segja: Við samanburð á dýraleifum þessara íslenzku jarðlaga og öðmm svipuðum erlendum virðast þau hafa myndazt á hinum svonefnda pliocene-tíma hins terti.era-tímabils. Það færir okkur þá vitneskju að þessar merkilegu sjávarmyndanir á Tjörnesi hafa orðið til fyrir ekki minna en einni milljón ára. Þær elztu eru hins vegar taldar hafa myndazt fyrir allt að þremur milljónum ára. Um þessar fullyrðingar má þó vitanlega alltaf í Hallbjarnarstaðakambi: Þar ar aO finna einhver merkustu jarðlög á ís- landi. Eru það sandsteinslög mynd- uð seinast á tertier og isöld. í kambinum skiptast á lög með surtarbrandi og sjóskeljum og sýnir það að sjávarstaða hefur oft breytzt meðan á myndun laganna stóð. Hvar liggur leið að undrinu?! — Og þar með er þessari stuttu lýs- ingu af einhverjum merkustu jarð- lögum íslandsbyggðarlokið. Þeimsem áhuga kynnu aö hafa á að skoða þetta náttúruundur skal bent á að einna bezt er að komast í Tjörneslögin sunnan Hallbjarnarstaða. Liggur vegur þar niður í bakkana rétt noröan Ytri- Tungu og í Hallbjarnarstaðakambi. Er hann vel fær fólksbílum. Þeim býð ég svo góða skemmtun enda á enginn að verða svikinn af kynnum sínum af þessu sérstæða augnayndi sem Tjörneslögin eru. (Heimildir: Jóhannes Áskelssou, Tjörnes — þáttur úr jarðmyndunarsögu þess bls. 80—94 í Árbók Ferðaiélags íslands 1941. Kristinn J. Álbertsson, Um aldur jarðlaga á Tjömesi bls. 1—8 Náttúrufræðingnum, timariti Hbis islenzka náttúrufræöifélags 1978. Þorsteinn Jósepsson, Landið þitt, bls. 369—370, Bókaút- gáfanöra og Örlygurhf. 1974). D V-myndir Bjarnleifur Auðvelt er að losa skeljarnar ur lögum bakkanna og hafa með sór heim til skrauts og vitnisburðar um ferð sina á Tjörnes. Skeljalaganna i Hallbjarnarstaðakambi er oftast getið allra staða þegar talað er um skeljalög Tjörness af þeirri ástæðu að þar er auðvoldast að finna lögin. Einnig er mjög mikið um sæskeljarþar sem einfalt erað brjóta úr sandsteininum og taka með sór heim til minja um Tjörnesferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.