Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR14. ÁGUST1982 Myndir í keppnina um Sumarmynd DV 1982 eru teknar aö berast og dómnefndinni er vandi á höndum þegar velja skal myndir til birtingar. Hér í opnunni getur aö líta fyrstu sumar- myndirnar. Sumarmyndakeppni DV stendur út ágústmánuð en skilafrestur síðustu mynda er til' 10. september. Allir lesendur DV geta tekið þátt í keppninni og eiga þar með möguleika á að vinna glæsileg verðlaun. Keppninni er skipt í tvo flokka, lit- myndir og svarthvítar myndir. Þrenn verðlaun eru veitt í hvorum flokki. Þau eru hin sömu í báðum flokkum, Olympus myndavélar frá verzluninni Gevafoto. Fyrstu verðlaun í hvorum flokki eru Olympus OM 10 myndavélar. Þessi myndavél þykir nett og meðfærileg en er ja&iframt fullkomin myndavél fyrir atvinnumenn. Önnur verðlaun í báðum flokkum keppninnar er Olympus XA myndavélar og þau þriðju Olympus XA 2 myndavélar. Þessar gerðir Olýmpus mynda- véla eru gerðar fyrir 35 mm filmu eins og Olympus OM 10 vélin. Olympus XA og XA2 eru ákaflega einfaldar í notkun en vegna filmu- stærðar og tæknilegra eiginleika vélanna verða myndgæðin mjög mikil. Þátttakendum í Sumarmyndakeppni DV 1982 er heimilt að senda fleiri en eina mynd í keppn- ina. Allar myndir skulu merktar meö nafni og heimilisfangi höfundar á bakhlið hverrar mynd- ar. Myndirnar skulu sendar ritstjóm DV, Síðu- múla 12—14, 105 Reykjavík, merktar „Sumar- mynd”. Aríöandi er að hverri sendingu fylgi frí- merkt umslag með utanáskrift til sendanda, svo hægt verði að endursenda allar myndirnar. 1 dómnefnd sumarmyndakeppninnar sitja þrír valinkunnir menn, þeir Gunnar V. Andrésson ljósmyndari DV, Gunnar Kvaran listfræðingur og myndlistargagnrýnandi DV og Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari Vikunnar. Nefndin hefur þegar valið myndir til birtingar og mun að lokum velja beztu myndina. Sumarmyndefnin eru ákaflega mismunandi eins og sjá má hér í opnunni. Hugmyndaríkan ljósmyndara skortir aldrei myndefni og þessi staðreynd er ein þeirra sem gera ljósmyndun heillandi. Myndarleg verðlaun ættu að vera mönnum hvatning til sumarmyndatöku. Nú er um að gera að hefja þátttöku í Sumarmynda- keppni DV 1982 og senda blaöinu skemmtileg- ustu mynd sumarsins. allir lesendur geta tekid þált í keppninni um Sumarmynd DV 1982 ■■■ v,: S!%v*yá'i ■■ Þessi fa/lega mynd frá sjávarsiðunni hefur ekki hlotið nafn. Ef til vill verður hún ævintýralegri fyrir bragðið. Höfundurinn er Jóhann Jónsson. ■ 1 Geitin þarf ekki að hafa mikið fyrir Ufinu þegar grasið hefur verið reytt ofan í hana. Þessi mynd er nafnlaus en höfundur hennar er Þuriður Hjörleifsdóttir. Sumir eru óhressir á morgnana en það verður ekki sagt um litlu stúikuna með sóleyjavöndinn heyrnartækin. Myndin af þessari kankvisu stelpu heitir Góðan daginn og er eftir Jóhann Jónsson. Allir þurfa samastað i tilverunni og þessi litli ungi hefur fundið dágott skjól. Höfundur myndarinnar, Ævar Guðmundsson, kallar hana ,,/ skjóli Carlsberg veldisins Að i Markarfljótsfarvegi á Fjallabaksleið syðri heitir þessi sumarmynd eftir Bergstein Gizurarson. Eins og sjá má er upplagt að stunda Ijósmyndun samhliða hestamennsku. tlngviði og sumarsól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.