Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Page 4
4 DV. LAUGARDAGUR 2. OKTOBER1982. Fráttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós Hluti nefndarmanna stjórnarskrárnefndar islökun á Húsavik, en þar hólt nefndin tveggja daga fund i sumar. Talið frá vinstri, Ólafur Ragnar Grimsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Tómas Tómasson, Matthias Bjarnason, Gylfi Þ. Gislason og Þórarinn Þórarinsson. Hver ern umræðuefni stjórnarskrárnefndar? Aö endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Islands virðist vera álíka erfitt verk og að sjóða litla fiska, ef marka má þær mörgu og árangurslitlu tilraunir sem gerðar hafa verið til endurskoðunar frá því að núverandi stjórnarskrá tók gildi við lýðveldisstofnun árið 1944. Stjórnarskráin er þó að stofni til mun eldri, eða frá árinu 1874. Fram að lýðveldisstofnun voru gerðar á henni nokkrar breytingar sem aðal- lega voru til að staðfesta þær stjóm- skipulegu breytingar sem náðst hafði um samkomulag við Dani í eftirhreytum kosningabaráttunnar svo og til breytinga á kosningarétti og k jördæmaskipan. Við lýðveldisstofnun voru gerðar þær einar breytingar á stjórnar- skránni sem nauðsynlegar voru til að hún þjónaöi hlutverki grundvallar- laga lýðveldis en ekki konungdæmis. I raun var aöeins sett „forseti” þar sem áður stóð „konungur”. Síðan þá hafa aöeins verið gerðar tvær breytingar á stjórnarskránni. Árið 1959 var kjördæmaskipaninni breytt í núverandi horf, þ.e. kjördæmunum var fækkað í 8 og þingmönnum fjölg- að í 60. Árið 1968 var kosningaaldur síöan lækkaöur þannig að miðað var við 20 ár í stað 21 áður. Nefndin sem stofnuð var tii að gera tillögur um lýðveldisstjórnarskrána skilaöi verki sínu árið 1943 en í áliti sínu segist hún munu halda áfram starfinu og skila seinni hluta verkefriis síns sem sé að undirbúa aðrar breytingar á stjórnskipulaginu sem þurfa þykir og gera verður á venju- legan hátt. Það var því hugmynd al- þingismanna þegar á þeim tíma aö endurskoða þyrfti stjómarskrána í gmndavallaratriöum. Tveimur árum eftir að nefnd þessi lauk fyrri hluta starfs síns ákvað Al- þingi að skipa 12 manna nefnd til ráðuneytis eldri nefndinni. Báðar þessar nefndir störfuðu til ársins 1947 en þá ákvað Alþingi að skipa nýja sjö manna nefnd til að gera til- lögur um endurskoðun stjómar- skrárinnar. Með skipan hennar féll niöur umboð hinna tveggja. Þessi nefnd starfaði í nokkur ár en skilaöi aldrei áliti frekar en þær fyrri. Fjórða nefndin var síöan sett á stofn árið 1972 til að taka upp þráðinn. Hún var starfandi — aö minnsta kosti að nafninu til — til ársins 1978 er hún var lögö niður samhliða því að nú- verandi stjórnarskrámefnd var skipuð. Gunnar Thoroddsen núverandi for- sætisráöherra hefur verið formaður þessarar nefndar frá upphafi. Það varð þegar ljóst að hann ætlaði ekki að láta starf hennar koðna niður á sama hátt og gerst hafði með þær fyrri, enda má greina það af fréttum undanfarna mánuði að stjórnar- skrámefndin er komin nokkuö langt á veg í starfi sínu. Það er ljóst að endurskoðun stjómarskrárinnar er viðamikið og flókið verkefni sem enginn vill hrapa að. Lítinn árangur af starfi fyrri nefndamá ef til viil rekja til þess áö stjómmálaflokkarnir voru hvorki sammála um hverju ætti að breyta né hvemig ætti aö breyta því sem samkomulag var um að þyrfti endur- skoðunar. Þær raddir heyrðust jafn- vel að stjómarskráin þyrfti engra breytinga með. Þá var einnig í þess- um nefndum lögð rík áhersla á að breytingamar yrðu gerðar með fullu samþykki allra stjómmálaflokka og er það reyndar einnig markmið nú- verandi stjómarskrárnefndar að ná sem víðtækastri samstöðu um allar breytingar. Kjördæmaskipanin mesta ágreiningsmálið Breytingar á kjördæmaskipaninni hafa jafnan veriö viðkvæmasta mál- ið í starfi nefndanna og það sem erfiðast hefur verið aö ná samstöðu um. Framsóknarflokkurinn hefur eindregiö neitað að fallast á tilfærslu þingmanna frá stjálbýli í þéttbýli. K jördæmabreytingamar sem gerðar voru 1934 og 1942 voru gerðar í and- stöðu við Framsóknarflokkinn og svo var einnig er núverandi skipan var tekin upp áriö 1959. Þetta mál viröist einnig ætla að verða erfiðasta ágreiningsefnið í starfi núverandi nefndar. Flestir eru að vísu sammála um að ótækt sé að kjósendur fámennastá kj ördæmisins, Vestf jarðak jördæmis, hafi fimmfaldan atkvæðisrétt á viö kjósendur þeirra fjölmennustu Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæmis. Ágreiningurinn stendur um leiðirnar til aö leiörétta þetta mis- vægi. Svo virðist sem ekki sé vilji fyrir aö hrófla viö núverandi kjör- dæmaskipan né fækka þingmönn- um í dreifbýliskjördæmum. Þá eru eftir þær leiðir að fjölga heildartölu þingmanna og færa þau 11 uppbótar- þingsæti sem nú skiptast miUi flokka öll til Reykjavíkur og Reykjaness. Rætt hefur verið um aðf jölgunin yrði á biUnu 6 til 10 þingmenn en um þessa leið er þó ekki samstaða frem- ur en aðrar. Virðist þetta mál einna skemmst á veg komið af þeim mál- um sem nefndin hefur tekiö til um- fjöUunar. I núverandi nefnd eru auk for- mannsins, Ragnar Arnalds ráð- herra, Olafur R. Grímsson alþingis- maður, Gylfi Þ. Gíslason prófessor, Jón Baldvin Hannibalsson alþingis- maður, Þórarinn Þórarinsson rit- stjóri, Sigurður Gizurarson sýslu- maður, Matthías Bjarnason alþingis- maður, Tómas Tómasson sparisjóðs- stjóri og varamaður nefndarinnar er Ölafur Björnsson útgerðarmaður. AlUr stjómmálaflokkar eiga því sína fuUtrúa í nefndinni og hefur verið lögö áhersla á aö þingflokkarnir fjölluðu um máUn samhliöa starfi nefndarinnar. Búist er við að nefndin skUi lokaskýrslu sinni í þessum mán- uði og forsætisráöherra hefur tU- kynnt að f rumvarp að nýrri stjómar- skrá veröi lagt fram fyrri hluta þings. Ætlunin er því að leiða máUn tU lykta áður en þingi veröur slitið í vor. — Fréttaljós — Ólafur E. Friðriksson Ekki er búist við því aö tiUögur nefnarinnar mæti mikUU fyrirstöðu hjá þingflokkunum þar sem þeir hafa haft hönd í bagga frá upphafi aukþesssem þeim vargefináfanga- skýrsla nefndarinnar í ágúst 1980. Hins vegar hefur þaö verið rætt í nefndinni aö taka kjördæmaskipan og skiptingu þingmanna á kjördæmi út úr stjómarskránni og setja í kosningalög sem auðveldara er aö breyta, þar sem stjómarskrár- breytingu þarf að samþykkja á tveimur þingum með kosningum á mUU. Einnig þarf að samþykkja ný þingsköp ef úr því verður að deUda- skipting Alþingis verður feUd niður. Bæði kosningalögin og þingsköpin gætu oröiö að ágreiningsefni á Al- þingi þannig aö ekki er ljóst um af- drif þessa máls þótt stjómarskrár- nefndin nái samstöðu um loka- skýrslu sína. Verkefnalistinn: Alþingi ein málstofa Á fyrsta fundi nefndarinnar árið 1978 lagöi formaður hennar fram verkefnaUsta með þeim atriðum sem sérstök ástæða var taUn tU að hafa í huga við endurskoðun stjómarskrár- innar. Vom þessi atriði 27 talsins og flest þeirra umfangsmikil. Efst á Ustanum var deildaskipting Alþingis. Nú þykir ljóst að sam- komulag náist í nefndinni um að deildaskipting þingsins verði feUd niður og Alþingi verði ein málstofa. Af þessari breytingu myndi leiða að nefndir þingsins fengju mun veiga- meira hlutverk og aukinn hluti um- ræöna þyrfti að færast úr þingsölum inn á nefndarfundi. Hefur verið rætt um að nefndir þingsins fái rannsókn- arvald eins og tíökast í Bandaríkjun- um, þannig að þær geti kallað menn tU yfirheyrslu, krafist upplýsinga og fylgt eftir framkvæmd laga. Ennfremur hefur verið rætt að opna nefndarfundi. Telja sumir aö það sé tímabært að þing- menn snúi sér alfárið að löggjafarstarf- inu, hafi eftiriit meö framkvæmd lag- anna og semji jafiivel reglugerðir sem nú er í höndum embættismanna, í stað þess að teyg ja sig sífellt meira inn á svið framkvæmdavaldsins. Þeir sem and- stæðir eru þessari breytingu hafa hins vegar bent á að hætta sé á að þingmál fái ekki eins góða umfjöUun og þegar þau eru rædd í þremur þingdeildum. Samstaða er í nefndinni um að lækka kosningaaldur niður í 18 ár, enda hafði Alþingi áður samþy kkt þá tUlögu og var kosið samkvæmt þeirri reglu við síðustu sveitastjómarkosn- ingar. Á atriðaskrá formannsins var nefnt að taka upp kosningaskyldu sem skyldaði aUa tU að greiða at- kvæði í kosningum nema lögmæt for-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.