Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR 2. OKTOBER1982.
9
muouuu uiuiiiouai uiit jjcoorn
mundir. Sinfónían heimsótti lands-
byggöina við frábærar undirtektir,
ný hljómsveit er stofnuð, Fíl-
harmónían kynnir vetrardagskrána,
Operan verður með tvo söngleiki í
gangi. Ungir, norrænir tónlistar-
menn halda festival í Reykjavík,
kammertónleikar og annarskonar
hljóðfæraleikur, einsöngur og kór-
söngur og nú síðast komst íslensk
strengjahljómsveit í úrslit í alþjóð-
legri tónlistarkeppni.
Ekki er annaö hægt en aö dást aö
hinu öfluga tónlistarlífi og þeirri
grósku sem þar er á ferðinni. Það
þarf stórhug og drjúgan skerf af
áræði til að ráðast í stofnun nýrrar
íslenskrar hljómsveitar eins og allt
er í pottinn búið fyrir tónlistarmenn
hér á landi. En móttökumar sem Is-
lenska óperan fékk á síöasta vetri
eru uppörvandi, og engin ástæða er
tiiaðætla annaöenaðíslenskhljóm-
sveit, sem bryddar upp á nýjungum
með fjölbreytilegri dagskrá njóti
stuðnings og aðsóknar.
Á eigin ábyrgð
Jafnvel fyrir þann, sem aldrei get-
ur slegiö rétta nótu eða sungið hrein-
an tón, veröur auðvelt og eftirsókn-
arvert aö hrífast með þeirri tónlist-
argrósku, sem hljómar um borg og
byggð á komandi vikum og mánuö-
um.
Vera má að tónlistarmenn séu af-
skiptir í fjárveitingum hins opin-
bera. Þaö eru fleiri, hvort heldur það
eru aðrar listgreinar, atvinnurekst-
ur, íþróttir eða hverskonar áhuga-
samtök, sem gagn gera í þjóðfélag-
inu.
En á móti geta listamennimir um
frjálst höfuð strokið, þeir era ekki
fjarstýrðir og plagaðir af fyrirmæl-
um og opinberri liststefnu. Þeir geta
brotist um og bylt sér, og þeir verða
sjálfir virkir þátttakendur í efnis-
vali, hljómleikahaldi og jafnvel
miöasölu! Þeir bera sjálfir og einir
ábyrgð og þurfa ekki að standa undir
ööram kröfum en skyldum sínum við
listina. Þetta kann að reynast erfitt,
en það er heilbrigt og þaö hlýtur að
vera heillandi og hvetjandi.
Kempur í
sjónvarpssal
Það var gaman að sjónvarpsþætt-
inum á þriðjudagskvöldið þegar
kempurnar f jórar úr póiitik liöinna
daga sátu fyrir svörum. Ingólfur
Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Eysteinn
Jónsson og Lúövík Jósepsson hafa
samanlagt á bak við sig um 150 ára
þingsetu að sögn stjómandans. Þaö
ser frjalsræðið í nyt
áttu til að nýta tæknina. Þjóðin hafði
þessa eiginleika og umfram allt
áræði og áhuga til að sækja fram.
Framtak og sjálfsbjargarviðleitni
leystist úr læðingi, dugnaðurinn var
þrotlaus.
Jafnvel sósíalistinn Lúðvík Jóseps-
son hjálpaöi einstaklingsframtakinu
aö njóta sín. Togarabyltingin, sem
hann getur vissulega hrósað sér af
ásamt öðra, var reist á grundvelli
sjálfeignarfyrirkomulagsins. Menn
vildu togara, því að þeir sáu hagnað-
arvonina, arðinn og ágóðann.ef þeim
sjálfum gengi vel. Afkoman var und-
ir þeim sjálfum komin. Og þannig
hefur það veriö á flestum öðrum
sviðum. Gæfa Islendinga, forsenda
velmegunarinnar, er svigrúmið sem
einstaklingamir hafa fengið til að
ráða sínum málum, hvatinn að fram-
förunum.
öll él birtir
upp um síðir
Sömu lögmál gilda einnig í listinni.
Það er áhugi einstaklingsins, gleöin
yfir árangrinum og nautnin af eigin
sköpun, sem vísar því unga fólki veg-
inn, sem nú ræðst í stofnun íslenskr-
ar hljómsveitar. Þetta á sér engar
pólitískar rætur. Þetta er bara eðli
Islendingsins, ómeðvitaður eigin-
leiki, sem er blessunarlega rótgróinn
í vitund okkar og athöfnum.
Þaö er af þessum ástæðum, sem
með góðri samvisku er hægt að taka
undir bjartsýni þeirra fjórmenninga,
sem fram komu í sjónvarpinu um
daginn.
Þaö árar illa í augnablikinu. At-
vinnureksturinn er reyrður í fjötra.
Ríkisforsjáin fer vaxandi. Fleiri og
fleiri verða fangar ríkisrekins þræla-
halds.
En ef okkur tekst að brjótast út úr
herkvínni, ef við bara fáum frið til
að spreyta okkur, ef Islendingurinn
fær að n'jóta sín, þá er engin hætta á
ferðum. Þá koma betri tímar.
Kannski eftir tvo áratugi eða svo á
einhver stjómmálamaöur eftir að
koma í sjónvarp og hæla þeirri ríkis-
stjóm, sem nú situr. Hann getur þá í
það minnsta sagt: Hún olli tímamót-
um vegna þess að loksins þá opnuð-
ust augu manna fyrir því, að sósíal-
ismi var ekki fyrir landann. Þá loks
sáu menn af slæmri reynslu aö ein-
staklingurinn er ekki til fyrir ríkið,
heldur ríkið fyrir einstaklinginn.
Þannig verður einnig hægt að tala
vel um núverandi stjórn, þótt það
reynist erfitt í dag.
Öll él birtir upp um síðir.
Ellert B. Schram.
segir sína sögu — og er mikil saga.
Þeir komu líka kunnuglega fyrir
sjónir, hver í sínum gamla stíl,
Ingólfur höfðinglegur, Gylfi fínpúss-
aður, Eysteinn rökfastur og Lúðvík
málglaöur. Enda þótt þeir gerðu sér
far um elskulegheit og kurteisi, var
enn grannt á pólitikinni og mála-
fylgjunni, og ekki var það verra þótt
ofurlítið karlagrobb fylgdi með.
Gallinn var sá, að spurningarnar
voru greinilega fyrirfram samdar og
svörin sömuleiðis. Þetta urðu því
meira ræður heldur en rabb. Það
verður að skrifast á reikning stjóm-
andans en ekki viðmælenda hans.
Ekki var annað að heyra en við Is-
lendingar höfum búið við góðar ríkis-
stjómir allt frá 1934. Besta stjórn
Eysteins var frá ’34 til ’38. Ingólfur
hældi stjórninni ’53 til ’56 og báðir
hældu þeir Gylfi viðreisnarstjóminni
’59 til 71. Lúövík átti erfitt með að
gera upp á milli ríkisstjómanna ’56
til ’58 annarsvegar og 71 til 74 hins-
vegar.
Ástæðan fyrir því að þeir kappam-
ir nefndu enga stjórn á áratugnum
’40 til ’50 er einfaldlega sú, að enginn
þeirra átti sæti í ríkisstjóm á þeim
tíma. Annars hefðu þær stjómir
sjálfsagt fylgt með í upptalningunni.
Að minnsta kosti hefur löngum verið
kyrjaður lofsöngur um nýsköpunar-
stjómina.
Og svo era Islendingar að kvarta
undan lélegri landstjóm! Aldrei
ánægðir með nokkra ríkisstjóm. Hví-
líktvanþakklæti!
Sannleikurinn er auðvitað sá, aö
flestar ríkisstjórnir láta eitthvað
gott af sér leiða. Þær koma einhver ju
í verk, sem lifir og er munaö. Það
gilda sömu lögmál í pólitikinni sem
annars staðar, að hið illa gleymist
en hið góöa geymist. Það er líka eins
gott.
Móta
íslandssöguna
Við tökum eftir því í minningar- og
afmælisgreinum að þar hafa menn af
eðlilegum ástæðum tilhneigingu til
Laugardags-
pistill
Ellert B. Schram
ritstjóri skrifar
að minnast þess og rifja upp, sem
viðkomandi hefur vel gert. Hitt er
látið liggja í þagnargildi, enda ekki
annaðviðhæfi.
Annars er það synd að vita til þess,
hversu margir hverfa héðan af sjón-
arsviðinu, án þess að saga þeirra og
reynsla sé nokkurs staðar skráð. Sér-
staklega á þetta við um þá einstakl-
inga, sem munaö hafa tímana
tvenna, kempur sem unnið hafa
hörðum höndum, alið upp böm og
bura og mótað hafa Islandssöguna
hver á sínum stað og með sínum
hætti.
Dr. Benjamín Eiríksson gerði
þetta að umtalsefni í ágætri blaða-
grein i sumar. Tilefnið var frásögn
aldins sjósóknara, Sigurðar Rós-
mundssonar. Bátasjómaöur fyrir
vestan 25 vertíðir, ellefti í röö tuttugu
systkina. Hann fær hálfan dálk i
blaðinu.
Hans saga er keimlík ævi margra
þeirra, sem nú era óðum að kveðja.
Ingólfur Jónsson minnti á það í áður-
nefndum sjónvarpsþætti, að ekki er
lengra síðan en í upphafi fjórða ára-
tugarins, að rafvæðing var ófullkom-
in og víðast hvar engin. Vegir ólagðir
eða ófærir, símalaust að mestu. Ey-
steinn kom á þing um það bil sem út-
varpið hóf göngu sína, Lúövík hóf
sína þingsetu þegar landhelgin var 4
mílur.
Allt hefur þetta breyst til batnað-
ar. En það er ekki aðeins aö stjórn-
málakempumar geti rifjað upp hlut
sinn í þeim breytingum sem orðið
hafa. Fólkið í landinu, eldri kynslóð-
in, þekkti aðra öld, liðna tíma ein-
angranar og allsleysis. Lifskjara-
byltingin er undraverð á ekki lengri
tíma, en það afsakar ekki það tóm-
læti, sem við sýnum þeirri kynslóð,
sem skóp hana, og það réttlætir ekki
það vanþakklæti, sem við temjum
okkur yfirfengnumhlut.
Sósíalistinn
hjálpaði til
Eldri kynslóðin skóp byltinguna í
iífskjörum og tæknivæðingu. En
hvemig var það gert? Ekki skal gert
lítið út þeim stjómmálamönnum,
sem settu lög og mótuðu stefnur.
Stjórnvöld höfðu forystu í landhelgis-
baráttunni, viðreisnarstjómin jók á
frjálsræði, alþingismenn beittu sér
fyrir virkjunum. En allt heföi þetta
verið unnið fyrir gýg, ef ekki hefði
verið vilji og þrek hjá þjóöinni sjálfri
til að ýta togurunum úr vör, vit til að
Allt er undir
einstakling’n -
umkomið