Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Qupperneq 19
DV. LAUGARDAGUR 2. OKTÖBER1982.
Texti: Kristín Þorsteinsddttir
Myndir: Einar Ólason
■■■ '
.
u\v
stæði að selja það um áramótin og þá
datt mér þetta í hug. Hins vegar var
þetta góður tími, þegar ég vann þar
undii leiðsögn frábærs húsbónda,
Geirs Zo'éga. Og ég hef alltaf haft
sterkar taugar til Naustsins síöan. ”
— Þú ert orðinn einn af þeim
stærstu, skulum viö segja á þessum
vettvangi. Er þar gamall draumur
aðrætast?
„Það hefur auðvitaö verið draum-
ur minn að vera sjálfs mín herra.”
— Ferð þú sjálfur út að borða á
aöra veitingastaði?
„Nei.afarsjaldan.”
— Ekki til að gera verðsaman-
burð?
„Nei, það geri ég ekki en maður
fylgist a uðvitað með. ’ ’
„Mikil þögn ríkir
milli veitingahúsanna"
„Reyndar er afar lítið samstarf
milli veitingahúsa og mikil þögn þar
á milli. Þar vantar sannarlega meiri
samvinnu.”
— Er ekki tómt mál að tala um
samvinnu í þessu sambandi?
„Það er alltaf hægt að hafa sam-
vinnu þó aö samkeppni sé fyrir
hendi. Það eru ýmis hagsmunamál,
sem veitingahús ættu að geta unniö
saman að þó að þau keppi um gest-
ina. Eg til dæmis sel ýmsum stöðum,
sem eru í samkeppni við mig, hráefni
úr Gæöum. Eg er á því að öll sam-
keppni sé af því góða og hún kemur
fyrst og fremst viðskiptavininum til
góða. Það veitir okkur líka visst
• • . en hvar í veröldinni
er eda á þjódgarður að
vera eins og grafhgsi?”
,,Ég er alveg upp fgrir
haus í skuldum, eins og er
og allt, sem við eigum er
veðsett upp í topp. ”
aðhald og verður til þess að við slök-
um aldrei á. Reyndar erum við allir
með sömu hráefnin en þar reynir á
hæfni matreiðslumannsins. ”
„Kannski skaut
ég yfir markið."
— En svo við vindum okkar kvæöi
í kross. Þú hefur rekið Valhöll á
Þingvöllum undanfarin sumur. Það
var oft talað um fyllerí og læti á
Þingvöllum og Valhöll kennt um.
Hvað viltu segja um það?
„Þaö má kannski segja að þar hafi
ég skotið yfir markiö. Eg var í allt
sumar í stríði viö Þingvallanefnd.
Þeir vildu láta loka barnum og þar
fram eftir götunum. Eg veit að það
eru allir sem bera vissar tilfinningar
til Þingvalla. Þetta er þjóðgarðurinn
okkar en hvar í veröldinni er eða á
þjóðgarður að vera eins og grafhýsi?
Eg byrjaði á því að fá hljómsveitir til
að spila þarna á laugardögum til aö
laða að fólk. Þetta gekk vel í fyrra og
hittifyrra en í sumar gerðist það aö
Þingvellir urðu tískustaöur ungling-
anna. Þeir komu á tjaldstæðin, voru
svo í sjoppunni og á planinu fyrir ut-
an Valhöll á kvöldin. Það var erfitt
að halda þeim frá og það er eins og
gengur, ef einn er fullur í tíu manna
hópi, verður þessi eini mest áber-
andi. En enga þurfti Valhöll í Þjórs-
árdalinn eða Þórsmörk til að ungl-
ingamir söfnuðust þar saman til að
drekka brennivín.
Svo kom lesendabréf í DV þar sem
því var slegið upp, hversu mikið
fyllerí væri í Valhöll. En þaö var
bara eitt bréf. Hins vegar komu önn-
ur bréf til dæmis í Velvakanda þar
sem Valhöll var lofuð í hástert en
enginn talaði um þaö. Það er eins og
sumir þurfi alltaf að sjá aðeins nei-
kvæðu hliðarnar. En í þessu eina til-
viki í allt sumar sem talað var um í
lesendabréfinu, þurfti ég að vísa
fólki á dyr. Hins vegar er því ekki að
neita að það var nokkurt fyllerí á
þessum krökkum sem leituðu inn á
hótel af tjaldstæðunum en það voru
ekkimínirgestir.”
— Fannst þér þetta þá óréttmæt
gagnrýni?
„Já, mér fannst þaö.”
— Verður þú með Valhöll næsta
sumar?
„Nei, ég ætla ekki að gera það. Ég
átti til dæmis í fyrra í sífelldu stríði
við Þingvallanefnd. Ég sótti um aö fá
aö halda fjölskylduhátíð en fékk
synjun og Jónsmessuhátíð en fékk
líka synjun. Eg setti upp leikvöll
fyrir börnin en var skipað að fjar-
lægja hann. Og ég er orðinn þreyttur
á þessum afturhaldsöflum, sem
nefndin er. Valhöll er fyrst og fremst
rekin af einkaframtaki og reksturinn
þarf að ganga upp. Fyrir utan
hversu mikil vinna þetta er og eins
og er, er ég ekki aflögufær þar! ”
„Kominn á endastöð"
— Nú hefur Tommi í Tommaham-
borgurum sagt að hann ætli að reka
sína staði í nokkur ár, koma þeim á
rekspöl og leyfa svo öðrum að taka
við. Hugsar þú svona?
„Nei, ég tel mig vera kominn á
endastöð þar sem ég hef keypt
Naustið, þennan gamla, rótgróna og
góða staö. Eg er ákveðinn í að halda
honum við og gera veg hans sem
mestan.”
— Græðir maður ekki mikið á
þessu?
„Ekki ennþá, ég veit ekki hvað
verður en ef rétt er á spööunum
haldið ætti ég að komast vel af, svo
og hinir 70 starfsmenn mínir.”
— Er það ekki gróðavonin ein sem
rekur menn út í svona rekstur?
„Ætli það ekki en sumir eru þegar
farniraðfalla.”
— Einhverjir hljóta alltaf að
veröa undir?
„Já, þetta er mjög hörð sam-
keppni. Það á við um öll viðskipti. ”
— Byggir þú upp á erlendri fyrir-
mynd?
„Nei, en ég hef aUtaf lagt mig fram
um að hlusta á viðskiptavinina og
lagt á það kapp að vera alltaf með
fyrsta flokks vöru og afargóða
matreiðslumenn.”
— Hefur þú áhuga á að fara út í
, .hamborgarabransann” ?
„Nei, ég ætla að láta aöra um það.
Hins vegar sel ég hráefni til margra
sem eru með hamborgarastaði víðs
vegarumlandið.”
„Duttiungafullur bissness"
— Nú viröist vera aö harðna á
dalnum hjá fólki. Ert þú ekki hrædd-
ur um aö þá hætti fólk aö boröa úti?
„Jú, reyndar, þaðhefur veriðsam-
dráttur en ég vona að þetta líði hjá.
Þaö er mikU hagræöing fyrir mig að
vera sjálfur meö fyrirtæki, sem
hefe- ’-jötvinnslu og annað slíkt
með .o.idum, og ég hef trú á því að
pað fleyti manni yfir þessa erfiðu
tíma sem nú eru. En í þessu starfi er
það aðalatriðið að vera aldrei með
dauða punkta í starfseminni heldur
þarf alltaf að vera að brydda upp á
einhverjum nýjungum. Fólk vill allt-
af vera að reyna eitthvað nýtt.
Ég veit vel að eitt það fyrsta sem
fólk sparar við sig, þegar auraráðin
minnka, eru einmitt heimsóknir á
veitingahús. Eg er ekki svo hræddur
um þetta gagnvart Naustinu, það
hefur vissan sess, en ef til vill getur
þetta að einhverju leyti komið niður
á Ráninni.
Auðvitað er ég að taka vissa
áhættu, ég neita því ekki og allt sem
við eigum er veðsett upp í topp en ég
hef trú á því sem ég er að gera. Ég
hef fengið hvatningu frá mínum gest-
um og það veitir mér styrk til að
haldaáfram.”
— Eru þetta þá engin uppgrip?
„Þaö var meira upp úr þessu aö
hafa hér áöur fyrr. En ég á von á að
þeir tímar komi aftur. Þetta er duttl-
ungafullur bissness. ”
— Rekur þú þessa staði þá af hug-
sjón?
„Ja, það má segja það. Ruth,
konan mín, hefur staðið með mér í
þessu. Hún var fyrst hikandi því ef
þetta gengur ekki, stöndum við uppi
slypp og snauð.”
— Þarf ekki sterka peningamenn í
svona lagað?
„Þetta er bara spuming um
veðsetningu og skuldir. Viö yfirtök-
um allt slíkt og eignir okkar nægðu
fyrir þeim skuldum, það var allt lagt
undir. Svo er bara um að gera að
vera vakandi. Það er enginn vandi
að spila öUu út úr höndunum, ef
maður er með einhverja sýndar-
mennsku.”
„Ekki fleiri land-
vinningar í bili"
— Ef ég ætlaöi að fara aö kaupa
veitingahús. Hvað myndir þú ráð-
leggja mér?
„Að stinga veskinu aftur í vas-
ann!”
— Myndir þú óttast samkeppnina?
„Nei, öll samkeppni á rétt á sér.
Mín hugsjón er sú að ekkert er of gott
fyrir viðskiptavininn. Og það aö vera
á staönum veitir visst aðhald.
Veitingamaðurinn verður að vera á
staðnum og hugsa um gestina. Hann
á ekki að loka sig inni á einhverri
skrifstofu. í veitingasalnum veltur á
aö allt gangi sem aUra best, þar er
slagæðin og eldhúsiö er hjartað.”
— Hyggur þú á fleiri landvinn-
inga?
„Þetta er gott í bili. Ég vU koma
þessu vel í gang og vona að mér
takist það. Ég er á móti því að upp-
hefja sjálfan mig á einhverjum slag-
orðum eða hafa það takmark eitt aö
vera kominn á Rolls Royce eftir árið.
Það er ekki minn stíU.”
-KÞ.