Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Síða 22
22
DV. LAUGARDAGUR 2. OKTOBER1982.
RITARI
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir aö ráða ritara. Starfið er fólgið í vélritun og almennum skrifstofustörfum. Umsóknir ásamt upplýsirfgum um menntun, aldur og fyrri störf sendist
starfsmannast jóra. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegí 118 105 Reykjavik.
HLJÓÐFÆRAVERSLUN
Starfsmaður óskast í hljóðfæraverslun eftir hádegi.
IMauðsynlegt að viðkomandi hafi bilpróf ásamt ein-
hverri þekkingu á hljóðfærum og verslunarrekstri.
Tilboð sendist auglýsingadeild DV, Þverholti 11,
fyrir 8. okt. merkt: „Hljóðfæraverslun 00".
Húsbyggjendur
Önnumst alla jarövinnu t.d.: almenna fyllingu í plön eða
grunna, uppgröft og fjarlægjum efni, röralagnir og sprengi-
vinnu. Sköffum allar tegundir af fyllingarefni. Gerum föst til-
boð ef óskað er.
Leitið upplýsinga um verð hjá okkur.
JVJ hf.
Sími 54016 og 50997.
kwwwwwwwwwwwwwwwwxwwwwww:-:
Til sölu bílaverkstæði
í fullum rekstri meö áhöldum.
Verkstæðið er í leiguhúsnæöi.
Tilboö leggist inn á auglýsingadeild DV fyrir 8.
okt. merkt „BÍLAVERKSTÆÐI”.
wwvwwwwwwvwvwwvvvvvvvvvvwvví:
Staða bökasafnsf ræðings
við Þjónustumiðstöð bókasafna er laus til umsóknar.
Hálft starf kemur til greina.
Ennfremur óskast skrifstofumaður í heilt starf.
Reynsla í meðferð tollskjala og annarra innflutningsgagna
æskileg.
Umsóknir sendist formanni stjórnar ÞB, Þórdísi Þorvalds-
dóttur, Stigahlíö 48,105 Reykjavík, fyrir 10. október.
Fulltrúi
Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða fulltrúa í innkaupadeild
til að annast innlend innkaup fyrir vinnuflokka og rafveitu-
stjóra.
Umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist
starfsmannastjóra fyrir 16. október nk.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118,
105 Reykjavik.
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK—
82044.132 kV Suðurlína, forsteyptar undirstöður, svæði 0.
1 verkinu felst framleiðsla á forsteyptum undirstöðum og stagfestum
ásamt flutningi á þeim til birgðastöðva. Fjöldi eininga er 875, magn
steypu 420 m3 og járna 44 tonn. Verkið er hluti af byggingu 132 kV línu
frá tengivirki við Hóla í Hornafirði að tengivirki í Sigöldu.
Verki skal ljúka 1. apríl 1983.
Opnunardagur: Mánudagur 18. október 1982kl. 14:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi
118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð að viðstödd-
um þeim bjóðendum er þess óska.
Utboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 4. október
1982 og kosta kr. 200,- hvert eintak.
Reykjavík 30. september 1982
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
B1JUMTIL
ÓPERU
— íslenska óperan
frumflytur barnaóperu
eftir Benjamín Brttten
Nú um helgina verður bamaóperan
Búum til óperu eftir Benjamín Britten
frumsýnd í íslensku óperunni. Tveir
hópar söngvara skiptast á að flytja
verkið og verða af þeim sökum tvær
frumsýningar, sú fyrri í dag og sú síð-
ari á morgun, sunnudag.
Jón Stefánsson er hljómsveitar-
stjóri, Þórhildur Þorleifsdóttir er leik-
stjóri, Jón Þórisson er höfundur sviðs-
myndar, Dóra Einarsdóttir gerði bún-
inga og Guðný Helgadóttir er sviðs-
stjóri.
Verkið hefst á því að hópur fólks,
bæði söngvarar, hljóðfæraleikarar og
nokkrír krakkar, er saman kominn í Is-
lensku óperunni og ákveður að færa
upp óperu. Hver fær sitt verkefni við
smíði óperunnar. Síöan er púsluspilinu
raðað saman og óperan tilbúin; Litli
sótarinn. Áður en flutningur óperunnar
hefst eru áhorfendum kennd nokkur
lög úr verkinu svo þeir geti tekið undir.
Sagan gerist á ensku sveitasetri um
aldamótin 1800. Söguhetjan Bjartur er
átta ára. Faðir hans hefur orðið fyrir
siysi og vegna fátæktar verður hann aö
selja Bjart í henduraar á sótarameist-
aranum Surti og Klunna syni hans.
Þeir ætla sér að nota hinn smávaxna
Bjart til að hreinsa þrönga reykháfa.
Sviðið er baraaherbergið á sveita-
setrinu. Sótararnir neyða Bjart upp í
reykháfinn. Begga ráðskona skipar
þeim fyrir verkum. Á heimilinu er
einnig Rúna barafóstra sem aumkar
Bjart. Börain á heimilinu, Silja, Glói
og Soffia, eru í feluleik með frænd-
systkinum sínum, Nonna, Hildi og
Tinnu en þau eru í heimsókn. Allt í einu
heyra þau neyðaróp úr reykháfnum og
tekst þeim að bjarga Bjarti.
Þau láta Bjart leggja sótuga slóð út
um gluggann og fela hann síðan. Sótar-
arair og Begga uppgötva hvarf Bjarts
og hlaupa út til að leita hans. Á meðan
er sótið þvegið af Bjarti. Morguninn
eftir er Bjartur falinn í ferðatösku og
borinn út úr húsinu af garðyrkjumönn-
unum Alfreð og Tom. Bjarti hefur
verið bjargað.
Sem fyrr sagði munu tveir hópar
skiptast á að flytja óperuna. Hlutverka-
skipan verður eftirfarandi: Surtur:
John Speight og Árai Sighvatsson.
Klunni: Stefán Guðmundsson og Sig-
urður Bragason. Begga: Anna Júlíana
Sveinsdóttir og Elísabet Waage. Rúna:
Elísabct Erlingsdóttir og Signý
Sæmundsdóttir.
Með hlutverk litla sótarans, Bjarts,
fara þeir Gísli Guðmundsson og
Gunnar Freyr Áraason. Eitt baraanna
í verkinu er Silja, 16 ára, og syngur hún
sópranaríu. Með þetta hlutverk fara
þær Ásrún Davíðsdóttir og Marta
Halldórsdóttir. Marta er aðeins 15 ára
og má vænta mikils af henni.
Krakkarair sem syngja í óperunni
eru Araar Helgi Kristjánsson, Stein-
unn Þórhallsdóttir, Ragnheiður Þór-
hallsdóttir, Ólafur Einar Rúnarsson og
Guðbjörg Ingólfsdóttir, Halldór Öra
Ólafsson, Hrafnhildur Björasdóttir,
Sólveig Áraadóttir, Halldór Ólafsson,
Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir og Þor-
björa Rúnarsson.
Um daginn voru blaðamenn DV við-
staddir æfingu á Búum til óperu. Þetta
var fyrsta æfingin i búningum og
spenningurinn að vonum mikill, sér-
staklega í baraaskaranum. Við tókum
nokkra söngvara tali sem voru að
syngja sitt fyrsta einsöngshlutverk á
óperusviði.
-gb.
„Er ad æfa tvær
og hálf a óperu”
— segfr Þérhildur Þorlelfsdóttfr leikstjórf
Búum til óperu er annað verkið sem
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir hjá
Islensku óperunni. Um þessar mundir
er hún einnig önnum kafin við æfingar
á þriðju óperunni, Töfraflautunni, sem
ætlunin er að frumsýna innan tíðar.
DV tók Þórhildi tali í æfingahléi:
„Eg er frekar aö æfa tvær og hálfa
óperu en bara tvær,” sagði Þórhildur,
„því að í Búum til óperu eru tveir
hópar sem munu skipast á og verða
tvær frumsýningar, í dag og á morgun.
Verkið er annars tvíþætt. í fyrsta
hlutanum eru söngvarar, krakkar og
hljóðfæraleikarar saman komnir í Is-
lensku óperunni og gegnir hver sínu
rétta nafni. Þessi hópur ætlar sér að
semja og færa upp óperu. Síðan skipta
þau með sér verkefnum og hef ja starf-.
ið. Innan tíðar kemst mynd á verkið
og óperan þeirra, Litli sótarinn, er til-
búin. Hún er svo flutt í seinni hlutan-
um. Fyrsti hlutinn er til þess gerður að
venja áheyrendur við söngvana og
sýna út á hvað þetta géngur allt
saman.
Upphaflega textann við óperuna
samdi Eric Crozier. I seinni útgáfum á
verkinu hefur textinn við fyrri hlutann
verið felldur niður því höfundar töldu
hann úreltan. Því er beint til flytjenda
að semja nýjan fyrri hluta.
Tómas Guðmundsson skáld þýddi á
sínum tíma textann við allt verkið. I
okkar flutningi er texti hans alveg lát-
inn haldast í seinni hlutanum en ég hef
staðfært fyrri hlutann,” sagði Þórhild-
ur Þorleifsdóttir.
Þrir aðstandendur sýningarinnar: Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, Jón
Þórisson höfundur leikmyndar og Dóra Einarsdóttir búningateiknari.
DV-mynd: GVA