Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1982, Qupperneq 23
H3ð0l'X0 SH ÍOA.ÚHAOUAJ ra
DV. LAUGARDAGUR 2. OKTOBER1982.
„Shúrhurí
dag9 prestur
á morc/mi99
— segir Sigurdur Bragason tenór
„Eg æfi núna tvö hlutverk hjá Is-
lensku óperunni, hlutverk skúrks í
Búum til óperu og prests í Töfraflaut-
unni. Þetta eru skemmtilega ólík hlut-
verk,” sagði Sigurður Bragason tenór
sem syngur hlutverk yngri sótarans,
Klunna.
Sigurður Bragason er tónmennta-
kennari og stundar nú nám í Söngskól-
anum hjá Magnúsi Jónssyni. Hann
hefur einnig stundað söngnám hjá Rut
L. Magnússon og Sigurði B jömssyni og
sótt sumamámskeiö hjá Hanno
Balsche prófessor við Tónlistarháskól-
ann í Miinchen. Sigurður hefur sungið
einsöng með kómm meöal annars
tenórhlutverk i Messíasi eftir Hándel í
flutningi Passíukórsins á Akureyri um
siöustu páska.
,,I Búum til óperu eru margar
skemmtilegar nýjungar auk þess sem
verkið er mjög melódískt. Eg met
Britten mikils og hef reyndar sungiö
áöur í verki eftir hann, Cantata miseri-
cordium, sem flutt var í Háteigskirkju.
Eg vona að óperan eigi eftir að vekja
meiri áhuga á verkum Brittens. ’ ’
„Hvernig er hlutverk þitt í
óperunni?”
„Þetta eru eiginlega þrjár rullur. I
fyrri hlutanum er ég réttur og sléttur
söngvari við Islensku óperuna en í
seinni hlutanum illa innrættur sótari
og svo geðslegur garðyrk jumaður und-
irlokin.
Hlutverkið gerir miklar kröfur varð-
andi söng og leik. Sérstaklega þykir
mér variö í að fá þessa leikreynslu.
Maður lærír best af reynslunni,” sagöi
Sigurður Bragason.
/ upphafi syngja allir Sótarasönginn og feðgarnir Surtur og Klunni (Árni Sighvatsson og Sigurður Braga
sonl birtast á sviðinu með Bjart. O V-mynd: EO
„Begga kemur oílu ú hregfingu99
— segir Elisabet Waage messósópran
Elísabet Waage syngur hlutverk
hinnar stjórasömu fóstru, Beggu.
Elísabet hefur stundað söngnám í átta
ár og fyrst hjá Maríu Markan. Núna
nemur hún söng hjá Sieglinde Kah-
mann í Tónlistarskólanum í Reykja-
vík. Elísabet hefur sungið í kórum
m.a. Þjóðleikhúskóraum.
„Hveraig er hlutverkið?”
„Begga er eins og hvirfilbylur um
sviðið í hvert skipti sem hún birtist og
kemur öUu á hreyfingu. Hún er eflaust
versta skass.”
„Hveraig líkar þér tónlistin?”
„Mér finnst þetta stórkostleg tónlist.
Maður heyrir eitthvað nýtt í henni við
hvera flutning. Eg held það hljóti að
vera auðvelt fyrir böra að grípa
tónlistina og hafa gaman af henni,”
sagði Elísabet Waage að lokum.
-gb.
Elisabet Waage
og Eh'sabet Erlingsdóttir
i hlutverkum Beggu ráðskonu og
Rúnu barnfóstru.
DV-mynd: E.Ú.
„Æðgengileg en
sumt flóhin tónlist"
— segir Jón Ste£ánsson hljómsveitarstjóri
„Búum til óperu er mjög margþætt
verk. I óperunni koma bæði fram æfðir
söngvarar og svo krakkar. Það er sem
sagt mikill munur á þátttakendum. Og
fyrir hljómsveitar- og söngstjóra er
munur á að vinna með atvinnufólkinu
og krökkunum,” sagði Jón Stefánsson
sem stjórnar nú hljómsveit í fyrsta
sinn í Islensku óperunni.
„Annars em krakkamir mjög fljótir
að læra þrátt fyrir ungan aldur, en þeir
eru átta til fimmtán ára gamlir. I verk-
inu er til dæmis eitt mjög skemmtilegt
hlutverk sextán ára gamallar stúlku
sem syngur sópran, og það er einmitt
skipað fimmtán ára gamalli stúlku.
Jón Stefánsson hljómsveitarstjóri.
Hann hefur lengst af starfað sem
tónmenntakennari og er söngstjóri
kirkjukórs Langholtskirkju.
DV-mynd: GVA
Mér hefur ekki þótt erfitt að vinna með
krökkunum enda hef ég sautján ára
reynslu sem tónmenntakennarí.
I fyrri hlutanum er látið sem ég sé að
semja tónlistina. Þetta er nokkurs kon-
ar kennsluverk og í fyrri hlutanum er
tónlistin útskýrð fyrir áhorfendum og
þeim kennd nokkur lög sem svo eru
hluti af ópemnni í seinni hluta verks-
ins.
Islenska óperan mun í samvinnu við
fræðsluráð senda texta og segul-
bandspólur meö tónlistinni í gmnn-
skóla. Þar er ætlunin aö tónmennta-
kennarar kynni krökkunum verkið
áður en þau fara á skólasýningar í
Operunni. Þessi sýning verður því
hluti af tónmenntakennslunni.
Operan er mjög skemmtilegt verk
frá hendi höfundarins. Þótt tónlistin
láti ljúft í eyrum og sé mjög aðgengileg
þá er hún nokkuð flókin og krefst kunn-
áttufólks.
I hljómsveitinni em sjö manns; fjór-
hent píanó, strengjakvartett og slag-
verk,” sagði Jón Stefánsson hljóm-
sveitarst jóri að lokum.
„Áhorfendur sgngju
vonundi uf krufti99
— segir Árni Sighvatsson baríton
, Jírakkarnirkunna öllhlutverk utan
að, bæði sín og annarra,” sagði Árni
Sighvatsson baríton sem svngur hlut-
verk eldri sótarans, Surts. „Þau hafa
öll verið í kórum og erumjögfjömg.”
Árni Sighvatsson stundar nám í
Söngskólanum í Reykjavík hjá önnu
Júliönu Sveinsdóttur. Hann hefur
einnig stundað nám hjá Sigurði
Demetz Franzsyni og Maríu Markan.
Síðastliöið sumar sótti hann sumar-
námskeið hjá Eugeníu Ratti í
Piacenza á Italíu. Hann hefur um ára-
bil sungiö með Þjóðleikhúskórnum og
söng meðal annars hlutverk í Kátu
ekkjunni.
„Það er sem sagt mjög gaman að
taka þátt í þessari sýningu, vinna með
krökkunum auk þess sem þaö er mjög
lærdómsríkt að vinna með Þórhildi og
Jóni Stefánssyni.
Eg held líka að ánægja áhorfenda á
þessari sýningu verði meiri en á
margri annarri því þeir taka jú þátt í
öllu saman og syngja vonandi af mikl-
um krafti þegar á hólminn er komið,”
sagði Ámi Sighvatsson.
Þegar Bjarti (Gunnar Freyr Árnason) hefur verið bjargað er sótið þvegið af
honum og áhorfendur taka undir pvottasönginn. Með Bjarti á myndinni
eru krakkarnir á heimilinu, Soffia (Guðbjörg Ingólfsdóttirl, Silja (Marta
Halldórsdóttir) og Glói Ólafur Einar Rúnarsson.
DV-mynd: E.O.
Óperunni lýkur með þviað allir syngja lokasönginn undir dynjandi hófataki
vagnhestanna sem bera Bjart út i frelsið. Á myndinni eru Ólafur Einar,
Arnar Helgi Kristjánsson ihlutverki Nonna, systurnar Ragnheiður og Stein-
unn Þórhallsdætur sem syngja hlutverk Tinnu og Hildar, Guðbjörg og
Marta. Yfir þeim sésti fæturna á Bjarti.
DV-mynd: E.Ó.