Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Side 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982.
AKRABORGIN UGGUR
BILUB VIÐ BRYGGJU
—forráðamenn Skallagríms þreifa fyrir sér um hugsanlegar bætur frá fyrrí
eigendum
Viö skoðun á nýju Akraborginni í
byrjun mánaðarins kom í ljós alvar-
leg bilun í báöum aöalvélum skips-
ins. Af þeim sökum hefur gamla
Akraborgin sinnt áætlun á milli
Reykjavíkur og Akraness að undan-
fömu.
Aö sögn Helga Ibsen, fram-
kvæmdastjóra Skallagríms, reynd-
ust slífar í báöum vélum skipsins bil-
aðar. Liggur skipiö í Akraneshöfn.
Fer viögerö nú fram á vegum Þor-
geirs og Ellerts. Er vonast til aö
henni veröi lokið um eða eftir næstu
helgi.
Nýja Akraborgin var keypt frá
Kanaríeyjum síöastliöiö vor. Kom
skipiö til landsins 17. júní. Þaö haföi
ekki verið í notkun hérlendis nema í
rúma þrjá mánuöi er bilunin upp-
götvaöist.
Forráðamenn Skallagríms eru nú
að kanna hvar þeir standa réttarlega
séð enda er ljóst að viðgerðin verður
dýr. Aö sögn Helga Ibsen eru vélarn-
ar tryggðar. Þreifingar um hugsan-
legar bætur frá fyrri eigendum eru
þó í gangi. -KMU.
Fálki með fálkaveiki fannst dauður
Fálki fannst dauður viö Gufunesveg fálkann og fóru meö hann á lögreglu- fálkinn heföi látist af völdum fálka- algeng á Islandi og nefndi að af þeim
skammt frá sumarbústað, sem þar er, stöðina í Arbæ. Lögreglan afhenti hann veiki, en hún lýsir sér á þá leiö aö dauðu fálkum sem þeir hjá Náttúru-
á laugardag. Fálkinn mun hafa látist síðan Náttúrufræöistofnun Islands. ormar setjast aö í koki ogmunnvikjum fræðistofnun heföu fengið á árunum
afvöldumsvokallaðrarfálkaveiki. Ævar Petersen hjá Náttúrufræðistofn- fuglsins. 1960 til 1970 heföu þriátíu prósent
Þaö voru tveir piltar sem fundu uninni sagði í samtali viö DV í gær að Ævar sagöi einnig aö fálkaveiki væri drepistvegnafálkaveiki. jgh.
Nýja Akraborg kemur til helmahafnar 17. júni síðastllöinii.
KANARÍEYJAR
SÓLSKINSPARADÍS
ALLAN ÁRS/NS HRING
Kanaríeyjar
hafa frá alda öðli veríð sveipaðar töfraljóma sakir veðursœidar og fagurrar
náttúru og hafa notið mikilla
vinsælda sem vetrarorlofs-
staður.
VERO MIOAD VIO 1/10 V2.\
Vikuleg brottför,
á þridjudögum.
Ferdamöguleikar
11 dagar,
18 dagar og
25 dagar.
Við bjóðum
ótrúlegt ferðaúrval tH Gran
Canary með viðkomu i hinni
heillandi borg, Amsterdam.
Dvalið verður á hinni sólríku
suðurströnd Gran Canary,
Playa del Inglós, og i boði er
gistíng i góðum ibúðum,
‘ smáhýsum (bungalows) og
hótelum. Á Playa del Inglós
eru góðar baðstrendur, frá-
bærír veitíngastaðir og fjöl-
breytt skemmtanalíf fyrir
fólk á öllum aldri.
fs/ensk
fararstjórn.
Verð frá
10.937,-
Feróaskrrfstofan Laugavegi 66
101 Reykjavík. Sími 28633.
Brotist inn í
sumarbústað
Brotist var inn í sumarbústaö í
Borgarhreppi rétt fyrir neðan
Svignaskarö i síðustu viku.
Innbrotið uppgötvaðist á laugar-
dag er eigendumir komu í bústaöinn.
Var búið aö stela nokkru af húsgögn-
unum en aö sögn lögreglunnar í
Borgamesi voru lítil skemmdarverk
unnin á bústaðnum.
Lögreglan í Borgamesi biöur alla
þá sem geta gefiö upplýsingar um
þennan stuld aö hafa samband, en
þjófiiaöurinn mun aö öllumlikindum
hafa verið framinn seinni hlutann í
síöustuviku.
-JGH
Skarst í
andliti
Ung kona skarst mikið í andliti er
bíll sem hún var farþegi í fór út af
veginum hjá Lambhaga, skammt f rá
Akranesafleggjaranum, klukkan
hálfniu á föstudagskvöld. Auk þess
sem konan skarst í andliti missti hún
nokkrar tennur. Bifreiöin sem konan
var í er mikið skemmd.
-JGH
Rjúpnaskyttur
kærðar
Landeigendur á Holtavörðuheiði
kæröu rjúpnaveiðimenn á laugar-
dag. Töldu þeir rjúpnaveiðimennina
hafa farið inn á iand þeirra í óleyfi.
Lögreglan í Borgarnesi skrifaöi
rjúpnaveiðimennina niöur.
-JGH.
Hraðfrystihús
Dýrfirðinga:
Farið eftir
meginregium
ífrádrætti
Július Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnumálasambands
Samvinnufélaganna, kom aö máli
viö DV og vildi leiðrétta misskilning
hjá sér varðandi þaö aö Hraöfrysti-
hús Dýrfirðinga drægi meíra af
erlendum stúlkum vegna opinberra
gjalda heldur en gengur og gerist.
Haföi hann eftirfarandi um máliö
aösegja:
„Varöandi frádrátt af launum
vegna opinberra gjalda erlends
starfsfólks er Ijóst, að Hraöfrystihús
Dýrfiröinga fer eftir þeim megin
reglum, sem um þessi atriði gilda,
það er að segja að draga þrjátiu
prósent af launum viökomandi
starfsfólks. Lægri frádráttur en
þrjátíu prósent virðist við nánari
athugun vera undantekning.”
-JGH.
Sjómenn á Bíldudal:
rækjuverði
„Almennur fundur rækjusjó-
manna á Bíldudal, haldinn 17. októ-
ber, mótmælir harðlega ákvöröun
Verðlagsráðs varðandi verö á
rækju.” Svo segir í fréttatilkynningu
sem borist hefur frá Bíldudal.
.JFundurinn bendir á eftirfarandi:
Rækjuverð hefur á einu ári hækkaö
um 38%, en almennt fiskverð um
58,8%. Fundurinn lýsir undrun sinni
á afstöðu fulltrúa sjómanna I Verð-
lagsráöi þar sem hann meö hjásetu
sinni samþykkir stórfellda kjara-
skerðingu sjómönnum til handa.
Rækjusjómenn á Bildudal lýsa yfir
fullum stuöningi við mótmæli rækju-
sjómanna viö Isafjarðardjúp,” segir
ennfremur í tilkynningunni.
■GSG.