Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Síða 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982.
IMauðungaruppboð
sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á bluta í
Barmahlíð 50, þingl. eign Gisla Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. október
1982, kl. 10.30.
Borgarfógetaembsttið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í
Drápuhlíð 28, þingl. eign Sjafnar Jónasdóttur, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 21. október
1982, kl. 10.45.
Borgarfógetaembættlð í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í
Eskihlíð 8 A, tal. eign Magnúsar V. Jónssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjáifri fimmtudaginn 21. októ-
ber 1982, kl. 11.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta i Háa-
leitisbraut 103, þingl. eign Arnheiðar Guðmundsdóttur, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn
21. október 1982, kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á Langagerði
6, þingl. eign Guðmundar Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 21. október,
1982, ki. 15.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Ótrú/ega hagstæðir
greiðs/uskilmálar
20%
Allt niður i
útborgun
og eftirstöðvar a/lt að
(5 mánuðum
u=
I
FLÍSAR • HREINLÆTISTÆKI •
BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI •
BAÐTEPPI • BAÐMOTTUR
MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI •
HARÐVIDUR • SPÓNN •
SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI
VIÐARÞILJUR •.
PARKETT • PANELL • EINANGRUN
ÞAKJÁRN '• ÞAKRENNUR •
SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL., O.FL.
mánudaga — fimmtudaga kl. 8 — 18.
Föstudaga kl. 8—19. Laugardaga 9—12.
m
D
I
B
HT^I BYGGINGAVÖRÖBl
Hrinahmnt 19ÍI — címí 9Afinn II
Hringbraut 120 — sími 28600
(aðkeyrsla frá Sólvallagötu).
Neytendur Neytendur Neytendur
Láttu ísskápim vera
og stígðu á vigtina
— heilræði fyrir hina holdmiklu
Gegnum árin er það alltaf sami
mannskapurinn sem hugar að því að
fara í megrun og helmingur hans
framkvæmir verkiö. Margir hafa
gert sér grein fyrir þvi að ekki dugir
annað en að vera í megrun allt lífið
eða að hafa alltaf hugann við hvað er
snætt. Við fundum í ensku blaði grein
með gagnlegum ábendingum fyrir
þá sem hafa þörf fyrir að vera í
megrun en eru ennþá tvístígandi.
Hér fara á eftir helstu heilræðin sem
samin eru af dr. F5. Rechtschaffen
ogR. Carola.
1: Því hraðar sem þú tapar fáein-
um kílóum því meiri líkur eru á
að þau komi fljótt aftur, þar sem
þínum venjulegu lífs- og matar-
venjum hefur í sjálfu sér ekki
verið breytt.
2: Ef þú borðar 100 aukahitaeining-
ar á dag þýðir það 5 aukakíló eft-
ir árið.
3: Forðast skal mikið salt, það
bindur vatn í líkamanum. Þetta
atriöi á sérstaklega við um kon-
ur.
4: Ein stór máltíð á dag er meira
fitandi en þrjár til fjórar minni.
Eftir mikla máltíð framleiðir
líkaminn meiri meltingarvökva
og máltíöin meltist fljótt. Niður-
staðan verður sú að þú verður
fljótt svangur (svöng) aftur.
5: Það sem þér finnst vera svengd
er oft á tíðum eitthvað annað, til
dæmis leiöindi, þreyta, reiöi
hryggð og meira að segja þorsti.
Oft dugir eitt vatnsglas til að
losna við hungurtilfinninguna,
en flestir misskilja boð likamans
og fá sér að borða. Ef þú færð þér
að borða vegna þess að þú ert
þreyttur eöa leiður þá verður þú
ennþá óánægðari þegar þú hefur
lokið við máltíðina.
6: Ekki borða í þeim tilgangi að
verðlauna þig fyrir eitthvað né í
refsiskyni. Ekki heldur vegna
þess að dagurinn hefur verið svo
erfiður. Borðaðu vegna þess að
nauðsynlegt er að borða og sú at-
höfn á að vera til ánægju.
7: Þegar þú hefur lést losaðu þig þá
við „feitu fötin” þannig að þú
hafir þá ekki möguleika á að
fara í þau aftur ef löngunin í
áframhaldandi megrun skyldi
dvína.
8: Borðaðu af litlum diski, þaö
kemur í veg fyrir að þú hlaðir of
miklu á hann. Haföu matar-
skammtinn lítinn, en samt ekki
það lítinn aö þér lítist ekkert á
blikuna.
9 Þaðergottráðaðfáséraðborða
áður en farið er að kaupa inn
matvörur. Versli menn svangir
þá kaupa þeir mun meira inn en
þörf er fyrir og þegar búiö er að
kaupa mikið inn þá er mikiö
boröað.
10. Slepptu ekki máltíðum. Borðaðu
morgunverð og hádegisverð
(hóflega), því annars kemur
löngunin í mikinn og góðan
kvöldverð með áframhaldandi
snarli fram eftir kvöldi. Það er
sérstaklega mikilvægt að borða
vel á morgnana. Ef þér finnst þú
ekki hafa tíma til þess, faröu þá
fyrr á fætur á morgnana. Ef þú
ert eldri en 35 ára þá þarftu
minni svefn en þú þurftir áöur
fyrr.
11: Vigtaöuþigalltafámorgnanaog
alltaf á sama tíma en ekki dag-
lega. Ekki er hægt að reikna með
árangri milli daglegrar vigtun-
ar. Ef þú ert kvenmaður þá
máttu vita að yfir daginn safnast
fyrir í líkamanum vissir vökvar
þannig að kvöldvigtun sýnir
óeðlilega mikinn þunga, semget-
ur virkað mjög niðurdrepandi,
eftir erfiða baráttu viö matinn
allan daginn. Vigtaöu þig fyrir
morgunbaðið og sjáðu hinn raun-
verulega árangur.
12: Ef þú ætlar að læöast í matinn á
miUi mála slepptu þá a.m.k. allri
fitu og sykri. Ef þú ert alveg „að
deyja úr hungri” reyndu þá að
seðja hungrið með „skynsam-
legri” fæðu en gríptu ekki til
þess sem hendi og huga er næst.
13: Borðaðu rólega. Því hraðar sem
boröað er því meira er borðað og
því fyrr verður maður svangur.
14: Skapaðu þér ekki óþarfa freist-
ingar. Það er ástæðulaust að
hafa konfekt eöa aðrar freisting-
ar í skál á eldhúsborðinu og
freistast til aö fá sér aukabita
þegar gengið er framhjá.
15: Berðu þig eins og þú værir það
sem þig langar að vera. Þú
ímyndar þér að vöxturinn sé
fallegur, þá munt þú grennast
fyrr. Þetta er sálfræðilegt atriði.
16: Vorkenndu þér ekki, mundu að
þú ert ekki eina mannveran sem
hefur þörf fyrir aö losna viö
„fáein” kíló. Annar hver maður
hefur nokkur kíló sem hann
myndi ekki sakna ef þau hyrfu.
Mjög stór hópur fólks er um 15%
of þungur. Það eru ekki óyfir-
stíganleg vandræði, þaö er hægt
að losna við aukakilóin ef aðeins
viljinn er fyrir hendi.
(Þýtt og endursagt -RR)
verða siðen enn óánægðari að iokinni máltíðinni. Teikning RR.
SLEPPTU EKKIALVEG
AÐ NEYTA SALTSINS
— það er mikilvægt innihald fæðunnar
Fyrst var talað um að sleppa fitu
síöan kom að sykurinn væri mest fit-
andi, nú er þaö að salt sé það hættu-
legasta því það bindur vatn í líkam-
anum og eykur blóöþrýsting.
Sérfræðingar eru sammála um að
mjög margir þurfi að minnka salt-
neyslu sína en „of djúpt er í árina
tekið að flestallir ættu að minnka
saltneyslu,” segir dr. John H.
Laragh á Hospital Comell Medical
Center í New York. Á visindaráð-
stefnu í Arlington ræddu dr. Laragh
og hans stéttarbræöur um aö mjög
erfitt væri að fylgja saltsnauðum
megrunarkúr og gæti í raun verið
hættulegt.
Salt- sodium chloride — er eitt af
því mikilvægasta sem fæðan inni-
heldur. Sodium hjálpar viöhaldi
blóðmagns og stjómar vatnsstreymi
inn og út úr frumum líkamans.
Chloride þurfum við til að viðhalda
vissum sýrum likamans. Einstakl-
ingur í velferðarríki innbyrðir að
meðaltali um 10 grömm — fimm te-
skeiöar af salti á dag. Um 3 grömm
koma frá náttúrulegum saltefnum
sumra matvæla, 4 grömmum er bætt
í af matvælaframleiðendum, þar að
auki bætir kokkurinn eöa neytandinn
á diskinn sinn um 3 grömmum.
Sjúklingar sem hafa of háan blóð-
þrýsting ættu að minnka saltneyslu
sína niður í eitt gramm á dag. Það
þýðir aö forðast skuli allan dósamat
og brauð, s jóða allan mat mjög mikið
eða þangað til hann er orðinn nær
saltlaus. Það eru fáir sem hafa
áhuga á þessu. En þó að saltneyslan
sé minnkuð til helminga getur það
verið hættulegt, þá fær líkaminn
ekki það saltmagn sem hann nauð-
synlega þarf. Þá er einnig mjög hætt
við minnkandi kalkmagni.
„Sumt fólk, einkum íþróttafólk,
getur þurft meiri saltneyslu en þaö
fær í fæðunni, þar sem salt geymist
ekki auðveldlega i líkamanum”.
Þetta eru orð dr. David A. McCarron
við heilsurannsóknarstöð háskólans í
Oregon í Bandaríkjunum.
(Þýtt og endursagt) —RR