Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Síða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Zambískur biskup fyrir kirkjurétti i Róm vegna galdra og særinga Slr Lanrence Ollvier og Vivlen Lelgh: Hún neyddist til að leita fanga annars staðar. BÓLRAUNIR SIR LAURENCE OUVIER I Róm standa nú yfir óvenjuleg réttarhöld í máli þeldökks biskups sem er sakaður um að hafa stundaö særingar og bænalækningar án allr- ar blesstmar páfagarðs. Biskupinn heitir Emmanuel Milingo, 52 ára, og var yfirsálna- hirðir tæplega tveggja milljóna kaþólskra blökkumanna i Lusaka (Zambía). Hann bíöur nú dóms í klaustriíRóm. Kæran hljóðar upp á galdra og forboönar særingar. Á Milingo að hafa sært á brott óhreina anda og galdrað sjúkdóma úr sóknarbömum sínum. Hann neitar heldur ekki ákærunni. Hann segist hafa læknað fjölda lamaöra og blindra og gert ófrjósamar konur frjósamar. En hann vill ekki flokka þessa starfsemi sína undir galdra þar sem hann hafi aldrei notað nein heiðin hjálpargögn afrískra töfralækna, eins og t.d. kúa- skit, kakkalakka og vigö hænsna- bein. —Sá eini kraftur sem ég hef notað er kraftur bænarinnar, segir hann. Hann viðurkennir að hann hafi í hæsta lagi stuðst einstaka sinnum við vígða olíu, vígt vatn eða epli. En hann harðneitar að eiga nokkuð sameiginlegt með afrískum skottu- læknum sem narra fé út úr grunlaus- um löndum sínum fyrir að galdra rottur og slöngur úr maga þeirra. Hann segist geta nefnt nöfn hundraöa sjúklinga sem hafa náö heilsuvegnalækningamáttar hans. Gerði kraftaverk á milijónamæringi Og þar er ekki bara um Afríkana að ræða. Á meöal vitna i máli hans er t.d. Karen Swanson, margfaldur milljónamæringur frá Wisconsin í Bandaríkjunum. Segir hún hann hafa læknaö sig af hjartasjúkdómi sem hafði þjakaö hana árum saman. — Ef fólk hefurmátt til að lækna aðra á líka að leyfa því að gera það, Jóhanna Þráinsdóttir kirkjan sendi afríska kardínálann Otunga til Lusaka til að athuga málin. Var bæði kirkju- legum og verald- legum yfirvöldum þyrnir í augum Rannsókn hans virtist staðfesta þann grun að Milingo fengist við galdra. Milingo var því leystur frá embætti sínu í apríl og stefnt til páfa- garðs. Þar átti að fara fram geðrannsókn á honum. Stjóm Zambíu samþykkti flutninginn á biskupnum meira en fúslega. Því Milingo var ekki aöeins kirkjulegum yfirvöldum þymir í augum heldur einnig þeim verald- legu. Fjandskap þeirra hafðihanná- unnö sér með harðri gagnrýni á sósíah'skri stjórnarstefnu Kenneths Kaunda. Þess vegna hafði enginn neitt á móti því að Róm losaði landið við þennan k jaftfora klerk. Fyrstu vikumar mátti Emmanuel Milingo taka á móti gestum og fara frjáls ferða sinna um borgina eilífu. En eftir að hann hafði laumast til að kaupa sér flugmiða til að sleppa á brott, fyrirskipaði rannsóknarrétt- urinn að hann yrði hafður í algjörri einangrun. Hann fær ekki einu sinni aö taka á móti simtölum. Milingo er samt sem áöur hress og hraustlegur. Honum finnst hann hrapallega misskilinn og bíður eftir tækjfaai til að fá að leiðrétta þennan misskilning við páfa. En Jóhannes Páll páfi H. sem annars veitir allt að tvö þúsund áheymir á dag, vill ekki tala við zambíska biskupinn. Og klerkar hans reyna ekki að leyna því að hinn siðavandi páfi hefur ekki hugsað sér að sýna Milingo neina náð. Emmanuel Milingo vill þrátt fyrir allt ekki slíta sambandi sínu við páfastól. — Eg á mér bara annað blóm en bræður minir, sagöi hann skömmu áður en hann var settur í stofufang- elsi.. — En í stað þess að segja: „En hvaö þetta blóm er fallegt,” segir þeir: „Blómið er eitrað.” En ég fyrirgef páfagarði. Hins vegar vill páfagarður alls ekkifyrirgefa Milingo. (Þýtt ogendursagtúrDerSpiegel). Nýlega kom út í London endur- minningabók leikarans fræga, Sir Laurence OUvier og nefnir hann hana „Játning leikara”. Segir breska blaöiö að Olivier, sem var einn allra mesti elskhugi okkar tíma á hvíta tjaldinu, hafi í reynd alls ekki staðiö sig sem skyldi í rúminu. I bókinni kemur fram að leikarinn var frá unga aldri afskaplega upptekinn af kynlífi, þ.e.a.s. til- hugsuninni um að fara í rúmiö með konu. Hann gekk ungur að eiga fyrstu konu sína, Jill Esmond, en brúðkaupsnóttin varð piltinum, sem hafði gert sér svo háar hugmyndir um kynlíf, til mikilla vonbrigða. — Það eina sem brúður mín getur minnst frá þessari nóttu er eins konar þolgæðispróf, segir hann þar. — Að lokum snerum við baki við hvort öðru. Eg man að ég var allur í uppnámi og grét af sjálfs- meðaumkun. Við pössuöum ekki saman, ég og konan mín. Þegar hann kvæntist i annað sinn var hann þegar orðinn þekktur sem einn mesti elskhugi kvikmyndanna. Og nú var eiginkonan engin önnur en hin fagra og vinsæla leikkona, Vivien Leigh. En reyndin varð önnur. Þau voru að vísu gift í 20 ár en Vivien á snemma aö hafa uppgötvaö aö Olivier var allt annað en bólfimur. Varð hún því að leita fanga annars staðar. Samkvæmt Sunday Mirror á einn af fyrrverandi elskhugum hennar að hafa sagt: — Vivien hafði ríka kynþörf. Hún sagði mér margsinnis að Larry gæti ekki fullnægt þeim kröfum hennar. Sambúð þeirra gekk æ stirðlegar. Vivien Leigh var ekkert að leyna því aö tilfinningar hennar til hans fóru kólnandi. Olivier segir aðhonumhafi Uðið eins og dauöadæmdum manni. Hann lifði þetta þó allt saman af. Vivien Leigh átti síðar við geðtruflanir að striða og þau hjónin skildu. Olivier var áður farinn að halda fram hjá henni. 1956 lék hann á móti Marilyn Monroe í kvikmyndinni Prinsinn og kórstelpan. segir Karen S wanson. Særingarnar eru ekki síður alvar- legt afbrot í augum rómversku kirkjunnar. Samkvæmt lögum henn- ar má aðeins sá sem getur sannað að hann hafi nægilegan siöferðisþroska reka illa anda úr fólki — og eingöngu eftir að vissum helgisiðum hefur verið framfylgt. Milingo heldur því aftur á móti fram aö samkvæmt réttarlögum kirkjunnar heimili embættistign hans honum að stunda stórsæringar. Þar aö auki hafi hann ekki aöeins rekið djöfulinn á brott úr Afríkönum heldur einnig Evrópumönnum og Bandarikjamönnum — eða þaö sem kallast „Kawundu bvundu”, veruna' sem kemur öllu á ringulreið. Kaþólsku kirkjunni í svörtu- Afríku var ekki ókunnugt um fram- ferði Emmanuels Milingos. 1980 fékk hann viðvörun frá biskupaþingi og eftir það hætti hann opinberum særingum og lækningum. En hann hélt áfram að gera kraftaverk sín innan þrengri hópa. Þýskættuðum fulltrúa kirkju- valdsins í Lusaka, Giorgio Zur, var falið að fylgjast með framferði Milingos og sendi hann sl. sumar langan syndalista til Rómar. Það varð til þess að rómverska Milingo biskup að lækninga- störfum: Fyrírgefur páfagarði en páfa- garður vill ekki fyrir- gefa honum Olivier og Marilyn Monroe: Hann lagði niður rófuna og flúði. honum sem elskhuga, skrifar SundayMirros. Ást Oliviers snerist upp í andúð á henni. Sumir álita þó rétta'ra aö segja að Olivier hafi neyðst til að leggja niður rófuna og flýja sem fæturtoguðu. — Það eitt er víst að ég varð yfir mig ástfanginn af Marilyn, skrifar hann í bók sinni. Botninn datt þó fljótlega úr því ástarævintýrinu. — Marilyn krafðist alltof mikils af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.