Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Síða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982. f DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufölag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SQHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELOASOM. ... 'Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Símí rifstjórnar: 86411. Setning, umbrot, mynda- og plötugérö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19. Áskriftarverö á mánuði 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Sá hlærbest sem síðast hlær Kyndugt var aö sjá fréttamyndirnar af ráöherrunum þremur, þar sem þeir höföu kallað Geir Hallgrímsson til skrafs og ráöagerða um lífdaga ríkisstjórnarinnar. Þama sátu þeir með erkióvininum: Steingrímur, sem segir að „allt sé betra en íhaldið”, Svavar, sem notar Þjóðviljann til að leggja Geir í einelti með lágkúrulegum níðskrifum, og Gunnar Thoroddsen, sem vildi allt til vinna aö mynda ríkisstjórn framhjá Geir Hallgrímssyni á sínum tíma. Formaður Sjálfstæðisflokksins er nógu kurteis maður til að hlæja ekki upp í opið geðið á viðmæl- endum sínum, en ekki kæmi á óvart þótt hann hafi haft lúmskt gaman af. Sá hlær best, sem síðast hlær. En hver er þá ástæðan fyrir þeirri auðmýkingu, sem ráðherrarnir þrír verða að láta sig hafa? Hvers vegna er svo komið, að sú kokhrausta ríkisstjórn, sem nú hefur setið í tæp þrjú ár, þarf að fara bónarveg að stjómarand- stöðunni til að halda lífi og limum? Hvernig í veröldinni stendur á því, að Geir Hallgrímsson er skyndilega orðinn að haldreipi þeirrar ríkisstjórnar, sem í raun og veru var mynduð gegn honum og hans flokki? Einhver kynni aö halda, að það væri vegna bráða- birgöalaganna. Stjórnarandstaðan hefur hótað að fella bráðabirgðalögin, þegar þau koma til afgreiðslu alþingis. Ekki er þetta alls kostar fullgild skýring. Stjórnarand- staðan hefur fyrir það fyrsta séð að sér, enda ekki svo pólitískt skammsýn að fella óbreytt bráðabirgðalög um- yrðalaust. Þetta vita ráöherrarnir fullvel. I öðru lagi hefur stjórnarliðið það í hendi sér að draga svo atkvæöagreiðslu um bráðabirgðalögin, að ekki komi að sök, hvernig atkvæði falla. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar viljað sýna ríkis- stjóminni fram á, að hún er ekki lengur fær um að stjórna og þess vegna hefur andstaða gegn bráðabirgðalögunum verið sett á oddinn. Sjálfheldan hefur komið á daginn, spádómarnir um pattstöðu þingsins hafa ræst. Þess vegna er afstaðan til bráðabirgðalaganna orðin aukaat- riði í sjálfu sér. Nei, ástæðan fyrir hinni sögulegu myndatöku af Geir og ráðherrunum þremur er allt önnur. Hún felst í því, að ríkisstjórnin er innbyrðis ósammála um sinn eigin dauð- daga. Alþýðubandalagið vill kjósa sem fyrst, Steingrímur vill kosningar í mars eða apríl, Gunnar vill sitja sem lengst. Allir horfast þeir í augu við þá staðreynd, að þær varnaraðgerðir, sem bráðabirgðalögin fólu í sér, duga skammt. Nú þegar hrannast ný vandamál upp. Holskeflur eru framundan. Ríkisstjóm, sem ekki hefur lengur starfhæfan meiri- hluta á þingi, getur ekki tekist á við neinn vanda. Og það sem meira er: veit ekki sitt rjúkandi ráð, jafnvel þótt meirihlutinn væri til staðar. Og er það ekki eftirtektarvert að meðan stjórnarand- staðan er sökuð um ábyrgðarleysi vegna hótana um and- stöðu við bráðabirgðalögin, þá stendur allt fast, vegna þess að ýmist Framsóknarflokkur eða Alþýðubandalag setja skilyrði fyrir sínu eigin samþykki? Sér er nú hver á- byrgðin! Á sama tíma og Geir Hallgrímsson er kallaður á sátta- fund upp í stjórnarráð, berast þær flugufregnir, að stjórnarandstaðan og Alþýðubandalag stingi saman nefj- um um einhvers konar samstarf. Hvort tveggja hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir aðeins nokkrum vikum. En hvað getur ekki gerst? Við skulum aðeins vona, að engum detti í hug að mynda nýja ríkisstjóm án undangenginna kosninga. Það væri glapræöi hið mesta. -ebs. Bakreikningur rányrkjustefn- unnar annó f82 Meðal stjórnarliða er hver höndin uppi á móti annarri um það, hvar, hvenær og hvernig ríkisstjómin eigi að iáta á það reyna á Alþingi, hvem- ig bráðabirgðalögum hennar um kauprán og skattahækkanir reiði af. Obreyttir þingmenn komma og framsóknarmanna fá ekki leynt löngun sinni til þess að nota fall bráðabirgðalaganna sem tilefni til aö flýja hiö sökkvandi skip. Eftirsjá ráöherranna eftir stólum og völdum vegur þó þungt þar á móti. Þeim finnst í þessu efni, eins og reyndar flestum öörum, aö frestur sé á illu beztur. Um eitt þykjast þó stjómarliöar allir vera á einu máli. Versnandi efnahagsástand og hraöversnandi horfur framundan eru öllum öörum en sjálfum þeim að kenna. Þeir kenna um aflabresti, enda þótt áriö 1982 muni fyrirsjáanlega vinna til bronsverðlauna sem þriðja mesta aflaár Islandssögunnar. Svavar Gestsson hefur gengiö svo langt að jafna samdrætti útflutnings- og þjóöartekna við áföllin sem dundu yfir þjóöina 1967—1968. Þetta eru tómar ýkjur. Nú er spáð 4% samdrætti þjóöarframleiöslu. Þá skrapp þjóðarframleiðslan saman um 20% — 5tu hverja krónu. Nú er spáö 16% samdrætti útflutnings- tekna. Þá hurfu 45% útflutnings- tekna í einu vetfangi um leiö og síld- in. Hinu er ekki að leyna aö horfumar framundan í sjávarútvegi eru skuggalegar. Nú eru tekin erlend lán til aö greiða niður olíukostnað fiski- skipa og ávísaö á tóma sjóði. Það dugar aöeins til áramóta. Bráða- birgöalögin snerta hvergi á þeim vanda. Þaö bíður enn einna kreppu- ráöstafana. Enn vilja þeir ... Stjómarliðar vilja líka skella skuldinni á heimskreppuna. Þaö em sams konar ýkjur. Styrking dollar- ans vegna peningamálastefnu Reag- ans hefur veriö sjávarútveginum eins og óvæntur happdrættisfengur. SÍS er þessa dagana að fagna sölu- meti á Bandarikjamarkaði. Þeir hafa bæöi selt meira og fengið hærra verð en nokkru sinni fyrr. Vegna minnkandi verðbólgu í viö- skiptalöndum er innflutningsverð til- tölulega hagstætt. Skreiðarbirgðir eru minni en 1981. Saltfiskur selst vel og hefur hækkaö í veröi í öörum gjaldmiölum endollurum.Frystingin býr viö þolanlegt verö. Staöreyndin er sú að samdráttur í efnahagslifi viöskiptalandanna hef- ur enn sem komið er ekki haft telj- andi skaðvænleg áhrif á íslenzkt efnahagslíf. Það getur hins vegar hvenær sem er brugðið til hins verra. Staöreyndin er sú, að vandinn sem við er að fást í íslenzkum þjóöarbú- skap, er nær algerlega heimatilbú- inn. Það sem hingað til hefur fleytt fyrirtækjum gegnum óöaverðbólgu, skuldasöfnun og hallarekstur, jafn- vel í mesta góöæri, er gífurleg afla- og framleiðsluaukning í sjávarút- vegi eftir útfærslu fiskveiðilögsög- unnar í 200 milur. Sívaxandi gjald- eyristekjur vegna aflaaukningar hafa hingaö til staöið undir aliri skuldasúpunni. Og þessi árvissa tekjuaukning hefur haft margfeldis- áhrif um allt hagkerfiö. Án þessa happdrættisvinnings, sem er einstakur í sinni röð meöal nágrannaþjóöa, hefðum viö fyrir löngu neyðzt tii að taka upp ger- breytta búskaparhætti. Nú er senn komið aö þeim tímamótum. Kjallarinn lón Baldvin Hannibalsson Hingaö til hefur stjórnarste&ian lýst sér í eftirfarandi: Meö falskri gengisskráningu hafa útflutningsfyr- irtæki veriö neydd út í hallarekstur og skuldasöfnun. Framleiöslukostn- aður þeirra hefur aukizt mun meir en tekjur í íslenzkum krónum. Rangt gengi mestan part sl. árs og fram eft- ir þessu ári leiddi til hömlulausrar útsölu á gjaldeyri, innflutningsæðis og sívaxandi viðskiptahalla. Sýnilegt tákn þess er aö hafnarbakkinn í Reykjavík hefur veriö þakinn nýinn- fluttum bílum. Meö þessum hætti hefur innlendur spamaður veriö drepinn, bankakerfiö tæmt og þjóöin hvött til óhófseyðslu. Fjárfestingarstefnan lýsir sér í því, að tekin eru dýr erlend lán og þeim úthlutaö, aö verulegu leyti eftir pólitískum hagsmunasjónarmiöum, til hnignandi atvinnuvega sem komnir eru yfir endimörk vaxtar (fiskveiðar og landbúnaður). Þessar atvinnugreinar bera enga nýja f jár- festingu og skila engum arði. Þvert á móti eykur þessi arölausa off járfest- ing allan tilkostnað í þessum grein- um og minnkar tekjur. Meö hóflaus- um erlendum Iántökum, arðlausri of- fjárfestingu og stjórnleysi í peninga- og vaxtamálum hefur verið kynt undir verðbólgunni. Þegar svo er komiö er ekkert eftir nema „gömlu íhaldsúrræöin”: aö falsa mælikvaröann á veröbólguna með því aö ráöast á visitöluna, launaumslögin, kaupmáttinn. Um það snúast bráðabirgöalögin og ann- aö ekki. Það er nú einasta og sein- asta úrræði Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum. Bakreikningur ráðherrasósíalista Kauprániö er bakreikningu rán- yrkjustefnunnar til launþega frá ráö- herrasósíalistunum Svavari, Ragn- ari og Hjörleifi. I pólitískum skiln- ingi er þessi bakreikningur kennslu- gjaldiö, sem dr. Thoroddsen inn- heimtir nú af kommunum fyrir þaö endurhæfingamámskeiö, sem hann hefur haldið þeim í stjómarráðinu sl. tvö ár. Dr. Thoroddsen hefur meö hægðinni látiö kommana éta ofan í sig allt sem þeir hafa sagt og hugsaö um pólitík í hálfa öld. Þeir standa nú uppi afhjúpaðir sem hugmynda- snauöir og úrræöalausir lýðskrumar- ar. Þaö er sárt til þess aö vita, aö alþýða manna, sem léð hefur þessum loddurum fylgi sitt og trúnaö, í góöri trú, verður nú aö opna launaumslög- in sín og borga kennslugjaldið. Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður in 1967—68,” segir Jón Baldvin Hannibalsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.