Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Side 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982.
Menning
Menning
Menning
Menning
I
Skemmtileg
fræði
Þjóðhagfræði oftir Gylfo Þ. Gisloson.
Útgef. Iðunn, 1981,218 bls.
Þaö var í menntaskóla fyrir
tæpum aldarfjóröungi aö ég fékk
áhuga á hagfræöi án þess að vitaj
meö vissu um hvaö þessi kynlegaj
fræöigrein snerist, enda haföi égí
fylgt útilokunarreglunni á hennarj
fund. Eg þóttist þó vita að fagið væri
nytsamlegt en leiöinlegt, enda þótt
hiö gagnstæöa kæmi í ljós er tímar
liðu.
Á þessum árum var úrval bóka á'
íslenskri tungu um hagfræöileg mál-'
efni æöilítiö. Fyrsta hagfræðiritiö
sem ég eignaöist, og á enn í fórumj
mínum, var kennslubók eftir ólaf
Björnsson prófessor. Þetta var
úrvalsbók, kenningin traust og mál-j
fariö vandað. Annaö rit um þjóö-
megunarfræði las ég um þetta leyti
en þaö var útgefiö á ensku af Pelican
forlaginu og á kápusíðu var ljós-
mynd af tappa úr kampavínsflösku.
Bókin sem hét The affluent society
og var eftir J. Kenneth Galbraith
hófst á þessum orðum: „Þaö hefur
ýmislegt til síns ágætis aö vera
ríkur. Oft hafa menn reynt aö sanna
hið gagnstæða en fáir látið sann-
færast.” Enda þótt kunnátta mín í
ensku væri bágborin kunni ég strax
aö meta fyndni og gamansemi'
höfundar. I bókinni bar Galbraith á
borö þá skoöun sina aö einkaneysla í
Bandaríkjunum væri óhóflega mikil
en samneyslan hins vegar alltof lítil.
The affluent society kom út fjórum
árum áöur en maður aö nafni
Michael Harrington varö bæöi ríkur
og frægur af því aö finna fátæktina í
Bandaríkjunum og skrifa um hana
(The other America, 1962). Harring-
ton komst aö þeirri niöurstööu aö
einkaneysla milljóna manna í
Bandaríkjunum væri síst of mikil.;
Og nú hefur Hannes Hólmsteinn
Gissurarson tekiö af öll tvímæli og
dregiö Galbraith í dilk með falsspá-
mönnum og sett hann í skammar-
krókinnítímaritinu Frelsiö.
Vel heppnað yfirlit
Nú er ástandið annað en fyrir
aldarfjórðungi. Nokkrar bækur um
hagfræöi og efnahagsmál hafa komið
út á íslensku enda þótt oft sé þar
fjallað um hugmyndafræði. með
stjómmálalegu ívafi. Væri ég
menntaskólanemandi á vorum
timum í leit aö almennri vitneskju
um viöfangsefni þjóðhagfræðinnar
kæmi ný kennslubók eftir Gylfa Þ.
Gíslason prófessor að góðum notum
(Þjóöhagfræöi, Iöunn, 1981).
Það er mikill vandi að skrifa góöa
bók um þjóðhagfræði handa byrj-
endum. Kjami slíkra bóka er jafnan
einfalt iíkan af samhengi helstu
stæröa efnahagslífsins. Líkaniö er
notað til aö gefa lesendum nokkra
hugmynd um þau öfl, er ákvarða
einkaneyslu, samneyslu, fjárfest-
ingu, innflutning og útflutning, og
jafnframt til aö útskýra, hvemig
þessar stærðir mynda eina heild.
Vandinn er sá aö nemendur eiga oft
erfitt meö-aö átta sig á gangverki
hagkerfisins fyrr en þeir hafa fengið
góöa lýsingu á einstökum þáttum
þess, en lýsing á einstökum þáttum
segir litla sögu fyrr en heildar-
myndinerljós.
Þetta er klemma sem flestir byrj-
endur komast úr ef þeir lesa stutt en
greinargott ágrip af fræðunum,
tvisvar, þrisvar sinnum. Vera má aö
samhengið sé ekki ljóst í fyrstu eöa
Bókmenntir
Þráinn Eggertsson
lesendur í hraðferö um gróðursælar
lendur þjóðhagfræðinnar og þeir fá í
einni svipan yfirsýn yfir einstaka
hluta hagkerfisins og sjálfa heildina.
Málfarið er skýrt og gott, millifyrir-
sagnir tíöar, og mikiö er í bókinni af
töflum og línuritum og frágangur
hennar er vandaður.
I bókarlok flýtur meö ýmislegt
góögæti svo sem yfirlit yfir helstu
hagkerfi heims. Næstsíðasti kaflinn
er útdráttur úr sögu hagfræðikenn-
inga frá Adam Smith til vorra daga á|
tíu blaösíöum, sem er afrek á sinn
hátt, en eigi aö síður fremur þunnar
trakteringar. En þetta heyrir til
undantekninga. Framar í bókinni
tekst Gylfa, prýðilega, stundum á
aöeins 6—7 blaösíöum, aö sýna
lesendum sínum í nýja heima og má
Dr. Gylfi Þ. Gislason. „Dugnaöur hans viö að skrifa liprar og góöar kennslu-
bækur á ýmsum sviðum hagvisindanna er dæmalaus”, segir í ritdóminum.
annarri atrennu, en þar kemur aö
kviknar á perunni. Svo illa vill þó til
aö erlendar kennslubækur í hagfræði
fyrir byrjendur eru yfirleitt risa-
vaxnar og bólgna viö hverja endur-
skoöun og endurútgáfu — nánast
sagt tröllauknar óvættir sem gleypa
lesandann með húö og hári. Þessi
ferlíki eru oft bandarísk en mér er
tjáö að Bandaríkjamenn, sem fyrir
nokkrum mannsöldrum sóttu fram-
haldsnám, aö nokkru leyti til
Þýskalands, hafi fengiö ógleyman-
lega tilsögn hjá þýskum mennta-
mönnum í því aö teygja lopann.
Hraðferð um
gróðursælar lendur
þjóðhagfræðinnar
Tilgangurinn með bók Gylfa Þ.
Gíslasonar er að kynna nemendum á
menntaskólastigi og ööru áhugafóiki
grundvallaratriði þjóöhagfræðinnar.
Eg álít aö höfundi hafi tekist ljóm-
andi vel í tiltölulega stuttu máli að
gefa gott yfirlit yfir viöfangsefni
þessara fræöa. Farið er meö
nefna til dæmis IV. kafla, Verömæta-
hringrásin í hagkerfinu, og II. kafla,
Framleiðsluskilyröi.
Gylfi hefur leitaö fanga víöa en
mest byggir hann á kennslubók í
hagfræöi fyrir nemendur á háskóla-
stigi eftir Lipsey og Steiner sem er
ekki aðeins mikil utan um sig heldur
ein hin besta sinnar tegundar. Gylfi
einfaldar mikið og staöfærir víöa þaö
sem hann sækir til þeirra félaga, en
þeir hafa heimilaö honum aö nota all-
mörg línurit og töludæmi úr bók
sinni. Eg sé ekki betur en þessi sam-
vinna hafi veriö skynsamleg og gefiö
góöa raun.
Dugnaður dr. Gylfa við aö skrifa
liprar og góðar kennslubækur á
ýmsum sviöum hagvísindanna er
dæmalaus. Vonandi veröur bók hans
,um þjóðhagfræði til þess aö vekja
áhuga karla og kvenna sem hana
lesa á því aö kynnast betur þessum
skemmtilegu fræðum, en þeirra
bíöur viðskiptadeild Háskólans með'
útbreiddan faöminn.
-Þ.E.
Kristján Jóhannsson syngur með Sinfóníuhljómsveit Islands.
Landsbyggðar-
prógramm
sinfómuhljóm-
sveitarinnar
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há-
skólabíói 14. október.
Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson.
Einsöngvari: Kristján Jóhannsson.
Efnisskrá: W.A. Mozart: Sinfónía f g-moll, nr. 40;
V. Bellini: Forleikur að Óperunni Norma; G.
Puccini: Arra úr Toscu; P. Mascagni: Intermezzo
úr L’amico Fritz; G. Verdi: Aría úr Valdi örlag-
anna; Árni Björnsson: Nýársnóttin, forleikur;
Sigfús Einarsson; Gfgjan; P. Tschaikowsky: úr
Svanavatninu; E di Capua: O sole mio; J. Strauss:
Þrumur og eldingar.
Vonbrigði
Loksins uröu höfuöstaöarbúar
þeirrar náöar aönjótandi að fá aö
hlýöa á landsbyggöarprógramm það
sem sinfóníuhljómsveitin hefur leikið
víða um landið við geipigóöar undir-
tektir. Hér fór sem oft áöur, þegar
vinsæl efnisskrá hefur veriö á boðstól-
um, aö margir uröu frá aö hverfa,
vonsviknir. Sárari en ella held ég aö
vonbrigðin reynist mörgum þegar út
spyrst aö f jölmörg sæti voru auð í sal
Háskólabíós. Sæti sem ætluö voru boös-
gestum, væntanlega þingmönnum eöa
öörum áhrifamönnum um velgengni
hljómsveitarinnar, sem ekki sáu
ástæöu til aö skila miöum sínum, úr því
aö þeir gátu eða vildu ekki þekkjast
boöiö. Svo mikið er aö minnsta kosti
víst aö hljómsveitin hefði ekki veriö í
vandræðum með að selja téöa miöa og
bæta þar með sinn hag.
Vel rækt starf —
frábær árangur
Ekki skal mig furöa hve efnisskrá
hljómsveitarinnar féll hlustendum vel
í geö. Hún er uppsett meö vinsælum
verkum sem hver maður þekkir,
jafnvel þó hann hafi aldrei fyrr á
sinfóníutónleika komið, þökk sé voru
ágæta Ríkisútvarpi. Ekki þarf að
spyrja að því meö hvílíkum ágætum
Sinfóníuhljómsveit Islands flutti þessa
tónleika. Hún er reyndar búin aö leika
þá svo oft, aö nær væri aö ætla aö hún
hefði fyrir löngu fengið leiða á verk-
efninu og léki þaö miður vel af þeim
sökum. En hér ræktu hljómsveit og
stjórnandi starf sitt af samviskusemi
og alúö meö frábærum árangri.
Glæsilegt, en án
mýktar og hlýju
Skrautf jööur tónleikanna var söngur
Kristjáns Jóhannssonar. Honum tókst
snöggtum betur upp nú en síðast. Meö
síðast er átt viö söng hans með sömu
hljómsveit á sama staö á síðastliðinni
tónleikavertíö, því ekki þótti ástæða til
aö hleypa gagnrýnendum aö tónleikum
söngvarans í Þjóðleikhúsinu fyrr í
haust. Kristján söng Puccini og Verdi
aríumar meö einstökum glæsibrag —
verkefni sem hæfa rödd hans og
karakter prýðisvel. En þaö er líka
greinilegt að aukin skólun hefur dregiö
úr frumstæöum sjarma náttúru-
raddarinnar. Skólun hefur á hinn
bóginn ekki náö aö gæöa rödd
Kristjáns mýktoghlýju, eníGígjunni
eftir Sigfús Einarsson kom áþreifan-
lega í ljós hversu mjög þessa þætti
skortir hjá honum. Þaö er hins vegar
vel þekkt fyrirbrigöi aö stórsöngvarar
hafi komist mætavel af án þessara
þátta og ef Kristján verður heppinn
getur hann sómt sér dável í því alþjóð-
lega stórsöngvara „jetsetti” sem
flandrar á milii helstu óperuhúsa
veraldarinnar og þarf ekki aö syngja
nema tug eða tylft klæöskera-
saumaöra hlutverka. Kristján er
glæsisöngvari í þeim verkefnum sem
honum henta, en bágt á ég með aö vera
sammála honum um meðferðina á
Hamraborginni þar sem hann teygði
svo sín „rubati” að hljómsveitarþátt-
urinn varð gjörsamlega rúinn þeirri
„ryþmisku” spennu sem útsetningin
býðuruppá.
Þessir og aðrir vel heppnaöir tón-
leikar meö svokölluöu léttu efni vekja
meö manni spuminguna um, hvort
Sinfóníuhljómsveit tslands geröi ekki
rétt í því að taka upp sérstaka tónle ika-
röö meö léttu efni. Nægur virðist
markaðurinn. -EM.