Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Side 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982. í Bamaskólanum í Hnífsdal: ...Þari að ryðja skóla- stofur fyrir jaróar- farir og messur Hressir kennarar: Bryndís Friögeirsdóttir (hún er rokkari aö aukastarfi, tromm- ari hjá Sokkabandinu), Björg Baldursdóttir skólastjóri og Ingibjörg Þorleifsdótt- ir. 1 öðrum enda skólastofunnar er pípuorgel en altari í hinum. Þegar kennt er er rennihurðum einfaldlega skotið fyrir þá nauðsynjahiuti í messuhaldinu. hkuv msuv Vikan óskar eftir sölubörnum til að selja Vikuna í eftirtöldum hverfum: i Breiðholt i Fossvogur > Vesturbær 1 Se/t/arnarnes Kópavogur (vesturbær) Hafnarijörður Heimar Kleppsholt Ath. Blaðið er keyrt heim tilykkar. Uppl. gefnar á afgr. Vikunnar, sími 27022. S'IMI 27022 - VIKAN AFGREIÐSLA vniuv nsuf Tíðindamenn DV áttu leið um Vest- firði daga tvo fyrir stuttu. Eftir að hafa flengst um Isafjörð og Súðavík lá leiðin til Bolungarvíkur, höfuðvígis íslenska einkaframtaksins. Þótti hæfa að halda jöfnuði við Isaf jörð sem nú hefur mál- ast samvinnuhreyfingarlitum. Þama á milli bæjanna er lítið þorp sem tilheyrir Isafjarðarkaupstaö eins og flestir vita, Hnifsdalur. Taisverðar deilur voru um það á sinni tíð hvort sameiningin væri æskileg en hún varö og munu flestir allánægðir með það. Þó heyrast alltaf raddir, einkum eldra fólks, sem prisa fyrri tíma þegar Hnífsdalur stóð einn og sér i striti heimsins og treysti á eigið ágæti ein- vörðungu. Ekki þótti annaö fært en gera stuttan stans og leita uppi viðfangsefni fyrir hungraðar ritvélar og lesþyrstan lýð. — Þá bar að tvær ungar stúlkur sem kváðust vera á leiðinni í skólann. Þó að við hefðum skimað nokkuö um þorpiö varð skólahús aldrei fyrir okkur. En þetta bjargaðist allt, við buöum stúikunum að sitja í og þær visuðu veg- inn inn í þrönga götu og að húsi sem á engan hátt Iíkist skólahúsi. Ofán á því trónar nefnilega kross. Á flestum stöðum eru kirkjur þar undir en ekki skólahús. Inn fórum viö samt og spurðum eftir skólastjóra. Hann var ekki við en kom fljótlega. Og það kom í ljós að við vorum þarna á réttum tíma. I ár er 100. starfsár Bamaskólans í Hnífsdal. Við spurðum skólastjórann, Björgu Baldursdóttur, hvort ekki ætti að halda eitthvað upp á þetta. „Við beindum þeim tilmælum til for- eldra við skólasetninguna að gamlir nemendur skólans rif juðu upp eitthvað skemmtilegt frá liðinni tíð og kæmu því á framfæri hérna. Svo höfum við líklega skemmtun einhvem tíma í mars.” — Hvemig eiginlega stendur á þessum krossi uppi á skólahúsinu ? Árið 1953 fauk gamla skólahúsiö sem var timburhús á steyptum grunni. Það stóð þá héma rétt fyrir neðan. Húsið fauk í heilu lagi og bömin sátu eftir á grunninum. Tætlur úr húsinu fóru vítt og breitt og um öll tún voru að finnast bækur og blöð lengi á eftir. Slys urðu merkilega litil á fólki. Þegar þetta gerðist vantaði kirkju á staðnum og hafði þannig staðið lengi. Það var ákveðið að skella þessu saman og byggja hús sem þ jónaði tvenns kon- ar tilgangi, væri bæði skólahús og kirkja. Húsið var svo byggt upp á met- tíma.” — Hvemigersvoaðkennaíkirkju? „Þetta setur manni dálitlar skorður í skólastarfinu. Það þarf til dæmis að ryðja skólahúsið og gefa fri ef messur em eða jarðarfarir á virkum dögum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.