Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Qupperneq 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982.
19
að húsið tók beint upp.
Bamaskólahús Hnífsdælinéa
í gær, er kennsla stóð yfir.
Það er talið ganga krafta-
verki næst, að ekki varð mann-
tjón, er barnaskólahúsið í Hnífs
daí'fauk af grunninum um 11-
leytið í gærmorgun, en ekki er
talið liklegt, að neittbarnanna.
það hefði fokið líka, hefðu fáir I
eða engir sloppið lífs af. Sjálft
húsið tókst svo hátt á loft, aðl
það bar við fjallsbrún, og faukl
yfir mörg hús. Brak úr þvi fór I
inn um þak á öðru húsi, ogj
Urklippa úr Visi 28. febrúar 1953. Atburðurinn sem þarna er lýst leiddi til þess að
skóli og kirkja sameinuðust undir einu þaki.
ara. Þá væri hægt að nota kirkju-
stofurnar sem samkomusal.”
— Hefur skólinn ekkert bókasafn?
„Nei, en það er útibú frá almenn-
ingsbókasafninu hér í næsta ná-
grenni.”
— Hvað með íþróttaaðstöðu?
„Það er íþróttasalur hér en hann er
lítill. Leikfimi hefur verið kennd í fé-
lagsheimilinu.”
— Hvernig er tónmenntakennslu
háttað?
„Tónlistarskólinn hefur hér aðstöðu
og eins hafa unglingar fengið inni til að
spila borðtennis s vo að húsið er fullnýtt
uppítopp.”
— Félagslífið?
„Það er mjög blómlegt. Undanfama
vetur hefur hér veriö kennd leiklist.
Ásthildur Þóröardóttir hefur kennt og
sett upp leikrit að loknum þessum
námskeiðum. Þetta hefur verið fastur
tími á stundaskrá allra nemenda. Svo
stendur skólafélagið fyrir diskótekum,
þorrablóti, kvöldvökum, spilakvöldum
og öðru slíku. Foreldrum er alltaf
boðið á þessar skemmtanir og þeir
nýta sér það vel. Ágóöinn rennur í
ferðasjóð. Annað hvert ár fara 11 og 12
ára nemendur í 2ja til 3ja daga
feröalag.”
Þessi hundrað ára skólastofnun,
Bamaskólinn Hnífsdal, hefur 6 fyrstu
bekki grunnskólans. Þá halda krakk-
amir á Isafjörð í leit að frekari mennt-
un. Björg skólastjóri var loks spurö
hvort hún ætti sér einhverja ósk um
veglega gjöf skólanum til handa á
merkum tímamótum.
„Ja, það væri náttúrlega góð
afmælisgjöf að fá loforð fyrir viðbygg-
ingu.”
JBH
— Hvað em nemendur margir núna
og hvemig hefur gengið að fá kenn-
ara?
„Nemendur eru um 50 og þeim f jölg-
ar nokkuð vegna örrar uppbyggingar á
staðnum. Og það hefur gengið alveg
stórkostlega vel að fá kennara. Hér era
2 kennarar í fullu starfi og 1 stunda-
kennari fyrir utan skólastjóra, handa-
vinnu- og íþróttakennara. Föstu kenn-
aramir eru allir með réttindi.”
— En tækjabúnaðurinn, er hann
viðunandi?
„Það hefur verið gott samstarf bæði
við skólane&id og bæjaryfirvöld að fá
það sem við höfum beöiö um. Eg held
að skólinn megi kallast vel búinn
miðaöviðstærð.”
— Einhverjar byggingafram-
kvæmdir á döfinni?
„Nei, en ég hef fullan áhuga á að
farið verði að huga að því. Til dæmis að
byggja 2—3 skólastofur, aöstöðu fyrir
bókasafn og vinnuaöstöðu fyrir kenn-
Þær voru að föndra með leir, þessar ungu stúlkur úr Hnifsdal. Frá vinstri: Anna Elín, Anna Sigríður, Gabríela og
Guðrún. Jú, það er rétt til getið, Anna Sigríður og Gabríela era tvíburar. DV-myndir Bj.Bj.
Sagnfræði-
félagið
Ingólfur
endurreist
— eftir 40 ára svefn
Framhaldsstofnfundur félagsins
Ingólfs verður haldinn í kvöld,
þriðjudagskvöld, i Ámagarði við
Suðurgötu, stofu 201. Hefst hann kl.
20.30 og allir áhugamenn um sagn-
fræði boðnir velkomnir.
Félagið Ingólfur var upphaflega
stofnað árið 1934. Markmiö þess var
að safna og gefa út hvers kyns sögu-
legan fróöleik úr héraði því, sem
Ingólfur nam upp úr 874, þ.e. Stór-
Reykjavíkursvæðið og Suðurnes.
Komu út tíu hefti undir nafninu
Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess.
Þá kom stríðið og f élagiö lagðist í dá.
Nú hafa áhugamenn um sagnfræði
ákveðið að lífga félagið við og hefja
útgáfu að nýju. Er Bjöm Þorsteins-
son prófessor þar fremstur í flokkL
Flytur hann erindi á fundinum um
landnám Ingólfs, sem mun síðan
birtast í greinahefti undir þessu
nafni á vegum félagsins. Þar verða
einnig greinar um Vatnsleysuhrepp
á 19. öld, um verslunarlífið í Reykja-
vík um 1870, vitamál á Suðurnesjum
fram til 1900, félagið Ingólf á fyrra
æviskeiði 1934—1942 og fleira.
ihh.
Hljómplata
með
samkór
Selfoss
Nýlega kom á markaðinn hljóm-
plata með söng Samkórs Selfoss og
ber hún nafnið „Þú bærinn minn
ungi...” Stjórnandi kórsins er
Björgvin Þ. Valdimarsson.
Á plötunni era lög eftir stjórnand-
ann, Björgvin Þ. Valdimarsson,
Pálmar Þ. Eyjólfsson, Sigvalda
Kaldalóns, Sigurð Ágústsson og Þór-
arin Guðmundsson. Á plötunni era
einnig þjóölög frá Ungverjalandi,
Noregi, Katalóníu og þjóðlag í út-
setningu Toivosaari.
Píanóleikari með kórnum er
Geirþrúður F. Bogadóttir en aðrir
hljóðfæraleikarar era Gísli Helgason
á flautu, Helgi Kristjánsson á gítar
og Björgvin Þ. Valdimarsson á
trompet.
Einsöngvarar með kórnum eru
SiguröurP. Bragason og Július Vifill
Ingvarsson.
Samkór Selfoss var stofnaður árið
1973 og var fyrsti stjórnandi hans
Jónas Ingimundarson. Árið 1979 hélt
kórinn í vel heppnaða tónleikaferö til
Noregs.
LONDON
HELGARFERÐIR „
Verö fra
kr. 5.563,-
pr. mann í tveggja
manna herbergi.
FERÐASKRIFSTOFA. I&naöarhúsinu Hallveigarstigl. Slmar 28388 og 28580