Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Qupperneq 36
36
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
NÚ FÖRUM V® í SUND
ÞVÍ ÞAÐ LÉTTIR LUND
Góöan daginn, lesendur góðir.
Dægradvölin í dag byggist á því að
halda sér á floti. Við ætlum með
ykkur í sund því þaö eru nefnilega
svo margir sem segja að það létti
lund. Við munum kafa djúpt ofan í
laugina, því máltækið segir jú aö
þeir gusi mest sem grynnst vaða.
Sundið er hjá mörgum svo stór
hluti af lífinu að menn segjast fyrst
ætla í sund en síðan snúa sér aö
áhugamálunum. Og sundið spyr ekki
um aldur. Það er stundaö af ungum
sem gömlum, háum sem lágum,
mjóum sem breiðum.
Og hver kannast ekki við fjölskyld-
una sem fer í sund á sunnudags-
morgnum. Steikin er elduð á laugar-
Það kraumar í þér
í heitu pottunum!
Það fór heldur betur um þá í Laugar-
dalslauginni þegar við Bjarnleifur
Bjamleifsson ljósmyndari birtumst í
karlasturtunum í fullum herklæðum.
klyfjaðir myndavélum og skriffærum.
En þegar þeir uppgötvuöu að við vor-
um aðeins á leið út á sundlaugarbakk-
ann létti þeim stórum. Maður veit
aldrei hvað hefði gerst ef Bjamleifur
hefði smellt nokkrum af.
Þegar út á sundlaugarbakkann kom
blasti við okkur ákaflega hressilegt
fólk. Margir vora í heitu pottunum
skrafandi saman um helstu dægurmál-
in og það er greinilegt að þar eru mörg
mál hitamál og alveg ljóst að upp úr
getur soðið ef ekki er talað gætilega.
Þá var fólk sífellt að stinga sér til
sunds eða koma upp úr lauginni, hálf-
skjálfandi, og auðvitað var farið beint í
heitu pottana. Ah. . . ahuú. . . uu...
hvað þeir eru notalegir.
Og hann Bjaraleifur hafði ekki við að
heilsa mannskapnum. Virtist þekkja
hvem kjaft, eins og þaö er orðað. En
við skulum sjá hvaða augum mynda-
vél Bjarnleifs leit nokkra sundlaugar-
gesti.
Halldór Sigurdsson, Grétar Eiríksson og Haraldur A. Sigurdsson, þrír
fastagestir i laugunum, og svo sannarlega gedþekkir menn. Grétar vinnur
hjá Hitaveitu Reykjavíkur og hann sagðist hafa vatnið nokkuð heitt í dag
eins og hann orðaði það. Og þeir voru sammála því að það vœri alveg
dásamlegt að koma í laugarnar eftir vinnu.
„Erum stífir fyrir”
„Verst að þú ert hættur þingmennsk-
unni, Halldór, því nú værirðu öruggur
um sæti,” var sagt ísmeygilegri röddu
er við gengum fram á þrjá heiðurs-
menn er sátu á bekk við einn heitu
pottanna. Það var Grétar Eiríksson,
tæknifræðingur hjá Hitaveitu Reykja-
víkur, sem mælti þessi orð. Og þarna
var hann að tala við félaga sinn, Hall-
dór Sigurðsson fyrrverandi ráðherra,
en þeir sátu þama afslappaðir og
kímnir ásamt Haraldi Sigurðssyni
fyrrverandi bókaverði á Landsbóka-
safninu.
„Það er alveg dásamlegt að koma
eftir vinnu í laugarnar,” sagði Halldór
Sund
Texti:
Jón G. Hauksson
Myndir: Bjarnleifur
Bjamleifsson
og bætti við að menn væru endur-
nærðir eftir sundsprett og setu í heitu
pottunum.
„Annars erum viö heppnir að hafa
hann Grétar hér með okkur,” skaut
Haraldur inn í, ”enda ræður hann hita-
stiginu héma,” sagði þá Halldór, kank-
víslega. Grétar gat þá ekki annað en
brosaö og sagði við þá hlæjandi: „Já,
og ég hef þaðnokkuð heitt í dag.”
Er ég spurði þá að því hvort þeir
væru svonefndir fastagestir svöruöu
þeir því játandi. „Við erum svona
klukkutima í senn. Þetta er góð af-
slöppun og ákaflega huggulegt að vera
héma, auk þess sem góður félags-
skapurfæstúrþessu,”sagðiHalldór. '
En hvað ef menn mæta ekki?
„Maöur finnur fljótt fyrir því enda er
skrokkurinn eitthvaö ööruvísi, ef ekki
er mætt til að liðka sig. Við erum
kannski líka svolítiö stífir fyrir,” sagði
Halldór ennfremur.
Við kvöddum þá félaga og það var
greinilegt að hvíldin í laugunum reyn-
ist þeim góö. Sannarlega geðþekkir
félagar er sátu þarna hressir á bekkn-
um.
deginum og afgangamir síðan
snæddir eftir sunnudagssundsprett-
inn. Og oft má heyra krakkana
segja, þegar leitað er að sunddótinu:
„Mamma,hvar erskýlanmín,hvar
er sundbolurinn minn?” Nú, auö-
vitað þar sem þið settuð þetta síðast.
„Já, en við erum búin að leita alls
staðar og finnum það ekki. Alveg
makalaust hvað dótiö okkar er ekki á
þeim stað, sem það á að vera á,
einmitt þegar við erum að verða of
sein í laugina.” Krakkar mínir,
andiði rólega, emð þið búin að kíkja
út á snúrur eða þannig sko. „Já,
alveg rétt.” Síðan er þeyst af stað
með kútinn og korkinn og allt hitt
sunddótið vafið inn í handklæðin.
En hvað um það, við í Dægradvöl-
inni kíkjum á sundlaugarbakkana í
Laugardalslauginni og spjöllum þar
við nokkm gesti. Þá verður rætt við
Ragnar Halldórsson, forstjóra
Islenska álfélagsins, en hann er
fastagestur í sundlaugunum í
Laugardal og hún Sigriður E. Olafs-
dóttir verður tekin tali, en hún hefur í
mörg ár vakið athygli fýrir það hve
brún hún er. Og sumir segja líka að
hún sé alltaf í lauginni.
Jæja, við stingum okkur þá í
laugina.
Sundið er geysivinsæl dægra-
dvöl, sem þúsundir stunda. Og það
er hjá mörgum svo stór hluti af lif-
inu að menn segjast fyrst ætla í
sund en síðan snúa sér að áhuga-
málunum. Sundið spyr heldur ekki
um aldur. Það er stundað af ungum
sem gömlum, háum sem lágum,
mjóum sem breiðum. Og hafir þú
gaman af tölum, þá viljum við segja
þér að um 1,3 milljónir manna sóttu
sundstaðina i Reykjavik á siðasta
ári. Það er sæmilegur fjöldi — ekki
satt?
Þœr eru búnar að afgreiða marga lyklana þœr Svafa Tryggvadóttir og
Vigdis Sigurðardóttir i gegnum tíðina. Og þeer hafa alltaf, eða svo til,
fengið þá aftur, enda eru lyklarnir vel geymdir á lœrum sundgesta.
Lykillinn er leið-
in að lukkunni
„Get ég fengið skáp í kjallaran-
um.” Þeir em margir laugargestim-
ir sem ávarpa þær stöllur, Svöfu
Tryggvadóttur og Vigdísi Sigurðar-
dóttur, með þessum orðum. Og
stundum er einnig beðið um skýlu og
handklæði
Þegar þú hefur síðan fengið lykil-
inn að skápnumertu á leið í lukkuna.
Fötin komin í skápinn, þvottur undir
heitri sturtu og þá skjálfandi beint í
heita pottinn eða út í laug. Og auðvit-
að ertu allan tímann meö lykillinn á
lærinu, enda færðu hann aðeins
lánaðan hjá þeim Svöfu og Vigdisi,
ekki keyptan.
Já, þaö skiptir miklu máli að
viðmótið sé hið eina sanna þegar
komið er i laugarnar. Sagan segir
líka að starfsfólkiö eigimarga vinina
ámeðalsundgesta.
„ Við mœðgurnar förum oft í sund
og ég tel það sérlega góða dœgra-
dvöl, ” sagði Jóhanna Ólafsdóttir
og hélt utan um dótturina, Emilíu
Eiríksdóttur.
„Dóttirin
pantar
sundtíma”
„Við mæðgumar fömm mjög oft í
sund og ég tel þaö sérlega góöa dægra-
dvöl,” sagði Jóhanna Olafsdóttir er við
Bjamleifur kölluðum til þeirra út í
laug og spurðum þær um sund sem
dægradvöl.
„Þaö kemur oft fyrir að dóttirin
pantar sundtíma áður en ég fer í vinn-
una á morgnana og við skreppum þá
seinni partinn,” segir Jóhanna enn-
fremur.
Hún sagði að þær byggju rétt hjá
Laugardalslauginni og því væri stutt
að skreppa að'fá sér sundsprett. „Ætli
ég syndi ekki svona tvö hundmð metra
í hvert sinn,” svaraði Jóhanna er við
spuröum hana hve marga metra hún
synti þegar hún færi í laugamar.
En hvort er farið beint út í eða í heitu
pottana áður? „Mér finnst nú betra
aö fara beint út í laug, enda er maður
máttlausari í sundinu ef farið er fyrst í
heitu pottana,” sagði Jóhanna Olafs-
dóttir aölokum.