Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1982, Qupperneq 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. OKTOBER1982.
37
DÆGRADVÖL
DÆGRADVOL
DÆGRADVÖL
Nei, hvad sjáum vid ekki. Óþekkti kafbáturinn í Svíþjóð kominn upp á
yfirborðið og það í Sundlauginni í Laugardal. Og hann reyndist þá ís-
lenskur eftir allt saman. Ekki er annað að sjá en áhöfnin láti glenslega
eftir erfiða daga. Skipherrann segir enda: „Ég var með þetta allt á
hreinu drengir og túrinn gekk vel. ”
Sigríður á leið inn í anddyri Sundlaugarinnar í
Laugardal. „Pabbi (Ólafur Haraldsson í Fálkanum)
fór með okkur systurnar klukkan sex á morgnana í
gömlu laugarnar. Þar sem þær opnuðu ekki svo
snemma fékk hann lykilinn að þeim lánaðan hjá
þeim brœðrum Jóni og Ólafi Pálssonum. Þetta var
gríðarlega stór koparlykill sem ég man alltaf eftir. ”
. . .og komin að einum heitu pottanna. Sigríður er
ótrúlega vel á sig komin af 71 árs gamalli konu að
vera. Kannski engin furða, því hún syndir minnst
þúsund metra á degi hverjum og hér á árum áður var
það nokkru meira.
„Heitu pottamir era
hreint meistaraverk”
það er Sigríður E. Ólafsdóttir, eða
„brúna konan” í laugunum, sem
svomælir
Ragnar Halldórsson á skrifstofu sinni hjá íslenska Álfélaginu i Straumsvík. „Sundið er mjög hressandi og
maður vaknar vel við að fara í sund á morgnana. ” Hann segir jafnframt að þeir morgunmenn í laugunum
séu ákaflega vanafastir. DV-mynd: Sigurður Þorri.
Sundið er mjög hressandi
— segir Ragnar Halldórsson forstjóri sem er fastagestur f laugunum
, jSundið er m jög hressandi og maður
vaknar vel við að fara í sund á
morgnanasagði Ragnar Halldórsson
er við ræddum við hann um dægra-
dvölina, okkar, sundið. Ragnar er
einmitt einn áf þeim sem sækja sund-
laugarnar reglulega.
„Ég hef farið í sund á morgnana í ein
fjórtán eða fimmtán ár en kemst þó
ekki alltaf, eins og gengur. Reyndar er
ég ekki mikill sundmaður en syndi þó
um hundrað metra í hvert skipti. Þá er
farið í heitu pottana og að lokum í
kalda sturtu,” sagði Ragnar
ennfremur.
En Ragnar er ekki einn um það að
sækja laugamar á morgnana því þeir
eru f jölmargir fastagestirnir sem eru
mættir á slaginu tuttugu mínútur yfir
sjö. „Jú, þetta er alltaf sama fólkið
sem mætir. Þarna eru menn eins og
Ottó Michelsen, Böðvar Kvaran og
Torfi Jónsson, svo ég nefni nokkra,”
sagði Ragnar og bætti síðan við: „Og
menn eru mjög vanafastir. Yfirleitt er
beðiö um sömu skápana, menn fara í
sömu sturtumar og sitja svo á sama
stað í heitu pottunum, þar sem rabbaö
ersaman.”
Ragnar sagði að sér þætti galli hve
sundlaugarnar í Laugardalnum
voru opnaðar seint á morgnana. Hann
teldi of seint að opna þær klukkan tutt-
ugu mínútur yfir sjö því þetta gerði
það að verkum að margir ættu þess
ekki kost að sækja þessar annars góðu
laugar áður en farið væri í vinnuna á
morgnana.
Viö höfðum mælt okkur mót fyrir ut-
an heimili hennar á Njálsgötunni
kortér yfir fimm einn eftirmiðdaginn
fyrir stuttu. Er ég kom á Njálsgötuna
stóð hún fyrir utan heimili sitt með
sunddótið. Hún var á leið í laugarnar í
Laugardalnum, þangað sem hún hefur
svo oft farið á undanfömum áratugum.
Hún settist upp í bílinn hjá mér og viö
ókum af stað í Laugardalinn og auðvit-
að tókum við tal saman. Konan sem ég
er að ræða um heitir Sigríður E. Olafs-
dóttir. Hún er öllum laugargestum
kunn sem brúna konan sem er svo oft í
laugunum.
„Ævintýrið byrjaöi í Gömlu laugun-
um,” sagði Sigríður á leið okkar inn
eftir. „Pabbi fór þá með okkur syst-
urnar klukkan sex á morgnana í gömlu
laugarnar. Þar sem þær opnuðu ekki
svo snemma fékk hann lykilinn að
þeim lánaða hjá þeim bræðrum Jóni
og Olafi Pálssonum. Eg man alltaf eft-
ir lyklinum, því þetta var gríðarlega
stór koparlykill,” sagði Sigríður enn-
fremur.
Þetta var þegar Sigríður var tíu ára
og á þessum árum lærði hún sund hjá
þeirri mætu konu Ingibjörgu Brands-
dóttur. „Ég hef síðan alltaf verið mikil
sund- og íþróttakona. Var í dýfingum
og hlaut einu sinni viðurkenningu í
þeim,” sagði Sigríður og bætti síðan
við að Iþróttaráð Reykjavíkurborgar
hefði viðurkennt sig árið 1980 fyrir iðk-
uníþrótta.
Sigríður býr sem fyrr segir á Njáls-
götunni og á hverjum degi gengur hún
þaðan í laugarnar. „Er um hálftíma
hvora leið og það skiptir mig engu máli
hvernig viðrar,” segir hún.
En hvernig í ósköpunum skyldi hún
fara að þvi að vera alltaf jafnbrún og
raun ber vitni?
,,Fyrst og fremst er það erfð. Ég er
fædd nokkuö dökk en með því að vera
mikiö úti við og í sólbaði tekst mér aö
halda mér brúnni. Eg er ekki í ljósum
og ég fer ekki til sólarlanda, þannig að
þetta er fengið með því að vera mikiö
úti við allt árið um kring hér á landi.”
Eg spurði hana næst aö því hvað það
væri við sundið og allar sundferðirnar
sem væri svona eftirsóknarvert.
„Laugarferðirnar eru andleg og
líkamleg dásemd og maður hressist og
endurnýjast við að synda. Og ég held
aö enginn myndi gera neitt betra við
frítíma sinn en hressa sig viö og fara í
laugarnar. Og laugin hér í Laugardaln-
um er einstök og það er ekki síst að
þakka frábæru starfsfólki sem er ein-
staklega vingjamlegt. Heitu pottarnir
eru til dæmis hreint meistaraverk,
furðulega góðir.”
Andlitin þekkjast
Sigríður sagði aðspurð að hún kæmi
oftast í laugarnar um og upp úr hádeg-
inu og eyddi dr júgri stund í laugunum.
Hún kvaöst þekkja mjög marga þó hún
vissi ekki nöfnin á sundgestunum. „En
andlitin þekkjast,” eins og hún sagði.
Við vorum nú komin í laugamar og
Sigríður var greinilega komin á kær-
kominn stað. Fólk nikkaði til hennar í
dyragættinni um leið og hún birtist.
Hún fékk lykilinn að skápnum og eftir
að hún var komin út að heita pottinum
og Bjamleifur var búinn að mynda
hana kvaddi ég hana með virktum.
Konuna sem mig hefur alltaf langað til
að vita hvers vegna væri svona brún,
þegar ég hef skroppið í laugamar.