Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Síða 33
DV. MIÐVKUDAGUR 27. OKTÖBER1982. 33 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Starfsemi Víðsýnar liggur niðri Starfsemi Ferðaskrif- stofunnar Viðsýnar, sem séra Frank M. Halldórsson stofnaði árið 1979, hefur legið niðri um nokkurt skeið. Hefur engin ferð á vegum hennar verið farin í ár. Ekki mun Víðsýn vera hætt starfsemi heldur hefur séra Frank hreinlega ekki haft nægan tíma til að sinna ferðaskrifstofunni vegna anna í prestsstarfinu. Einnig hefur stríðsrekstur fyrir botni Miðjarðarhafs spilað inn í. Séra Frank vonast þó til þess að geta byrjaö að þjóða ferðir til bibliulanda á ný að vori. Rætt um fjölda þingmanna islenskur heildsali sat um daginn kvöldverðarboð í Bandarikjunum. Sessunautur hans var aðstoðarforstjóri General Motors. Sá virtist hafa mlkinn áhuga á íslandi og spurði hve margir byggju þar. Heildsalinn svaraði að við íslendingar værum 240 þúsund talsins. „Hafið þið þing?” spurði sá bandariski. „Já” var svarið, „það elsta í heimi”. „Hve marga þing- menn hafið þið?” „Sextíu” var svaríð. Sá bandariski varð mjög undrandi en hélt á- fram að spyrja: „Hve marga ráðherra?” Svarið var tíu. „How sporty,” sagði Banda- ríkjamaðurinn. „Ég gæti gert þetta með vinstri hendinni i hádegishléinu.” Duffys á barna- úlpur frá Kóreu? íslendingur, blað sjálf- stæðismanna á Akureyri, segist hafa heyrt það á götunni að IðnaðardeDd SÍS framleiði og selji úrvalsvörur undir vörumerkinu Duffys. Séu þær að sjálfsögðu seldar og auglýstar nndir slagorðinu „Veljum íslenskt”. Segist is- lendingur ennfremur hafa heyrt, að nýlega hafi komið tU IðnaðardeUdar stór send- ing af barnaúlpum, fram- leiddum i Kóreu. Sé nú verið að sauma vörumerkið Duffys áþær. Hestamennska kennd í skóla í Hafnarfirði Hestamennska er nýjasta námsgreinin í grunnskólum. Viðistaðaskóli í Hafnarflrði hóf kennslu í þessari grein i haust. Nemendum 9. bekkjar bauðst hestamennska sem valgrein. Akváðu fjórtán nemendur að bregða sér i námið. Kennslan er tvær stundir i vUtu. Fyrir áramót verður aðaUega um bóklegt nám að ræða, farið yfir þróunarsögu hestsins, líkamsbyggingu og sýndar kvikmyndir. Eftir áramót er meiningin að verja meiri tima af kennslunni í hesthúsi og fara f útreiðartúra. Það er Steindór Guðjóns- son, kennari við Viðistaða- skóla, sem ber hita og þunga af kennslu þessari. Sjálfur býður hann sina eigin hesta og hesthús tU afnota vegna kennslunnar endurgjalds- laust. Hræið inn á lóð til prestsins Eftirfarandi vísa barst inn tU Sandkorns frá huldu- manni: Ef að stjómin útaf dæi og örlög hlyti gamla hestsins Eggert mundi hennar hræi henda inn á lóð tU prestsins. Kristján Már Unnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Bíóhöllin sýnir: Atlantic City Besta mynd í bænum — Lancaster fer á kostum ígóðravina hópi Bíóhöllin sýnir: Atlantic City. Leikstjóri: Louis Malle. Höfundur handrits: John Guare. Framleiðandi: Donis Heroux. Aðalhlutverk: Lou — Burt Lancaster. Sally — Susan Sarandon. Grace — Kate Reid. Chrissio — Hollis McLaren. Joseph — Michel Piccoli. Dave — Robert Joy. Alfie — Al Waxman. Bakgrunnur sögunnar er Atlantic City. Aður fyrr þreifst undirheima- lýður þar á fjárhættuspUi en í nútíð myndarinnar er fjárhættuspU löglegt og orðið aðaltekjulind borgarbúa, aö því er virðist. Hið gamla verður hvarvetna að víkja fyrir nýjum hlut- mn sem tUheyra nýjum tíma löglegs fjárhættuspils. Aðalpersóna myndarinnar mótast af aöstæöum. Hann hefur um árabU verið í næsta auövirðUegu starfi. Verið sendiU og „vinur” fyrrverandi fegurðardisar sem gift var einum undirheimakónginum á árum óður. Svo virðist sem þrátt fyrir tengsl sín viö undirheimaforingjann, hafi Lou aldrei komist neitt áfram á því sviði. Hann viU þó gjarnan aö á sig sé litið sem einn af hinum stóru. En Lou hefur aldrei verið tækur í undir- heimaUfi vegna hugleysis síns og aumingjaskapar. Lou lifir tUbreytingarlausu lífi. Hann omar sér þó við að glápa á ná- granna sinn, Sally, nudda húð sína meö sítrónusafa. Lou sættir sig ekki við hlutskipti sitt. Og eins og Lou hékk utan í undirheimakóngum síns tíma, er Dave (fyrrv. eiginmaður Sallyar) utan í undirheimalýð nútíma myndarinnar, þ.e. eiturlyfja- sölu. Dave gerir nokkuð sem Lou gerði aldrei, að troöa hinum sterku um tær, og örlög hans era í samræmi við þaö. Draumur Dave um að verða stöndugur á þægilegan hátt verður að engu. Sally er enn ein persónan í mynd- inni sem á sér draum. Hún er hörð af sér, en þrátt fyrir dugnaö tekst henni ekki að komast á toppinn í f járhættu- spilabransanum. Hún verður að láta sér lynda að hanga í útjaðrinum, rétt eins ogLouog Dave. Lou fær að vissu leyti draum sinn uppfyUtan í myndinni. Hann auðgast á að selja eiturlyf sem Dave skildi eftir í fóram hans, og í annað skipti sem hann þarf að verndaSally, drep- ur hann tvo menn. Hann er sem sé orðinn harður gæi og auk þess stöndugur. En Lou skUur samt sem áöur aö hans tími er Uöinn og draumurinn var hégómi einn. Hann ákveöur að snúa aftur í sitt auðviröi- lega starf en lætur SaUy átölulaust taka hluta peninganna. SaUy heldur á braut í lok myndarinnar, í von um að draumur hennar rætist. Við vitum ekki hvemig fer f yrir henni. Louis MaUe hefur löngu sannað að hann er með betri leikstjóram. Hann er Frakki og gerði nokkum fjölda mynda í heimalandi sínu áður en hann flutti vestur um haf. Vestra hefur hann m.a. gert myndina Pretty Baby. Leikstjóm Louis Malle er sér- lega fagmannleg og hnitmiðuð. Maöur hefur á tilfinningunni að hvert atriði hafi ákveðna þýðingu og komist tU skUa. Sömu sögu er að seg ja um handrit, kvikmyndatöku og klippingu. Enda þótt þessi atriði séu ekki framkvæmd með sérstökum tilþrifum er greinUegt að toppmenn era á þessum stöðum. Atlantic City er þó, þrátt fyrir allt, haldið uppi með mjög góðum leik, en þar á leikstjórinn aö sjálfsögðu hlut að máU. Burt Lancaster er frábær í hlutverki Lou, að mínu mati sjaldan verið eins eftirminnilegur og í þessari mynd. SaUy er leikin af Susan Saradon. Henni man ég aðeins eftir úr einni mynd, Rocky Horror Picture Show. Hún er afbragðs mót- leikari fyrir Burt, er afskaplega sannfærandi sem hin harða en sein- heppna Sally. 1 smærri hlutverkum era einnig afbragös leikarar, Graee, sem Kate Reid leikur, er sérlega eftirminnUeg týpa og sömuleiöis Chrissie (HoUis McLaren) og Joseph (hinn þekkti franski leikari Michel Piccoli). Eins er ræfiUinn Alfie frá- bærlega vel leikinn af A1W axman. Atlantic City er oft og tíðum hæg og róleg mynd en afskaplega hugljúf. Vel er unnið úr yrkisefninu án nokk- urra stæla. Lýsing á fólki í lægri þjóðfélagsstiganum, sem reynir að gera draumsína að veruleika, kemst veltUskUa. Sem sé: Atlantic City er eftir- minnUeg mynd sem gengur upp fyrst og fremst vegna lágstemmds en góðs leiks Burt Lancaster og styrkrar leUcstjórnarLouis MaUe. ÁrniSnævarr. Kvikmyndir Kvikmyndir Nauðungaruppboð Áður auglýst nauðungaruppboð á ms Þorra SU 402, þinglesinni eign PólarsUdar hf„ fer fram skv. kröfu Jóns Hjaltasonar hrl. við skipið í Fáskrúðsf jarðarhöfn f östudaginn 29. okt. 1982 kl. 14. Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu. ÐannDnnaDDnnnnnÐDnnnnnnnnnDnnanpnaonnaaanana i MEGRUNARNAMSKEIÐ S D D □ □ D Ný námskeið hefjast 8. nóvember (bandarískt megrunarnámskeið q U sem hefur notið mikiUa vinsælda og gefiö mjög góöan árangur). q Námskeiðiö veitir alhUöa fræðslu um hollar Ufsvenjur og vel samsett q g mataræði sem getur samrýmst vel skipulögöu, venjulegu heimilis- O q mataræði. □ □ D □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Námskeiðið er fyrir þá: • sem vUja grennast • sem vUja koma í veg fyrir að vandamáUð endurtaki sig • sem vUja forðast offitu og það sem henni fylgir Upplýsingar og innritun í síma 74204. KRISTRÚN JÓHANNSDÓTriR MANNELDISFRÆÐINGUR. Notaðir tyftarar / miklu úrvali 2. t raf/m. snúningi 2.5 t raf 1.5 t pakkhúslyftarar —= 2.5 t dísil 3.2 t dísil 4.3 t disil 4.3 t disil __ 5.0 t dlsil m/húsi rj 1 —MBanr y y ib. | | | 6.0 t disil m/húsi , i25’-1 S'ril.l K. JÓNSSON & CO. HF. ® CITROEN 1 VARAHLUTIR Frambretti — grill — svuntur — stuðarar — húdd — framhurðir — afturhurðir — afturbretti — skuthurðir — hemladiskar — hemlaklossar — kúplingsdiskar — kúplingspressur i GS, GSA, CX — driföxlar (hjöruliðir) — hjólalegur — stýrislegur — spindilkúlur — klafa- fóðringar — ballansstangafóðringar. Allt í pústkerfið í GS og GSA og margt fleira. CITROÉN VISA: Vorum ad taka upp nýja sendingu í GS, GSA, CX og VISA. E.ÓSHARSSOn. SKEIFUNNI5 SIMI 33510 OG 34504 REYKJAVIK □□□aaaaaaaaaaaaaaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.