Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Page 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982 3 Ofnotkun karlhormóna geturleitttil ofrjósemi Misnotkun karlhormóna getur leitt til .ófrjósemi karlmanna. Þetta er megininntakiö í eftirfarandi umf jöll- un um slíka hormóna. Upplýsingam- ar fékk DV frá hormónasérfræðingi úr læknastétt. Karlhormónar eöa svokallaöir andrógen-hormónar byggja upp vefi sem sést á því aö karlmenn hafa meiri vööva en kvenmenn. Þeir binda köfnunarefni (nítrógen) og vatn í likamanum. Enginn veröur þó kraftajötunn á því einu aö boröa slíka hormóna. Þó geta þeir veriö gagnleg viðbót við mikla þjálfun og eggjahvítuát. Engin útlitsbreyting veröur á karl- mönnum sem taka hormónalyf. Aö vísu geta vöðvamir stækkaö en eins og áöur sagði stækka þeir einnig fyr- ir áhrif frá þjálfun og eggjahvítu- neyslu. Ahrifin á konur eru hins veg- ar mun meira áberandi. Þær fá auk- inn hárvöxt, geta fengið kollvik og röddin dýpkar, þ.e. þær fá ýmis ein- kenni karlmanna. En hvaða afleiöingar getur neysla hormónalyfja haft á karlmanns- líkama? Helstar eru þær aö eistun geta rýrnað vegna þess að þau þurfa ekki aö starfa. Eistun framleiöa karlhormóninn „testosteron” sem stjórnar kyngetu og kynorku og á hinn bóginn framleiða þau sæði. Viðbótarskammtar af karlhormón- um í líkamanum gætu ruglað sam- spil heiladinguls og eistna og gert eistun óstarfhæf. Kyngetan yröi fyrir hendi eftir sem áöur, vegna nægjan- legs „testosteron-magns” í líkaman- um, en ekki yrði um sæðisfrumu- myndun aö ræða. Sennilega er slikur skaði varanlegur. Karlhormónar, sem lyf, eru til í tvenns konar formi, fljótandi og er þá sprautað í likamann og töflum sem eru sognar. Til aö full verkan fá- ist telur heimildarmaöur DV aö nauðsynlegt sé aö sprauta lyfinu. Sem læknislyf eru karUiormónar gefnir í eftirfarandi tdfeUum, svo dæmi séu tekin: 1. Einstaklingur veröur ekki kynþroska. Meö lyfinu er hugsanlega hægt aö búa tU kyn- þroska í hann og halda honum við. 2. Karlhormónar hafa verið gefnir viö brjóstakrabba. Sumar tegundir krabba hafa svarað vel hormóna- meöferö. 3. Einhver hefur haft eöli- lega kynorku en misst hana. Karl- hormónar eru gefnir í takmarkaðan tíma, ef í ljós kemur að ástæðan fyrir skorti á kynorku er vöntun á „testosteron”. 4.1 einstaka tilfellum er reynt aö gefa gömlu fólki, eöa krónískum sjúkUngum, hormóna til að byggja upp og styrkja. MUcUl skortur á vitneskju um hegðun hormóna háir læknum mjög. Sagt er aö miklu minna sé vitað um hormóna en þaö sem er ekki vitað. Þess vegna nota læknar þá ekki í öðrum tilfellum en ofangreindum. TUraunastarfsemi með óeölUegum skömmtum af þessum lyf jum er ekki viöhöfö. Hormónasérfræðingurinn sem DV ræddi viö sagði: „Þaö er óeðlUegt aö verið sé aö taka ákaflega sterk efni í skömmtum sem eru langt umfram þaö sem náttúran ætlar viökomandi aö hafa.” Og hann bætti viö: „Þegar ákveðnir kirtlar taka til við að framleiða hormóna í of miklu magni þarf oftar en ekki aö skera viðkomandi kirtla burt. ’ ’ I stuttu máU má því segja aö af tveim ástæöum sé háskalegt aö taka karlhormónalyf. Annars vegar getur _ ofneysla þeirra gert karlmenn ófrjóa. Hins vegar er svo h'tiö vitað um aörar huganlegar hUðarverkanir aö þaö eitt ætti að fá menn tU að hugsa sig tvisvar um áöur en þeir taka hormónalyfin. JBH Fæðingarár gildi í stað fæðingardags — þegar aðgangur er takmarkaður að skemmtunum I nýju lagafrumvarpi í neöri deild Alþingis er lagt til aö lögum um vemd bama og ungmenna veröi breytt þannig aö ungmennum fæddum á sama ári verði ekki mismunaö viö aö- gang aö opinberum skemmtunum. I greinargerð flutningsmanna, Níels- ar A. Lund og Páls Péturssonar, er bent á aö nú gildi fæðingardagur við takmarkaðan aögang að shkum skemmtunum. Það stangist hins vegar á viö reglur um skólanám og sé líklegt til þess að stía í sundur félögum, meö slæmumafleiðingum. HERB Kirkjuþing hefst f dag Kirkjuþing hefst í dag kl. 14 meö guösþjónustu í Hallgrímskirkju. Aö henni lokinni hefjast þingstörf í safnaöarsal Hallgrímskirkju. Þar flyt- ur Friöjón Þórðarson ráöherra ávarp og biskup Islands flytur setningar- ræöuna. Kirkjuþing stendur til 19. nóvember. Auk ráðherra og biskups eru þingfullt trúar 20 talsins og eru þeir kjömir til fjögurra ára. Kirkjuþing mun koma saman árlega samkvæmt nýjum lög- um sem Alþingi samþykkti sl. vor. Vígslubiskup Norölendinga, sr. Sig- urður Guömundsson á Grenjaöarstað, mun predika viö setningarguösþjón- ustuna. Prestar Hallgrímskirkju, sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Ragnar Fjalar Lárusson, munu þjóna fyrir alt- ari ásamt dómprófasti, sr. Olafi Skúla- syni. Dómur í máli Hallgnms Búist er við aö dómur í máli Hall- gríms Inga Hallgrímssonar verði k veöinn upp nálægt næstu mánaðamót- um. Gert er ráð fyrir aö munnlegum málflutningi verði lokið um miöjan þennan mánuö. Hallgrímur Ingi er ákærður fyrir að hafa ráöist á unglingsstúlku aö kvöldi 4. desember í fyrra í húsasundi í Þver- holti í Reykjavík. Hljóðar ákæran upp á tilraun til manndráps, likamsárás og tilraun til nauögunar. Dómari i málinu er Jón Abraham Olafsson. -KMU. Oliufélögin hafa siegiö mest á árinu. Lán til olíufé laga þrefölduð — útlán 874 milljónum hærri en innlán í septemberlok Ohufélögin hafa slegið allra mest í peningastofnunum það sem af er árinu. Frá áramótum til loka september höföu þau fengið hækkuö lán sin úr 167 milljónum í 412 milljónir eöa um 147%. Utlán í almennu peningastofnun- um höfðu hækkaö samtals um 70% og stóðu í 9.358 milljónum króna. Inn- lán höfðu aðeins hækkaö um 25% og voru 8.484 milljónir eða 874 milljón- um lægri en útlánin. Mismuninn taka almennu peningastofnanimar af yfirdráttarreikningum í Seöla- bankanum. Bæjar- og s veitarfélög höfðu fengiö sinnkvóta næstmest hækkaðan, úr 97 milljónum í 206 milljónir eða um 112%. Opinberir aðUar og lána- stofnanir voru meö 653 mUljónir og 33% hækkun. Landbúnaður með 770 mUljónir og 4% lækkun. Sjávarút- vegur meö 2.432 mUljónir og 71% hækkun. Samvinnufélög meö 444 mUljónir og 60% hækkun. önnur verslun meö 865 miUjónir og 67% hækkun. Þá var iðnaöur meö aUs 1.152 miUjónir og 69% hækkun frá ára- mótum. Byggingaverktakar meö 134 mUIjónir og 72% hækkun. Samgöng- ur meö 253 miUjónir og 73% hækkun. Þjónustustarfsemi meö 260 mUljónir og 56% hækkun. Ibúðalán tU einstaklinga voru alls 1.097 miUjónir og höföu hækkaö um 40%. Loks voru óflokkuö lán 886 mUljónir, hækkun 56%. Þetta er samkvæmt upplýsingum í fréttabréfi Verslunarráðs, Viö- skiptamálum, staöa lántakenda í bönkum og sparisjóöum í september- lok og lánahækkun þeirra frá ára- mótum. HERB Nýttu þér nýjustu tækni I líkamsrækt! Nú getur þú bætt vöxt þinn - aukið þrek þitt og vellíðan í sérhannaðri aðstöðu og líkamsræktar- tækjum Æfmgastöðvarinnar á mun skemmri tíma en áður. Til viðbótar fjölbreyttum æfingum, undir stjórn þjálfara, þá hefur þú aðgang að sturtum, saunaböðum, ólgupottum, hárþurkum og krullujárnum í okkar huggulegu baðaðstöðu. Sérþjónusta: Sólbaðssamlokur og nuddtímar allan daginn frá kl. 8:00-21:00 ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG TÍMAPANTANIR í SÍMA 46900 Æfingastöðin Engihjalla 8 Kópavogi Sími 46900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.