Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Qupperneq 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982
11
, SMASÖGUR
ISPARIFÖ1UM
íslenskar smásögir 1847-19742
Kristján Karísson va/di sögirnar
Aimenna bókaféiagió 1982.
Nýlega kom á markað annað bindi
af úrvali íslenskra smásagna 1847—
1974 frá Almenna bókafélaginu, en
fyrsta bindið kom út fyrr á þessu ári.
Kristján Karlsson sér um útgáfuna
og ritar auk þess formálsorð.
Um þessa útgáfu má segja að fyrr
hafi verið þörf en nú nauðsyn. Hún
fylgir í kjölfar stóraukins áhuga á
smásagnagerð hérlendis og kemur
vafalaust mörgum sem vilja kynna
sér sögulega þróun smásögunnar að
góðu gagni. Auk þess bregður hún
ljósi á verk sem legið hafa gleymd og
grafin, nægir aö minna á sögur Stein-
dórs Sigurðssonar. Það hefur lítið
farið fyrir safnritum af þessu tagi. I
svipinn man ég aðeins eftir þremur
svo það er víst að knýjandi þörf var
oröin á góðu smásagnaúrvali.
Gróska í
smásagnaritun
Islensk smásagnagerð hefur vakn-
að til nýs lífs á síðustu tveimur árum
eða svo því þegar litið er til áratugar-
ins þar á undan þá einkenndist hann
af lognmollu og tíðindaleysi í heimi
smásögunnar. Helst að Guðbergur
Bergsson sýndi lit. Flestir höfundar
einbeittu sér að gerð skáldsagna og
fáir nýir komu fram á sjónarsviðið.
Aö undanförnu hafa yngri höfundar
hinsvegar eygt þá möguleika sem
felast í smásögunni og er það vel, því
hún getur verið áhrifaríkt og töfr-
andi listform ef vel er að verki
staðið. Hún býr yfir ótal möguleikum
hvað byggingu snertir og sameinar
ýmsa bestu kosti skáldsögu og ljóðs.
En jafnframt krefst hún mikils aga
af höfundinum, formskyns og stílvit-
undar. Án þeirra verður hún ekki
annað en litlaus sögukafli, lausa-
fregn eða skrýtla sem ekkert skilur
eftir sig og deyr að lestri loknum.
Eins og fyrr segir hafa komið út
fjölmörg verk að undanfömu sem
gefa til kynna að nýtt líf sé að færast
í íslenska smásagnagerö. Og þetta
árið virðist ekkert lát ætla að verða
þar á. Enn er þó of snemmt að fjöl-
yrða um hvort blómaskeið sé í nánd,
líkt því sem upphófst á 6ta áratug
aldarinnar. Höfuðeinkenni flestra
þessara verka er stefnuleysi og ein-
hverskonar leit. Flestir höfundanna
eiga í uppgjöri við ,,ný-raunsæið”,
rita samfélagslegar ádeilur en reyna
jafnframt að sprengja hið raunsæis-
lega form. Háð og ýkjur hafa einna
helst átt upp á pallborðið hjá þeim.
Enn sem komiö er hefur þessi „upp-
reisn” litlum árangri skilað. Stíl-
brögðin, sem sótt eru til hinnar
módemísku sögu, em oft á tíðum
ekki annaö en fátæklegar tæknibrell-
ur. Mörg verkin falla um sjálf sig,
innantómar skrýtlur, þrælbundin
augnablikinu, gegnsæ. Þau skortir
dýpt og skírskotun sem skáldskapur
þarf til að lifa og vaxa í meðvitund
lesandans. Engu aö síður leikur h'till
vafi á að íslensk smásaga er á leið
upp úr öldudal. Sögur eftir Guðberg,
Véstein Lúðvíksson og Þorstein
Antonsson em órækur vitnisburður
um ákveöin tímamót í smásagna-
gerðinni. Við slík hvörf er mikill
fengur að góðu úrvali íslenskra smá-
sagna frá liöinni tíö. Það eykur skiln-
ing manna á því sem nú er að gerast
og varpar ákveðnu ljósi á fmm-
smíðar dagsins í dag. Fyrir það eiga
Kristján Karlsson og Almenna bóka-
félagið þakkir skildar.
Stílsmátar
og heimsskoðanir
Formáli Kristjáns Karlssonar er
býsna fróðlegur í marga staði. En
það skal játað aö ég hefði kosið mun
ýtarlegri formála með úttekt á stefn-
um, samhengi og einstökum höfund-
um. Utgefandi hefði átt að sjá sóma
sinn í að gera slíkt yfirlit fyrst hann
var á annað borð að skrifa formála.
Engu að síður eru vangaveltur
Kristjáns um margt athyglisverðar
og tilraun hans til að skilgreina
raunsæisstefnu í íslenskri smásagna-
gerð umræðuverð.
Kristján bendir réttilega á að
raunsæisstefnan hefur haft forræði í
íslenskri smásagnahst. Segja má að
hún hafi lifaö með öllum höfunda-
kynslóðum frá tíð Verðandimanna
fram á þennan dag og myndi þannig
samfellda heild. En hræddur er ég
um að Kristján geri of htið úr
„undantekningunum”. Hann álítur
að höfuðeinkenni raunsæislegra
smásagna á íslensku máli felist í
ákveðnum stílsmáta eða tón sem
sameiginlegur sé raunsæishöfund-
um. Þessa hugmynd rökstyður hann
því miður ekki nógu vel en kannski
verður bætt úr því í 3ja bindi safns-
ins. Eg held að taka verði tillit til
margra samverkandi þátta við
greiningu bókmennta í stefnur og
strauma og stilhnn er ekki nema
einn þeirra. Ef til vill skiptir lífssýn-
in eða skoðunarhátturinn mestu máli
þegar allt kemur til alls, því aö
líkindum er hún sú uppspretta sem
skáldiö eys úr í verkum sínum, ekki
lifiö sjálft heldur skoðun þess á líf-
inu. Vissulega eru heimsskoðun og
stíll nátengd, hvorugt er til án hins,
en stundum rís þversögn á milli
þeirra sem gerir bókmennta-
fræðingnum erfitt fyrir þegar til
flokkunar kemur. Þá getur hann ekki
miöað viö óljóst skilgreindan
„einfaldleik” og „frábæran
prédikunarstíl”. Oftar en ekki getur
hugmyndalegur efniviður verks
gengiö í berhögg við stílsmáta þess
og þannig speglað höfund sem
kominn er fram úr sjálfum sér. Eg
vil sérstaklega nefna Sigurð Nordal
sem dæmi um þetta. I lsta bindi Is-
lenskra smásagna birtist saga eftir
hann er nefnist Lognöldur. Þar
kryfur Sigurður ákveðna þversögn í
mannlífinusem lýsa má á þessa leið:
Leið manns til sannarlegs lífs hggur
um braut frjálsrar og hömlulausrar
sköpunar sem á hinn bóginn hefur í
för meö sér andlegt niðurbrot og
eyðileggingu. Vilji maðurinn nýta
mannlega möguleika sína til fulls —
lifa lífinu lifandi — verður hann að
tortíma sjálfum sér! Dauðinn er
samkvæmt þessu samofinn lífinu —
forsenda þess, inntak og afsprengi.
Þannig lokar Sigurður öllum dyrum:
lifsfirring mannsins er að hans dómi
ekki afleiðing gallaðrar mannfélags-
skipunar heldur óviðráðanleg örlög
manneskjunnar. Hún er dæmd af því
að hún er manneskja. Það er regin-
munur á þessari sögu og raunsæis-
legum smásögum sem ritaðar voru
um sama leyti í upphafi aldarinnar.
Samt sem áður er „stílsmátinn”
nauðahkur. Sigurður Nordal ritaði í
anda liðinnar tíðar, en hugmynda-
heimur hans tilheyrði öðrum tíma.
Ef stíllinn er maðurinn, eins og sagt
er, þá hleypur Sigurður m.ö.o.
framúr sjálfum sér. Á 6ta áratugn-
um tóku módemistamir við þar sem
Sigurði sleppti og þeir megnuðu að
f ella stílinn að heimsmynd sinni.
Togstreita
tveggja hefða
Ég held aö greina megi togstreitu
tveggja heimsmynda innan íslenskr-
ar smásögu frá upphafi og eiga þær
upptök sín í öndverðu viðhorfi til
mannlífsins og stöðu manneskjunnar
gagnvart sjálfri sér, þjóðfélagi og
tilveru. Þessar heimsmyndir þykir
hentugt að kalla raunsæi eða real-
isma og módernisma þegar þær birt-
ast í bókmenntum. Raunsæismenn
túlka aö jafnaöi manneskjuna sem
félags- eða siðferðisvem og kryfja
tengsl einstaklings og umhverfis.
Módemistar setja hinsvegar hina
einkaiegu tilvistarreynslu á oddinn. I
verkum þeirra er einkum f jallaö um
ýmis sam-mannleg vandamál og
þýðingu þess aö vera til sem mann-
eskja. Félagslegar eða siðferðisleg-
ar ástæöur skipta þá ekki höfuðmáli
eins og reahsta. Þetta er mjög gróf
greining; ekki má t.d. hta fram hjá
því aö margar hneigðir eru uppi inn-
an beggja stefna. Það er til dæmis
varla hægt að finna ólíkari höfunda
en Gest Pálsson og Einar Kvaran, og
Gestur sjálfur klofnar í tvo ílíka höf-
unda. Þegar htið er yfir æviverk;
hans. Þrátt fyrir þetta einkennist ís-
lensk smásaga að mínum dómi af
togstreitu tveggja hefða frá upphafi
til dagsins í dag — og raunsæið hefur
ahs ekki haft yfirhöndina alla tíð. Eg
held að nefna mætti tímabilið frá því
um aldamót fram til 1920 skeið fmm-
módernisma. Þá er raunsæiö að vísu
í fullum blóma en nýstariegir höf-
undar koma fram, svo sem Einar
Benediktsson, Jónas Guðlaugsson og
Bókmenntir
Matthías Viðar
Sæmundsson
Siguröur Nordal. Hver meö sínum
hætti brjóta þeir í bága við raunsæis-
hefðina þótt stílvitundin sé í flestum
tilvikum þaöan komin. Og módern-
ismi var vissulega ráðandi stefna í
íslenskri smásagnagerð um tveggja
áratuga bil eftir seinni heimsstyrj-
öld, þ.e. frá 1950 til 1970. Vera má að
slíkt skeið sé að upphefjast á nýjan
leik nú þegar „nýraunsæið” er í
andarslitrunum.
Þessi tímabilaskipting er vissu-
lega mjög gróf og sett fram með
fyrirvara og endurteknum fyrir-
vara. Enn eru rannsóknir á sögu ís-
lenskrar smásögu svo stutt á veg
komnar aö allar staöhæfingar orka
tvímælis.
Smælki um
smælingja
Kristján bendir réttilega á að ís-
lenska smásagan hefur verið fábrot-
in „og stuðzt um of við tvær sjálf-
virkar persónugerðir: yfirmenn og
undirgefna í ýmsum myndum: eldri
gagnvart yngri kynslóð, fulloröna
andspænis börnum, menn í um-
gengni við dýr. „(viii). lslensk
smásaga hefur verið „smælingja-
saga” frá upphafi. Þetta er ekkert
séríslenskt fyrirbrigði og ef til vill er
gildi smásögunnar ekki síst fólgið í
þessu efnisvali. Formiö virðist sér-
lega hentugt til að lýsa lífi og hugar-
heimi þeirra sem minna mega sín á
einhvernhátt.
Irska sagnaskáldiö Frank
O’Connor skrifaði eitt sinn að útlag-
inn væri heimilisfastur i smásög-
unni. Áð hans dómi felur smásagan i
sér djúpstæöa vitund um mannlegan
einmanaleik. Þessa hugmynd mætti
rökstyðja með mörgum dæmum úr
íslenskum smásögum. Frá fyrstu tíð
hafa þær fjallaö um athvarfsleysi
manneskjunnar í samfélagi og til-
veru. Söguhetjur þeirra eru mjög oft
einfarar á reiki um öngstræti og
skuggaborgir — hundeltir og ein-
angraðir. Raunsæismenn 19du aldar
og sporgöngumenn þeirra leituöu
fanga í lífi sveitaöreiga sem harð-
neskjulegt og fordómafullt umhverfi
dæmdi til ástlauss lífs og útlegðar.
Módemistar okkar aldar lýsa gjarn-
an utangarðsmönnum í borg, ein-
angruöum einstaklingum í framandi
veröld. Allar þessar sögupersónur
eiga það sameiginlegt að vera í ein-
hverskonar andófi við umhverfi sitt.
Utlegð þeirra á sér ýmist félagslegar
eða tilvistarlegar orsakir en van-
mátturinn og klofningurinn tengja
þærsaman.
Af framansögðu er ljóst að finna
má ýmsar stefnur í lýsingu smæl-
ingjans. Þótt hún hafi orðið næsta
sjálfvirk hjá raunsæishöfundum er
um þó nokkra fjölbreytni að ræða.
Góðir höfundar hafa ávallt getað
bætt nýjum dráttum í lýsingu þessar-
ar „manngerðar”.
Sá á kvölina
sem á völina
I þetta bindi Islenskra smásagna
hefur Kristján Karlsson valið verk
eftir höfunda sem sendu frá sér
frumsmíðar á timabilinu 1910 til
1940. Ekki er hægt að segja annað en
val sagna hafi tekist stórslysalaust
enda útgefandi löngu kunnur smekk-
maður á bókmenntir. Hann kemur á
framfæri ýmsum af perlum bók-
mennta okkar, t.d. Siggu-Gunnu eftir
Þóri Bergsson, Hégóma eftir Halldór
Stefánsson, Fyrirgefningu eftir
Stefán Jónsson, Föður og syni eftir
Guðmund Daníelsson og Snjó í apríl
eftir Olaf Jóhann Sigurðsson. Einnig
má nefna sögur eftir Jakob Thorar-
ensen, Davíð Þorvaldsson, Guðmund
Hagalin, Indriða Indriðason, Hjört
Halldórsson, Sigurð Helgason, Sig-
urð Róbertsson og Steindór Sigurðs-
son. Þær standa fyrir sínu og vel það.
Vafalaust mætti fjasa endalaust
um aö þessi eða hin sagan sé betri en
akkúrat þær sem lentu i náðinni hjá
útgefanda, en það er þarfleysa ef
ekki vitleysa. Það verður að virða
kvölina þess sem á völina og i þetta
sinn hefur hlutskipti hans ekki verið
auðvelt. Þakkarverðast þykir mér
að hann hefur dregið fram í dagsljós-
ið lítt þekktar sögur eftir nær
gleymda höfunda. Einmitt það ætti
að vera hlutverk safnrita af þessu
tagi.
Aðfinnslur
Eigi að síður langar mig til aö
drepa á ýmislegt sem mér þykir að-
finnsluvert við val og niöurskipan
sagnanna. Mér er hulin ráögáta út
frá hverju Kristján gengur viö niður-
röðun sagnanna. I fyrsta bindinu er
t.a.m. saga eftir Sigurð Nordal sem
kom út árið 1919 eða níu árum síðar
en Sigga-Gunna Þóris Bergssonar
sem birtist í 2ru bindinu. Sömuleiðis
er saga eftir Kristínu Sigfúsdóttur í
lta bindi þótt sögusafn hennar, Sögur
úr sveitum, komi ekki út fyrr en 1925.
Fyrst Kristján miðar ekki skipting-
una við nein tímamót eða straum-
breytingar í smásagnagerðinni hefði
veriö eðlilegast að hann léti rétta
tímaröð ráða.
Ekki eru allar sögumar sömu
happadrættimir. Kristján birtir
fremur ómerka sögu eftir nafna sinn
Albertsson, Marcel vegabónda, sem
þar að auki er á mörkum þess að
geta yfirleitt talist smásaga. Ekki
botnaégíþvívali.
Danskurinn í sókn
Eg sætti mig ekki við fjarveru
Jónasar Guðlaugssonar þrátt fyrir
útlistanir útgefanda í formála. Þær
fá alls ekki staðist aö ég best fæ séð.
En gefumhonum oröiö:
„Islenzk smásaga er saga sem er
skrifuð á íslensku jafnvel af erlend-
um manni. Sömuleiðis verður saga
að kallast íslenzk þó aö hún hafi upp-
haflega verið skrifuð á erlendu máli,
ef höfundurinn er íslenzkur og hefir
þýtt hana sjálfur. Þannig eru sögur
Kristmanns Guðmundssonar sem
hann skrifaði á norsku en þýddi meö
eigin hendi á íslenzku orðnar ís-
lenzkar sögur. Á hinn bóginn eru
sögur Jónasar Guðlaugssonar sem
hann samdi á dönsku og annar
maður þýddi á íslenzku ekki ís-
lenzkarsögur”. (vii)
Æ,Æ, mikið þykir mér nú Jónas
vera íslenskari en Kristmann. Og
reyndar setur þessi kenning okkur,
sem höfum til dæmis áhuga á
verkum Gunnars Gunnarssonar, í
nokkurn vanda. Við verðum að horf-
ast i augu við það að Svartfugl sé is-
lenskt verk en Ströndin ekki, aö Sælir
eru einfaldir séu íslenskir að kyni en
Fóstbræður ekki, sömuleiöis að Viki-
vakaþýðing Halldórs Laxness hafi
ruglað okkur í ríminu og við verið að
flækjast með danskt verk þar til
karli datt að lokum í hug að snara
hugverkinu á elliárum. Erfitt verður
hlutskipti þess volaða manns sem
þarf að staðsetja Gunnar í bók-
menntasögunni. Má vera að þetta
þyki útúrsnúningar einir en minna
mánúgagngera.
Kristján rökstyður reyndar kenn-
ingu sína á eftirf arandi hátt:
„Hvorki uppruni höfundar né efni
sögu segir til um þjóðemi hennar, .
heldur máliö eöa öllu heldur sam-
band höfundar og máls”. (vii)
Vissulega, en „samband höfundar
og máls” er ofiö mörgum þáttum og
birtist ekki einvörðungu í vali mál-
tákna; stíllinn er maðurinn sjálfur
hefur réttilega verið sagt og rithöf-
undur skiptir ekki um þjóðerni þótt
hann riti á erlenda tungu.
Eg minnist á þetta vegna þess aö
Jónas Guðlaugsson (1887—1916) er
nokkuð merkilegt fyrirbæri meðal ís-
lenskra smásagnahöfunda.
Andrúmsloftið í sögum hans er mjög
frábrugöið verkum raunsæismanna.
Hann fjallar ekki um togstreitu
manns og samfélags heldur einstakl-
inginn andspænis dulkynjaðri, fram-
andi og yfirþyrmandi náttúru. Ef til |
vill hefur hann einn íslenskra I
smásagnahöfunda ritað smásögur i
anda rómantískrar dulúöar. En jafn-
framt er að finna sprota aö
,,módem” hugsun í verkum hans.
Hann lýsir þversögnum sem kljúfa
mannvistina og túlkar lífsvandann
sem af þeim sprettur. Umfjöllun
hans er þó rómantísk þar sem hann
varpar, dularblæju yfir rökleysum-
ar. Að mínum dómi verður að
minnsta kosti ekki fram hjá Jónasi
gengiö þegar meta skal þróun
módemisma í íslenskum bókmennt-
um.
Lokaorð
Hér að framan hef ég tæpt á
ýmsum athugaefnum sem lestur 2rs
bindis af íslenskum smásögum
1847—1974 vakti hjá mér. Eg vil enn
á ný ítreka þákkir til Almenna bóka-
félagsins og Kristjáns Karlssonar
fyrir framtakiö. Verkið er að mínu
viti bitastætt og umtalsverður
skerfur til íslenskra bókmennta
samtiöarinnar.
MVS