Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Qupperneq 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982
“TST DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stiórnarformaflur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKARMAGNÚSSON
i Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
I Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
I ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19.
j Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr.
i
l
—“^———
i
i
Brauðið og bókmenntirnar
| Brauögerö og brauðneyzla hafa gerbreytzt hér á landi á
| fáum árum. Til viðbótar viö svokölluð vísitölubrauö er
; kominn f jöldi áður óþekktra brauða, sem renna út eins og
heitar lummur, þótt þau séu dýrari.
Brauðneyzlan hefur færzt úr sigtuðum hvítahveitis-
; brauðum í heilkornsbrauö af ýmsu tagi. Þannig hefur
brauðbyltingin stuðlað að hollara mataræði. Mega bakar-
ar því vera stoltir af sínum hlut, sinni fagmennsku.
Brauöbyltingin varð ekki vegna tilskipunar að ofan.
Hún óx af sjálfu sér í samskiptum bakara og neytenda.
Markaðurinn fyrir ný og betri brauð var til. Bakarar
þekktu sinn vitjunartíma og hafa náð að stækka markað-
i inn ört.
Nú er svo komiö, aö brauögerö á íslandi skarar fram úr
; brauðgerð frændanna á Norðurlöndum. Aðeins Þjóðverj-
ar eru enn fremri, enda stendur brauðmarkaður þar á
aldagömlum merg, en er hér nýr af nálinni.
Vel menntaðir fagmenn og vel upplýstur almenningur
eiga samleið á ýmsum fleiri sviðum. Annað augljóst
dæmi um byltingu í víxlverkun framleiöenda og notenda
eru veitingahúsin, sem hafa gerbreytzt á jafnskömmum
tíma og bakaríin.
Fyrir fimm árum voru íslenzk veitingahús stöðnuð í
gamalli, danskri matargerð. Síðan er eins og hvirfilvind-
ur hafi farið um kokkastéttina. Saman fer faglegt stolt,
tilraunagirni og virðing fyrir hráefnum og hollustu.
Þannig eru dæmi þess, að heilar starfsstéttir hafi
umturnast á fáum árum. Þær hafa rifið sig upp úr hefð-
bundnum doða, ruðzt framhjá vísitölubrauðum og verð-
lagseftirliti. Fagmenn hafa breytzt úr embættismönnum í
athafnamenn og listamenn.
Eldra dæmi um slíkan markað, gagnkvæman skilning
framleiðenda og notenda, er íslenzk myndlist. Hún hefur
ekki magnazt fyrir velvilja hins opinbera, því að það hef-
ur ekki haft ráð á að halda til jafns við hið opinbera á
Norðurlöndum.
Það er fólkið í landinu, sem hefur keypt málverk á
frjálsum markaði. Þessi sala er svo mögnuð, að ótrúlegur
fjöldi listamanna hefur um langt skeið getað lifað af verk-
um sínum, auk allra hinna, sem hafa af þeim hlutatekjur.
Eitt elzta dæmið eru bókmenntirnar, sem blómstra
áratug eftir áratug, þótt fámennið geri skilyrðin hér á
landi óvenjulega erfið, nánast óyfirstíganlega erfið. Hér
er hreinlega jarðvegur fyrir kraftmiklar bókmenntir.
Eftir þessi handahlaup leiðarans úr bakstri í bók-
menntir er kannski ekki úr vegi að taka dæmi úr enn ann-
arri átt. Það er tölvubyltingin, sem virðist renna greiðar
inn í okkar þjóðfélag en við sjáum dæmi um annars
staðar.
Risið hafa mörg smáfyrirtæki, þar sem ferskir menn
finna upp nýjungar, þróa þær og koma í framleiðslu. Að
verki er ungt fólk, laust úr viðjum vanans. Það berst til
sigurs, að mestu án aðstoðar hins opinbera.
Tölvukynslóðin hefur ekki þegið þetta vegarnesti í
skólunum, sem enn búa við sárustu fátækt á þessu sviði.
Við sjáum það bezt af, að tölvuskólar í einkaeigu hafa
sprottið eins og gorkúlur á þessu ári.
tslendingar stefna óðfluga að þrælkun tölvunnar sem
hornsteins að atvinnulífinu. Það er enn eitt dæmið um, að
gegnum erfiðleika okkar skín innri kraftur fagmennsku,
sem á sér hljómgrunn og mun flytja okkur langt fram
eftir vegi.
Þrjár meginástæður liggja til þess
aö umræðan um álmáliö hefur haft
tilhneigingu til að fjarlægjast fremur
en nálægjast kjama þess máls.
Fyrsta ástæöan er sú, að talsverður
fjöldi íslendinga byggir lifsafkomu
sína á því aö álverið haldi áfram
rekstri sínum í Straumsvík, þrátt
fyrir langvarandi taprekstur. önnur
ástæðan er sú að mörg þekktustu
fyrirtæki landsmanna eru og hafa
verið um iangan tíma rekin með
bullandi tapi. Tapreksturinn á ál-
verinufylgir þannig fremur reglunni
en undantekningunni á Islandi.
Þriðja ástæðan er sú, að flestir
virðast enn halda að álverið sé
íslenskt fyrirtæki, þó að það sé bara
á bréfsefninu. Islenska álfélagiö er
algerlega í eigu svissneska ál-
félagsins og lýtur í flestum atriðum
erlendum réttarfarsreglum um
starfsemi hlutaf élaga.
Hver eru þá aðalatriðin — ABC —
í álmálinu? Islenska álfélagið er
dótturfyrirtæki svissneska ál-
félagsins, Swiss Aluminium, sem er
hlutafélag á erlendum fjármagns-
markaði með tugi þúsunda hluta-
bréfaeigenda. Iflutaféð gegnir
lykilhlutverki í fjármögnuninni í
Swiss aluminium líkt og i flestum
stórfyrirtækjum á Vesturlöndum.
Hátt skrifaö hlutafé eykur lánstraust
BirgirBjöm
Sigurjónsson
fyrirtækisins í bönkum og leiðin til að
hækka verðmæti hlutabréfa er sú að
fyrirtæki beri góðan ávöxt.
Fyrirtæki með langvarandi halla-
rekstur eiga örðugt með aö afla lána
í lánastofnunum og traust þeirra
meðal fjármagnseigenda dvín og
hverfur um síðir. Þá blasir við hrun
viðkomandi fyrirtækis. Swiss-
Aiuminium hefur borið góða arðsemi
á undangengnum árum, en Islenska
álfélagið hefur verið rekið meö
bullandi tapi. Þaö getur verið, að for-
stj. ÍSAL hafi tekist að læða þeirri
hugsun inn hjá íslenskri alþýðu, að
það sé af góðvild Svisslendinganna
að álverið sé enn gangandi. En það
er fjarri sanni. Arðsemiskröfur
hlutafjáreigendanna sjá til þess að
stjómendur svissneska fyrirtækisins
verða að leggja niður verksmiðjur
sem ekki geta orðið arðbærar í lang-
an tíma. Og í iánsfjárkreppu eins og
nú ríkir verða raunar allar einingar
slíkra fyrirtækia aö leiða til ávinn-
ings, jafnvel einnig i skammtíma
samhengi.
Það er í þessu ljósi sem
okkur ber að skoöa afkomu ISAL. Við
megum ganga út frá því sem
staöreynd, að ISAL hefur leitt til
meiri ávinnings en kostnaöar fyrir
móðurfyrirtækið — annars hefði það
verið lagt niður fyrir löngu.
Hvernig gerist þetta?
I framhaldi af þessu hljótum við
að spyrja okkur, hvemig getur ÍSAL
hafa skilað ávinningi umfram
kostnað til svissnesku eigendanna á
sama tíma og ÍSAL er rekið ár eftir
ár með miklu bókhaldslegu tapi. Það
er vert að geta þess, að á þessum
Á hverju hausti er deilt um gæði
kartaflna. Neytendur kvarta sáran
yfir lélegum kartöflum en fram-
leiðendur telja aö þeir vandi til fram-
leiðslunnar eins og kostur er. Undan-
farnar vikur hefur þessi , Jíartöflu-
hrina” staðið yfir. Einn framleiðandi
komst svo skemmtilega að orði í
kjallaragrein í DV nýlega ,,að við
framleiðendur emm svo óheppnir að
fjölmiðiamaður bænda er formaður
nefndarinnar”. Þar á hann við
samstarfsnefnd um kartöflumat o.fl.
Ennfremur er bent á það í umræddri
grein, að þar sem „fjölmiðlamaöur-
inn” fengi hluta launa sinna frá kart-
öflubændum þá ætti hann frekar að
þegja en tala um kartöflur eða aðra
þá hluti sem hann hefði ekkert vit á.
Sérstaklega virðist það fara í skapið
á greinarhöfundi aö „fjölmiðla-
maðurinn” skuli hafa samþykkt að
lélegar eða skemmdar kartöflur
væru ekki markaðsvara. Margt af
því sem minnst er á í þessari
kjallaragrein er þess eðlis, og þannig
sett fram, að það þarf þó nokkurt
hugmyndaflug til að geta áttað sig á
hvað greinarhöf undur meinar.
Þar sem undirritaður hefur verið
sakaður um f jandskap við kartöflu-
bændur og að vinna beinlínis á móti
þeirra hagsmunum þá sé ég mér
ekki annaö fært en að gera nokkra
grein fyrir afstöðu minni til kartöflu-
ræktar og þeim markmiðum sem
„samstarfsnefndin” hefur sett sér.
Góðar eða
slæmar kartöflur!
Þaö skiptir ekki máli hvað margir
skrifa í blöðin og halda þvi fram að
ekkert sé athugavert við gæði kart-
Kjallarinn
AgnarGuðnason
aflna. Neytendur sjá aðeins það sem
þeim er boðið og eitt er víst að mikið
er kvartað undan lélegum kartöflum
um þessar mundir og þannig hefur
það verið undanfamar vikur.
Kartöflurnar eru fyrst og fremst út-
Utsljótar. Þær eru yfirleitt bragð-
góðar. Þó hafa fundist kartöflur sem
skemmst hafa af frosti og einnig er
nokkuð um þurrrotnun í kartöflum.
Kartöflubændur tína úr sýktar eöa
frosnar kartöflur áður en þeir senda
þær á markaðinn. Þetta gera örugg-
lega allir framleiðendur eftir bestu
getu og trúmennsku. Enginn maður
er fullkominn. Þess vegna er ekki
hægt að útiloka að sýkt kartafla geti
fundist í neytendaumbúðum. Það eru.
þrír aðilar sem fara yfir kartöflurn-
ar áður en þær eru sendar í verslan-
ir. Það er framleiðandinn, næst
kemur matsmaður og síðasti liður-
inn er fólkið sem vinnur við pökkun-
ina.
Þetta kerfi getur brugðist.
Hugsanlega hafa kartöflur frosið
fyrir upptöku. Frostskemmdir koma
ekki fram fyrr en framleiðandinn
hefur sent kartöflurnar frá sér.
Matsmaöur garðávaxta verður ekki
heldur var við frostskemmdimar í
þeim sýnum sem hann kannar. Eftir
einn dag eða svo hjá smásalanum
getur verulegur hluti kartaflnanna
hafa linast upp sökum frostskemmd-
anna. Síðan gæti komið votrotnun í
þær og kartöflumar ekki lengur
mannamatur. Þannig slys geta átt
sér stað og hafa átt sér stað. Það er
ekki ásetningur framleiðandans eöa
Grænmetisverslunarinnar að setja
skemmdar kartöflur á markaöinn.
Meðferð
kartaflna
Kartöflur sem teknar em upp með
stórvirkum vélum em sjaldan eða
aldrei með algjörlega ósködduöu
hýði. Með réttri stillingu véla er hægt
aö draga úr þessum skemmdum. Því
miður verða kartöflubændur oft að
taka upp kartöflur í kuldatíð. Þegar
kalt er em kartöflumar miklu við-
kvæmari fyrir öllu hnjaski en þegar
hlýtt er í veðri. Framleiðandi, sem
hefur tiltölulega litla kartöflurækt
miðað við mannskap og vélakost,
getur betur stjórnað upptökutíma en
sá sem er með mikla framleiöslu og
lítinn mannskap. Þetta vita allir.
Þaö eru því meiri líkur á að sá, sem
er með t.d. 10 ha undir kartöflum, en
sá meö 1 ha, lendi í vandræðum með
Jónas Kristjánsson
0 i