Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Síða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982 15 k/lenning Menning Menning Menning Menning andans á bókinni aöeins yfirlýsing um sjálfanhann. Aðlesarétt En Ástráður hefur þar fyrir hvorki vald né umboö til aö banna mönnum aö leita uppi og lesa þvílíka smekkdóma í umsögnum um bækur. Og þaö er áreið- anlegt mál aö margir áhugasamir les- endur gagnrýninnar láta sér einfalda lýsingu, auöráðinn smekkdóm gagn- rýnandans nægja — hvort sem þeir lesa hann hjá Jóhönnu eða Illuga, Árna eöa Olafi, svo aö dæmi hans séu hent á lofti. Ástráöur telur aö gagnrýnendur temji sér nokkuð svo valdsmannslegan rithátt, fullyrðingastíl sem honum fell- urilla: „Umfjöllunumskáldverklíkist oft hinum óskeikula flutningi staö- reynda sem fréttum er ætlað aö sinna, og hefur samskonar hlutlægnisblæ yfir sér... Meö þessu dylja ritdómar sitt rétta eðli, því þeir eru í raun miklu per- sónulegri skrif en fréttaflutningur, segir hann... Lesandi gleymir því aö einungis er um aö ræöa álit einstakl- ings sem dæmir verkiö f rá eigin bæjar- dyrum.” Þarna virðist mér að Ástráður falli í gryf ju sem er raunar einkennilega al- geng þegar fjallaö er um blöð og blaða- mennsku: hann misskilur eöli miöils- ins sem um er rætt og vanmetur í senn vald lesandans í miðlinum. Fréttir og greinar eru sitthvað, og þaö er venju- legum lesanda auövitaö fullvel ljóst. Fréttir eru höfundarlausar og birtar sem staöreyndir á sínum stað í blað- inu, ritdómur kemur sem grein á öörum staö, auðkennd höfundisínumog Dirt sem hans álit. Þetta sjá og vita allir lesendur blaðanna. Fyrir nú utan aö það er einföldun í meira lagi aö gera ráö fyrir aö allir lesendur taki allar fréttir sem „óskeikular staðreyndir”. Ástráöur ræðir um ritdóma eins og væm þeir „einstæöir viðburðir” hver og einn, ef svo má segja. Nú skrifa flestir ritdómarar að staöaldri, um lengri tíma eða skemmri, um bækur í blööin. Og lesendur lesa sömu blööin aö staöaldri, þeir sem ritdóma lesa kynn- ast brátt ritdómendunum í sínu blaði og sjá í hendi sér hvað til þeirra er aö sækja. Auðvitað er staöreyndin sú aö frásögn og greining, túlkun og mat er miklu nánar saman slungið í gagnrýni. en Ástráöur vill vera láta. öll endur- sögn felur í sér úrval efnisatriða og geymir þar með vísi að túlkun og um síðir mati á verkinu. Enginn smekk- dómur stendur allsnakinn uppi, hlýtur aö höföa til einhverra efnisatriöa verks og geymir þar með aö minnsta kosti vísi aö greiningu og túlkun þess. Skipta þær máli? Ritdómar eru eftir atvikum vel eöa illa af hendi leystir, margir hverjir sjálfsagt jafnilla og þó verr en Ástráð- ur lýsir í grein sinni. Og létt blaða- mennska um bækur og bókmenntir, einfaldar efnislýsingar og smekkdóm- ar af því tagi sem Ástráöur hefur ama af, eiga að sönnu auövelt uppdráttar í þeim kringumstæöum fjölmiölunar sem blaöagagnrýnin starfar. Slikar greinar geta veriö góöra gjalda verð- ar, vel eða illa af hendi leystar. En þær sinna ekki hefðbundnu hlutverki borg- aralegrar bókmenntagagnrýni: aö taka sjálfstæöa vitsmunalega afstöðu til bókmenntanna eins og þær skipti í raun og veru máli, hafi sínu ómissandi þekkingar eöa menntahlutverki aö gegna i samfélagi okkar lesendanna. Og þess vegna sé gagnrýni nauðsynleg í bókmenntalifinu, sjálf sú umræöa sem þar fer fram í heyranda hljóöi þáttur í framþróun bókmenntanna, eins og Ástráöur segir í grein sinni. Þaö er ekki víst að allir lesendur blaöanna og bókmenntanna séu sama sinnis. Og þó svo væri ekki þar meö sagt að bókmenntagagnrýni blaöanna geti í raun og veru rækt þetta hlutverk í núverandi aöstæöum sínum. Af þeirri einföldu ástæöu að lesendahópurinn sé ekki til taks, bækur að mestu lesnar í annan tíma en þær eru seldar og keypt- ar og gefnar. Og í þann tíma er gagn- rýnin gleymd og grafin. Á jólamarkaöi bóka, markaði rit- dóma í blöðunum, hafa þá bókaum- sagnir í verkinu miklu einfaldara kynningarhlutverki aö gegna en til er ætlast í hefðbundinni bókmenntagagn- rýni. Hér er aftur komiö aö menning- arstefnu blaðanna, hlutverki þeirra sem menningarstofnana. Og ef þau rúma ekki lengur eiginlega gagnrýni bókmennta — hvar á hún þá í hús að venda? Þær skipta máli Þaö er aö sönnu auðvelt að samsinna „Þykir mörgum mikið að eiga 'að losa þrjú hundruð bækur é þremur vikum, "skrifar Ólafur Jónsson. mörgum, kannski flestum aðfinnslum Ástráðs Eysteinssonar aö bókmennta- gagnrýni blaöanna eins og hún gengur og gerist. Ég get að vísu ekki aö mér gert: finnst hann taka skakkan pól í hæðina þegar hann finnur aö einni eða annarri grein eftir sjálfan mig, og hefði þá átt að lesa betur. En aö ööru leyti get ég vel verið sammála honum um vammir og skammir gagnrýn- enda. Og svomun fleirumfariö. En gamanlaust: það er í rauninni óvinnandi verk sem Ástráöur tekur sér fýrir hendur, þó tilraun hans sé allrar æru verð. Fyrir þaö fyrsta er „gagn- rýnin” auðvitað eins misjöfn og gagn- rýnendur eru margir, ógemingur að alhæfa um hana af örfáum dæmum sem veljast nánast af tilviljun. Af rit- dómum um þrjár skáldsögur í fyrra veröa varla dregnar ályktanir um annað en algengar umsagnir um nýút- komnar skáldsögur. Til aö fjalla um bókmenntagagnrýni blaöanna í heilu líki og gera á henni sómasamlega út- tekt þyrfti í fyrsta lagi að fá yfirlit um val bóka til umsagnar og tegundir um- getinna bóka og velja til athugunar dæmi um helstu efnisgreinar og teg- undir ritdóma. Og til að gera hverjum ritdómara sanngjöm skil þyrfti aö fjalla um fleiri en eina grein eftir hvern þeirra. Enginn kemur allur fram í einum ritdómi. Og áhrif ritdóm- enda, að því leyti sem ritdómar hafa áhrif, koma fram í og af samfelldum skrifum þeirra, samfelldum afnotum lesendanna. Þar fyrir er grein Ástráðs Eysteins- sonar um bókmenntagagnrýni blaö- anna drengilegt tilhlaup aö efninu, ný- stárleg á meöal annars fyrir það að hún tekur í alvöru og einlægni á því, finnst aö gagnrýnin skipti máli og eigi raunvemlega hlutverkiað gegna. Sé annaö og meira en einn partur sölutækni á bókamarkaði. Og þetta helgast aftur af þeirri sannfæririgu aö sjálfar séu bók- menntirnar mikilsveröar, ef til vill aö endingu meira verðar en margt annað sem á góma ber í dagblöðum. I þessu efni sem mestu skiptir hygg ég að Ást- ráöur Eysteinsson hafi öldungis rétt fyrir sér. Og fleiri kunna að vera á því máli. Þrátt fyrir allt. (Grein O.J. um leikhús og gagnrýni birtist í DV 7. október.) „æptu eftir nótum” voru þær hreinlega kolbrjálaðar. Þá dugöi ekki minna en spennitreyja. Núna töflur og raf- lost.(Raflost er ennþá notað á íslensk- umsjúkrahúsum). Vísindunum og læknunum kom aldrei til hugar að horfa á málin frá sjónarhóli kvenna, hvað þá heldur að þeim dytti í hug aö ef ast um normalitet hins viöurkennda og karllega atferlis. Ekki sálfræöingunum heldur. Mér er ekki kunnugt um að Freud hafi talið nokkuö óeölilegt viö takmarkalausa á- rásargimi karla og stríösást. Ákefö margra karla í stríð og dauða var og er eðlileg aö mati vísindanna. Hvaö er þó fullkomin brjálsemi ef ekki það aö skjóta sjálfum sér og stríðstólum upp í himingeiminn til aö slást? Að eignast aftur sjálfsmynd Eg vona aö mér hafi tekist aö skýra sæmilega þróun feðraveldis miöalda yfir í karlaveldi nútímans og afleiöing- ar þeirrar þróunar fyrir konur. Einnig aö formleg réttindi og jafnrétti kynja er ekki allt sem sýnist og gagnar lítiö stundum. Ávinning af formlegum réttindum ber samt ekki aö vanmeta og hiö nýja í sögu kvenna er aö nú í fyrsta sinn geta konur að einhverju marki notfært sér menntun sína til aö rannsaka eigin sögu og menningu í því skyni að skilja betur líf sitt og for- mæöra sinna. Þá fer einnig aö veröa von til þess að konur geti í krafti þekkingar sinnar farið aö safna saman brotunum úr sinni fornu menningu og hafist handa viö aö raða þeim saman, vinsað úr það sem enn er nothæft og bætt í ööru. Því fleiri konur sem skilja samhengið í lífi sínu og tilveru kvenna þeimmun betra. Það er fyrsta stigið til kvenfrelsis. Ég álít einnig að skilning- ur á kvennakúgun, orsökum hennar og afleiðingum geti ýmist forðað konum frá andlegum kvillum eöa læknað sum- ar þeirra sem þegar eru illa haldnar. Þekking getur verið áhrifaríkt læknis- meöal ekkert síöur en pillur og raflost. Oft miklu betri. Eg tel líka mikilvægt fyrir kvenfrelsisbaráttuna aö konur í sérfræðingastéttum (t.d. læknis- og sálfræði) vinni út frá eigin reynslu og menningu en forðist að tileinka sér um of viöhorf og skilning karlamenning- arinnar sem vitaskuld gegnsýrir vísindaheiminn eins og allt annað. Eg vil að lokum ítreka mikilvægi þess aö karlar láti konur í friði viö að leita að eigin sjálfsmynd og menningu. Þeir virðast eiga erfitt með að skilja hvílíkt djúp er staðfest milli heimanna tveggja og sumar konur átta sig heldur ekki á því. Þaö er skiljanlegt og sannar enn betur hversu rækilega hefur tekist aö fela kvennaheiminn og rugla þar meö skilning og dómgreind margra, bæði karla ogkvenna. (Helstu heimildir: Mary Chamberlain, Oid Wives Tales, 1981, B. Ehrenreich, For her own Good, 1979, Andrea Dworkin, Pomography, Men possessing Wpmen, 1981, Elin Wagner, Veckarklocka, 1978 o. fl.).‘ Að gefnu tilefni vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Ég er ekki aö skrifa á vegum Sam- taka um kvennaframboð. 2. Eg er ekki í neinum kyennasam- tökum. 3. Eg er ekki flokksbundin í stjórn- málaflokki en var um nokkurra ára skeið flokksbundin í Alþýöubanda- laginu. Helga Sigurjónsdóttir kennari. „Þessi mynd birtist i Morgunbiaðinu fyrir skömmu. Ég var þá að vinna að þessum greinaflokki og hugsaði með mór þegar óg leit ó myndina: „Nai, hvað er nú þetta, er virkilega verið að gera grin að Jóhannesi Nordai". En óg óttaði mig fljótt og sá að hór var ekkert grín á ferðum heidur aðeins ofureðlileg mynd frá sjónarmiði stóru bræðranna. Þeir hugsa nefniiega i beinni linu en við konur i hring og fró okkar sjónarmiði sóð er þessi mynd hreint og beint skelfileg, "segir Helga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.