Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Page 32
32
DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER1982
ALDRAÐIR FLYTJAINYTT HUS A NESINU:
„Miklu betra en
i Reykjavík”
—segir einn
íbúaí
eiginíbúð
„Reykjavíkurborg hefur gert tóma
vitleysu meö því aö byggja tómar
leiguíbúöir fyrir aldraöa. Þetta er
miklu betra form, að fá aö kaupa
sjálfur ef maður vill og getur en fá
síðan leigt ef ekki er hægt aö kaupa.
Aö vera aö greiöa niður leigu fyrir
fólk er auövitaö s jálfsagt þegar þaö á
ekkert. En viö sem eitthvað eigum
viljum fá aö borga fyrir okkur sjálf
sagöi Ásgeir M. Ásgeirsson, sem er
líklega betur þekktur sem Ásgeir í
Sjóbúöinni.
Við ræddum aöeins viö Ásgeir
þegar hann var aö flytja í nýju íbúð-
ina sína á Seltjamarnesi. Ibúðin er í
húsinu númer 5—7 viö Melabraut.
Það er hús eingöngu ætlaö öldruöum.
En ólíkt því kerfi sem í gildi er í
Reykjavík og Ásgeir vitnaöi í áöan
eru íbúöimar í húsinu ýmist seldar
eða leigöar, ekki allar leigöar.
Alls eru 16 íbúðir í húsinu fyrir
utan húsvarðaríbúð. Þegar viö litum
inn var flutt í 11 þeirra. Fjórar af
íbúðunum 16 em í leigu, hinar keyptu
.þeir sem í þeim búa. Þrjár stæröir
eru af íbúðum þarna, 95 fermetra, 70
fermetra og 56 fermetra. I framtíð-
inni er ætlunin að taka upp hvers
konar þjónustu viö íbúana.
Seltjamarnesbær réöst í byggingu
hússins af miklum myndarbrag.
Bærinn og ýmis líknarfélög borguöu
allan kostnaö viö sameign, þar á
meöal lyftu. Ibúarnir greiddu aöeins
fyrir sjálfar íbúöirnar. Er verö
þeirra töluvert lægra en á almennum
markaöi. Húsiö er á tveim hæöum og
bæöi lyfta og stigi milli hæða. Þegar
viö litum inn var lyftan þó ekki
komin í gagnið enda veröur húsið
ekki tekið formlega í notkun fyrr en
eftir hálfan mánuö.
Kristín er ein af þeim sem leigja
íbúðirnar sínar. Hún kvaöst ekki vita
ennþá hverju munaði á leigukjörum
því ekki væri búiö aö taka endanlega
ákvöröun um það hjá bænum hversu
há leigan yröi.
Katrín bjó áöur á Lambastaöa-
brautinni og breyttist því lítið hjá
henni viö aö flytja. Hún heldur áfram
sínum nágrönnum og vinum í hverf-
inu., ,Þaö eina sem ég sé aö er að hér
er fremur lítið um verslanir nálægt
húsinu. Hérna uppi á homi er lítil
búö sem fæst í þaö allra nauösynleg-
asta, eins og mjólk og brauð. En
stærri verslun vantar,” sagöiKatrin.
Flúðupopp-
hávaða og vldeo
Viö knúðum því næst dyra hjá
Kolbeini Björnssyni og Guðmundu
Halldórsdóttur. Þau voru búin að vera
í húsinu í þrjár vikur. Höföu selt íbúð
sína til aö kaupa þessa og orðiö aö fara
út áöur en hún var fullfrágengin. Viö
spurðum hvemig þeim Ukaöi nýja
íbúöin.
„Það er ekki hægt aö segja um
strax,” sagöi Guðmunda. „Þaö er
ennþá veriö aö ljúka viö þetta hérna
frammi og á meðan hlustum viö á
sinfóníu bora, saga oghamra”.
Þau Kolbeinn og Guömunda fengu
eina af stærstu íbúöunum. Áöur höföu
þau átt aðra, svipaða að stærð. Ég
spurði hvers vegna þau heföu þá verið
aö flytja. „Viö geröum þaö til þess aö
komast í rólegra umhverfi. Þar sem
ekki eru \ideo og popptónlist glymj-
andi fram á nótt. Það er mikið vanda-
mál í tví- eöa þríbýlishúsum eins og því
sem við bjuggum í þegar ein fjölskylda
fær sér video og hefur það í gangi til 2
og3ánóttinni.”
Alveg yndislegt
Þegar viö vorum aö koma upp aö
húsinu hittum viö Katrínu Kristjáns-
dóttur, einn íbúanna. Hún hefur búið
þama í rúma viku. Viö spuröum
hvernig henni fyndist. „Þetta er
alveg yndislegt,” sagöi hún. ,,Ég var
í tveggja herbergja íbúö og fæ núna
stóra og fallega einstaklingsíbúð.
Það er frábær þjónusta að eiga þess
kost.”
Meðþeimbýrsonurþeirra semer
sjúklingur. Það var því ekki síður áríö-
andi fyrir hann en þau aö komast í ró-
legra umhverfi.
Þau hafa búiö við Melabrautina í
mörg ár. Bjuggu áöur á 53 og nú á 5.
„Þaö þarf bara aö strika út þrjá”,
sagðiGuömunda.
Með íbúðina vom þau bæði mjög
ánægö. Sérlega hrósaöi Guömunda
eldhúsinu sem hún kvaö vera sérlega
Katrín Kristjónsdóttir fyrlr utan nýja húsið. Allur frágangur umhverfís
það er til mikifíar fyrirmyndar. Ekkert rusl eins og oft fylgir nýbygging-
um, meira að segja búið aðþekja balann fyrir framan húsið torfum.
þægilegt til aö vinna í. Þar er búr inn af
og öllu komið fyrir þannig aö sem
minnst fyrirhöfn sé við eldamennsk-
una.
Ætla að klára
á hátfum mánuði
Viö ákváöum að líta aöeins upp á
efri hæðina. A leiöinni hittum viö hóp
af smiðum sem voru aö leggja síð-
ustu hönd á handriöiö i stiganum.
Þeir voru spuröir hvort mikiö væri
eftir. „Nei, við ætlum aö klára þetta
á hálfummánuði,” sagöieinnþeirra.
Þegar ölium frágangi í sameign er
lokiö vantar íbúana aöeins eitt sem á
þeirra aldri getur veriö lífsnauðsyn.
Það eru símar. En sem stendur em
ekki til neinar línur til aö tengja við
húsiö.
Lenti á uppáhalds-
tölunni sinni
Aö síðustu litum viö svo inn hjá
Ásgeiri M. Ásgeirssyni, sem vitnaö
var í í upphafi þessarar greinar.
Hann býr í millistærðinni af íbúðun-
um.
„Þetta er alveg prýðileg íbúð.
Héðan er líka stutt aö fara á Heilsu-
Það er vandaverk að saga handriðið svo rótthom myndist. Enda vandar
hann sig ákafíega.
Kolbeinn og Guðmunda i ibúðinni sinni. Hún er rúmgóð og hlýleg og þau mjög ánœgð með hana.
gæslustöðina þurfi maður þess og
stutt í sundlaug, sem er langt komin.
Frágangur allur er hér mjög góður,
til dæmis upphitaðar allar gangstétt-
irviðhúsið.”
Ásgeir hefur búiö á Seltjarnames-
inu í 30 til 40 ár með hvíldum eins og
hann oröaði þaö. Síðast bjó hann á
Vesturgötunni í Reykjavík. „Þar var
ég í 130 fermetra íbúö en fer núna í
70. Þeir vildu reyndar láta mig hafa
einstaklingsíbúð. En ég er vanur því
aö hafa kojuna sér og vildi hafa þaö
þannig áfram. Og ég hætti ekki fyrr
en ég fékk þaö.
Eg er líka svo heppinn aö fá að búa
í húsi númer 7. Sjö er uppáhaldstalan
mín ég hefði veriö alveg ómöguleg-
ur ef átt heföi aö taka hana af mér.
Auk þess var ég svo heppinn aö fá
íbúö hérna á efri hæöinni þaðan sem
er miklu betra útsýni en niðri.
Stundum er hægt að veröa svona
mikiö heppinn í einu,” sagöi Ásgeir.
Hann var einn af stofnendum Sam-
taka aldraöra sem nú hyggja á hús-
byggingu í svipuðu formi og þama á
Seltjarnamesi. En Ásgeir sagðist
alveg hafa misst trúna á því aö þær
íbúðir yröu nokkum timann eins
ódýrar og góöar og þær sem á Mela-
brautinni eru.
-DS
Ásgeir var sórlega ánægður með útsýnið út um gluggann hjá sár. Hann
hefur i mörg ár alltaf horft út á sjóinn en horfir nú inn yfír bæinn.
ID V-myndir Bj. Bj.)