Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1982, Síða 40
CARLSBERG-umboðiö. —Sími 20350.
Fást
flestum
úrsmiðum.
ÞRIOJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982.
Friðrik á
von í 55
atkvæði í
1. umferð
Kjartan og
ráðherrarnir
Árla í morgun fór Kjartan
Jóhannsson, formaður Alþýðu-
flokksins, á fund ráöherranna
þriggja sem leita eftir samstööu
með stjórnarandstöðunni um þing-
mál og kosningatíma JCjartan hafði
með sér boðskap flokksþings síns
frá helginni.
Eins og kunnugt er hefur Geir
Hallgrímsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, hætt þátttöku í við-
ræðum viö ráðherrana.
í dag verður enn fundur for-
manna flokkanna um kjördæma-
málið en það er nú mjög í
deiglunni.
HERB
LOKI
Maður þarf þá ekki að
óttast afíeiðingarnar þótt
maður iyfti sór svolítið
upp.
„Við beitum þeim rökum aö
Campomanes eigi ekki að geta keypt
forsetatignina í FIDE. Hann segir við
fulltrúana: , Jíjósið mig og ég mun
koma með meira fé handa alþjóða-
skáksambandinu.” En hann segir ekki
hvernig það fé muni fást, bara að
menn skuli láta sig um það,” sagði
Guðmundur G. Þórarinsson í Luzern í
Sviss í símtaii við DV í morgun.
,,Sögur ganga um að Campomanes
hafi gefið fjölda landa 10 skákklukkur
hverju og greitt fargjöldin hingaö fyrir
marga fulltrúa.”
„Júgóslavarnir segja aö Campom-
anes eigi fylgi 41—45 ríkja í fyrstu um-
ferð kosninganna, Friðrik 35 og Kazic
35. Við höldum að Friðrik eigi meira í
1. umferð, líklega 42 örugg nú og vonir
í 13 til viðbótar. Ef þaö gengur upp
verður hann kominn nálægt vinningi.
Ég á í dag fund með fulltrúa Rússa á
þinginu, Sevastianov, sem er geimfari.
Eg geri mér vonir um aö við höfum
eitthvað upp úr þeim f undi.”
„Island vekur hér mikla athygli.
Mótsblað Jóhanns Þóris þykir gott.
Talað er að ólympíuskákmótið 1986
verðiálslandi.”
Þing alþjóðaskáksambandsins hefst
á morgun og kosning forseta verður
líklega á fimmtudag.
-HH
Verður hveitimylla
reist í Reykjavík?
Athuganir standa nú yfir á því,
hvort hagkvæmt gæti orðið að reisa
hveitimyllu hér á höfuðborgar-
svæðinu. Það er Komhlaðan hf. sem
hefur haft forystu um könnun þessa
möguleika. Kornhlaðan hf. er sam-
eign SlS, Mjólkurfélags Reykjavikur
og Fóöurblöndunnar hf.
„Þessi hugmynd hefur verið uppi
um nokkurt skeið,” sagði Steinar
Berg Bjömsson, framkvæmdastjóri
Fóðurblöndunnar hf. Eggert Hauks-
son viðskiptafræðingur samdi fyrir
nokkrum árum greinargerð um
þetta mál og þar kom fram að starf-
semi af þessu tagi gæti veriö skyn-
samleg. Málið var siðan endurvakið
sl. vor og er nú í athugun í samráði
við erienda aðila,” sagði Seinar.
Hann bætti ennfremur við:
„Forsendan fyrir því að þetta mál
nái fram að ganga er að við fáum
tollaniðurfellingu. Raunar hefur
þegar verið gert ráð fyrir því í fjár-
lögum. Varðandi hugsanlega stað-
setningu slíkrar hveitimyllu er líkur
á því að Kornhlaðan í Sundahöfn
muni hýsa hana. Verkefni myllunnar
yrði að mala kom til neyslu hér
innanlands,” sagði Steinar Berg
Björnsson.
roiKsvagnwn tor nrmr veitur a voginum og þeyttist siöan út af honum.
ökumaðurinn, sem var einn i bilnum, er talinn hafa sloppið furðuvel. Eins
og sjá má er billinn mikið skemmdur. q v-mynd: S.
Ekkert lát á umf erðarslysunum
SLAPP ,
FURÐUVELUR
BILVELTU
Bílvelta varð á Vesturlandsvegin-
um nálægt Kiðafelli í Kjós um klukk-
an hálffjögur í gær. ökumaður var
einn í bílnum og er talið að hann hafi
sloppið f urðuvel eftir atvikum.
Tildrög þessa slyss vom þau að
Fólksvagnbíl var ekið norður eftir
Vesturlandsveginum. A hæöinni
fyrir norðan Kiðafell, þar sem mal-
bikaði kaflinn endar, missti öku-
maður vald á bílnum með þeim
ifleiðingum aö bíllinn fór tvær veltur
a veginum en hentist síðan út af
honum.
Bíllinn er mikið skemmdur.
-JGH
Banaslysið í Kópavogi:
Ráðuneytið vill
skýrslu um eftir-
för lögreglunnar
Dómsmálaráðuneytið hefur óskað
eftir skýrslu um umferðarslysið í
Kópavogi á föstudagskvöld. Sem
fram hefur komiö í fréttum beið
f immtán ára stúlka bana í sly sinu.
„Við viljum vita hvernig staðið
varaðeftirförlögreglunnar,” sagði
Hjalti Zophoniasson, deildarstjóri í
dómsmálaráðuneytinu.
„Við viljum sjá hvað þarna
gerðist, hver þáttur lögreglunnar
var. Það er fyrst og fremst eftirförin
sem við viljum fá upplýsingar um,”
sagði Hjalti.
„Það er stundum ekki réttlætan-
legt aö fara svona að. Það getur
verið nóg að ná bílnúmerinu og
sækja svo ökumanninn næsta
morgun. Það þarf ekki alltaf að elta
menn. Ef þetta er eitthvað lítilfjör-
legt er alveg fáranlegt að elta menn
og spana þannig upp hraðann,” sagði
deildarstjórinn.
-KMU.