Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 2
.2 DV.FIMMTUDAGUR 10. FEBROAR1983. Eldurí Álafoss- verk- smiðjunni — tjónlítið Eldur kom upp í millivegg í ullarþvottastöð Álafoss í Mosfellssveit um klukkan hálfellefu í gærmorgun. Tjón varð ekki mikið. Starfsmenn verksmiðjunnar, sem voru nýkomnir úr kaffi, urðu eldsins varir og gerðu slökkviliðinu í Reykjavík strax viðvart. Þegar þaö kom á staöinn logaöi nokkuð glatt í milliveggnum og hafði eldurinn einnig teygt sig í þak ullarþvotta- stöðvarinnar. Greiðlega gekk aö ráða niðurlögum eldsins og urðu skemmdir ekki miklar. Starfsmenn verksmiðjunnar og áhaldahússins í Mosfellssveit unnu ötullega að slökkvistarfinu með slökkviliðsmönnum. Eldsupptök eru talin vera út frá rafmagni. -JGH. DV-mynd: S. Fré slökkvistarfinu i gærmorgun. Nokkrum erfiðleikum var bundið að komastað eldinum. Alþjóðleg samskipti taka upp sumarskipti Samtökin AFS, sem er skammstöfun á Alþjóðleg fræðsla og samskipti, hafa tekið upp ný skipti, svonefnd sumar- skipti. Nú gefst fólki á aldrinum 15 til 30 ára kostur á ferðum á vegum samtakanna til Bandarík janna og fólki á aldrinum 15 til 18 ára kostur á ferðum til Danmerkur, Finnlands, Póllands og Spánar að sumri til. Aöur gátu einungis ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára notið aöstoðar AFS og þá til námsdvalar aö vetri til. Nýjung sú sem nú kemur til framkvæmda er einungis möguleg að sumri til og er tilhögun ferðanna í aðal- atriðum sú, að þrjár vikur ferðarinnar er fengist við tungumálanám en síðari hlutinn fer í menningartengsl. Harpa Jósefsdóttir Amin hjá AFS sagði í samtali við DV að engin sérstök skilyrði væru fyrir þátttöku önnur en þau aldursskilyröi sem þegar hafa veriö nefnd, og að einhver fjölskylda erlendist fáist til að taka á móti við- komandi. Þátttakandi borgar sjálfur sérstakt þátttökugjald en innifalið í því er ferðakostnaður og sú þjónusta sem AFS lætur endurgjaldslaust í té. Uppihald erlendis er greitt af móttökuf jölskyldunni og engin kvöð er um að þátttakandi verði síðar að taka við útlendingi á sitt heimili á sama hátt. Þeir sem hafa áhuga á alþjóð- legri fræöslu og samskiptum á þann hátt sem hér hefur verið lýst þurfa að leggja inn umsókn fyrir 18. þessa mánaöar. -óm. Hagstæðustu innkaupín Viltu spara? Komdu bara Afsláttur á smjöri, smjörlíki, smjörva, ostum, kjöti, kjúklingum, sviðum, emmess ís, kjörís, flatkök- um, kleinum, pizzum, rækjum, ýsuflökum, nýjum ávöxtum, nýju grænmeti, niöursoðnum ávöxtum, niðursoðnu grænmeti, kaffi, kexi, sultu, hveiti, strásykri, sælgæti, súpum, hrein- lætisvöru, toilettpappír, eldhúsrúllum, tóbaki, öli og ölgeröarefni. Sem sagt AFSLATTUR af öllum vörum í Nfts --------- SPA RIMA RKA ÐINUM A USTUR VERI, V 'T nfM s'JZ’bwá neöra bílastæði — sunnan hússins. Óli BJöm Hannesson afhendir Kristjáni Sveinssyni heiðursskjalið. Kristjén hefur nú starfað sem augniæknir i hélfa öld. DV-mynd: Einar Ólason. A ugnlæknafélagiö heiðrar Kristjén Augnlæknafélag islands hefur kjörið Kristján Sveinsson augnlækni fyrsta heiðursfélaga sinn. Formaður félags- ins, Oli Björn Hannesson, afhenti Kristjáni skjal þess efnis á 83. afmælis- degi hans í fyrradag, 8. f ebrúar. Kristján Sveinsson var einmitt fyrsti formaður Augnlæknafélagsins. Sjálfur átti hann nýlega merkilegt starfs- afmæli. Þann 1. desember 1932, fyrir 50 árum, skömmu eftir heimkomu frá sémámi ytra, opnaöi hann augnlækn- ingastofu sína í Pósthússtræti, fyrir aftan Dómkirkjuna. Þar starfar hann enn. Kristján var kjörinn heiðursborgari Reykjavíkur árið 1975. Árið 1980, á áttræðisafmæli sínu, var hann kjörinn heiðursfélagi Læknafélags Reykja- víkur. -KMU. Forsætisráðherrahjón- in til Danmerkur í opinbera heimsókn Gunnar Thoroddsen forsætisráð- koma í opinbera heimsókn til Dan- herra og kona hans Vala Asgeirsdóttir merkur. Hin opinbera heimsókn hafa þegið boð Poul Schliiters, for- stendurl7. ogl8. febrúarnk. sætisráðherra Danmerkur, um að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.