Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Page 11
DV. FIMMTUDAGUR10. FEBROAR1983. 11 Ritari Alþjóda- sambands leigj- enda til íslands Ritari Alþjóðasambands leigjenda kemur til Islands um næstkomandi helgi, í boði Leigjendasamtakanna og Norræna hússins. Auk þess að vera ritari Alþjóðasam- bands leigjenda (International Union of Tenants) er Svíinn Bjöm Eklund yfirmaður upplýsingadeildar sænsku leigjendasamtakanna, Hyres- gástemas Riksförbund. Hann mun dvelja hérlendis dagana 11. til 15. febrúar. Tilefni þess að Birni Eklund hefur veriö boðiö til landsins er að Leigjendasamtökin vilja efna til umræðu um húsnæðisvandann og vekja athygli á þeim möguleika að bregðast við honum með skipulegri aukningu á framboði leiguhúsnæðis. Mun Bjöm Eklund skýra frá ástandi þessara mála í öðmm löndum og svara fyrirspumum á almennum fundi í Norræna húsinu næstkomandi laugar- dag, 12. febrúar klukkan tvö eftir hádegi. Samtökin líf og land: EFNA TIL RÉTTARHALDA UM JAFNAN ATKVÆÐISRÉTT Það er manni holltað breyta til — segir nýskipaður borgardómari Sýslumaðurinn í Strandasýslu, Hjördís Björk Hákonardóttir, hefur verið skipaöur borgardómari í Reykjavík frá og meö 1. júlí næst- komandi. „Eg hef nú verið sýslumaður hér í Strandasýslu í þrjú ár” — sagði Hjördís — „var skipuð um áramótin 1980. Þetta hefur verið mér mjög lær- dómsríkur og skemmtilegur tími — og vissulega verður margs að sakna; bæði fólks og starfsins sem slíks. Það er mjög áhugavert embætti að vera sýslumaður, og ég mun einkum sakna þess að geta ekki lengur sinnt sveitarstjórnarhlið starfsins. — Því miður var sýslumannsembættið það umfangsmikið að ég gat ekki gert eins mikiö á vettvangi sveitarstjórn- armála og mig hefði langað til. Annars er ég hlynnt því að fólk sé ekki of lengi í sama opinbera starf- inu. Þaö er manni hollt að breyta til. Eg er skipuð borgardómari frá og meö 1. júlí og það er embætti sem ég hef lengi haft hug á. Þaö er ólíkt sýslumannsembættinu að því leyti að þar fæst maöur við hreina lögfræði. Aö vísu er það talsvert átak að flytja fjölskyldu á milli landshluta, en maöur fær þó ævintýraþránni f ull- nægt” — sagði Hjördís oghló. -FG Alþýdubandalagiö íVesturlandskjördæmi: Tíu gefa kost á sér í síðari hluta forvals Síðari umferð forvals Alþýðubanda- lagsins í Vesturlandskjördæmi fer fram helgina 18. til 19. febrúar, þar sem raöað verður á lista vegna alþing- iskosninga. Tíu hafa gefið kost á sér. Þau eru Einar Karlsson, formaöur Verkalýösfélags Stykkishólms, Gunnar Gunnarsson skipstjóri, Olafs- vík, Jóhann Arsælsson skipasmiður, Akranesi, Jóhanna Leópoldsdóttir verslunarstjóri, Vegamótum, Jóhann- es Ragnarsson sjómaöur, Olafsvík, Kristrún Oskarsdóttir sjómaður, Stykkishólmi, Ragnar Elbergsson hreppsnefndarmaður, Grundarfirði, Ríkard Brynjólfsson kennari, Hvann- eyri, Sigurður Helgason bóndi, Hraun- holtum, og Skúli Alexandersson alþingismaöur, Hellissandi. -RR „Annars er ég hlynnt því að fólk sé ekki of lengi í sama opinbera starfinu,” segir Hjördis Björk Hákonardóttir, ný- skipaður borgardómari — og bráðum fyrrverandi sýslumaður. DV-mynd. þeir sækja og verja málið. Þeir eru Jón E. Ragnarsson, sem verja mun ríkjandi meginviðhorf, og Jón Steinar Gunnlaugsson, sem sækja mun málið með tilliti til fulls jöfnuðar atkvæðisréttar. Hvor þeirra hefur rétt til að kalla þrjú vitni fyrir réttinn, og hafa þeir tvær klukku- stundir samtals til umráða. Að loknum málflutningi verður síðan lögð svohljóðandi spurning fyrir tólf manna kviðdóm: „Telur dómurinn að atkvæði allra kjósenda skuli vega jafnt í alþingiskosningum, án tillits til búsetu? ” Kviðdómur þessi er valinn meö aöstoð Reiknistofnunar Háskólans og verður þar að finna fólk úr dreif- býli jafnt sem þéttbýli. Skilyrði er, að meðlimir dómsins hafi ekki fyrir- fram mótaöa skoðun á máhnu. Dómsforseti er dr. Gunnar G. Schram. Fundurinn hefst klukkan 13.15 og er öllum opinn. Samtökin hafa tvisvar sinnum áður efnt til réttarhalda af þessu tagi. Imars 1981 varframtíðReykja- víkurflugvallar til meðferðar og í október 1979 var viðfangsefniö hvalveiðarlslendinga. -PÁ. Stjóm landssamtakanna Lif og land hefur ákveðið að efna til al- menns fundar í Reykjavík næstkom- andi sunnudag, hinn 13. febrúarl983, þar sem almenningi gefst kostur á að kynnast rökum meö og á móti jöfnun atkvæðisréttar. Form fundarins, sem haldinn verður í Gamla bíói, er óvenjulegt, því sett verða á svið réttarhöld. Röksemdir veröa kynntar af tveim hæstaréttarlögmönnum og munu Nokkrir forráðamanna samtakanna Líf og land á fundi með blaðamönnum; talið frð vinstri: Hans Kristján Árnason, Kristinn Ragnarsson, dr. Gunnar G. Schram, Sigurður Blöndal og dr. Sturia Friðriksson. D V-m ynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.