Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Qupperneq 15
DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR1983. 15 Menning Menning Menning Menning I sjálfheldu Nemendaloikhúsið: SJÚK ÆSKA eftir Fordinand Bruckner Þýðandi: Þorvarður Helgason Leikstjóri: Hilde Helgason Leikmynd og búningar: Sigrid Valtingojer Lýsing: Lárus Björnsson Það er ansi efnilegt fólkið í efsta bekk Leiklistarskólans í ár. Og líklega heppið með verkefni sín í Nemenda- leikhúsinu. Sjúk æska eftir Ferdinand Bruckner er annars skrýtið verk. Fljótt á litið er það raunsæislegt að formi til og frásagnaraðferð, gerist í Vínarborg fyrir sextíu árum, meðal námsfólks í háskóla og lýsir aöallega tveimur ungum stúlkum í læknanámi og afdrifum þeirra. Þetta eru raunar algengar kvengerðir í sögum og leikjum: María iðjusöm, ástrik og móðurleg, Desirée heimskona sem ekkert þarf fyrir lifinu að hafa. Og hreppir ekki annaö en vonbrigöi. Þriðja kvengerð í leiknum, Irena, framagjama stúlkan sem alltaf lætur skynsemi ráða, tekur til sin unnusta Maríu, Petrell. Og þá er fótunum kippt undan henni: án ástar kemst hún ekki af. I svip þykist hún finna hana hjá Desiree sem að sínu leyti leitar hjá Maríu skjóls og hlýju. En það gengur ekki til lengdar: hvorug getur veitt hinni það sem hún þarf, Desiree frelsi, María öryggi. Þegar Desiree fremur um síðir sjálfsmorð, eftir sín síöustu vonbrigði, situr María uppi með hund- ingjann Freder, nauðugan viljugan, gekk ofur hægt. Hann vakti einkum á sér athygli fyrir raunsæislega lýsingu manngerðanna í leiknum, persónu- sköpun í hlutverkunum sem í meðför- unum gæddust hvert af öðru nógu einstaklingsmóti til að vekja áhuga á þeim og um síðir einhverskonar hlut- tekningu í afdrifum þeirra. Að þessu leyti átti leikurinn sammerkt með fyrri sýningu Nemendaleikhússins, hinu fornfálega leikriti um Prestsfólkið í haust. Þar tókst með undraverðu móti að vekja Leiklist ÓlafurJónsson áhuga áhorfandans á hugmyndaefni leiksins með skilmerkilegri úrlausn mannlýsinganna í leiknum. Hér kom í staðinn kaldhæönisleg uppmálun til- finningaiífs að ganga úr greinum. Efnilegt fólk Leikendur í Nemendaleikhúsinu virðast eins og áður segir efnilegt f ólk: María Sigurðardóttir, Edda Heiðrún BadTmann og Vilborg Halldórsdóttir gæddu þær Maríu, Desiree, Irenu alveg skýru svipmóti sem einstaklinga, skýrt mótaðar kvengerðir hver fyrir María Siguröardóttir og Kristján Franklín Magnússon í hlutverkum sinum í Sjúkri æsku. Ljósmynd: Sigfús Már Pétursson. hann sem þóttist hafa kjark til að Ufa lífinu að eigin vild og vald á fólki í kringum sig. Hann kemst ekki undan henni. Vonarvana heimur Ef ég greip efnið rétt rofnar hægt og hægt raunsæisyfirskiniö á leiknum þegar á hann líður: markmið hans ekki aö lýsa atburðarás og einstakl- ingum, segja sögu á sviðinu, heldur láta uppi sálarástand, tjá tilfinningalif í sjálfsheldu. Leikurinn gerist í heimi sem genginn er úr skorðum og segir frá fólki sem veit ekki lengur fótum sínum forráö og finnur hvorki hald né traust í vonarvana heimi sem þaö byggir. I lokaatriöinu er hulu hvers- dagslífs, hversdagsleikans meö öllu svipt á burt og undirvitund og hvatalíf fersínufram. Ferdinand Bruckner hefur verið laginn leikhúsmaður. Og hvað sem öðru líður um leikrit hans, frásagnar- efni og hugarheim þess, er það hagan- lega samið á svið, hvert leikatriði af öðru, heil röð af senum til að leika þær. I sviðsetningu Hilde Helgason fannst mér á skorta einhverskonar stig- mögnum leiksins, tilfinninganna upp i örvæntingu leikslokanna, leikurinn sig, og raunar býsna mikið efni í lýs- ingu Maríu, svip hennar og fasi. Og Sigurjóna Sverrisdóttir sýndi í fasi Lucy vinnukonu sem Freder leysir úr læðingi: gerir úr henni þjóf og skækju, alveg öfugsnúið sakleysi, skrýtilega hugtæk mannlýsing. Karlmennimir í leiknum, Freder: Helgi Björnsson, Petrell: Kristján, Franklín, Magnús og Alt: Eyþór Árnason eru að sinu leyti líka tilbrigði við einleiknar manngerð- ir. Af þeim er væntanlega mest um Freder vert, hreyfiafl í leiknum, og hefst að til þess eins að hafast aö: Helgi Björrfeson lýsti honum með ein- hæfum næstum vélrænum svip og fasi, líkt og svefngöngu. Og það er að end- ingu efnið í leiknum: svefnganga, mar- tröð, undir yfirskyni hversdagsleik- ans,fólksog atvika. Búningar Sigríðar Valtingojer fannst mér einkar fallegt verk í annars hlutlausri leikmynd, en lýsing var ansi brigðul og ómarkvís í sýningunni. Hún er vissulega ásjáleg skólasýning, vekur áhuga umfram allt vegna mann- lýsinganna, hlutverkanna í leiknum og leikenda í hlutverkunum. En undar- lega er maður litlu nær um Ferdinand Bruckner og leikslokum: hver hann var og hvaö hann vildi sagt hafa. Snorri örn Snorrason, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Camilla Söderberg, Öskar Halldórsson og Ólöf Sesselja Oskarsdóttir. GÓD BLANDA Tónleikar Musica Antiqua á Sal Mennta- skólans í Reykjavík 1. febrúar Tónflytjendur: Camilla Söderberg, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri öm Snorrason Lesarar: Kristín Anna Þórarinsdóttir og óskar Halldórsson Á efnisskrá: Tónverk frá endurreisnar- og barroktíma og Ijófl frá tilsvarandi tímabilum Væntanlega þarf varla að útskýra fyrir hvað nafnið Musica Antiqua stendur. Þessi ungi félagsskapur er einn hinn mikilvirkasti í tónleikahaldi í höfuðborginni. Ekki leikur Musica Antiqua einungis oft, heldur liggur við aö bóka megi fyrirfram góðan leik. 1 tónlist er að vísu, og sem betur fer, ekkert sjálfgefið, en svo vel hefur Musica Antiqua kynnt sig með blómlegu starfi sínu að þá vænti ég góðrar skemmtunar þegar ég held á tónleika þeirra. Og ekki brást þeim bogalistin þetta kvöldið. Til liðs við sig fengu þau tvo snjalla ljóðalesara, þauKristínu önnu Þórarmsdóttur og Oskar Halldórsson. Framsögn þeirra var meö blæ svo líkum leik tónflytjendanna að þar rann allt saman í góða blöndu, í hæfilegum hlutföllum og án þess annar þátturinn skyggöi á eða skemmdi fyrir hmurn. Skýrleiki framburðar, blíður hreimur og næm tilfmning fyrir hrynjandi var slik hjá þessum frábæru ljóðalesurum að til fyrirmyndar væri fyrir hvem sem er, jafnt leikara sem músíkanta. Tónlist Eyjólfur Melsted Sinn þátt í hrynjandinni, svo eðli- legri, þar sem skiptust á flutningur lags og ljóðs og stundum hvort með öðru, átti nostursleg uppröðun efnis- skrárinnar. Það er list líka ekki síður en góður hljóðfæraleikur. Alltaf er það Ukt og að bregða sér í ævintýraveröld að hlýða á meðlimi Musica Antiqua töfra fram þennan milda, fjarræna hreim í verkum meistara á borð við Dowland, Milan, Ballard, Finger, van Eyck, Hotteterre og Marais. Þegar samtíma kvæði, íslensk og erlend, í ágætum þýðingum Helga Hálfdánar- sonar og Jóns Helgasonar bætast við, verður úr góð blanda. EM. MEIRIHÁTTAR MÚSÍKLEGUR GERNINGUR Á BORGINNI Bubbi Morthens fremja í kvö/d k/. 21.00, Dóri eitt mesta SHO \N sem Rúnar sésthefur. Mikki Sævar TRÚÐURINN OG OSMÁ HITAUPP. Hörður og MIÐAVERÐ KR. 150,- VEITINGAHÚSIÐ BORG SÍM111555 GRÆÐIÐ! á Partner- verksmiðju- útsö/unni. OPIÐ: fimmtudag og föstudag kL 10-22. VERKSMIÐJUÚTSALAN Blossahúsinu — Ármúla 15. Sími 86101.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.