Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1983, Blaðsíða 21
20 DV. FIMMTUDAGUR10. FEBROAR1983. DV. FIMMTUDAGUR10. FEBRUAR1983. 21 og Júdó-gallar 1 vörtitteiiriSm Inqölf/ é/kar//onor Klapparstíg 44, sími 11783. fþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Hflmar Bjömsson, landsliðsþjálfari. Þorbergur finnur til þreytu í hendi — kemur í Ijós í næstu viku hvort hann verður tilbúinn i slaginn í B-keppninni — Það er of fljótt að segja til um hvort Þorbergur Aðalsteinsson verði tilbúinn fyrir B-keppnina í Hoflandi. Hann hefur æft með okkur að undan- förau en fundið tfl þreytu í hendinni. Það mun koma í ljós í næstu viku hvort hann nær að yfirstiga meiðslin, sagði Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari í. handknattleik, en landsliðið æfir nú einu sinni á dag — tvo tima í senn, fyrir B-keppnina í handknattleik, sem hefst í Hollandi 25. febrúar. Eins og kunnugt er leika íslendingar fyrsta leik sinn gegn Spánverjum í Breda. Landsliðið æfir einu sinni á dag þangað til 22. febrúar aö það heldur til Mútur og svindl íUngverjalandi „Ferencvaros vann ungverska meistaratitilinn í knattspyrnu fyrir tveimur árum að mestu með því að úrslit í leikjum voru ráðin fyrirfram. Mótherjunum mútað,” sagði einn af leikmönnum liðsins, Robert Koch, i viðtali i vikublaðinu Magyar If jusag. Það er málgagn ung-kommúnista í Ungverjalandi, segir í fréttum frá Vínarborg í gær. Blaðið er nú þar til sölu. Meðal þeirra leikja sem Feren- cvaros vann þannig var leikurinn við Ujpest Dosza, félag sem lögreglan í Ungverjalandi stjórnar. Þar leika „lögreglumenn”, eftir því sem Robert Koch segir. I sjónvarps- viðtali í Ungverjalandi kom for- maður Ferencvaros, Laszlo Kiss, fram og sagði að Ferencvaros hefði ekki peninga til að múta leikmönn- um. Þá var skýrt frá því í einu dag- blaða Ungverjalands í síðustu viku aö 26 menn hefðu verið ákærðir fyrir aö hafa grætt á getraunasvindli í ungversku getraununum, sem ríkið rekur. -hsim. LINDA LAUS UR KEPPNISBANNINU Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð. Frjálsíþróttakonan kunna, Linda Haglund, losnaði úr 18 mánaða keppnisbanni í gær og hyggur á stóra hluti í framtíðinni. Hún var dæmd í bannið fyrir að bafa neytt örvandi lyfja eins og frægt var á sínum tima. Linda sagðist þá ekkert hafa vitað um það. Tók Iyf, sem hinn finnski þjálfari hennar lét hana hafa, í þeirri trú að það væru vítamíntöflur. Linda Haglund hefur æft mjög vel allan timann sem hún var i keppnis- banninu undir stjóra þjálfara, sem áður þjálfaði meðal annars Don Quarrie, Jamaica, einn besta sprett- hiaupara, sem uppi hefur verið. Þjálfarinn hefur lagt mikla áherslu á 200 m hjá Lindu en stúlkan er mjög spretthörð. Varð Evrópumeistari 1976 í Miinchen í 60 metra hlaupi. GAJ/hsím. Hilmar ferðast með danska landsliðinu — þegar hann „njósnar” um spánska landsliðið í Danmörku Spánverjar — mótherjar tslendinga í B- keppninni í handknattleik, eru nú á leiðinni til Danmerkur þar sem þeir verða í æfinga- búðum í ellefu daga, eins og hefur komið Tíu marka sigur Svía á Frökkum Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttamanni DV í Svíþjóð. Svíar og Frakkar, sem taka þátt í B- keppni heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik, sem hefst í Hollandi 25. þessa mánaðar, léku landsleik í Sviþjóð í fyrra- kvöld. Svíar sigruðu með miklum mun, 33— 23, og hefði sá sigur getað orðið mun stærri. Sænska liðið skoraði fimm fyrstu mörkin í leiknum, 5—0, og staðan í hálfleik var 18—7 fyrir Svía. Claes Hellgren, Heim í Gauta- borg, átti stórleik í sænska markinu í hálf- leiknum. Varði alls 17 skot. Sænski landsliðsþjálfarinn var viss um að lið hans mundi slaka á í síðari hálfleiknum, eftir þessa góðu byrjun. Hann vill hafa Hell- gren í stuði í Hollandi og var því ekkert aö brjóta niður sjálfstraust hans. Lét Hellgren ekki leika í síðari hálfleiknum. Það kom líka í ljós að Svíar slökuðu á. Vömin mjög slök í síðari hálfleiknum og sænska liöið fékk þá á sig sextán mörk. Bjöm Jilsen var yfirburðamaður í sænska liðinu. Skoraöi 12 mörk. Claes Ribendahl, eini leikmaður sænska liðsins sem ekki Ieik- ur í 1. deildinni, stóö einnig vel fyrir sínu. Skoraöi sjö mörk. Þá vakti línumaöurinn Carlén mikla athygli og skoraði sex sinnum. GAJ/hsím fram í DV. Spánverjar leika m.a. tvo lands- leikf gegn Dönum á Jótlandi um næstu helgi og síðan æfingaleiki gegn dönskum félagslið- um. Eins og DV hefur sagt frá fer Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari Islands, til Dan- merkur til aö fylgjast með landsleikjunum og kemur síðan með myndbandaupptökur af leikjunum, sem Danir taka upp fyrir Islend- inga. Hilmar kemur einnig með upptökur af leikjum Dana og Svisslendinga, sem fóru fram í Sviss um sl. helgi. Svisslendingar leika í sama riðli og Islendingar í Hollandi. Leif Mikkelsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur gefið Hilmari margar góðar upplýs- ingar um mótherja Islands. Danir hafa boð- ið Hilmari að vera samferða landsliði þeirra frá Kaupmannahöfn til Jótlands og munu þeir Hilmar og Leif örugglega skiptast á skoðunum og ræða saman um Spánverja — styrk þeirra og veikleika. Hilmar á því aö koma heim til Islands reynslunni ríkari. -SOS Tony Woodcock, Arsenal. Hollands. Bjarni Guðmundsson og Siguröur Sveinsson, sem leika með Nettelstedt, eru komnir til landsins til að taka þátt í lokaundirbúningnum. Hilmar sagði að allir leikmenn ís- lenska landsliösins sem hann hefur valið fyrir Hollandsferðina gangi heilir til skógar — aðeins smávægileg meiðsli hafði skotið upp kollinum. Nú síðustu daga hefur landsliðiö ver- ið aö æfa upp ýmsar leikaöferðir en í næstu viku verður meira um æfinga- leiki. Þá mun landsliöið t.d. leika gegn úrvalsliöi íþróttafréttamanna í Laug- ardalshöllinni 17. febrúar og er leikur- inn liður í skemmtikvöldi HSI. -SOS Flóahlaup á laugardag Hið árlega Flóahlaup Ungmennafé- lagsins Samhygðar í Áraessýslu verð- ur háð laugardaginn 12. febrúar næst- komandi. Hefst það klukkan 14 frá Vorsabæjarhóli í Gaulverjabæjar- hreppi. Víðavangshlaup þetta er öllum opið. -KMU Þorbergur Aðalsteinsson. Snilldarleikur Wood- cock og sigur Arsenal — vann Leeds 2-1 í ensku bikarkeppninni og leikur \ í Middlesbrough í 5. umferð Enski landsliðsmiðherjinn, Tony Woodcock, sýndi snilldartakta þegar Arsenal sigraði Leeds 2—1 á Highbury í gærkvöld í ensku bikarkeppninni. Það var þriðji leikur liðanna. Þau höfðu áður gert jafntefli 1—1 bæði á High- bury og Elland Road. Leikurinn var úr 4. umferð og í þeirri fimmtu á Arsenal útileik—í Middlesbrough. Ekkert mark var skorað í fyrri hálf- leiknum á Highbury í gærkvöld en á 54. mín. skoraði Woodcock. Fékk sendingu frá Graham Rix inn í vítateig Leeds, sneri sér snöggt og sendi knöttinn í markhornið hjá John Lucic, mark- verði Leeds. Leedstókstað jafna á 70. mín. Terry Connor skoraöi eftir að Pat Jennings, markvörður Arsenal, hafði varið skot frá Arthur Graham. Knötturinn lenti í þverslánni og það fyrir fætur Terry Connor. Næstu mínútur sótti Leeds mjög en tókst ekki að skora. Á 82. mín. átti Woodcock frábæra sendingu á Rix, sem skoraði sigurmark Arsenal. Fimmta umferðin verður háð 19. febrúar og leikimir eru: Aston Villa — Watford Cambridge—Sheff. Wed. Crystal Palace—Bumley Derby County—Man. Utd. Everton—Tottenham Liverpool—Brighton Middlesbrough—Arsenal Norwich—Ipswich Þá var einn leikur í 3. umferð skosku bikarkeppninnar í gærkvöld. Kil- mamock tapaði á heimavelli fyrir Partich Thistle 0—1. -hsím. Aðgerðin á hnémeiðslum Lalla heppn- aðist vel hann útskrifast af sjúkrahúsi í dag og má byrja að æfa í næstu vjku Lárus Guðmundsson, landsliðsmið- herji í knattspyrau, sem leikur með Waterschei í Belgíu, kom af spítala í gær eftir stutta legu þar. Eins og DV sagði frá þá meiddist Lárus í leik gegn Lierse á sunnudaginn — hneig niður í byrjun seinni hálfleiks og var borinn af leikvelli. Það var ljóst að Lárus var með rifinn liðþófa og var í fyrstu haldið að bann yrði frá keppni í f jórar vikur. Lárus fór í aðgerð á spítala á þriðju- dagsmorguninn. Boruð vom með sér- stökum borum f jögur göt inn í hné hans og liðþófinn speglaöur. Þá kom fram að rifan á liðþófanum var langsum en ekki þversum, en ef hún hefði verið það hefðu meiðslin verið alvarlegri. Lið- þófinn var síðan sogaöur til og um- búðir settar á hnéð. Ráðlagt var að Lárus yrði á spítalanum til föstudags Auðveldur sigur Hauka — vann ÍR 30-24 íbikarkeppninni Haukar sigruðu 1. deildarlið ÍR örugglega i bikarkeppni HSÍ í íþrótta- húsinu í Hafnarfirði í gærkvöld. Loka- tölur 30—24 og var aldrei vafi á því hvort liðið færi með sigur af hólmi. Flest mörk Hauka skoruðu Hörður Sig- marsson 6 og Ingimar Haraldsson 5. t liði ÍR var Björa Björasson markhæst- ur með 9 mörk. hsim Húsavíkur-pilturinn vakti mesta athygli —á bikarmóti skíðasambandsins íBláf jöllum Árai Grétar Áraason frá Húsavík vakti mikla athygli á bikarmóti skiða- sambandsins í Bláfjöflum um síðustu helgi. Hann sigraði með yfirburðum í svigi pilta 15—16 ára og telja sérfræð- ingar að þar sé mikið efni á ferðinni. Ekki afls fyrir löngu sigraði Árai Grét- ar í svigkeppni fullorðinna á Ákureyri. Á mótinu kom fram að greinileg framför er hjá unglingunum og breidd að aukast mikið. Keppendur voru víðs vegar að af landinu, að Siglfirðingum og Olafsfirðingum frátöldum. Þeir komust ekki tfl mótsins vegna ófærðar. Fresta varö stórsvigskeppni á laugar- dag en keppt í sviginu á sunnudag. Helstu úrslit urðu þessi: Stúlkur 13—14 ára 1. Snædis Ulriksdóttir, Rvík. 90,19 2. Anna Ivarsdóttir, Ak. 91,52 3. Eria Bjömsdóttir, Ak. 93,10 4. Gúnda Vigfúsdóttir, UlA 93,16 Pfltar 13—14ára 1. Bjöm Gíslason, Ak. 2. Heimir Valsson, Ak. 3. Birkir Sveinsson, UlA 4. Sigurður Bjamas., Húsav. Stúlkur 15—16 ára 1. Tinna Traustad., Ak. 2. Guðrún Kristjánsd., Ak. 92,79 96,05 98,44 98,87 124,13 124,51 3. Guðrún Magnúsd., Ak. 125,60 109,39 Piltar 15—16 ára 1. Ámi G. Árnason, Húsav. 2. Rúnar Kristjánss., Ak. 3. Þór Omar Jónss., Rvík. 4. Guöjón Olafss., Isaf. 113,46 113,85 115,71 -hsim Blak kvenna: Þróttur með traust tak á bikarnum Stúlkumar í Þrótti eru nú komnar með traust tak á íslandsmeistara- bikarnum í blaki. Eftir 3—2 sigur þeirra í fyrrakvöld á aðalkeppinautun- um, ÍS-stúlkunum, þarf mikið að gerast til að þær glopri bikarnum úr höndum sér. Leikur ÍS og Þróttar stóð í 105 mínútur. Þróttar-stúlkuraar unnu fyrstu hrinu naumlega 15—13. ÍS-stúlk- urnar unnu næstu tvær, 15—9 og 15—10. Þróttur jafnaði leikinn 2—2 með 15—9 sigri i fjórðu hrinu og vann svo þá fimmtu, einnig 15—9. Staðan hjá stúlkunum er nú þessi: Þróttur 12 12 0 36-10 24 ÍS Breiðablik KA Víkingur 13 10 3 35—10 20 10 4 6 6-19 8 8 17 3-21 2 11 0 11 3—33 0 -KMU. Benson stjóri Man. City John Benson, sem var aðstoðar- maður John Bond hjá Man.City, var í gær ráðinn framkvæmdastjóri félags- ins. Hann hefur sinnt þvi starfí frá þvi Bond hætti i síðustu vlku. en hann fær að fara heim í dag. Þegar umbúðirnar voru teknar af í gær var bólgan horfin úr hnénu. Að- geröin heppnaðist vonum framan, því að um tíma leit út fyrir að hann þyrfti að gangast undir uppskurö og yrði frá keppni í f jórar vikur. Það var kunnur læknir, sem hefur sérmenntað sig í að- gerðum á hnjám knattspyrnumanna, sem sá um aðgerðina á Lárusi. Lækn- irinn tilkynnti Lárusi aö hann gæti far- ið að æfa eftir fimm daga, þannig að Lárus verður fljótlega kominn á fulla ferð — hrellandi markverði í Belgíu. -SOS Lárus Guðmundsson — missir að öllum likindum aðeins einn leik hjá Waterschei. Keppni heimsbikarsins í alpagreinum: Svisslendingurinn náði forustu á ný Svisslendingurinn Peter Luescher náði aftur forustu í stigakeppni heims- bikarsins i alpagreinum þegar hann sigraði í super-stórsvigi, nýju grein- Jens þjálfar Valsmenn — átta 3. deildarlið eru enn þjálfaralaus Jens Einarsson, markvörður KR- liðsins i handknattleik, hefur verið ráð- inn þjálfari nýliða Vals frá Reyðarfirði í 3. defldarkeppninni i knattspyrau. Jens er ekki óþekktur á Austfjörðum því að undanfarin ár hefur hann leikið með Súlunni á Stöðvarf irði. Flest félögin í Norð-Austurlandsriðli 3. deildar hafa ráðið þjálfara. Ölafur Sigurvinsson verður áfram með Huginn, Róbert Agnarsson, miðvöröur úr Víkingi, verður meö HSÞ-b, Árai Stefánsson verður áfram með Tinda- stól, Þorleifur M. Friðjónsson þjálfar Magna, Jóhannes Bárðarson, miðvörð- ur Islandsmeistara Víkings, þjálfar Þrótt frá Neskaupstað. Sindri frá Homafirði og Austri frá Eskifiröi hafa ekkiráðið þjálfara. Aðeins þrjú félög í Suð-Vesturlands- riöli 3. deildar hafa ráðið þjálfara. Sigurlás Þorleifsson, markaskorari frá Vestmannaeyjum, þjálfar Selfoss, Eggert Jóhannesson þjálfar IK og Kjartan Másson verður þjálfari Grindavíkur, Armann, Skallagrímur, Víkingur frá Olafsvík, Snæfell og HV hafaennekkiráðiöþjálfara. -SOS inni í heimsbikamum, í Garmisch- Partenkirchen í Vestur-Þýskalandi í gær. Pirmin Zurbriggen, Sviss, varð annar i gær. Ingemar Stenmark i ell- efta sæti en Mahre-tvíburarair kepptu ekki. Segjast ekki ætla að keppa i þess- ari grein. Peter Luescher hefur nú 160 stig. Phfl Mahre er annar með 145 stig og Zurbriggen þriðji með 138 stig. Sten- mark er í fimmta sæti með 107 stig. 108 keppendur tóku þátt í super-stór- sviginu í gær. Sigur Luescher er hinn þriðji í þessari grein í heimsbikar- keppninni. Hann sigraði í bruni sl. laugardag og virðist hafa möguleika á því að verða handhafi heimsbikarsins í vor með sama áframhaldi. hsim Jens Einarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.