Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Síða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MARS1983.
5
Norðurland vestra:
Funda til að hindra
klofning Framsóknar
Fulltrúar hinna tveggja stríöandi
fylkinga framsóknarmanna í Húna-
vatnssýslum hittust á óformlegum
fundi á Hótel Blönduósi í fyrrakvöld,
mánudagskvöld. Tilgangurinn var
aö kanna hvort grundvöllur væri
fyrir samkomulagi.
Sjö manns hittust á hótelinu.
Fjórir þeirra tilheyra fylkingu svo-
kallaðra göngumanna. Frumkvæði
aö sáttafundinum haföi Jón Jónsson,
framkvæmdastjóri Rækjuvinnsl-
unnar á Skagaströnd.
„Við vorum aö skoöa hvcr/iig
landiö liggur. Auövitaö er þaö manni
efst i huga aö reyna að ná góöu
samkomulagi. En þetta var bara
kunningjaspjall. Orö eru tii alls
fyrst. Svo er eftir aö sjá hvort eitt-
hvaö kemur út úr fundinum. Menn
ætla að hugsa málið og skoöa sinn
hug,” sagöi Jón Jónsson í samtali viö
DV.
,,Ég var nú ekki sjálfur á
fundinum. En eftir því sem mér
hefur veriö sagt þá var þreifað á
hugsanlegu samkomulagi, „hvort
þaö væri hægt aö sameinast,” sagöi
GrímurGíslasoná Blönduósi.
,,En ég held aö þaö megi segja aö
það stefni ennþá aö tveimur
framboðum hjá framsóknar-
mönnum,” sagöiGrímur.
-KMU.
„Svakalegar skattahækkan-
ir á atvinnubflstjóra”
— Atvinnubflstjórar á Akureyri óhressir með auknar
skattaálögur samhliða minnkandi atvinnu
„Þetta eru svakalegar skattahækk-
anir á okkur atvinnubílstjóra sem
koma eins og köld vatnsgusa yfir mann
samhliöa minnkandi atvinnu. Mér
þætti fróölegt aö vita hvaöa forsendur
liggja aö baki,” sagöi Kristján Grant,
sendiferðabílstjóri á Akiu-eyri, í sam-
tali viö DV.
Kristján sagöi aö þungaskattur af
litlum disil sendiferöabifreiöum, sem
ekki eru með mæli, hækkaöi á þessu ári
um rúm 100%, úr 9.800 kr. í 20500. Þar
viö ætti aö bætast króna f yrir hvert kíló
bifreiðarinnar, samkvæmt lagafrum-
varpi sem nú lægi fyrir Alþingi.
„Þessar skattaálögur raska okkar
rekstrarafkomu, þannig að vonlaust
verður að endurnýja bílana eins og
eölilegt væri,” sagöi Kristján. „Við
höfum beðið um skýringar á þessum
hækkunum en engin svör fengið. Þar
við bætist samdráttur í verkefnum
okkar. Ég get nefnt sem dæmi aö þaö
er ekki óalgengt að viö bíðum 4—5 tíma
eftir „túr” sem ef til vill gefur ekki
nema 150 kr.
Annað atriöi vil ég nefna sem mér
finnst einnig ósanngjamt. Það er varö-
andi fyrirtæki sem eiga sendiferðabif-
reiöir til eigin nota. Þau borga 40%
lægri skatt heldur en þeir sem hafa
atvinnu af slíkum bílum. Þó nota fyrir-
tækin þessa bíla til aö veita sömu þjón-
ustu og við bjóðum upp á — sem
viðskiptavinurinn greiöir nær undan-
tekningalaust,” sagöi Kristján Grant.
Það kom ennfremur fram í samtal-
inu viö Kristján aö atvinnubílstjórar á
Akureyri hafa hugsaö sér að mótmæla
þessum skattaálögum kröftuglega og
sömu sögu mun vera aö segja um
atvinnubílstjóraumalltland. -GS
11 milljon
krónagap
í fjárhags-
áætlun
Akureyrar
Enn vefst fyrir bæjarráöi Akur-
eyrar aö ná saman endum á fjár-
hagsáætlun bæjarins fyrir yfirstand-
andi ár. Áætlunin átti að koma fyrir
til fyrri umræöu á bæjarstjórnar-
fundi nk. þriðjudag en í gær var
ákveðiö aö f resta f undinum um viku.
Eins og sagt var frá í DV fengu
stjómendur deilda og stofnana
bæjarins fjárhagsáætlanir sinar
endursendar frá bæjarráöi meö
þeim fyrirmælum aö skera útgjöldin
niöur um 10%. Árangurinn varö tæp
2%, samkvæmt heimildum DV en
vonir standa til að embættismenn-
imir geti bætt um betur. Jafnframt
veröa bæjarfulltrúar aö taka stefnu-
markandi ákvarðanir um niöurskurö
útgjalda eilegar hækka verulega
nýjar lántökur.
Það er matsatriði hve margar
milljónir króna vantar til aö ná
endum fjárhagsáætlunarinnar
saman. Talan 11 milljónir króna
hefur heyrst nefhd og þeirri hug-
mynd mun hafa veriö hreyft í bæjar-
ráöi aö sú upphæö veröi tekin aö láni.
Ekki mun vera samstaða um það í
ráðinu.
„Þaö er sárgrætilegt aö sjá hversu
litiö veröur eftir af tekjum bæjarins
til nýframkvæmda þegar reksturinn
er búinn aö taka sinn hluta af kök-
unni," sagöi einn þeirra Læjarráös-
manna sem DV ræddi við. Hann gat
þess jafnframt aö það geröi stöðuna.
enn erfiöari að á sL ári heföi verið
eytt 10 milljónum króna af fram-
kvæmdafé þessa árs. Þaö hefði m.a.
veriö gert til aö halda uppi atvinnu
fyrir byggingariönaðarmenn.
-GS/Akureyri.
★ ★NIASÝNING ★ ★
AÐ SMIÐJUVEGI 4
KÓPAVOGI
Opið alla virka daga frá kl. 9—19
Opið laugardag frá kl. 10—18
Opið sunnudag frá kl. 13—18
A
A
A
A
FIAT RITMO
FIAT PAIMDA
FIAT127 Special
FIAT125 P
Allir þeir
* bílar
frá Fiat
sem eiga
Y það sam-
eiginlegt
y að vera
V ódýrir,
sparneytnir,
► liprir og
r þægilegir.
Komið og sjáið hinn stórkostlega EAGLE 4x4
og kynnið ykkur verðið. Skoðið þennan fjölhæfa lúxusbíl sem sameinar jeppann og ameríska fólksbílinn.
Bíll sem alla dreymir um. Nú er tækifærið að kynna sér bílinn, hæfileika hans og útlit, verðið og greiðsluskil-
málana.
SYNINGARBÍLAR Á STAÐNUM
n
American
Motors
i
r
Framdrifinn - Ítalskur - Aflmikill -Traustur
EGILL
VILHJÁLMSSON HF.
IDAVIÐ
SIGURÐSSON HF.