Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1983, Qupperneq 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1983.
Viö búum á friðsamlegum skika
jarðkúlunnar. Ofriður, átök, þjóðar-
morð og viðbjóður birtast okkur á
skerminum eins og skyndimyndir.
Margir, kannski flestir hérlendra
áhorfenda, eru hættir að kippa sér
upp við fréttir og oft falla þessar
myndrænu fréttir vel aö stríðskvik-
mynd kvöldsins — einskonar upp-
hitun.
Fjöldamorðin í Sabra og Chatila í
Líbanon í sept. sl. uröu tilefni til að
athafnir forsprakka Israela komust í
sviðsljósið. Nú, eftir að búiö er að
finna „syndasel”, heyra fjöidamorð-
in sögunni til og rúm er fyrir fleiri í
fréttadálkunum. Ariel Sharon er lát-
inn hætta sem varnarmálaráðherra
Israels og þar meö er málið afgreitt
af hálfu Begin-stjómarinnar.
Morðin í Deir Yassin
Þegar pólitískur ferill helstu ráða-
manna stjómar Begins er skoðaður
verður ljóst að fjöldamorðin í Sabra
og Chatila em þeim engin frumraun.
Nöfn manna eins og Menahems
Begins, Ariel Sharons og Yitzhak
Shamirs ganga eins og rauður
þráöur í gegnum þá sögu átakanna
gegn Palestínuaröbum er snýr að
morðum og útrýmingu.
Ríkið Israel hefur átt talsverða
samúö, einkum vegna minning-
anna um þær milljónir gyöinga
sem myrtar voru af nasistum, og til-
vera þess réttlætt meö skírskotun til
þess aö gyðingar ættu rétt á föður-
landi. Það aö heil þjóð, Palestínu-
arabar, var svipt rétti sínum til
föðurlands og milljónir þeirra hrakt-
ar af landi sínu í flóttamannabúðir til
aö rýma fyrir ríkinu Israel, hefur
fallið í skuggann —, .gleymst”.
I einni grein, þó löng sé, er ekki
rAða fasistar
í ÍSRAEL?
Kjallarinn
— brot úr sögu nokkurra
ráðamanna þar
hægt aö segja mikiö frá sögu þeirra
manna sem staðið hafa í fararbroddi
fyrir útrýmingu heillar þjóðar fyrir
botni Miðjarðarhafs. Hér veröur því
aðeins drepið á nokkur atriði.
I apríl 1948 réðust morðsveitir
Irgun og LEHY inn í arabíska þorpið
Deir Yassin. (Irgun var hryðju-
verkasveit Menahems Begins og hét
fullu nafni Irgun Zwai Leumi (Þjóö-
lega hemaðarhreyfingin). Irgun var
lögð niður í kjölfar viðbragðanna við
Deir Yassin fjöldamorðunum og
flokkurinn Herut (Frelsi) stofnaður.
LEHY eða „Stemsveitin” var stofn-
uð af Abraham Stern í upphafi síðari
heimsstyrjaldar. Einn af forystu-
mönnum. LEHY var Yitzhak
Shamir.)
Árásin á Deir Yassin, fjöldamorð-
in þar og ekki síður það að morö-
sveitir Irgun ogLehy tóku 25 manns
með sér í „sigurgöngu” um Jerú-
salem og skutu þá frammi fyrir
áhorfendum vakti óhugnað víöa um
heim. lNewYorkTimes,4.des. 1948,
birtist sögulegt lesendabréf, undir-
ritaö m.a. af Albert Einstein, heim-
spekingnum Hannah Arendt, bók-
menntasagnfræðingnum Sidney
Hook, hagfræðingnum Seymour
Melman ásamt fjölda annarra
þekktra manna. I bréfi þessu segir
frá núverandi forsætisráðherra
Israel.
„Eitt óttalegasta pólitíska fyrir-
brigði vorra tíma er tilkoma „Frels-
isflokksins” (Tnuat Haherut) í hinu
nýja ríki Israel. Flokkur sem í póli-
tísku skipulagi, aðferðum, pólitískri
hugsun og samfélagsafstöðu er ná-
skyldur nasista- og fasistaflokkun-
um. Hann er stofnaður af áhangend-
um og meðlimum Irgun Zwai Leumi,
hægrisinnaðar, erkiþjóðemissinn-
aðrar hryðjuverkahreyfingar í Palest-
ina Heimsókn flokksleiðtogans
Menahem Begins, sem nú stendur yf-
ir í Bandaríkjunum, á greinilega aö
þjóna þeim tilgangi að láta líta svo út
sem flokkurinn njóti amerísks stuðn-
ings, nú rétt fyrir kosningamar.. .
Áður en óbætanlegur skaði er skeð-
ur með fjárstuðningi, opinberum
Albert Einarsson
stuöningsaðgerðum við Begin og við
það að litið verði á það í Palestínu aö
stór hluti Bandaríkjamanna styðji
fasísk öfl í Israel, verður að upplýsa
Bandaríkjamenm um feril og mark-
mið Begins og hreyfingar hans.”
Bréfið lýsir Begin og flokki hans.
Um boðskap flokksins segir m.a. að
hann boði „blöndu af ofstækis-
þjóðernisstefnu, trúarlegri dul-
hyggju og yfirburöi kynþáttarins”.
„Eins og aðrir fasistar hafa þeir
gerst verkfallsbrjótar og unnið að
því að eyðileggja verkalýðshreyfing-
una. I staðinn hafa þeir komiö með
tillögur um skipulagningu sem bygg-
ir á fyrirmynd ítalskra fasista.”
Um innflytjendastarf flokksins
segir bréfið, en Herut-flokkurinn
gumaöi mjög af því að hann ætti mik-
inn þátt í að skipuleggja flutninga
fólks til Palestínu. „Hinar mjög svo
umtöluðu innflytjendatilraunir voru
aumar og þá helst fólgnar í því aö
flytja þangað fasíska stuðnings-
menn.” Bréfinu lýkur á áskorun til
Bandaríkjamanna um að þeir veiti
fasisma þessum ekki stuöning.
Aðdáandi „Viadimirs
Hitlers"
Menahem Begin kom til Palestínu
árið 1942 og var þá hermaður í her
pólska hershöfðingjans Anders. Arið
1943 varö Begin foringi Irgun. Áöur
en Begin kom til Palestínu var hann
fremsti foringi æskulýöshreyfingar
hægrisinnaðs síonistaflokks, undir
forystu Vladimirs Jabotinsky.
Hreyfing þessi hét Betar og átti
nokkurt fylgi meðal gyðinga í Pól-
landi og baltísku ríkjunum, en minna
í Þýskalandi og annars staðar.
Betar skipulagöi hernaðarlegar
þjálfunarbúðir um alla Evrópu og
jafnvel í Þýskalandi nasismans fékk
Betar að starfa. I búðum þessum var
unglingum kenndur vopnaburður og
að marséra. Brúnn einkennisklæðn-
aður og svört reiðstígvél voru vinsæl.
Söngur hreyfingarinnar fjallaöi m.a.
um að „gyðingum væri útrýmt í eldi
og blóöi og þeir myndu risa upp aftur
í eldi og blóði”. Einn af herskólum
Betar var sjóherskóli í Citavechia á
Italíu, þ.e.a.s. á Italíu Mússólínis.
Sem foringi Betar var Begin ákaf-
ur fylgismaöur Vladimirs Jabotinsk-
ys. Stefna Jabotinskys var sú að
stofna ríki gyðinga beggja vegna
Jórdanárinnar. „Annaöhvort þeir
eða við” var afstaða hans gagnvart
Kreppa stjómkerfisins
Æ fleiri átta sig á því að óvirka
stjórnarstefnu og úrræðaleysi flokk-
anna má í ýmsum tilvikum rekja
beint til þess stjórnkerfis sem hér
hefur þróast á undanf örnum árum og
áratugum. Enginn vafi leikur á því
að ýmsar skekkjur, sem hér hafa
komið upp í efnahagslífinu og raunar
á ýmsum öðrum sviðum þjóð-
félagsins, eiga sér rætur í þeirri
kreppu sem stjómkerfið sjálft er
komið í.
Barnalegt væri aö halda því fram
að engin tengsl séu á milli þeirrar
stjórnarstefnu, sem rekin er á
hverjum tíma, og þess stjórnkerfis,
sem flokkarnir byggja starfsemi
sína á. Stjórnskipun hvers ríkis felur
í sér grunn, sem bindur ýmis önnur
sviö þjóðfélagsins. Ef þessi grunnur
tekur að skekkjast er hætt við
skekkjum á ýmsum öðrum sviöum.
Sú hefur einmitt orðið raunin á hér á
landi.
Samkru/I löggjafarvalds
og framkvæmdavalds
Ogöngur íslenska stjómkerfisins
birtast ekki síst í ógeðfelldu
samkrulli löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds. Samkrull valdþátt-
anna tveggja hefur ekki einasta kynt
undir óheilbrigt stjórnmálalíf í
landinu heldur einnig boöið heim
megnri spillingu og haft skaðvænleg
áhrif á hinum ýmsu sviðum þjóð-
félagsins.
Samkmll löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds hefur m.a. birst í því
að ríkisstjórnir hafa farið æ meir inn
á verksvið löggjafans og jafnvel
hunsað vilja Alþingis og rétt til lög-
gjafar. Skýrt dæmi um þetta era
bráðabirgðalögin, sem ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsens setti í ágúst
1982 án þess að hafa tryggan meiri-
hluta á Aiþingi. Siðleysi slíkrar laga-
setningar er ljós vottur þess í
hverjar ógöngur íslenska stjórn-
kerfiðerkomið.
En fleira er til vitnis um þá stað-
reynd að íslenska stjórnkerfiö hefur
æ meir fjarlægst þá grandvallarhug-
sjón sem fram kemur í lýðveldis-
stjómarskránni, að á viðunandi hátt
sé greint á milli löggjafarvalds og
framkvæmdavalds. Alþingismenn,
sem kjömir eru tii að setja landinu
lög og hafa eftirlit meö framkvæmd
þeirra, seilast æ meir inn á verksvið
framkvæmdavaldsins. Eftirsóknin í
bitlinga og aðstööu í stofnunum
framkvæmdavaldsins virðist vera
orðin yfirsterkari áhuganum á virku
löggjafarstarfi. Enginn skyldi efast
um aö sú óviröing Alþingis, sem
menn hafa svo gjarnan á oröi, á
rætur að rekja til þessa. Alþingi'
hefur sett niöur í hugum fólks vegna
þess að þeir, sem kjömir eru til að
setja landinu lög, standa ekki í
stykkinu, gegna ekki þeim skyldum
sem k jósendur leggja þeim á herðar.
Samkrull löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds hefur ýtt undir ógeð-
fellda tegund stjómmálamanna.
Þeir þingmenn verða öragglega ekki
taldir á fingram annarrar handai"
sem framar öðru líta á þingsæti sem
ávísun á aöstööu í ýmsum stofnunum
framkvæmdavaldsins, aöstöðu til að
útdeila fyrirgreiðslu og fjármagni
heim í héraö. Slíkir þingmenn hafa
neytt þess hróplega atkvæðamis-
vægis, sem hér hefur ríkt, til að færa
til fjármagn á hinn ógeðfelldasta
hátt. Stjómmálamenn af þessu tagi
eru auðvitað óvirðing við lýðræðið.
En fólk má ekki gleyma því að þing-
menn, sem líta á það sem sína æöstu
köllun að stunda hagsmunapot og
hreppapólitík í gegnum stofnanir
framkvæmdavaldsins, era afsprengi
stjórnkerfisins sjáifs.
Samkrall löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds hefur ekki aðeins átt
ómældan þátt í að ýta undir það efna-
hagsöngþveiti, sem hér er ríkjandi,
heldur hefur þetta samkrall einnig
dregiö úr tiltrú fólks á stjórnmála-
mönnum, dregiö úr tiltrú fólks á
lýðræðinu sjálfu. Hlutverk alþingis-
manna á að vera að setja landinu lög
og hafa virkt eftirlit með fram-
kvæmd þeirra. Ef þingmenn fara út
fyrir þetta valdsvið sitt era þeir um
leið að draga úr þrótti löggjafarsam-
kundunnar, draga úr hæfni Alþingis
til aö rækja hlutverk sitt á sæmandi
hátt.
Hvað er til ráða?
Ef leikreglur eru rangar ber aö
breyta þeim. Ef gallar á stjórn-
kerfinu era hemill á eðlilegt efna-
hags- og atvinnulíf í landinu ber að
breyta stjómkerfinu. Nýstofnað
Bandalag jafnaðarmanna hefur sett
fram skýrar tillögur um lausn á
þeirri kreppu sem stjórnkerfið er
komiö í. Bandalag jafnaðarmanna
hefur gert það að einu höfuðmarkmiöi
sínu að algerlega veröi skilið á milli
löggjafarvalds og framkvæmda-
valds. I samræmi viö þetta hefur
verið lagt til aö forsætisráðherra
verði kosinn beinni kosningu um
landið allt. Hann verði kosinn í 2
umferðum ef nauðsyn krefur, þ.e. í
síðari umferð verði kosið milli hinna
tveggja efstu úr fyrri umferö hafi
enginn frambjóðandi þá náð
hreinum meirihluta. Forsætisráð-
herra skipi síðan með sér ríkisstjórn
og fari ráðherrar með framkvæmda-
valdið. Alþingi fari hins vegar með
fjárveitingavald, löggjafarvald og
strangt eftirlit með framkvæmd lög-
gjafar.
Virkara löggjafarstarf —
skýrari valkostir
Tillaga Bandalags jafnaöarmanna
um algeran aðskilnað löggjafarvalds
og framkvæmdavalds er tillaga um
að hér veröi komið á heilbrigðara
stjómkerfi. Samkrall valdþáttanna
tveggja hefur verið dragbítur á eðli-
legt efnahags- og athafnalíf í landinu
en auk þess ýtt undir þröng flokks-
völd. Með því að slíta löggjafarsam-
kunduna úr tengslum viö stofnanir
framkvæmdavaldsins eru sniðnir
ýmsir agnúar af stjórnkerfinu en
jafnframt radd brautin fyrir bætt
pólitískt siöferði og eðlileg vinnu-
brögð þeirra sem kjörnir era til að
setja landinu lög. Með algeram
aöskilnaöi löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds er þess aö vænta að
eöli löggjafarstarfsins breytist í það
horf að þingmenn líti fyrst og fremst
á sig sem fulltrúa allrar þjóöarinnar
en hætti að líta á sig sem senditíkur
þröngra hagsmuna eða hreppa-
sjónarmiða.
En aðgreining löggjafarvalds og
íramkvæmdavalds miðar ekki
eingöngu að því að bæta starfshætti
Alþingis og kippa þingmönnum úr
kjötkötlum framkvæmdavaldsins.
Meö algerum aðskilnaði löggjafar-
valds og framkvæmdavaids væri
grunnur lagður að styrkara stjómar-
fari og virkari stjórnarstefnu.
Eitt höfuömein íslenskra stjóm-
mála og þess kerfis, sem kjósendur
hafa búið við, er sú óvissa sem ríkt
hefur fyrir hverjar kosningar um
það hvað við kynni að taka að
kosningum loknum. Kjósendur hafa
ekki átt um nógu skýra valkosti að
velja. Hver heföi til dæmis fyrir
kosningarnar 1979 búist viö því
stjórnarmynstri sem varð uppi á
teningnum?
Með beinni kosningu forsætisráð-
herra yrðu kjósendum settir skýrir
valkostir fyrir hverjar kosningar.
Með því er tryggt að sú stjórnar-
stefna, sem lagt er upp með, njóti
ótvíræðs stuönings meirihluta kjós-
enda. Með því að kjósa fram-
kvæmdavaldið beinni kosningu vita
kjósendur að hverju þeir ganga og
ríkisstjórn getur ekki komist hjá því
að bera fulla ábyrgð á gerðum
sínum.
Úr fortíð
íframtkJ
Eftir aö Islendingar fengu heima-
stjórn í upphafi þessarar aldar
komst hér á þingræðishefð, þ.e. að
ríkisstjómir urðu ekki myndaðar
nema þær nytu stuönings eða hlut-
leysis meirihluta Alþingis. Þetta var
eölileg þróun á þeim tíma þegar
æösti handhafi framkvæmdavalds-
ins var sjálfur Danakonungur, það
var eölilegt að Islendingar legöu
mikið upp úr því að ríkisstjórnir
væru háðar stuðningi þjóökjör-
innar löggjafarsamkundu. Þingræði
á Islandi og víöa annars staöar á
þannig rætur að rekja til þess er
þjóöirnar voru aö brjótast undan oki
yfirvalda, sem ekki höfðu þegið vald
sitt af fólkinu sjálfu. Á dögum
einvaldskonunganna var fram-
kvæmdavaldiö afturhaldssamt og
spillt og var þá fullkomlega eðlilegt
að framfaraöfl þjóðþinganna vildu
hafaáþvítaumhald.
En nýir tímar kalla á ný ráð, nýja
aðlögun að breyttum aðstæðum.
Bandalag jafnaöarmanna gengur
þess ekki duliö að með tillögum um
algeran aöskilnað löggjafarvalds og
framkvæmdavalds er verið að leggja
til afnám þess þingræðisskipulags
ValdimarUnnar
Valdimarsson
sem hér hefur veriö viö lýði. Sumir
þeirra, sem ráðist hafa gegn hug-
myndum Bandalagsins, hafa látið í
það skína að með þessu sé nánast
verið að leggja til afnám lýðræðisins.
Siíkur málflutningur er vitanlega
ekki svara verður. Kjami málsins er
auðvitaö sá að ekki má einblína á
þingræðisskipulagiö sem eina
hugsanlega form lýðræðis. Frakkar
og Bandaríkjamenn hafa t.d. farið
aðrar leiðir en kvarta þó ekki yfir
skorti á pólitísku lýðræði. Mestu
skiptir að stjómkerfiö sé þannig úr
garði gert að það svari þeim kröfum,
sem kjósendur gera til þess á
hverjum tíma. Á þetta hefur skort
hér á landi.
Með tillögum sínum í stjóm-
skipunarmálum er Bandalag
jafnaöarmanna að horfa til
framtíðar. Hin öra þjóöfélagsþróun
undanfarinna áratuga hefur skapað
samfélagsgerö, sem kallar á nýjar
leiðir að viöurkenndum markmiðum.
Staðnað stjómkerfi á tímum tækni-
væðingar og örra þjóöfélagsbreyt-
inga gæti orðiö fjötur um fót þeim
framföram sem stefnt er að. Meö
tillögum sínum um aðgreiningu
framkvæmdavalds og löggjafar-
valds er Bandalag jafnaðarmanna
að benda á leið til aö koma hér á
virkara lýöræði, starfsamara þingi
og styrkari stjórn. Á allt þetta hefur
skort og afleiðingarnar blasa við.
Valdimar Unnar Valdimarsson
sagnfræðingur.