Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Side 9
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. 9 1 vikunni voru geröar heyrinkunn- ar niöurstööur í könnun Hagvangs um útbreiðslu og áhrif fjölmiðla. Engum kemur á óvart þótt Morgun- blaöiö sé enn stærst blaða og meö mesta útbreiðslu. Hitt vekur athygli almennings, hversu mjög hefur dregiö saman meö Morgunblaðinu og DV. Það kemur aöstandendum DV ekki á óvart og er síður en svo neitt áf all fyrir Morgunblaðiö, enda sýnist þaö auka sína útbreiðslu jafnt og þétt. Moggamenn og reyndar allir þjóö- félagsþegnar geta glaðst yfir þeirri staðreynd aö yfirburðir eins fjöl- miðils séu ekki algjörir og sam- keppni tveggja stórra blaða er af hinu góða og frjálsri fjölmiðlun til framdráttar. Vakinn upp draugur Ljóst er að Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið eruekkieinusinni hálf- drættingar miðaö við útbreiðslu Morgunblaðsins og DV hvors um sig. I örvæntingu sinni hafa þrjú fyrr- nefndu blöðin rekið upp ramakvein og hafið sönginn um „einokun íhalds- blaöanna”. Aftur er vakinn upp sá draugur að vinstri menn þurfi að sameinast um útgáfu dagblaös á sín- um vegum til mótvægis við voöatröll- inn til hægri. Nú er það að vísu mikill misskiln- ingur að hægt sé að skilgreina Morgunblaöið og DV sem sambæri- leg blöð, hvað þá aö dilka þau bæði sem forstokkuð íhaldsblöð. Morgun- blaðið svarar fyrir sig sjálft, en DV hefur þann tíma, semþaðhefur verið gefið út, sýnt sig og sannað sem opinn vettvang fyrir allar stjóm- málaskoðanir. Fréttir blaðsins eru ekki skrifaðar samkvæmt pólitískri forskrift. Þetta má öllum vera ljóst sem blaöið lesa. öllum heiðarlegum og sanngjömum mönnum er það einnig deginum ljósara að mikill blæ- brigöa- og áherslumunur er á leiðaraskrifum DV og annarra blaöa. Orsök uppdráttarsýkinnar Sannleikurinn er sá, að útbreiðsla blaða fer ekki eftir stjórnmálaskrif- um, hvort þau séu til hægri eða vinstri í pólitík. Utbreiðsla þeirra og lesning fer eftir gæðum blaðsins, fjölbreytileik og áreiðanleik. Hvenær ætla vinstri menn á Islandi aö uppgötva og viðurkenna að orsök uppdráttarsýkinnar i Tímanum, Þjóðviljanum og Alþýðu- blaðinu felst einfaldlega í því að al- menningur hefur ekki áhuga á flokksblöðum, málgögnum stjóm- málafiokka. Þau kunna að þjóna sinu hlutverki gagnvart harösoðnum flokksmönnum, sem bíða eftir „lín- unni”, en þau hafa ekkert gildi sem fréttablöð þegar fréttir þeirra em ritaöar og fjarstýrðar af flokkseig- endafélaginu. Gleöilegasta niðurstaðan i könnun Hagvangs er sú staðreynd að DV er mest allra blaöa lesið af fólki á aldr- inum 20 til 35 ára. Þetta er hin nýja kynslóð, fólkið sem tekur við og hef- ur þegar tekið við ábyrgð og forystu í þjóðfélaginu. Það vill lesa DV af því aö blaðið höfðar til þess. Þessa fólks er framtíðin, DV sömuleiðis. Skírltfi Viimundar Heldur fór skírlífi Vilmundar á skjön þegar fréttist aö hann hefði látið skrifstofu Alþingis dreifa fyrir sig 5000 þingsk jölum í allar áttir til kjós- enda. Slíkt er fáheyrt og flokkast auðvitað undir misnotkun á aðstöðu. Þingmaðurinn er aö reka áróður fyrir bandalagið sitt með almannafé. Hann mun hafa skotið sér á bak viö þann vitnisburð forseta þingsins aö engin regla væri fyrir hendi í hve miklum mæli þingmenn mættu senda pappírsgögn til kjósenda. Ennfrem- ur aö hann hafi fullan rétt til þess að kynna almenningi þau þingmál sem hann leggur fram. Þetta eru undanbrögð. Allir sem nálægt stjórnmálum og flokksstarfi koma vita ofurvel að skrifstofa Alþingis er ekki notuð sem af- greiðslustofnun fyrir flokksáróöur. Ef þingskjölum er dreift af einstök- um þingmönnum til kjósenda sinna þá hefur það verið gert innan hóf- legra marka, i mesta lagi par hundr- aða. Þegar um almenna dreifingu er aö ræða til aö kynna þingmál, þá er það gert á vegum og á kostnað við- komandi flokka. Þingflokkar hafa og Laugardags- pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar nokkurt fé til eigin ráðstöfunar, en þær fjárveitingar eru innan ramma fjárlaga og ákveðnar opinberlega hverju sinni. Vilmundur hefur ekki brotið lög eða reglur. En eins og maðurinn sjálfursagði: Löglegt —ensiðlaust. Framboð forsætisráðherra Heldur er hún orðin skrítin uppá- koman vegna margumrædds fram- boðs forsætisráðherra. Menn skegg- ræða það fram og aftur hvort hæst- virtum ráðherranum komi það í hug að bjóða fram í næstu kosningum og stofna til undirskriftarherferðar með og móti. Sjálfur glottir ráðherrann viö tönn og liggur undir feldi eins og véfrétt. Ekki er að efa að stuðningsmenn Gunnars Thoroddsen, hverjir sem það eru, hafi einlægan og trúanlegan áhuga á aö foringinn fari í framboö. Ætla má að þar séu fremstir í flokki einstaklingar sem fylgt hafa Gunn- ari á fimmtíu ára ferli hans í Sjálf- stæðisflokknum. Ef þessu fólki er meira annt um Gunnar en flokkinn og stefnu hans, þá væri auðvitað hreinlegast að þaö verði sagt opin- skátt og nýr stjórnmálaflokkur myndaöur um þær stjómmála- skoðanirsemskilja GunnarfráSjálf- stæðisflokknum. Það kæmi þá í ljós í hverju þær eru fólgnar, og raunar tími til kominn eftir hálfrar aldar forystuhlutverk Gunnars Thorodd- sen í þessum sama flokki. Það væri gagnlegt fyrir okkur hina, sem fylgt hafa báðum að málum, Gunnari og Sjálfstæðisflokknum. Traustustu fyigismennirnir Hins vegar gæti það runnið upp fyrir sumum, að eitt er að fylgja Gunnari Thoroddsen í gegnum þykkt og þunnt í innanflokksátökum og ævintýraferðinni þegar ríkisstjórnin var mynduð. En annað er að fylgja honum eftir, ef honum verður att út í framboð gegn Sjálfstæöisflokknum. Sannleikurinn er ne&iilega sá að traustustu fylgismennina hefur Gunnar Thoroddsen sótt í raðir þess fólks, sem alla sína tíð hefur sett X við D-listann og aldrei getur annaö kosið. Og til hvers ætti svo forsætis- ráðherra að hlaupa til með framboö í einu kjördæmi gegn sínum gamla flokki og fyrri samherjum? Dettur virkilega einhverjum í hug að sagan frá því í febrúar 1980 endurtaki sig? Pálmi Jónsson hefur tekið af skarið um að núverandi stjórnarmunstur verði ekki vakið upp að loknum kosn- ingum. Friðjón Þórðarson hefur tek- ið í sama streng. Aðrir þeir, sem „kennt” hefur ver- ið um vinfengi við Gunnar Thorodd- sen, hafa lýst yfir því að þeir brjóti ekki gegn meirihluta ákvörðunum S jálfstæðisf lokksins. Hvað er þá eftir fyrir Gunnar ef hann kemst inn á þing utan flokka? Eyðimerkurganga með Vilmundi og öðrum sérframboðskandidötum?! Eg get hugsað mér betri og sóma- samlegri endalok á löngum stjóm- málaferli forsætisráðherra en slík örlög. Gegn atvinnu/eysi Kosningarnar í Vestur-Þýskalandi og Frakkiandi sem fram fóru um daginn vora sigrar fyrir mið- og hægriflokka. Sósíalistar og kommún- istar hafa til skamms tíma ráðið lög- um og lofum í sveitarstjórnum og iandsmálum Frakklands og jafn- aðarmenn hafa haldið um stjómar- tauminn í Þýskalandi. I báðum þessum löndum hefur at- vinnuleysi og efnahagsöðugleikar verið helstu vandamálin. Ekki þarf að taka fram að atvinnuleysið þar er engu minna en á Bretlandi og annars staðar í Evrópu, þar sem hægri flokkar fara meö völd. Hefur þó mátt skilja á fréttaskrifum vinstri sinna að Thatcher hafi fundið upp at- vinnuleysið. Ekki virðast Frakkar og Þjóðverj- ar hafa sömu sögu að segja og at- hyglisverðasta ályktunin sem dregin er af kosningaúrslitunum í vikunni, er einmitt sú að kjósendur treysta mið- og hægriflokkum betur til aö bæta atvinnuástandið heldur en sósíalistum og jafnaðarmönnum. Skyldu Islendingar ekki geta dreg- ið sinn lærdóm af viðhorfum Evrópu- búa, þegar sá áróður er rekinn hér á landi aö vinstri flokkamir séu besta vömin gegn atvinnuleysinu? Bakkabræður vissu betur Atvinnuleysi má vitaskuld bægja frá meö fjáraustri í óaröbæran at- vinnurekstur, seðlaprentun og himinháum niðurgreiðslum á óselj- anlegri vöru. Atvinnuleysiö má sömuleiöis forðast meö því aö þenja út ríkisbáknið og bæta fleiri og fleiri á jötuhinsopinbera. En það kostar skatta og verðbólgu, aukna miðstýringu á skömmtunar- kerfi ríkisins, pólitíska úthlutun á fé og fyrirgreiðslu. Svo ekki sé talað um fúna innviði atvinnufyrirtækja, sem þjóna og framleiöa án minnstu tengsla við lögmál framboðs og eftirspumar, arðsemi eða heilbrigðan rekstrar- gmndvöll. Forsenda arðvænlegrar atvinnu og áframhaldandi þjóðartekna er að koma atvinnurekstrinum á réttan kjöl. öðmvisi birtir ekki upp. Þaö er þýðingarlaust að bera sólskiniö inn í myrkvað hús. Það uppgötvuðu Bakkabræður. Varla eram við vit- lausari en þeir. Ellert B. Schram. , 4L FRÆMBOÐSMAL FORSÆTISRÁÐHERRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.