Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 26. MARS1983. Flugleiðir huga að endurnýjun flugf lotans: TVÆR DC-10 BREIÐ- ÞOTUR Á NÆSTA ÁRI? Flugleiöir veröa innan tveggja ára, fyrir 1. janúar 1985, aö endurnýja flug- vélakost þann sem notaöur er vegna Norður-Atlantshafsflugsins, ætli fé- lagið aö sinna því flugi áfram. Stafar það einkum af því aö eftir þann tíma ganga i gildi reglur í Bandarikjunum sem útiloka ýmsar þotutegundir vegna hávaöa, þar á meöal DC-8 þotur Flug- leiöa. Til álita hefur komiö aö skipta um hreyfla á DC-8 þotunum en þaö þykir ekki vænlegur kostur miöaö viö aldur vélanna, svo og núverandi markaös- verð breiöþotna. Breiöþotur má fá á afar hagstæðum kjörum um þessar mundir. Félagiö hefur látiö gera könnun á hagkvæmni hinna ýmsu tegunda breið- þotna til aö leysa af áttumar. Boeing 747 er talin of stór. Með tilliti til þess að félagiö hefur áður haft DC-10 í sinni þjónustu þykir sú flugvélategund skárri en Lockheed Tristar. Athygli Flugleiða hefur því einkum beinst aö DC-10 en tvær shkar þotur hafa álíka mikla afkastagetu og þrjár DC-8 þotur. Sá tími nálgast einnig að Flugleiðir veröi aö endumýja innanlandsflugflot- ann. Elstu Fokker-vélar félagsins em að veröa tuttugu ára gamlar. Félagiö hefur þegar gert úttekt á kostnaði við að fá nýjar Fokker-vélar í staö þeirra gömlu. Niðurstaðan varö sú aö fargjöld yröu aö hækka um fjöru- tíu af hundraöi til aö sú þjónusta yröi rekin hallalaust. 1 forsendum var meö- al annars gert ráö fyrir kaupverði hverrar flugvélar samsvarandi sjö milljónum Bandaríkjadala, afskriftum í tólf ár niöur í tíu af hundraöi, vöxtum fjórtán af hundraði og aö viðhalds- Líklegt er að Flugleiðlr kaupi DC-10 þotur, ætli fólagið að halda áfram Norður-A tlantshafsfluginu. kostnaður á hvem flugtíma lækkaði um þrjátíu af hundraði. Aðrir kostir, sem einkum eru taldir koma til greina, em: aö kaupa nýjar 36 sæta vélar af geröinni De Havilland DHC-8; aö kaupa nýjar vélar af gerö- inni Aeritalia/Aerospatiale ATR-12- 200, sem taka 42—46 farþega; eöa að kaupa verulega endurbætta gerð af Fokker F-27 sem væntanleg er á markaöárið 1987. Flugleiöamenn segja hins vegar aö ákvöröun um mögulega endumýjun innanlandsflotans ráöist fyrst og fremst af afstööu stjórnvalda til verö- lagningar. Þessi starfsemi félagsins hafi um langt árabil veriö rekin meö verulegum halla vegna verðlagshafta. -KMU. BSSJi í? HJALPARKOKKUWNN ICENWOOD CHEF Aðeins það besta er nógu gott fyrir þær. ,,CHEF-inn“ er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél. Kynnið ykkur kosti hennar og notkunar- möguleika. ■CENWOOD CHEF er til í þremur mismunandi litum og innifalið í kaupunum er: þeytari, hnoðari, grænmetis- og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál. Við höfum ávallt fyrirliggjandi úrval aukahluta, svo sem: hakkavél, grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressu, kartöfluafhýðara, dósahníf ofl. Eldhússtörfin verða leikur einn með KENWOOD chef Verð kr. 5.240 (gengi 16/3 '83) Samgönguráðuneytið: Reglur um hópferðir útlendinga hériendis — Ferðamálaráði falið eftirlit Feröamálaráöi Islands verður framvegis falið aö fylgjast meö áætlunum erlendra aöila um sölu hópferða til Islands í atvinnuskyni. Svo segir í reglugerö sem samgöngu- ráöuneytiö gaf út í gær um eftirlit meö hópferöum af því tagi sem fy rr nefnir. I reglugerðinni er kveðið á um þrenns konar skilyröi sem erlendir feröamannahópar veröa aö uppfylla, ætli þeir að koma til dvalar hér á landi. I fyrsta lagi þarf viðkomandi hópur aö hafa leiðsögumann sem Ferðamálaráö hefur samþykkt. Sé hann erlendur ríkisborgari, þarf hann að hafa tilskilin atvinnuleyfi á Islandi. I ööru lagi skal sett fyrir hópinn sambærileg trygging og innlendum ferðaskrif- stofum er gert að setja. Tryggingarfé þetta er ætlað til aö standa undir endurgreiöslu á kostnaöi sem kynni að hljótast af leit eða björgun farþega, skaöabótum vegna skemmda sem þeir kynnu aö valda svo og öörum kostnaði, sem hljótast kynni af dvöl þeirra og flutningi og viökomandi feröaskrif- stofa ekki greiöir. I þriöja lagi eru í reglugeröinni ákvæði um aö hafi erlendur feröamannahópur ökutæki meðferðis viö komuna til landsins til eigin nota, skuli þaö fylgja hópnum viö brottför úr landi. Jafnframt setningu reglugeröar- innar hefur veriö ákveöið aö setja á laggirnar samstarfshóp manna frá þeim ráöuneytum, sem málefni varðandi komu og dvöl erlendra feröa- manna á Islandi heyra undir. Skal hópurinn vinna aö samræmingu í framkvæmd laga og reglna um þessi efni. -SþS Síðasta smiðshöggið á kosningasjónvarpið Ekki hefur enn veriö gengiö endan- lega frá fyrirkomulagi vegna dagskrár útvarps og sjónvarps fyrir kosningarn- ar í næsta mánuði. Hefur Utvarpsráð fjallað um málið og einnig hafa fulltrú- ar flokkana og framkvæmdastjórar út- varps og sjónvarps setiö á löngum fundum. Eftir því sem blaðiö hefur komist næst er fyrirhugaö aö í sjónvarpinu veröi í fyrsta lagi flokkakynning þar sem flokkamir, sem bjóöa fram í öll- um kjördæmum, fá 20 mínútur hver til ráöstöfunar en hinh- flokkamir, sem ekki bjóða alls staöar fram, fái eitt- hvaöminni tíma. »,Á sjé” Fjöldi skipa á veiðum hefur aldrei veriö eins mikill og í fyrra- dag frá byrjun þessarar vertíöar. Að sögn Arna Sigurbjömssonar hjá tiikynningaskyldu Slysavarna- félags Islands vom yfir fimmtán hundraö tilkynningar tii þeirra hjá tilkynningaskyldunni og sagði hann aö þetta væri þaö mesta frá byrjunvertíöar. -JGH Þá verði hringborðsumræöur þar sem hvert kjördæmi fái eina klukku- stund fyrir sig. Þáttur þessi yröi fyrir utan heföbundinn dagskrártíma sjón- varps — þ.e.a.s. eftir hádegi á laugar- degi eða sunnudegi. Loks eru svo fyrir- hugaöar hringborösumræöur í sjón- varpssal daginn fyrir kosningar þar sem formenn flokkanna myndu ræöa umþjóðmálin. Slökkviliöiö á Akureyri var kvatt aö húsinu Eiðsvallagötu 18 á Akureyri rétt fyrir klukkan fimm í fyrradag. Haföi þar komið upp eldur á snyrtingu nokkurra einstakiingsíbúöa sem starfsmenn SlS búa í. Greiðlega gekk aðslökkva eldinn. Tjón varö ekki mikið í eldinum sem kviknaöi meö nokkuð óvenjulegum hætti. Þannig var aö einn íbúanna fór á klósettið og mun hafa reykt sígarettu þar. Er hann yfirgaf salerniö gleymdi hann sígarettunni á vaskinum. Skömmu síöar datt sígarettan á I útvarpinu eru ráðgerðir hálftíma kappræöuþættir á milli alira flokkanna — eöa einvígi eins og þaö hét fyrir síö- ustu kosningar. Þá mun hringborðs- umræöunum, sem verða í sjónvarps- sal, einnig verða útvarpaö beint. Fundaö veröur um þetta mál í dag en endanlega verður frá því gengið eftir helgina. klósettpappír og tók þegar aö loga í honum. Eldurinn teygöi sig síöan í, plaststatíf sem rúlian hékk á. Er þaö logaöi myndaöist mikill reykur sem lagði um húsiö. Þegar slökkviliö kom á staöinn var mikill reykur í húsinu en greiölega gekkaöslökkva. Húsið er í eigu Aiþýðubandalagsins á Akureyri en SIS er meö þann hluta sem einstaklingsíbúðirnar era í á leigu. Enginn mun hafa veriö í húsinu þegar slökkviliöiö kom á staðinn. -JGH. Eldur kviknaði i klósettrúllu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.