Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 31
DV. LAUGARDAGUR 26. MARS1983. A WEMBLEY Að öllum líkindum veröur liðsskipan þessi hjá Liverpool og Manchester United á Wembley: >lan. Unitod Gary Bailey Mike Duxbury Arthur Albison Kevin Moran GordonMcQueen Arnold Muhren Steve Coppell Ray Wilkins Remi Moses Frank Stapleton Norman Whiteside Varamaður: Lou Macari Livorpool Bruee Grobbelaar Fhil Neal Alan Kennedy Mark Lawrenson Alan Hansen Craigh Johnsteone Sammy Lee Ronnie Whelan Graeme Souness Kenny Dalglish Ian Rush Varamaður: Phil Thoinpson • Magnús V. Pétursson — heldur á Mitre Max-knetti. Liverpool leikur íraudu — en Unfted í livítum peysum Það verða leikmenn Liverpool sem leika í rauðu á Wemblcy. Eins og kunnugt er þá leika bæði félögin í rauðum búningum, þannig að það þurfti að varpa hlutkesti um það, hvort Liverpool eða Manchester United léki í rauðu. Liverpool vann hlutkestið og verða þeir því alrauö- ir. Leikmenn United leika í hvítum peysum og svörtum buxum, en það er varabúningur félagslns. Holson lvsir frá Wemhlev Þaö verða margir íslendingar límdir viö s jónvarpstækin sín í dag, þegar sýnt verður beint frá leik Liverpool og Manchester United á Wembley — úrslitaleik ensku deildarbikarkeppninnar, eða Milk Cup, eins og keppnin hefur verið köiluð tvö undanfarin ár. Sá sem lýsir leiknum fyrir Islendinga er Englendingurinn John Motson sem er einn kunnasti fréttamaður BBC. Motson hefur starfað í tíu ár hjá BBC þar sem hann byrjaði fyrst sem útvarps- fréttamaður. Við útvarpið vann hann í tvö ár en síðan hóf hann störf við sjónvarpið. Bjami Felixson, íþróttafrétta- maður sjónvarpsins, byrjar meö létta upphitun kl. 14.15. Hann mun þá kynna leikmenn liöanna og sýna • JohnMotson. valda kafla frá leikjum liðanna og fyrri úrslitaleikjum í deildarbikar- keppninni. Utsendingin frá Wembley mun síðan hefjast kl. 14.50. -sos • Þrír af leikmönnum Liverpool sjást hér meö deildarbikarinn á Wembley 1982. Þaö eru þeir Mark Lawrenson, Ronnie Whelan og Bruce Grobbelaar markvöröur. Hampa þeir félagar „mjólkurbikarnum” aftur í dag eöa veröa þaö leikmenn Manchester United? „Coppell á eftir ad hreUavörn Iiverpool” — Leikurinn leggst mjög vel í mig. Liverpool hefur verið að keppa um fjóra titla að undanförnu og er félaglð nú þegar búið að missa af tveimur. Ég held að afrakstur félagsins verði aðeins einn titill — þ.e.a.s. Englandsmeistaratitillinn. Þar af leiðandi vinnur Manchester United deildarbikarinn, sagði Ólafur Orrason bankastarfsmaöur. Ólafur er mikiil unnandi Manchester United. Olafur sagði að það væri slæmt fyrir United að Bryan Robson getí ekki leikið meö þar sem hann hefur veriö lykilmaöur liðsins í vetur eða þar til hann meiddist. — Leikmenn United verða að hafa mjög góðar gætur á Kenny Dalglish og er það númer 1, 2 og 3 að klippa hann ut úr leiknum. Ef það tekst er hálfur sigur unninn þar sem Dalglish er heilinn á bak við leik Liverpool. Um leiö og þessi snjaili leikmaður er tekinn úr umferð þá er Ian Rush gerður hálfóvirkur því að hann hefur skorað flest mörk sín eftir undirbúning Dalglish. Liverpooi veröur aö hafa gætur á Steve Coppell sem er hættulegasti leikmaður United. Eg hef trú á þvi að Coppell verði látinn leika á vinstri kantinum — gegn Phil Neal þar sem hann er veikari punktur heldur en Alan Kennedy, vinstri bakvörður Liverpool. Þá verða leikmenn Liver- pool að hafa gætur á Frank Staple- ton sem er tvímælalaust erfiðasti miöherjinn í ensku knattspymunni í dag. Bæði liðin eru með valda leikmenn í hverri stööu. Það er slæmt að United geti ekki notaö Robson því að það var ljóst að þegar hann stjómaöi miðvallarspili United var leikur liösins beittari heldur undir stjóm Ray Wilkins. Robson var maður sem byrjaði sóknarlotur og endaði þær en aftur á móti er Wilkins meiri • ÓlafurOrrason. hugsuður og sérfræðingur að dreifa spili liösins — kantanna á milli. Það getur vel farið svo að þessir eigin- jleikár Wilkins eigi eftir að njóta sín á Wembley. Bæði liðin eru með mjög sókn- djarfa bakverði og hættulega sóknar- leikmenn. Miðjan hjá Liverpool er kannski ívið sterkari þar sem Souness ræður ríkjum, Sammy Lee er vinnsluhesturinn og þeim til aðstoðar eru Whelan og Johnston. Wilkins og Muhren eru heilamir á miðjunni hjá United, Moses vinnuhesturinn og Coppell hinn sókndjarfi leikmaður. Ef við minnumst á markverðina þá vildi ég frekar hafa hinn yfirvegaða Bailey í markinu heldur en ævintýramanninn Grobbelaar hjá Liverpool. Olafur sagði aö þetta yrði leikur ársins í Englandi þar sem ljóst væri að Brighton eða Sheffield Wednes- day léki gegn Man. United í bikar- úrslitunum. Þaö verður því ekki eins mikill glans yfir þeim leik. — Hvernig fer ieikur United og Liverpool í tölum? — ÉgheftrúáaðUnitedvinni3:2 og það jafnvel eftir framlengingu. Það gæti þó fariö svo að það þyrfti aukaleik til að fá úrslit. — Hverjir skora mörkin? — Það er nokkuö víst að Stapleton skorar fyrir United, en Rush og Dalglish veröa í aðalhlutverkunum hjá Liverpool. -SOS „Lelkuriiiii viiuistá i * ~ i • VilhjálmurSigurgeirsson. — Eg hef trú á að leikurinn vinnist á miðjunni. Liverpool er með sterka miðju þar sem Souness er stjómandinn og Sammy Lee vinnuhesturinn. En United er einnig með sterka miöju þar sem leikmenn eins og Wilkins, Moses, Muhren og Coppell em. Allt hættulegir leik- menn. — Heldurðu að United nái að stöðva samvinnu Rush og Dalglish? — Eg hef ekki trú á því en eitt er víst að þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til aö gera það. Það er öllum kunnugt að Rush og Dalglish em baneitraðir saman og •geta ekki án hvor annars verið. — En það má ekki gleyma því að þó að þeir félagar skori flest mörk Liverpool geta aðrir leikmenn skoraö. Souness er frægur fyrir að skora með langskotum og ' bakverðirnir sókndjörfu Neal U og Aian Kennedy hafa skorað þýðingar- mikil mörk. Liverpool hefur skorað 30 mörkum fleiri en United í ár. — Hvernig fer ieikurinn í töium? — Annaðhvort vinnur Liverpool 2:1 eöa liðin gera jafntefli 2:2 og leikaaðnýju. — Hverjir skora mörkin? — Það er ómögulegt að segja um það. Eg hef þó trú á að Rush skori — eins og hann er vanur á Wembley. -SOS miðjunni” — Ég er m jög hræddur við þennan leik þar sem leikmenn Manchester United hafa verið að sækja í sig veðrið að undanf örnu — á sama tíma og mínir menn hafa verið að gefa eftir., Liverpool hefur faliið út úr tveimur bikarkeppnum með stuttu millibOi. Fyrst úr bikarkeppninni ensku og síðan úr Evrópukeppni meistaraliða, sagði Vilhjáimur Sigurgeirsson verslunarstjóri, en Vilhjálmur er harður aðdáandi Liverpool. — Liverpool hefur ekki náð að sýna afgerandi ieiki að undanfömu. Það er eins og einhver hiksti sé kominn í hina frægu Liverpooi-vél. Eg vona að leikmenn liðsins nái sér á strik á Wembley, eins og undanfarin ár og vinni deildarbikarinn þriðja árið í röð, sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði að Liverpool og Manchester United væru svipuð að getu og allt gæti gerst í viðureign liðanna. Þaö er mikil blóðtaka fyrir United að leika án Bryan Robson, sem er einn besti miövallarspilari • Kenny Dalglish.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.