Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 26. MARS1983. ihc white I it >i is< Hér er allur hópurinn samankominn fyrir utan The White House Hotel fyrir brottför. Þessi myndariegi hópur er úr Keflavik. Liíað í Limdimum Við efnum loforðið sem viö gáfum síðastliðinn þriðjudag hér í blaðinu og gefum lesendum nánari innsýn í fyrstu utanlandsferö áskrifenda blaösins. Hér verða raktir helstu viðburðir og birtar nokkrar myndir af þátttak- endum. Söngleikurínn Cats Þessi söngleikur er allnýstárlegur í uppfærslu og ekki síður aö efni til. Hann fjallar um samfélag kattanna, svona vítt og breitt um heims- byggðina. Það kemur þó betur í ljós, er á sýninguna líður, að þetta samfélag er ærið svipað því er gerist með mönnum og eru færð mýmörg dæmi því til sönn- unar. Hljómlistin er samin af Andrew Lloyd Webber við ljóð úr Old Possum’s Book of Practical Cats” eftir T.S. Eliot. Sýningin er í New London Theatre og var fyrsta sýningin 11. maí 1981. Leik- sviðið er í miðju salarins og áhorf- endur allt í kringum sviðið, allt frá neösta gólfi til efstu palla. Tæknilegur sviðsbúnaður er með ólíkindum í sýningunni, ekki síst ljósa- búnaður. Þetta skilar sér vel í þessari sýningu sem byggist mikið á hreyfingu leikara og dansara í gervum kattanna. Ahrifamikið atriði sýningarinnar er þegar utangarðsköttur, gamall og farinn aö heilsu, er tekinn í sátt við samfélag þeirra sem áöur litu hann homauga. En ekki mátti tæpara standa því að hann er aö dauða kominn og „himnaför” þess gamla er eitt af tækniafrekum sýningarinnar — minnti óneitanlega á ferð Jóns í Gullna hliðinu: Þeim sem á ferð eru í London er hér með bent á að nota tækifærið og sjá þennan sérstæða söngleik því sjón er sögu ríkari. Eftir að DV-hópurinn hafði séð Cats höfðu margir tekið leikhúsbakteríuna. Og þar sem að öðru jöfnu er ekki keyptur kötturinn í sekknum í London, þegar söngleikir eru annars vegar, ja, því þá ekki Evita næst? Þessi víðfrægi söngleikur um Mariu Evu Duarte, síðar Evu Peron, spannar æviskeið þessarar dáðu argentínsku persónu á árunum 1934—1952, þegar hún lést úr krabbameini. Hljómlistin í leiknum er eftir Andrew Lloyd Webber, þann sama og samdi lögin í Cats, texti er eftir Tim Rice og stjómandi er Harold Prince, sem svo eftirminnilega færði upp í London Fiðlarann á þakinu, Zorba, Cabaret og West Side Story. Leikurinn byrjar þegar veriö er að jarðsyngja Evu en sögumaður á að vera Erneste „Che” Guevara, upp- reisnarforinginn víðfrægi. Hann flytur áheyrendur, að útförinni lokinni, aftur til ársins 1934. Hér verða rakin helstu atriði söngleiksins í þeirri röð sem þau gerast fýrir þá sem ekki hafa enn haft tækifæri til að sjá E vitu. Áriö 1934 er Eva oröin 15 ára gömul. Hún hittir gítarleikarann og söngv- arann Magaldi er hann kemur fram í næturklúbb í bæ hennar. Hún ánetjast honum og fer meö honum til Buenos Aires og yfirgefur að fullu dmngalegt smábæjarlifiö. 1935—40: Eva losar sig við Magaldi skömmu eftir að hún kemur til höfuð- borgarinnar og tekst aö vinna fyrir lifi- brauði með vinnu í klúbbum og leik- húsum. 1940—43: Leikhúsferill Evu blómstrar samhliöa því að hún verður þekkt sem útvarps- og kvikmynda- stjama og meö milligöngu mágs síns, sem er í hemum, kynnist Eva fjölda háttsettra herforingja. 1943: Hún hittir Juan Peron sem er þegar orðinn valdamikill í ríkisstjórn- inni. Hann hefur orð á sér fyrir áhuga á ungum leikkonum. Þegar hér er komið sögu er hann ekkjumaður, 48 ára gamall, nákvæmlega helmingi eldri en Eva. 1944: Sem ástkona Perons verður Eva hæst launaða leikkona Argentínu í Radio Belgrano. 1945: I október þetta ár er Peron tekinn höndum og fangelsaður. Þrot- laus barátta Evu meðal annars með sviðsettum mótmælum á götum úti, leiðir til þess að Peron er látinn laus 17. október, dag sem peronistar síðar til- einkuðu sér og héldu hátíðlegan. 1945: 21. október þetta ár eru Eva og Juan Peron gefin saman með leynd. 1946: Juan Peron kosinn forseti Argentínu. 1947: Eva fer í eftirminnilega Evrópuferö þar sem hún fær mis jafnar móttökur. Hún stofnar sjóð til hjálpar bágstöddum og vinnur ötullega að félagsmálum. 1951: Tillaga kemur fram um Evu sem varaforseta við næstu kosningar, þegar kjósa á Peron til forseta öðru sinni. — Fyrir þrýsting frá herstjóm- inni er Eva neydd til að gefa ekki kost ásér. Það var augljóst að Eva hafði allan metnað til að verða varaforseti landsins. Við þetta gat herstjórnin ekki sætt sig þar sem hún hefði þá orðið for- seti ef Juan Peron félli frá. Eva var orðin veik og 6. nóvember 1951 gekkst hún undir aðgerö við krabbameini. 1952: 4. júní kemur Eva síðast fram meömannisínum. 1952: Eva Duarte de Peron dáin 26. júlíkl. 20.35,32 áraaðaldri. Hér lýkur söngleiknum eins og hann byrjaði. Sögu Perons er þó ekki lokið þar með og varla er hægt að skiljast svo við Evitu að ekki sé minnst á hvað varð um eiginmanninn, hinn valda- mikla Peron. Við dauða Evu Peron varð mikil þjóðarsorg í Argentínu. Á útfarar- daginn féll öll starfsemi niður í höfuð- hússins í Woodlane. Aóaiheióur Sveinsdóttir og Sigurjón Jónsson. Þau voru fulltrúar Sel- tiarnarness i feróinni. Inger Þormóðsson og Hörður Þormóðsson. Höróur sagói okkur fró því er hann varð vitni að því er maður, sem var aó veója peningum i peningaspili á götu úti, var rændur 500 £. Svona skeður ekki nema i stórborg, eða hvað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.