Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 18
18 DV. LAUG ARDAGUR 26. MARS1983. ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN Lítil plai með lH‘vsn Von er á lítilli plötu frá hljómsveitinni Þey nú einhvern tíma á nœstu dögum. Þetta er þriggja laga plata sem inniheldur fremur nýtt efni. Eins og flestir œttu að vita er Þorsteinn Magnússon gítarleikari hœttur í hljóm- sveitinni en hann leikur samt sem áður með á plötu þess- ari. Fréttatilkynntng frá Q41 Hljómsveitin Q4U (kjú for jú) mun á næstunni leika á nokkrum hljómleikum til að kynna nýútkomna hljómplötu sína. Hljómleikarnir verða aöallega á Reykjavíkursvæö- inu en mögulegt er að spilað verði á Akureyri. Fyrstu hljómleikarnir voru í Þróttheimum í gær. Hljóm- sveitin leikur í Klúbbnum í dag með hljómsveitinni Þey. Miðviku- daginn 30. verður hljómsveitin á Veitingahúsinu Borg, og munu einnig koma fram hljómsveitin Iss! sem hefur getiö sér gott orð nú þegar þrátt fyrir stutta lífdaga. Einnig koma fleiri fram. Q4U mun síðan spila á nýja veitingastaðnum Safari þann 7. apríl, að öllum líkindum með Sonus Futurae. Fleiri hljómleikar eru í undirbúningi og verða þeir kynntirsíðar. Vigga, Smondnrnir og Tappinn — Á lónleikum á Borglnm Hljómsveitimar Tappi tíkarrass, Smondarnir og Vigga viðutan léku á Borginni síðastliðið fimmtudags- kvöld. Fyrst lék hljómsveitin Vigga viðutan en hún mun vera samansett úr velþekktri hljómsveit hér í bæ. Þrír piltar sem leika á gítar, bassa og trommur, músíkin er í ætt við punk, en þess má þá geta að þessi hljómsveit kemur fram í dulbúningi. Vigga viðutan lék nokkur ágætislög, eitt þekkt: Ilt í ebni með Tappa tíkar- rassl Næst léku Smondamir. Þeir eru heavy metal grúppa i orðsins fyllstu merkingu sem eiga það til að bregða fyrir sig blues við og við. Þeir piltar eru fimm, tveir gítarar, bassi, trommur og söngvari. Smondamir léku óhemjulengi, að mínu mati, enda ekkert sérlega hrifin af þessari tegund tónlistar. Þá varkomið að Tappa tíkarrassi. Hljómsveitin hefur lengi verið talin með efnilegri hljómsveitum í bænum og framkoma þeirra þarna gerði ekkert annaö en að efla þá skoðun manns. Um miðbik prógrammsins tilkynnti Björk að kominn væri fyrrum liðsmaður hljómsveitarinnar sem ætlaöi að aðstoöa við flutninginn. Var þar kominn Eyþór, annar söngvari Tappa tíkarrass í byrjun. Siöasta lagið sem hljóm- sveitin lék heitir Helvítis djöfulsins andskotans miranda, eða eitthvað í þá áttina, og er eitthvert skemmtilegasta lag sem ég hef heyrt ílangantíma. Tappa tíkarrassi tókst að ná góðri stemmningu út úr þessu fáa fólki sem var á þessum annars ágætu tónleikum. Vmsælnstn lögln Og þá er það listinn. Þessa vikuna velur Gunnþór bassaleikari i hljómsveitinni Q4U hann. Sid Visious. JOY DIVISION............Love will tear us apart SID VISIOUS...................Myway NEWORDER....................Ceremony SEX PISTOLS.......................No fun SOFT CELL......................Sex darwf DISCHARGE....................Never agagin D.A.F.....................Ein bischen Krige SIOUXIE AND THE BANSHEES ... She' s a carnival O.M.D..........................Joan d'Ark KILLING JOKE......................Psycho Björk og, ef vel er gáð, tærnar á Eyþóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.