Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUG ARDAGUR 26. MARS1983. 13 ístandsmeistarinn Sólveig Leifsdóttir með verðlaunin sem hún fékk á International Beauty Show '83 i New York um daginn. Hún var í öðru sœti i keppni þar. DV-mynd GVA. UUMBO FRÁ SAMSUIMG Sólveigu til Bandarikjanna sem módel. Einnig var með í förinni María Auöur Guðnadóttir, móðir Sólveigar, hún er fatameistarinn í hópnum. „Helgu Jónu sá ég fyrst í Sjallanum á Akureyri. Hún vakti athygli mína þar, glæsileg stúlka sem skar sig úr mannfjöldanum. Ég orðaði við hana á staðnum hvort hún gæti verið módel fyrir mig í fyrirhugaðri ferð. Þetta var þá á umræðustigi i fyrra. Helga Jóna var þá á leið suöur í Háskólann og sló til. Endanlega fékk ég ekki send gögn frá New York fyrr en rétt tveimur vikum áður en við áttum að mæta i New York. Þá voru ermamar brettar upp og hafist handa, æft öll kvöld eftir vinnu og um helgar. Mamma hafði nauman tíma til að hanna og sauma fötin en það voru alls fimm kjólar sem hún hafði tilbúna eftir vikuna. Það voru fleiri sem lögðu mér lið. Heiðar Jónsson snyrtir og Sigrún Sævarsdótt- ir snyrtifræðingur ráölögöu mér um snyrtingu á Helgu Jónu. Snyrtivör- urnar lét Heiðar mig fá. Það er mikill kostnaður vegna þátttöku í keppni erlendis en hann ber ég allan sjálf.” Það er óhætt að segja að íslenskir hárgreiðslumeistarar standa jafnfætis erlendum „kollegum”. Frammistaða Sólveigar sannar það og þess má geta einnig að Elsa Haraldsdóttir var Norðurlandameist- ari í hárgreiðslu fyrir nokkrum árum. Elsa var í dómnefnd í keppnunum í New Y ork um daginn. „Það eru um tuttugu íslenskir hár- greiðslumeistarar í Pivot Point, alþjóðlegum klúbbi hárgreiðslumeist- ara. Hingað til lands hafa komið nokkrir hárgreiðslumenn á þeirra vegum og haldin hafa verið námskeið með þeim hér. I gegnum Pivot Point kiúbbinn komst ég sem þátttakandi i Intemational Beauty Show ’83 í Coliseum i New York núna,” segir Sólveig. ,,Eg sagði áður að ég hefði mjög mikla ánægju af þátttöku í keppni. Þar fyrir utan er mikill lær- dómur í þessu, alltaf einhver þekkingarviðbót sem maður safnar í sjóð.” Sunnudagskvöldiö 13. mars var eirx.° og hálfs klukkutíma dagskrá i NBC sjónvarpsstöðinnifrá Coliseum. „Ég sá ekki útsendinguna, vissi ekk- ert að hún væri á dagskrá,” sagði Sólveig. „En í sambandi viö þessa út- sendingu dettur mér í hug að segja þér frá frænku minni sem býr í nágrenni New York. Hún hafði sagt frá þvi á vinnustað að frænka hennar frá fslandi væri væntanleg til þess að taka þátt i hárgreiðslukeppni í Coliseum. Siöan, þegar hún kemur til vinnu á mánudagsmorgun, rjúka starfs- félagarnir á hana með kossum og hamingjuóskum með frænkuna. Hún þurfti ekki að segja fréttimar, alUr vissu að lslendingur haföi verið í öðru sæti.” -ÞG „Galagroiflsla" Sólveigar Laifsdóttur vakti mikla athygli enda fékk hún hœstu mflgulegu sttgagjflf fyrir þessa groiflslu. i fléttuvafninginn er bláum sfnisþrwfll vallfl og i Jaflrana saumaði Sóiveig mefl bláum glitþrœfli. BYLGJUR: LW — MW — FM STEREO SNERTITAKKAR — 12 WATTA MAGNARI AMPS SJÁLFVIRKUR LAGALEITARI - 4 HÁTALARAR LÁGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 SJÓNVARPSBÚDIN Verð kr. 7.315,- (stgr.) Flugmódel i miklu úrvali. Svifflugur og mótorvélar fyrir fjarstýringar, linustýringar eða frittfijúgandi. allt til módelsmída Póstsendum samdægurs Fjarstýrbir bilar, fjölmargar gerðir (þessir bilar ná allt að 70 km. hraða) Fjarstýringar 2ja—8 rása. Fjarstýrð bátamódel i miklu úrvali. TðmSTUnDflHÚSIÐ HF Lougauegi 164-Reukiauit »21901

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.