Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Page 4
Sbengjasteypan er sterií bœði í eldi og íjaröskjálftum — segja Helgi H. Árnason og Ólaf ur Pálsson hjá Byggingariðjunni hf. „Þaö er misskilningur og beinlínis rangt að bruna- og jarðaskjálftaþol strengjasteypuhúsa sé lakara en annarra húsa. Þvert á móti er strengjasteypan sterk bæði í eldi og í jarðskjálftum,” sögðu þeir Helgi H. Ámason og Olafur Pálsson hjá Byggingariöjunni hf. í samtali viö DV. Helgi er verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins en Olafur múrarameistari og einn af eigendum. Efasemdir vöknuðu með upplýs- ingum um hugsanlegan Suðurlands- skjálfta og síðan brunann hjá Álafossi. ,4 bruna stenst strengjasteypan hvað best af þeim byggingarefnum sem um er að ræöa. Það má meðal annars marka af þeim stórbrunum, sem orðið hafa á síðari árum. I eldsvoöum í strengjasteypuhúsum í Skeifunni 1975 og nú hjá Álafossi var mikill eldur laus klukkustundum saman og talið aö hiti viö þak hafi verið um og yfir 1.000 gráður. Við slíkar aðstæður stenst raunar ekkert byggingarefni, en steinsteypa eöa strengjasteypa hemja mun fremur útbreiðslu eldsins en léttu efnin. I báðum þessum brunum féllu aðeins hlutar húsanna. I stórbrunum í stál- grindarhúsum, eins og vöruskemmu Eimskips viö Borgartún og mjöl- skemmu í örfirisey, varö tjónið hins vegar algert. Brunaþol er mælt og flokkað eftir opinberri reglugerð. 1 reglugerðinni frá 1978 eru dæmi um efni í eld- varnarflokki A60, sem þola upphitun í 60 mínútur án þess aö tapa eldþoli. Þar eru nefndir bitar úr strengja- steypu með 35 millimetra steypulagi utan á burðarjárnum. En allarslíkar einingar, sem við höfum framleitt frá 1978, eru með 39 mm þykku steypulagi og því enn öflugri. I A60 flokki eru einnig bitar úr jámbentri steinsteypu með 25 mm þykku steypulagi utan á burðarjárni, bitar úr stáli eldvarðir með 35 mm þykku járnbentu steypulagi. Þá eru ákvæöi um að gera skuli ráð fyrir að þversnið límtrésbita minnki um 2X35 mm, bæði hæð og breidd, í klukkutíma bruna. Jarðskjálfaþol strengjasteypu- húsa er einnig sist minna en annarra húsa. Það er að sjálfsögðu ákveðiö við hönnun á sömu forsendum og skjálftaþol almennt og samkvæmt gildandi reglum byggingaryfirvalda. Samtenging bita við veggi og stoðir er með öflugri jámafestingu. Strengjasteypuhúsin em léttari og hafa meiri sveigjanleika en hús úr járnbentri steinsteypu og hafa staðist vel, þegar reynt hefur á þau í skjálftum.” Þetta sögöu þeir Byggingariðju- menn, Helgi og Ólafur. I verksmiðju- sölunum var unnið af krafti við að gera strengjasteypueiningar í staö þeirra sem skemmdust í Álafoss- brunanum. Einnig við einingagerð fyrir stórmarkaö SlS og kaupfélag- anna í Holtagörðum og fleiri stór- virki. Uppi stóöu einingar í íbúðar- hús með marmara á útveggja- hliöum. Byggingariðjan framleiddi í fyrra einingar í heila húsaþyrpingu, sem Einhamar sf. reisti í Selja- hverfi. HERB Drögað málefnagrundvelli Bandalags jafnaðarmanna: Áhersla lögð á valddreifingu — blandað hagkerfi og af nám einokunar Bandalag jafnaöarmanna hefur lagt fram drög að málefnagrundvelli sínum. I upphafi þeirra segir aö meginatriðin í stefnu bandalagsins séu að algerlega verði skilið milli framkvæmdavalds og löggjafar- valds, að framkvæmdavald verði kosiö beinni kosningu, þar sem hver maður hafi eitt og jafnt atkvæði, og að því gefnu sé réttlætanlegt að kjördæmaskipun og kosningar til löggjafarþings verði óbreytt. Bandalagiö leggur áherslu á vald- dreifingu og lýðræði, og aukna ábyrgð sjálfstæðra eininga og einstaklinga. Hinum smáu einingum í samfélagsgerö og atvinnulífi verði sköpuö skilyrði til aukins sjálfræðis og áhrifa. Bandalagið aðhylUst blandaö. hagkerfi einkarekstrar, samvinnu- rekstrar og opinbers rekstrar (ríkis og þó einkum sveitarfélaga), þar sem brjóta ber niður einokun hvers konar. Lagt er t.d. til að einkaréttur Ríkisútvarpsins til útsendinga verði afnuminn. I utanríkismálum leggur Bandalag jafnaðarmanna áherslu á gagn- kvæma afvopnun og útrýmingu kjarnorkuvopna og tekur undir sjónarmið friðarhreyfinga. fsland verði áfram aðili að Atlantshafs- bandalaginu. Hallalaus rekstur ríkissjóðs, hóflegar lántökur og rétt skráning gengis eru meðal helstu atriöa í efna- hagsmálum. Einnig skal komið á staðgreiöslukerfi skatta, fylgt raun- vaxtastefnu og verðtryggingu inn- og útlána. Verslun skal vera frjáls og verðlagsákvæði afnumin, viðskipta- höft og skömmtun skal ekki í lög leiða. Setja ber stranga verðlagslög- gjöf og efla verðlagsskrifstofu. Valddreifing er lykilatriði í hugmyndafræði Bandalagsins, þ.e. sú grundvallarhugsun að ráðum fólks skuli sem mest ráðiö í litlum ein- ingum, af því sjálfu, valdið sé fært til sveitarstjóma í síauknum mæli og þær dreifi valdi áfram, t.d. til hverfa- og íbúasamtaka. Frjálsir samningar um kaup og kjör, fiskverð og verð á landbúnaðarafurðum, svo nokkuð sé nefnt, er liður í slíkri vald- dreifingu. Aðilar vinnumarkaðarins eiga aö vera frjálsir og óháöir öllu valdi, lýðræði innan samtaka launa- fólks skal vera virkt og samningar um kaup og kjör frjálsir, án afskipta ríkis- eða flokksvalds. Lagt er til aö Framkvæmda- stofnun ríkisins verði lögð niður, svo og Sala varnarliðseigna. Áhersla er lögö á aö dómskerfi verði óháð löggjafarvaldi og fram- kvæmdavaldi, meðferð dómsmála hraöað og að borgarar eigi kost á ókeypis lögfræðiaöstoö. Bandalagiö telur brýnt að sýna varkárni í samskiptum við erlenda fjármagnsaðila og aö fullt tillit sé tekiö til verndunar umhverfis við val á virkjunar- og stóriðjukostum. -PÁ. DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983. George Bush, varaforsetl Banda- ríkjanna. George Bush væntanlegur Ákveðið hefur verið að George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, heimsæki Norðurlöndin í sumar. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær af þessari heimsókn verður en talið er að hann komi hingað til lands um mánaðamótin júni/júlí. Tilgangur ferðarinnar er almennt skraf og ráðagerðir með leiðtogum Norður- landa. -SþS. Skipuð nefnd um málefni aldraðra Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur skipað í sam- starfsnefnd um málefni aldraðra. Nefndina skipa eftirtaldir: Almar Grímsson formaður, séra Sigurður H. Guðmundsson, tilnefndur af öldrunarráði Islands og Ingibjörg Rafnar lögfræðingur, tilnefnd af Sambandi ísl. sveitar- félaga. Skipunartími nefndarinnar er frá 1. janúar 1983 til næstu fjögurra ára. Helstu verkefni samstarfsnefnd- arinnar eru að hafa frumkvæði að stefiiumótun um málefni aldraðra, að annast áætlanagerð um málefni aldraðra fyrir landið í heild, að vera tengiliður milli ráðuneyta, stofn- ana og samtaka, sem starfa að. málefiium aldraðra, aö vera ráð- herra og ríkisstjórn til ráðuneytis um þessi mál og að annast stjóm Framkvæmdasjóðs aldraðra og gera tillögur til ráðherra um úthlutun úrsjóðnum. -J.G.I., starfskynning. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði ——■——————■■■ I ■ ■■■ —————————■— Stofnanafargan í heimspekideild Ein af skyldum háskólakennara er að stunda f ræðistörf og er kennslu- skylda þeirra miðuð við það. Híns vegar hefur orðið verulegur mis- brestur á því, að háskólakennarar uppfylli þessa skyldu, þ.e. gefi út niðurstöður fræðirannsókna sinna. Þó verður því ekki neitað, að slíkt gerist öðru hverju og fyrir nokkru varði einn af kennurum heimspeki- deildar doktorsritgerð sem hann hafði ritað um íslenska dansa. Er það út af fyrir sig þakkarvert, þótt menn taki hins vegar eftir því, að rit- gerðin er varin við sömu stofnun og doktorsefnið kenndi, en það er þvert á aldagamlar venjur um að doktors- efni leiti til annarra háskóla um leyfi til doktorsvama. Átti þó í þessu tii- viki að vera hægur vandi fyrir doktorsefni, því að ritgerðin um íslensku dansana er rituð á ensku og því ekki handhæg íslenskum almenn- ingi. Ekki sakar að geta þess, að doktorsefnið, Vésteinn Ólason, hefur um Iangt árabil verið einn af helstu ■ hatursmönnum bandaríska vamar- ' liðsins hér á landi, og ein af megin- Iröksemdum hans gegn hernum hefur verið hin síauknu engilsaxnesku áhrif, sem m.a. kæmu fram í síauknu flóði dægurlagatexta á ensku, auk orðatiltækja. En nú eru sem sagt áhrifin farin að koma fram á doktorsritgerðum. En samhliða því, að Iítið fer fyrir rannsóknarstörfum háskólakennara með kennslustörfum, einkanlega í heimspekideild, þá hafa þessir opin- bem starfsmenn stofnað hverja stofnunina á fætur annarri innan deildanna. I útvarpinu var getið um að í heimspekideild væm stofnanir eins og: sagnfræðistofnun, bók- menntastofnun, málvisindastofnun, o.s.frv. öllum þessum stofnunum var það sameiginlegt, að það vom kcnnarar við háskóladeildina, sem veittu stofnuninni forstöðu, tilgangur stofnunarinnar var sá sami og með kennslu viðkomandi háskólaprófess- ora, en jafnframt var tekið fram, að því miður hefði fjárveitingavaldið ekki séð ástæðu til þess að styrkja þessar stofnanir nema lítillega. Svarthöfði er síður en svo mótfall- inn auknum styrkjum til háskólans enda á vegur hans að vera sem mestur. En hið lokaða kerfi, sem há- skólinn hefur byggt upp umhverfis sig, hefur ekki orðið til þess að efla samstöðu um Háskóla íslands. Og allra síst á þetta við um heimspeki- deild Háskóla íslands, en þar virðist vera að myndast þröngur klikuhópur marxista, sem fyrst og fremst hugsar um að viðhalda valdastöðum sínum og koma kunningjum sinum að. Og það verður að segjast eins og er, að menn hljóta að taka sagnfræði manna eins og Gunnars Karlssonar með tortryggni og efast um dóm- greind hans tU að skUja hismiö frá kjarnanum, — manns, sem telur Fidel Castro og fangabúðariki hans einu von mannkynsins. Hinar sérstöku stofnanir heimspekideUdar virðast skv. frétt útvarpsins tU þess eins að ná í fleiri styrki handa háskólakennurum. Ekki verður séð, að stofnanir þessar muni verða tU þess að auka víðfeðmi þess starfs, sem stundað er í heimspekideUd, a.m.k. verður ekki séð, að dr. Vésteinn Ólason starfi að öðru í bókmenntastofnuninni heldur en í kennslustarfi sínu, þó er vitanlega hugsanlegt að hann ræði hugöarefni sin á ensku á stofnana- fundum. En hvemig á þá að efla háskóla- starfið? Það veröur u. gert með því að auka styrki til manna, sem óska að stunda framhaldsnám, manna, sem eru að vinna að fræðUegum rit- gerðum hér heima, og opna leiðir fyrir aukið fyrirlestrahald manna, sem starfa utan háskólans. Að nokkru hefur VLsindasjóður staðið straum af slíkum styrkjum, en einnlg má nefna sjóði eins og Gjöf Jóns Sigurðssonar, að ógleymdum beinum f járveitingum sveitarfélaga, fyrirtækja og menntamálaráðu- neytisins í þessu skyni. Þá má ekki gleyma áhugamannafélögum, sem hafa undanfarið haldið fræðslufundi og ráðstefnur meö fræðimöunum, þar sem áhugafólk hcfur haft aðgang að. Áður fyrr var það talið standa Há- skóia íslands fyrir þrifum, hversu fáir væru þar við nám. Nú er það ekki lengur helsta vandamálið, bitt virðist vera meira vandamál, að kennarar við heimspekideild telja tima sínum best borgið með því að hugsa út leiðir til þess að auka launa- greiðslur til sín í stað þess að vinna við þau störf, sem þeir eru skipaðir til, að kenna, en leita að öðrum kosti annarra starfa. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.