Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Page 6
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Á útsölu Sambandsins sáum við meðai annars þessa Kínverja sem skoðuðu efnisstranga af miklum ákafa. Á síðustu vorútsölunum: Hagstæð kaup gerð á sið- ustu stundu Tími útsölunnar er liöinn. I januar og febrúar voru útsölur í nærri hverri verslun. Nú er engin eftir. DV- menn litu inn á tvær síðbúnar útsölur núna fyrir helgina til þess að sjá þá síðustu sem reyndu að spara sér krónumar með því að versla fremur á útsölum en annars staðar. önnur þessi útsala mun reyndar halda eitthvað áfram. Það er í Lagernum á Smiðjuveginum. Þar er hægt að ganga inn á næstunni og kaupa sér föt á allt að verksmiðju- verði. Hin hætti um helgina. Það var út- sala Sambandsverksmiöjanna í Hús- gagnahöllinni á Bíldshöföa. Þegar DV-menn litu þar inn seinnipartinn á föstudag var h'ka mikiö um að vera því greinilegt var aö menn ætluðu að tryggja sér það sem eftir var. Þama var líka hægt að fá fatnað af ýmsu tagi, þar með talið skótau, garn, klæði í fatnaö og gluggatjöld svo eitt- hvað sé nefnt. Sumt var lítils háttar gallaö en annaö stráheilt en hafði verið sett til hliðar til að rýma fýrir D V-myndir Einar Ólason. nýjum birgðum. Hægt var aö fá fínar ullarpeysur á 200 krónur, teppi í bílinn á 100 krónur, gúmmískó á 45 krónur og poka fullan af garni á 60 krónur. Þessi útsala er sú fyrri sem Sambandiö heldur á árinu, aftur verður komiö í haust með nýja út- sölu. I Kópavoginum á útsölu Lagersins var mun minna að gera. Þar var inni ein ung stúlka að skoða föt. En hægt er að kaupa föt þar, bæði innlend og erlend, á töluvert lægra verði en í búðum. Svo dæmi sé tekið kosta þunnir nælonjakkar 490 krónur, úlpur 895, buxur 295-470 og karlmannapeysur 195—495. DS A thugað hvaða stærð herrann þurfi afskyrtu. Skyldi eitthvað afþessum skóm passa?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.