Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur NYIR STÖÐUMÆL- AR VIÐ FRAKKA- STÍG OG VITASTÍG Þeir sem leggja bílum sínum við Frakkastíg og Vitastíg eiga von á því innan tíðar að þurfa að borga í stöðu- mæla, beggja vegna götunnar. Bílum hefur lengst af verið lagt beggja vegna en aðeins verið stöðumælar vinstra megin. Nú á hins vegar að setja stöðu- mæla hægra megin líka, 6—7 við hvora götu. Er þetta gert til þess að auka bílastæði í nágrenni viö Laugaveginn því þð að beggja vegna gatnanna hafi verið lagt hefur fram til þessa verið ólöglegt að leggja öðrum megin. Ekki spillir heldur fyrir að með þessu fæst aukið fé inn. Guttormur Þormar yfirverkfræðing- ur sagðist ekki geta sagt alveg um það hvenær mælarnir yrðu settir upp. Reynt verður að bíða eftir því að frost fari úr jörðu þannig að ekki þurfi aö sprengja fyrir þeim. Jafnframt því að þessir mælar verða settir upp verða aðrir teknir niður við Bárugötu og Ránargötu þannig að í heild fjölgar mælunumekkert. Stööumælar í borginni eru nú um þúsund. Áður borguðu menn í þá með krónupeningum. Nú er hins vegar búið að breyta þeim nær öllum þannig að það þarf 5 krónu pening í þá. Algengt mun vera að fólk setji ennþá krónu í mælinn og haldi síöan að hann sé bilaöur. Svo er langoftast ekki, aöeins þarf stærri pening. Þeim sem ætla að versla viö Lauga- veg má líka benda á nýtt bílastæði við Lindargötu þar sem hægt er að leggja ókeypis. Þaö er á milli Frakkastígs, Skúlagötu, Vatnsstígs og Lindargötu. Ekiö er inn á það frá Frakkastíg og Vatnsstíg. Þetta stæði er sáralítið notað þó kaupmenn og starfsfólk í verslunum leggi þar bílum sínum nokkuð. Þó að spölur sé að labba upp á Laugaveg getur það borgað sig ef lengi þarf að dvelja og hætta er á því að stöðumælistíminn renni út. DS Eitt tilbrigði af páskatertunni. Þessi er skreytt með aprikósusnciðum og rifnu suðusúkkulaði dreift yfir snelðarnar. Á miili ávaxtasnciðanna er stráð söxuðum möndlum eða hnetum. Á litlu myndinni er sýnt hvernig botninn er skorinn í sundur þegar hann er orðinn kaldur. Páskaterta með tilbrigöum Páskaterta 4egg 11/2 dl strásykur 1 dl hveiti ldlkartöflumjöl 2 tsk. lyftiduft Bragðefni ef vill: 1 tsk. vanillusykur eða rifinn börkur af 1 sitrónu Egg og sykur þeytt mjög vel saman. Þurrefnum síöan blandaö vel saman viö. Hellt í vel smurt form (ca 2 lítra). Á meöfylgjandi mynd má sjá að kakan hefur ekki verið bökuð í venjulegu kringlóttu kökuformi, heldur aflöngu, og er þaö ágætis tilbreyting. Kakan er bökuð i 200 g heitum ofni, neðst í ofninum. Bökunartími 30—35 mínútur. Þegar búið er að taka kökubotninn úr forminu er hann skorinn langsum í tvennt, látinn kólna samt fyrst. Á milU botnanna má setja sitt lítið af hverju. Til dæmis epla- mauk, fersk jarðaber (fryst), þeyttan rjóma og blanda saman við hann líkjör, sérríi eða niður- söxuðum ávöxtum (úr dós). í verslunum er bæði hægt að kaupa tilbúinn „fromage” og eins duft í pökkum sem auðvelt er að laga gott fromage úr. Það gæti verið ein hugmyndin að setja fromage á milli botnanna. Sama hvað sett er á milli, verður tertan ljúffengari ef það er gert daginn áður en á að gæða sér á góðmetinu. Þeir sem vilja baka stærri tertu en tveggja botna, tvö- eða þrefalda uppskriftina eða meira eftir þörfum. Athuga þarf að því stærra sem formið er og meira í því, þarf lengri bökunartíma. Þeyttur rjómi settur yfir botn- ana. Til skreytingar niðursoðnir ávextir, rifið suðusúkkulaði, hnetur eða möndlur. Þetta er aðeins uppástunga, möguleik- arnir eru í höndum bakaranna. -ÞG Séð niður Frakkastíginn frá Njáisgötu. Nú á næstunni verða þeir sem leggja bílum sinum hægra megin götunnar einnig að borga istöðumæli. D V-mynd Bj. Bj. Message rafmagns- ritvélar Litla Message 860 ST rafmagnsritvélin eralvöru ritvél. Letur- borðið er fullkomið með dálkastilli. Vélin er stöðug og traust, en tekur þó sáralítið pláss. Message 990 CR er eins byggð og 860 ST vélin en hefur leið- réttingarborða að auki. Message 860 ST eða 990 CR er tilvalin ritvél fyrir minni fyrir- tæki, í skólann eða á heimilið. VERÐ FRÁ KR. 8.250,- SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 — Slmi 20560 — Pósthólf 377 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.