Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Qupperneq 8
8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Helmut
Schmidt
geríst
rit-
stjóri
Helmut Schmidt, fyrrum
kanslari V-Þýskalands, mun hefja;
störf sem meöritstjóri vikublaðsins
Die Zeit þann 1. maí næstkomandi.
Hinn er núverandi ritstjóri
blaðsins, MaronDoenhoff.
Die Zeit þykir mjög ábyrgt blað
og er mjög virt í Þýskalandi.
Einkanlega gefa menn gaum
skrifum þess um stjórnmál í V-
Þýskalandi.
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs
komst blaðið í fyrsta sinn í 400
þúsund eintaka útbreiðslu.
Skömmu eftir að stjórn
Schmidts var felld í atkvæða-
greiöslu þingsins í október í vetur
lýsti hann því yfir að hann mundi
draga sig út úr stjórnmálum að
loknum þingkosningunum, sem
fóru fram núna í mars. — Willy
Brandt, forveri hans í kanslara-
embættinu, var og er formaður
sósíaldemókrata.
Hjávondufólki
Maður, sem sekur var fundinn
um að hafa drepið foreldra sína,
fékk að yfirgefa réttarsalinn frjáis
maður níu mánuðum síöar.
Hinn 21 árs gamli Charles
Ireland fékk skilorðsbundið 2ja ára
fangelsi, því að dómarinn tók tiliit
til þess að árum saman hafði hann
sætt mjög illri meðferð af for-
eldrum sínum.
Þau höfðu barið hann með svipu,
neytt hann til að sofa um nætur í
hundakofanum og þrælaö honum út
á sveitabæ þeirra sextán stundir á
dag, kauplaust.
armanna
Bulent Ecevit, fyrrum forsætis-
ráðherra Tyrklands, segist hafa
fengið leyfi herlagayfirvalda í
Tyrklandi til þess að sækja
alþjóðaþing jafnaðarmanna í
Portúgal í næsta mánuði.
Síðan herinn tók völdin í
Tyrklandi 1980 hefur Ecevit
þrívegis veriö fangelsaður fyrir
gagnrýni á herforingjastjórnina.
Honum var boðið á jafnaðar-
mannaþingið, því aö flokkur hans,
Lýðveldis- alþýðuflokkurinn, tald-
ist sósíalískur. Ecevit afþakkaði í
fyrstu, því aö flokkur hans, eins og
mestöll önnur stjórnmálastarf-
semi, er bannaðurí Tyrklandi.
Honum og konu hans barst þá
annað boð um að sitja þingiö sem
sérstakir gestir og fengu þau leyfi
yfirvalda til utanfararinnar.
Ecevit, sem eru bönnuð afskipti
af stjómmálum í tíu ár, fékk í
desember að heimsækja Norður-
löndin.
Votviðrasamt á Kúbu
Um ein milljón Kúbumanna
gáfu eftir sjálfviljug frídagsinn um
helgina til þess að starfa við sjálf-
boðaliðastörf að landbúnaði. tJr-
hellisrigningar síðustu vikur hafa
valdiö miklum vanda í landbúnaði
Kúbu.
I þessari sjálfboðavinnu tóku
þátt stéttarfélög öll og æskulýðs-
félög og unnu viö að fjarlægja sorp,
skera sykurreyr og tína tómata og
annað grænmeti sem lá undir
skemmdum á blautum ökrunum.
Þetta hefur verið votviðra-
samasti vetur á Kúbu í manna
minnum eða í hálfa öld að minnsta
kosti og eru nú hafnar umræður um
að aðstoðar sé þörf frá Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna.
Græningjar setja
lit á Bonn-þingið
Sambandsþingið í Bonn mun ganga
til kosninga um kanslara V-Þýska-
lands, þegar þingið veröur sett í dag.
Engin eftirvænting ríkir um kjör
Helmuts Kohls í kanslaraembættið, en
þeim mun meiri um fyrstu mætingu
græningja á þingfundi.
Hinir róttæku græningjar, semkomu
27 mönnum á þing í síöustu kosningum,
ætla að marséra til þingfundar undir
blómum og stórum boröa meö friöar-
táknum. — Þykir líklegt aö þeirra
Eiginkona Helmut Kohl fagnaði vel
kjöri bónda síns í kanslaraembættið
fyrr í vetur en minni eftirvænting
verður um kosninguna í dag.
þingseta eigi eftir að gera þingstörfin
litríkari en hingaö til hefur þekkst í 33
ára sögu Bundestag.
Nýliðamir unnu strax í gær sinn
fyrsta sigur í þinginu, þegar aðrir
flokkar beygðu sig undir kröfu þeirra
um stólaval í þingsalnum. Græningjar
vildu sitja fyrir miðjum sal en hótuöu
aö standa ailan fyrsta þingfundinn ef
þeim yrði raðað til vinstri í salnum,
eins og ráð hafði verið fyrir gert.
Kanslaranum virtist blöskra hvernig
nýliðarnir höfðu sitt fram. Hann sagði:
„Þetta er ekki spurning um hvar menn
sitja, heldur hvað þeir gera og hvemig
þeir styðja mál sitt rökum.”
Hann lagði fram ráðherralista
stjórnar sinnar í gær og munu ráðherr-
arnir sverja embættiseiða á morgun.
Tveir ráöherrar frjálslyndra víkja úr
stjórninni, en kristilegu flokkamir
báðir skipta þeirra embættum á milli
sín. Genscher, leiðtogi frjálslyndra,
heldur utanríkisráðherraembættinu.
Hægri sveifía
ÍSvíþjóó
Hægrisveifla virðist nú vera meðal
sænskra kjósenda, ef marka má niður-
stöður úr skoðanakönnun SIFO-
stofnunarinnar, sem birtar voru um
helgina.
Hægri flokkurinn fær 30% atkvæða
samkvæmt könnuninni, en það er
mesta fylgi sem borgaralegur flokkur
hefur fengið í Svíþjóð síðan skoðana-
kannanir hófust þar í landi.
Samkvæmt könnuninni bæta allir
borgaralegu flokkamir við sig fylgi frá
síðustu könnun. Vinstri flokkarnir tapa
báðir fylgi.
Sósíaldemókratar fá 44,5% (-1,5 ),
Hægri flokkurinn 30% (+1,0%),
Miðflokkurinn 14% (+2,0%), Þjóðar-
flokkurinn 4,5% (+0,5%), Vinstri-
flokkurinn, kommúnistarnir 5,0% (-
0,5%).
Skoðanakannanir þessar fara fram
mánaðarlega og þykja nokkuð
áreiðanlegar.
-GAJíLundi.
Laxarækt
vex fískur
umhrygg
i Noregi
—útflutningstekjuraflaxeldi
farayfir3 milljaröa króna
Laxeldi í Noregi hefur aukist um
50% á ári undanfarin ár, og þetta árið
munu útflutningstekjur Norðmanna af
laxarækt fara yfir þrjá milljaröa
króna. Fáar framleiðslugreinar þykja
eiga eins góðaframtíðarmöguleika.
Margir eru komnir á biðlista um
styrki til þess að hefja laxarækt en upp
á síökastið hefur það opinbera dregið
úr styrkveitingum. Til umræðu hefur
komið að auka að nýju aðstoð við þá
sem ætla að byrja fiskeldi.
Sölusamlag fiskeldisstöðva gerir ráð
fyrir að útflutningstekjur Norðmanna
af fiskirækt muni fara upp í 1,5
milljarða norskra króna (um 4,5
milljarða ísl. kr.) á árinu 1985. Spá
menn því að um aldamót skili fiskeldiö
jafnmiklum fiski af sér og hinn hefð-
bundni sjávarútvegur.
Þaö hefur ekki verið eins mikill upp-
gangur í silungsræktinni, því að Norð-
menn hafa ekki getað selt silunginn
annað en til Svíþjóðar og V-Þýska-
lands. En umræður í Noregi snúast
þessa dagana um að þörf sé á meiri
fjölbreytni í fiskiræktinni og ótryggt að
treysta á laxamarkaðinn einan. Enda
er þegar hafin ræktun og eldi á þorski.
Andropov og
De Cueller
á rökstólum
Yuri Andropov, leiðtogi Sovétríkj-
anna, hefur gefið til kynna í viðræðum
við De Cuellar, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, að hann styðji
tilraunir til þess að leysa Afghanistan-
málið.
Framkvæmdastjórinn er í Moskvu
og áttu þeir Andropov langar viðræður
í gær um helstu hættusvæðin í
heiminum og möguleikana á að friða
þau. Þar á meðal Afghanistan.
Fáir trúa því samt að heimsókn De
Cuellars framkvæmdastjóra muni
breyta í miklu afstööu Kremlar til
Afghanistan.
Tass-fréttastofan sagði aö
viðræðurnar í gær hefðu meðal annars
verið um hlutverk Sameinuðu
þjóðanna í að leysa alþjóðleg deilumál.
— Talsmaður framkvæmdastjórans
sagði að Andropov hefði látið í ljós
stuðning við tilraunir De Cuellars til að
koma sáttum á í Afghanistan.
Ballett-
dansari
strýkur
Enn einn sovéskur ballettdans-
ari hefur strokiö vestur yfir járn-
tjaldiö. Var Ijann í ballettflokki
Eistlendinga, sem hefur verið á
sýningarferð í Svíþjóö. Strauk
hann skömmu áður en síðasta
sýning flokksins hófst í Málmey.
Honum hefur verið veitt hæli sem
pólitískur flóttamaður íSvíþjóð.
Lax að stökkva í fossi. Fáar framleiðslugreinar þykja eiga eins mikla framtíð
fyrir sér í Noregi og Iaxeldið.