Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Side 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Breskir dátar leita uppi jarðsprengjur sem Argentinumenn höfðu komið fyrir, en stórar landspildur eru óaðgengilegar enn vegna sprengjuhættu. Leifar argentínskrar herflugvélar við Port Stanley og stöðugur erill breskra herskipa inn og iít úr höfninni minna staðarmenn á atburðina i fyrra. Eins árs afmæli sem enginn fagnar Um mánaðamótin verður ár liðiö frá því að Argentína hernam Falk- landseyjar. Þótt ekki sé lengra um liðið bendir margt til þess að í hugum margra Breta sé Falklands- eyjastríöið á leiðinni inn á gleymsk- unnar spjöld. Þessi ellefu vikna deila umeyjarn- ar syöst í Atlantshafi skildi þó eftir sig fyrir Breta ýmis vandamál óleyst, diplómatísk og efnahagsleg. Þau munu um hríð minna Breta á þennan vetur. Það var sem sagt 2. apríl í fyrra sem Argentínuher beitti því sígilda herbragði að koma hinum að óvörum og hertók eyjarnar. Þær hafa verið nýlenda Breta síðan 1833, en Argentínumenn hafa lengi gert tilkall til þeirra. Þær kröfur reisa þeir á þeim sögulegu forsendum að Falklandseyjar (eða Malvinas, eins og þær hétu á spönsku, og svo kalla Argentínumenn þær enn i dag) voru nýlenda Spánar þegar Spánn veitti Argentínu sjálfstæði. Margaret Thatcher gerði út flota skipa með sjóliöum, fallhlífasveitum og Harrier-herþotum til þess að frelsa eyjarnar undan hernámi Argentínu. Eyjarnar voru endur- heimtar en yfir þúsund dátar, sjó- liðar og flugliöar lágu í valnum, meirihlutinn Argentínumenn. Mikii umfjöllun Þaö mun fara lítið fyrir hátíða- höldum í tilefni þessa afmælis í Bretlandi þar sem almenningi er kannski minnisstæðust fréttakvik- mynd sem sýndi liðsflutningaskip Argentínumanna í Port Stanley og trúði þá varla eigin augum. Fram til þess höfðu fáir Bretar heyrt af Falk- landseyjum. Eftir það var erfitt að finna þann mann sem ekki vissi eitt- hvað um þessa nýlendu og íbúa hennar, 1800 tvífætlinga og 600 þúsund ferf ætlinga í sauðargærum. Síðan hafa verið skrifaðar þrettán bækur um Falklandseyjastríðið. Sjónvarpið hefur kvikmyndað þær í bak og fyrir og blöðin lagt marga metra af lesdálkum undir greinar og frásagnir af stríðinu. Þaö er orðiö nokkuð útjaskað sem umræðuefni í boðum og á ölstofunum. Margur Bretinn vildi feginn aldrei heyra á það minnst framar. I skoðana'- könnun Gallups, ekki alls fyrir löngu, vildu tveir af hverjum þrem Bretum að stjórnin tæki upp samn- inga við Argentínu um framtíð eyjanna. 52% töldu það ekki svara kostnaði (12 milljarðar króna á ári) aöverja eyjamar. Stór reikningur Núna, eftir að mesti æsingurinn er runninn af mönnum, er frekar unnt að gera upp reikningana. Enginn vafi leikur á því aö þessi snöggunni sigur 8 þúsund mílur suður í hafi varð hinni bresku þjóöarsál mikil andleg lyftistöng og gæddi hana nýju sjálfstrausti eftir áratuga hnignun Bretaveldis. Sigurinn var Bretum staðfesting þess að með því að standa sameinaðir og færa ein- hverjar fórnir byggju þeir enn yfir nægri seiglu til þess að sigrast á erfiöleikunum. Á hinn bóginn sitja Bretar uppi með skuldbindingar um að verja þessa dvergvöxnu og fjarlægu nýlendu og það kemur til meö að kosta þá 2,5 milljarða sterlingspunda fram til ársins 1986, sem er vel yfir ein milljón punda á hvem eyja- skeggja. Samningshorfur /itíar Enn hefur Argentína ekki fengist til þess að lýsa því yfir að stríöiö sé á enda og hefur 2. apríl veriö gerður að almennum frídegi í Argentínu sem minnst verður meö hátíðahöldum. Það er vitað að hemum í Argentínu svíöur ósigurinn sárt og niðurlæging- in og elur á von um að geta einhvern tíma rétthlutsinn. En jafnvel þótt Argentína fengist til þess að lýsa yfir stríðslokum er ljóst að djúpt yröi á því að samn- ingar tækjust við stjórnina í Buenos Aires um framtíð eyjanna. „Það kemur ekki til greina að semja um yfirráð Falklandseyja,” sagði Margret Thatcher forsætisráðherra nýlega í þinginu. „Þaö mundi jafn- gilda svikum við þá sem börðust fyrir málstaöinn og létu lífiö.” — Hún lýsti því yfir að Bretar ættu engra annarra kosta völ, á meöan Argentína vildi ekki hverfa frá til- kalli til eyjanna, en fylgja áfram þeirri stefnu sem kölluð hefur verið „Falklandseyjavirkið”. Nefnilega að verja meö hervaldi eyjamar fyrir ásælni Argentínu. Á meðan eyjaskeggjar sjáffir viija Á alþjóðavettvangi er þó lagt fast að Bretum að semja. Jafnvel vinir og bandamenn, eins og Bandaríkin, sem studdu Breta í Falklandseyja- deilunni og stríðsátökunum. Bretum er það sjálfum ljóst að það hlýtur að reka að því aö til samninga verður að ganga. Afstaða Breta markast af því, að yfirráð eyjanna verði ekki gefin eftir ef þaö stríðir gegn vilja og óskum íbúa Falklandseyja. Bresk herskip halda uppi eftirliti á hafinu umhverfis eyjamar. I síðustu viku voru sautján bresk her- og birgðaflutningaskip í Port Stanley sama daginn. Um 4 þúsund dátar era í varnarliðinu á eyjunum og heil flug- sveit af Phantom-þotum er ávallt viðbúin að mæta hugsanlegri skyndi- árás frá Argentínu. Mikii umskipti í fámennu byggðarlagi Meöal íbúa Falklandseyja sjálfra, og þá eirikanlega þeirra sem búa í Port Stanley (1050), er langur vegur frá þvi að stríðiö sé gleymt. Stríöið breytti öllu lífi eyjaskeggja, og það er smám saman að renna upp fýrir þeim, aö fyrri tíma hættir munu aldrei komast í samt lag aftur. I stað tíu þúsund manna hernáms- liðs Argentínumanna, sem við upp- gjöfina varð á brott frá eyjunum, er nú 4.300 manna breskt vamarlið. Stöðugur erill er viö höfnina þar sem herskip koma og fara, þungir her- flutningabílar grafa sundur vegina og stööugur vélagnýr frá herþotunum sem yfir fljúga. Þessu liði var fagnað meö faðmlögum og tárum fyrst eftir frelsunina, en áiagið af sambúðinni er fariö að Falklandseyjar, árieftirinnrás Argentínumanna Ungir eyjaskeggjar á göngu i Port Stanley þar sem „ástandið" er farið að setja sinn svip á bæjarbraginn. þreyta þessar 1800 sálir sem þama eiga heimili sin. Komnir í „ástandið " „Hvenær verður íþróttahús skólans rýmt af hemum og aftur tekiö til almenningsnota? Hvernig eiga vegimir að standast þessa þungaflutninga? Á aö banna dátunum að verja frítíma sínum á ölkrá bæjarins þar sem hópur þeirra braut allt og bramlaði í fylliríi um daginn?” — Slíkar spumingar era farnar að gerast áleitnar. Ástands- mál á borð við þau sem við þekkjum hér á íslandi frá ástandsárunum eru farin að skjóta upp kollinum. Samt eru eyjaskeggjar þakklátir Bretum fyrir nærvera þeirra og varðstöðu og vilja ekki herinn burt. Þeir vænta þess að ástandið færist í betra horf þegar reist hafa verið sérstök herskólahverfi fyrir dátana. Sumir snera aftur til heimila sinna og fundu þau nánast í rúst eftir aö argentínska hemámsliðið var þaðan á brott. Innanstokksmunum haföi verið stoliö og ekki einu sinni barna- leikföng skilin eftir. En aörir kunna skárri sögur að segja af 74 daga hemáminu. Sumt er óbreytt frá fyrri tíð. Ekkert sjónvarp er á eyjunum, þótt „vídeó” sé útbreitt. Þama er sveita- sími með sveif og símtöl eins og fyrr afgreidd gegnum ,,miðstöð”. Stærsta verslunin er í eigu Falk- landseyja-fyrirtækis, sem á meira en 43% alls jarðnæðis á eyjunum. Sauð- fjárræktin er sem fyrr aðalatvinnan, en 240 manns starfa hjá fyrirtækinu. / stríðsskapi enn Töluverðar framkvæmdir hafa verið á vegum hersins við flugvallar- gerð og fleira. Ein afleiðing stríðsins var sú að hin litríku Falklandseyja- frímerki seljast eins og heitar lummur og færöi eyjunum meiri tekjur sl. ár en tekjuskattur eyja- skeggja. Engin breyting hefur orðið á því að íbúar Falklandseyja vilji sameinast Argentínu, þvert á móti eru þeir orönir enn eindregnari á móti þeirri hugmynd því aö ekki hafa kærleikar aukist við heimsóknina fyrir ári. Eyjaskeggjar undirbúa þessa dagana hjartanlegar móttökur um 550 ættingja þessara 255 bresku dáta sem féllu í stríðinu í fyrra. Fólkiö ætlar aö heimsækja hermanna- grafirnar í næsta mánuði. — Beiðni barst frá Argentínu um að ættingjar nær 400 fallinna Argentínumanna fengju aö heimsækja hinstu hvílu- staði þeirra. Þeirri beiðni var hafnað af eyjaskeggjum. Svo að á sinn hátt heldur stríðiö áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.