Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Side 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983. 15 Já, að vera með vildarkjör? „Að vera með hálfu verði í þessu efni. Ég lít svo á, að það sé hluti af lýðræðislegum vinnubrögöum. Við erum með litla aðstöðu, en svolitla þó, og þetta út af fyrir sig finnst mér ekk- ert óeðlilegt.” En væri þaö þá ekki ágætt að sýna fram á „prinsippið” að brjóta þarna blað í þessu máli, það er ekki stórt en sýnir þó að þið gerið það sem þið segist ætlaaðgera? „Mér finnst það ekki vera að ganga gegn neinu „prinsippi” að notfæra sér þetta. Þetta eru hlutir sem fara fram fyrir opnum tjöldum. Nei, mér finnst ekki ástæða til að skera sig frá í þess- um efnum. Segi það alveg eins og er.” Stjómarsam- starf Garðar Kjartansson, Reykjavík, spyr: Með hvaða flokkum getur Bandalag jafnaðarmanna hugsað sér að fara í stjóm eftir kosningarnar í vor, komist það í þá aöstöðu að velja? Vilmundur: Það er alveg ljóst að það sem við leggjum áherslu á er grund- vallaruppstokkun á stjómkerfi landsins. Ég er ekki úrkula vonar um þaö að einhverjir af gömlu flokkunum muni vilja vinna með okkur á þessum gmndvelli. A hvomm vængnum þetta verður þori ég ekkert um að segja. Við munum ekki vinna með gamla flokka- kerfinu upp á þeirra býti. Þá munum spumingunni. Það bandarískt lið sem hér hefur verið í Miönesheiði og víðar hefur verið notað tU að afla upp- lýsinga. Auðvitað er ég þeirrar skoðunar, eins og aUir Islendingar, að tU þess komi að við þurfum ekki að hafa erlendan her í landinu. En hingað tU hef ég Utið svo á að vera hersins væri liður í samstarfi lýðræðisríkja.” Frjálst útvarp ÖU Björa Kárason í Reykjavík vitnaði í drög að málefnagmndveUi Bandalagsins þar sem stendur að afnema skuU einkarétt Ríkisútvarps- ins. Hann fagnaði því en sagði að dauöadómur væri kveðinn yfir þessu meö því að gefa Ríkisútvarpinu einka- rétt til útsendinga á auglýsingum. Hann spurði hvernig ætti þá að fjár- magna útvarpsstöðvarnar. VUmundur: „Ég er ekki sammála þér um að þarna sé kveðinn upp neinn dauðadómur yfir nýjum útvarpsstöðv- um, vegna þess að útvarpsrekstur er orðin langódýrasta f jölmiðlunin. Hann er tU dæmis mikið ódýrari en prentað mál. Við erum að leggja til að útvarps- rekstur verði gefinn frjáls en hins vegar óttumst við að ef vald auglýsing- anna á að verða algert í þessum efnum þá þýði það að útvarpsstöðvarnar lendi strax í höndunum á mjög fjársterkum aðUum. Við viljum að þessu valdi sé dreifttU fólks en ekki dreift tilfjár. Við segjum í síöasta Uönum í mál- efnagrundvelUnum að löggjöf um út- „Við viljum frjálsan útvarpsrekstur en óttumst vald auglýsingarinnar.” VUmundur Gylfason á beinu linunni ásamt Óskari Magnússyni, Ellert B. Schram og Ólafi E. Friðrikssyni. DV-mynd GVA. Staðgreiðslu- kerfi skatta? Kristinn Snæiand, Reykjavík, spyr: Finnst Bandalagi jafnaöarmanna ekki nauðsyn að tekiö sé tiUit tU tekjusveiflna hjá hinum ýmsu þjóðfélagshópum, varðandi skatta. Dæmi: Sjómaður sem er á aflaháu skipi eitt áriö en aflalágu næsta ár? VUmundur: Þessi vandi veröur leystur með staðgreiðslukerfi skatta og um það höfum við tUlögur. Viö erum þeirrar skoðunar að staögreiðslukerfi skatta sé nauðsynlegt einmitt af þeim ástæðum sem þú lýsir. í sjálfu sér að halda uppi byggð í landinu öUu en í skipakaupum erum við komin nógu langt og eigum að snúa okkur að næsta máli á dagskrá,” sagði VUmundur. Fylgjandi bjómum? Guðjón Bogason, Reykjavík, spyr: Ert þú fylgjandi innflutningi og sölu á áfengum bjórhérá landi? VUmundur: Persónulega er ég það, já. Guðjón spyr á ný: Fyrst svo er, ert þú þá ekki tUbúinn að flytja slíkt frumvarp á næsta þingi? Vilmundur: Ég lofa ekki um flutning á því en sUku frumvarpi mundi ég greiða atkvæði mitt. Guðjónspyrennáný: AfhverjuvUt þú ekki leggja slíkt frumvarp fram? VUmundur: Einfaldlega vegna þess að það fylgir því þátttaka í miklum umræðum um mál sem eru smærri en margtannað. Ágæt örlög að verða undir Steinar Ágústsson i Vestmanna- ,eyjum sagði aö Alþýðuflokkurinn hefði breyst síðan Vilmundur var í honum. Síðan spurði hann VUmund hvort hann hefði ekki getað sætt sig við að vera Valdsvið for- sætisráðherra Guðmundur Jónsson í Kópavogi spurði hvert yrði valdsvið forsætisráð- herra gagnvart rUcisstjóminni, Alþingi og þjóðinni ef hann yrði kosinn beinni kosningu eins og Bandalagið legði tU, og eins hvernig samráðherrar hans myndu veljast. VUmundur: ,,Ef forsætisráðherra yrði kosinn beinni kosningu þá yrði í raun og veru enginn eölismunur á embættinu frá því sem nú er. Þegar flokkapressan er að segja að þetta sé ákall á hinn sterka mann þá er það auðvitað rangt. Því það er enginn eðlismunur á embættinu, nema hvað segja má að forsætisráðherra er styrkari þegar hann er þjóðkjörinn en þegar hann er þingkjörinn. Munurinn er tvenns konar: hann er veikari að því leytinu til aö hann hefur ekki bráða- birgðavald og hann hefur ekki þing- rofsvald en hann er sterkari að því leytinu til að hann velur með sér ráð- herra, annaö hvort innan þings eða utan. Þegar við segjum að þetta sé áhersla á faglegri vinnubrögð, þá er það að hann má velja ráðherra jafnt utan þings sem innan og utan flokka. Hann gæti veriö búinn að segja hvernig r&isstjórnin yrði áður en hann yrði kosinn og ég geri ráö fyrir að í svona upplýstu fjölmiðlaþjóðfélagi myndu mál þróastá þann veg.” Símakostnað- urflokkanna? Kristinn Brynjólfsson, Reykjavik. Situr Bandalag jafnaðarmanna aö sömu kjörum og hinn almenni lands- maður varðandi símakostnað í kosningunum eða eruð þið með sömu k jör og hinir flokkamir. ,,Ég held ég fari rétt með það að stjórnmálaflokkunum hafi verið boðið að hafa sína síma í kosningabaráttunni sjálfri á hálfu verði og ég geri ráð fyrir því að Bandalag jafnaðarmanna muni notfærasér það.” við gegna miklu mikilvægara hlut- verki í ábyrgri stjórnarandstöðu. Garðar spyr á ný: Standið þið og fallið með tillögum ykkar um aðskilnaö framkvæmda- og löggjafar- valds? Vilmundur: Já og ekki bara þeim heldur stjórnkerfisbreytingunum í heild sinni. Það er alveg ljóst að vilji menn ekki ganga inn á þessar brautir með okkur, verður okkar hlutverk í upplýstri stjórnarandstöðu. Á herinn að vera? Elísabet Aradóttir í Þorlákshöfn spurði hvort það væri á stefnuskrá Bandalagsins að láta herinn hverfa úr landinu. Vilmundur: „Nei, Bandalag jafnaðarmanna hefur þá skoðun í utanríkismálum að í fyrsta lagi sé lögð áhersla á sjónarmiö friðar, af- vopnunar, lýðræðis og mannréttinda. Við viljum vera innan þeirra al- þjóðlegu stofnana sem við höfum verið í, þar meö er talið Atlantshafsbanda- lagið. Við viljum vera í traustu samstarfi við opin þjóðskipulög og lýðræöisríki. Þennan formála tel ég nauðsynlegt að hafa áður en ég kem beint að varpsrekstur verði svo háttað að heimilt verði að stofna félög um út- varpsrekstur, þannig að félagar greiði gjald og fái réttindi í staðinn.” Togarakaup og byggða- stefna Jón Þorsteinsson, Kópavogi, spurði hver stefna Bandalags jafnaðarmanna væri í byggðamálum, þó aðallega í sambandi við togarakaup: „Þessu er skynsamlegast að svara í sambandi við fjárfestingu almennt,” sagði Vilmundur. Eg vek athygli þína á því hvað við erum að leggja til að því er stjómkerfismál varðar, sem er nátengt efnahagsmálum, með aðferð- inni við að kjósa ríkisstjómina annars vegar og löggjafarvaldið hins vegar. Þetta mun auðvitað fela í sér miklu skynsamlegri hagstjóm þar semmiklu meira mið er tekið af sjónarmiðum eins og arðsemissjónarmiðum. A hinn bóginn, að því er skipakaup varöar, þá er ég þeirrar skoöunar að við séum þegar komin of langt í þeim efnum. Við megum þó aldrei láta þá gagnrýni ganga svo langt að við lendum í vandræðum hinum megin, að við hættum að endumýja. Það er takmark áfram í flokknum og vinna að sínum málum. Vilmundur: „Eins og þú sjálfsagt veist voru það mín ágætu örlög aö verða undir með sjónarmið í rninurn gamla flokki. Það gerðist oftar en einu sinni. En þegar það hafði gerst hinu hinsta sinni tók ég þá einföldu ákvörð- un að hætta. Síðan liðu nokkrar vikur og þá komu saman nokkrir af sam- herjum mínum og þeir voru þeirrar skoðunar að hér væri um að ræða hug- myndafræði sem kannski ætti ekki upp á pallborðið hjá flokkunum eða rit- stjórum stjórnmálablaðanna, en ætti kannski upp á pallborðiö hjá fólki. Og það er það sem við erum nú að reyna. Bandalag jafnaðarmanna leggur áherslu á að tekiö verði upp nýtt fyrir- komulag innan stjórnkerfisins, um beint kjör framkvæmdavalds. Fyrir þessu höfðum við reynt að berjast árum saman innan Alþýðuflokksins. En því miður, það gekk ekki.” Hætta að lána ílúxus? Úlfar Atlason, Reykjavík. Ertu ekki sammála þvi, Vil- mundur, að bankakerfið hætti aö lána fyrirtækjum til þess að þau geti aftur lánað fólki fyrir hlutum sem eru engan veginn nauðsynlegir? Finnst að fólk eigi aö bíða þar til það á sjálft fyrir hlutunum! „Nei, ég tel að svona haftastefna sé ekki skynsamleg. Ég vil meina að miklu skynsamlegri stefna sé sú að lán séu verðtryggð. Það er nefnilega þannig, þegar allt kemur til alls, aö maðurinn er besti dómarinn um sína hagi. En ef menn engu að síður vilja taka slík lán til þess að fara til útlanda, eða hvað annað, þá er það þeirra mál. Eg held aö þetta sé miklu skynsam- legrileið.” Ljósanotkun bifreiða Kristján Júhannsson, Kópavogi, spurði Vilmund um umferðarmál: „Er það vilji Bandalagsins að lögleidd verði notkun ljósa við akstur undir öllum kringumstæðum? ” „Bandalag jafnaðarmanna sem slíkt hefur ekkert ályktað um þetta. Þú ert að spyrja um frumvarpið sem frú Salome flutti. Mér er sagt að þetta sé skynsamlegt frumvarp og það sé skyn- samlegt að styðja það,” svaraði Vil- mundur. Stuðningur við I.S.Í.? Kristján Gunnarsson á Akureyri spurði hvort Bandalag jafnaðarmanna hefði eitthvað á stefnuskrá sinni um stuðning við Iþróttasamband Islands? Vilmundur: „Nei, ég verð að svara því hreinskilningslega. Málefnagrund- völlur okkar er byggður utan um fáeinar grundvallarreglur um grund- vallaruppstokkun í samfélaginu. Að mörgu leyti erum við auðvitaö ekki með svona útfærða stefnu í smá- atriðum.” Kristján spurði í framhaldi af þessu hvort Vilmundur væri tilbúinn til að beita sér fyrir aukinni fjár- veitingu ríkisins til eflingar íþróttum? Vilmundur sagðist ekki vilja svona spurningu á standandi fæti með já-i. „Ég teldi það ekki vera ábyrgt. Ef maður svaraði öllum slíkum spurn- ingum játandi væri hægt aö þrefalda fjárlögin á einu kvöldi.” Geðheil- brigðismálin Kristján Hallgrímsson í Reykjavík spurði um stefnu Vilmundar í geðheil- brigöismálum? Vilmundur: „Bandalag jafnaðar- manna hefur ekki stefnu í þeim mála- flokki sérstaklega. Að því er varðar heilbrigðismálun almennt þá erum við með klassíska félagshyggjustefnu. Við segjum til dæmis að hlutverk heil- brigöiskerfisins sé að tryggja einstakl- ingum fullan og'jafnan rétt til ókeypis heilsugæslu. — Mér er það ljóst að hér er um aö ræða gífurlega veigamikinn málaflokk þar sem þarf að vanda til verka. Eins er verið að f jalla um hluti sem snerta manninn sjálfan og tilfinn- ingar hans. I þessum málaflokki held ég það sem mestu máli skipti sé mann- eskjulegt umhverfi og manneskjuleg viðbrögð við því sem út af kann að bera.” Stjórnkerfis- breytingar? Öttar Helgason, Reykjavík, spyr: Verður það ekki áratuga barátta fyrir Bandalag jafnaðarmanna að breyta stjórnkerfinu til samræmis við það sem þiðboðiö? Vilmundur: Ef við yrðum sigur- vegarar kosninganna, meö einum eða öðrum hætti, gæti brautin verið rudd fyrir þær stjórnkerfisbreytingar sem við berjumst fyrir. Ég vil vekja athygli þína á því að fyrir nokkuð löngu síðan börðust ákveðnir armar innan Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins fyrir nákvæmlega sams konar hug- myndum og við berjumst núna. En það er alfarið undir úrslitum kosninganna komið hvernig þetta veröur. Ef Banda- lag jafnaðarmanna kemur vel út úr kosningunum held ég aö muni fylgja uppstokkun stjórnmála á Islandi og nýtt tímabil þar sem stjórnmála- og félagshreyfingar munu opnast og aölagast nýjum háttum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.