Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Side 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Eining um neyð Nokkurs taugatitrings hefur gætt í herbúöum Alþýðubandalagsins eftir að sjálfstæðismenn sneru út úr slagorði þeirra, „Eining um íslenska leið” svo úr var „Eining um íslenska NEYД. Fyrir nokkru birtist svo grein í Morgunblaðinu eftir Friðrik Sophusson. Með greininni f ylgdi mynd af slag- orðamerki Alþýðubanda- lagsins en búið var að breyta slagoröinu á ofangreindan hátt. Þá gerðist það, eftir því sem Sandkorni er sagt, að höfundur merkisins, Gísli B. Björnsson, hringdi í Friðrik og krafðist þess að höfundar- réttur sinn að merkinu væri virtur. Tíu prósent munur Áfram segir sama saga: Gísli ku hafa haldið því fram að ekki væri heimilt að nota merki annars manns vegna höfundarréttar nema merkinu væri breytt sem næmi að minnsta kosti tiu prósentum frá upprunalegri útgáfu. Lögfróðir menn kann- ast að vísu ekki við þessa höfundarréttarreglu en leik- menn benda á að vist sé meira en tiu prósent munur á leiðog neyð! Öllu fer aftur Nýlega birtist með Stak- steinum Morgunblaðsins úr- klippa úr Tímanum, og var það svohljóðandi fyrirsögn sem hafði birst í því blaði sl. þriðjudag: „Forsætisráð- herra fer ekki fram.” Ekki virtist Staksteinahöf- undur hafa tekið eftir hinni dýpri merkingu Tímafyrir- sagnarinnar, og mun Stak- steinum heldur hafa farið aft- ur. Nú stendur tii að Flug- leíðir, það ágæta fyrirtæki, haldi uppi áætlunarferðum frá Kaupmannahöfn til Akureyrar i sumar, svona á að giska einu sinni í viku. Þetta gæti að sjálfsögðu orðiö mikil lyftistöng fyrir ferðamannaþjónustu þar fyrir norðan og er það gott. En einn er galli á gjöf Njarðar. Þegar Akureyrar- flugvöilur verður alþjóða- flugvöllur þyriti þar að vera frihöfn eins og á Keflavík. Fyrir því þari þó sérstaka lagaheimild, en þingið situr ekki lengur og slíka heimild því ekki að fá. Nema, segja bjartsýnir menn, ríkis- stjórnin setji um það bráða- birgðalög! Annað eins hefur nú gerst. Blaðamatur Hvað er blaðamatur? Rit- stjóri á útlensku stórblaði sagði, að þegar hundur bíti mann, væri það ekki frétt. En þegar maður biti hund, væri það hins vegar frétt. Nú er komin alíslensk skil- greining á hugtakinu „blaða- matur”. „Blaðamatur” er krydd- síld i kvöldvorrósaroUu! Listaraunir Stjórnmálaflokkarnir leggja höfuðáherslu á það að hafa að minnsta kosti einn vel þekktan einstakling á framboðslistum sínum í hverjum kosningum. Þetta eru gjarna iþróttamenn, listamenn eða frægir sérvitr- ingar. Kratar í Norðuriands- kjördæmi eystra leituöu að frægu andliti á sinn lista og fundu Alfreð Gislason, hand- knattleiksmann, eina mestu skyttu landsliðsins. Hann er nú í framboði fyrir Alþýðu- flokkinn fyrir norðan og frétti af því nokkuð jafn- snemma og kjósendur i kjör- dæminu, þ.e. þegar listinn var lesinn upp i útvarpinu. Ekki mun hann þó hafa kunnað fréttunum verr en svo að hann hefur ekki dreg- ið framboð sitt til baka. Umsjón: ÖlafurB. Guðnason Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Stjörnubíó—Saga heimsins, 1. hluti Nýscguskoðun Brooks Mel Brooks leikur sjálfur mörg hlutverk, þar á meðal Móses. Saga heimsins, 1. hiuti (History of the World, part 1) Leikstjóri, handritshöfundur og tramleiöandi: Mel Brooks Tónlist: John Morris Aðalhlutverk: Mel Brooks, Dom deLuise, Madeloine Kahn, Mary-Margaret Humes, Ron Carey, Sid Caesar, Harvey Korman o.fl. Sögumaður: Orson Welles Bandarísk, frá 1981 Hinn gráhærði öldungur, Móses, kemur fram undan klettum með þrjár leirtöflur sem á eru höggnar fimmtán klásúlur. Hann snýr ásjónu sinni til himna og segir: Jæja, guð, þá er ég búinn að.. . Hann missir eina töfluna og hún brotnar. „Heyrðu, þessi boðorð, þau eru víst ekkinematíu.. .” Eitthvað á þessa leið er eitt bestu atriðanna í Sögu heimsins. Hinn geggjaði húmor Mel Brooks er enn við lýði og þessi nýja kvikmynd hans er yfirfull af honum. Það er óhætt að mæla með henni sem bráðfyndinni mynd, en því miður þynnist grínið dálítið þegar á líður og verður myndin allt að því langdregin nokkr- um sinnum. Myndir Mel Brooks hafa haft þessi einkenni í mismiklum mæli, vel er farið af stað, en svo er eins og höfundurinn verði uppi- skroppa með hugmyndir og verða brandararnir allfimmaurakenndir af þeim sökum. Þessu fylgir oft of- leikur, sér í lagi hjá Brooks sjálfum. Þó nafnið feli ekkert smáræði í sér er aðeins borið niður á fáeinum stöð- um í mannkynssögunni. I upphafi er apinn aö verða að manni og er síðan fylgst með hellisbúagengi nokkru. Þar er verið að uppgötva helstu am- boð mannsins og fer Sid Caesar þar á kostum. Þá er vikiö ögn að Móses, eins og áður gat, en síðan víkur sög- unni til Rómar og er það lengsta tímabilið í myndinni. I Róm ríkir Sesar og keisaraynjan Kynóð. Skemmtispekingurinn Comicus lend- ir þar í útistöðum við keisara og á fótum sínum fjör aö launa ásamt umboðsmanni sínum, Swiftusi, þrælnum Josephusi og Vestumeynni Miriam. Flóttinn er makaiaus og ber þau loks að landi í Galíleu. Þar hitti þau m.a. Jesús og lærisveinana og Leonardo da Vinci. Þessi saga og sú um hellisbúana eru tvímælalaust best lukkuðuhlutarmyndarinnar. Þessu næst er spænski rannsóknar- rétturinn tekinn fyrir á afar nýstár- legan hátt, en loks víkur sögunni til Parísar árið 1789, þar sem franska stjómarbyltingin er um þaö bil að hefjast. Loðvík XVI. ræður ríkjum, gerspilltur. Alþýða manna hefur misst þolinmæöina og til að forða kóngi frá henni er hlandberi konungs dubbaöur upp í gervi hans. Hann lendir í klóm múgsins og skal nú hengdur. En skyndilega berst hjálp- in og úr óvæntri átt. Þannig endar myndin, eru fyrirheit eru gefin um 2 hluta, væntanlega ekki síðri. Saga heimsins er mjög vel unnin kvikmynd, bæði hvað snertir mynda- töku, leikmynd og gervi. Brooks hefur löngum haft góða grínleikara í myndum sínum og svo er einnig hér. Helsti gallinn viö myndina er sá, eins og áður sagði, að púðrið fer nokkuð úr gríninu í seinni hlutanum og verður þaö að skrifast á reikning leikstjórans. Einhverjum kann líka að þykja Mel Brooks guðlastari og víst er húmorinn nokkuð oft neðan mittis. En engu að síður er Saga heimsins fyrsta flokks skemmtan og er vel til þess fallin að auka fólki vor- hug. Pétur Ástvaldsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Tilkynning til innflytjenda Athygli innflytjenda er vakin á útkomu „Tollahandbókar I, leiðbeiningum um tollskjöl”, sem fjármálaráðuneytiö hefur nýverið gefið út. Er bókin til sölu hjá Bókabúð Lárusar Blöndal. Vegna bættra leiöbeininga um frágang aðflutningsskjala er unnt að breyta starfsháttum hjá tollstjóraskrifstofunni í þá átt að gera innflytjendum betri upplýsingar um hvernig einstakar tollafgreiðslur eru á vegi staddar hverju sinni. Verður það gert með starfi upplýsingafulltrúa. Einnig verður tekinn upp sá háttur að fyrirspurnir um tollflokkun vöru veröa aö gera skriflega og verður þeim svarað skriflega. Slíkum fyrir- spurnum verður þá eftirleiðis ekki svarað í síma né í munn- legum viðtölum. Sérstakt eyðublað er fáanlegt fyrir slíkar fyrirspurnir. Koma breytingar þessar til framkvæmda þriðjudaginn 5. apríl nk. TOLLST JÓRINN í REYKJAVÍK 22. mars 1983. JUMBO FRA SAMSUNG BYLGJUR: LW - MW - FM STEREO SNERTITAKKAR — 12 WATTA MAGNARI AMPS SJÁLFVIRKUR LAGALEITARI - 4 HÁTALARAR LÁGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 SJÓNVARPSBÚÐIN Verð kr. 7.315,- (stgr.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.