Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1983, Side 32
32
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. AIARS1983.
Sigríður Jóna Þorbergsdóttir lést 20.
mars. Hún fæddist í Efri-Miðvík í
Aðalvík, dóttir hjónanna Oddnýjar
Finnbogadóttur og Þorbergs Jónsson-
ar. Sigríöur giftist Olafi Helga
Hjálmarssyni, en hann lést árið 1974.
Þau eignuðust sjö börn. Otför Sigríðar
verður gerö frá Fossvogskirkju í dag
kl. 13.30.
Viggó Alfred Oddsson lést 7. mars.
Hann fæddist í Vatnskoti í Þingvalla-
sveit 2. desember 1932, sonur hjónanna
Katrínar Sylvíu Símonardóttur og
Odds Helgasonar. Viggó lauk námi í
rennismíði frá Vélsmiðjunni Hamri hf.
Viggó réð sig til starfa til Siiöur-
Afríku árið 1963. Vann hann fyrstu 3
árin í Ródesíu, en síðan í Jóhannesar-
borg, þar sem hann starfaði til dauða-
dags sem yfirmaður hjá stjórfyrirtæki.
Viggó var maður vel ritfær og í aldar-
f jórðung birtust greinar hans í ýmsum
blöðum hér. Viggó starfaði í ýmsum
félögum, var meðal annars formaður
Bindindisfélags ökumanna hér og á
Ródesíuárum sínum var hann varafor-
maður Norræna félagsins í Salisbury.
Minningarathöfn hans verður gerð í
Dómkirkjunni í dag kl. 15.
Torfi Guðbjörnsson bókargerðar-
maöur lést 18. mars. Hann fæddist 5.
desember 1907. Foreldrar hans voru
Jensína Jensdóttir og Guðbjörn Guð-
brandsson. Hann var kvæntur Rósu
Jónatansdóttur. Eignuðust þau eina,
dóttur. Otför Torfa verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Snorri Ólafsson, Suðurgötu 63 Hafnar-
firði, verður jarðsunginn í dag frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 13.30.
Þorkell S. Gunnarsson, Bankastræti 11
Rvk, verður jarðsunginn miöviku-
daginn 30. mars kl. 10.30 frá Nýju
kapellunni í F ossvogi.
Ólafur Guttormsson, Stýrimannastig
3, erlátinn.
Oddur A. Sigurjónsson, fyrrverandi
skólastjóri, Hólagötu 24 Vestmanna-
eyjum, lést í sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja aðfaranótt 26. mars. Utförin fer
fram frá Landakirkju laugardaginn 2.
apríl kl. 17.
Tilkynningar
Unglingaleiðtoga-
námskeið í Noregi
24.-30. júlí 1983
Iþróttasamband Noiegs hefur boðiö Iþrótta-
sambandi tslands aö senda átta fulltrúa á
námskeið fyrir unglingaleiötoga sem haldið
veröur dagana 24.—30. júlí 1983 í Dombásun
sem er þjálfunar- og íþróttamiðstöö norska
íþróttasambandsins.
Iþróttasamband Noregs greiöir uppihalds-
kostnað og ferðakostnað vegna námskeiðsins
innan Noregs. Þátttakendur greiða kostnað
við ferðir til og frá Noregi en munu njóta
afsláttar á fargjaldi samkv. samningi ISt og
Flugleiða.
Héraðssamböndin eru beðin að láta skrifstofu
ISI vita fyrir 15. apríl nk. ef einhverjir innan
þeirra íþróttahéraða vilja nota boð þetta.
Félag einstæðra
foreldra — stór
flóamarkaður
Stór flóamarkaður veröur haldinn 9,—10.
apríl. Öskað er eftir öllu mögulegu dóti á flóa-
markaðinn, tilvalið að taka til í geymslunni,
voriö er í nánd. Upplýsingar í síma 11822 á
skrifstofutíma og eftir kl. 19.00 í síma 32601.
Sækjum heim.
Alliance Francaise
Byrjendanámskeið í frönsku fyrir íslensk
börn og unglinga.
26. mars hefst á vegum AF byrjendanám-
skeið í frönsku fyrir íslensk böm og unglinga.
Kennt verðurá laugardögum í húsnæði AF,
Laufásvegi 12, og verða hóparnir tveir.
Hópurl: 7— llára,
hópur2:11—15ára
6 þátttakendur verða í hvorum hópi og er hver
kennslutími ein klukkustund. Kennarar eru
íslenskir.
Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði
talaös og ritaðs máls án þess að fara út í
fræðilega greiningu.
Aðferðin sem stuðst er við hefur í mörg ár
verið notuð með góðum árangri, einkum í
Bretlandi og Kanada þar sem margir
nemendur byrja frönskunám strax á barna-
skðlaaldri (7—8ára).
Kennsla fellur niður 2. apríl (páskar) en ann-
ars verður kennt á hverjum laugardegi fram
til 28. maí. Námskeiðin hefjast svo aö nýju
eftir sumarleyf i, í lok september.
Ef aðsókn reynist mikil að námskeiðunum er
hægt að mynda fleiri hópa.
ATH.
Þeir foreldrar sem hyggjast innrita böm sín á
námskeiðin eru vinsamiegast beðnir að hafa
ef tirf arandi atriði í huga:
1) Bömin verða sjálf að vilja koma og hafa
áhuga á að læra frönsku.
2) Mikilvægt er að fylgst sé með að börnin
mæti í alla tímana (nema veikindi eða önnur
ðfyrirsjáanleg atvik komi upp og sé þá haft
samband við kennara).
3) Eingöngu er tekið við bömum sem þegar
hafa góð tök á mððurmálinu, eiga hvorki í
vandræðum með lestur né skrift og hafa
áhuga á að læra erlend mál.
Nánari upplýsingar fást hjá AF, Laufásvegi
12, alla virka daga kl. 17—19 (s: 23870). Innrit-
un fer fram á sama stað og tíma.
Gjald fyrir bækur og námskeið tímabilið 26.
mars til 28. maí (9 tímar og 2 bækur) er kr.
600,-.
Styrktarsjóður
aldraðra
tekur með þökkum á móti framlögum í sjóð-
inn (minningargjöfum, áheitum, dánargjöf-
um). Tilgangur hans er að styrkja eftir þörf-
um og getu hvers konar gagnlegar fram-
kvæmdir, starfsemi og þjónustu i þágu aldr-1
aðra með beinum styrkjum og hagkvæmum
lánum.
Gefanda er heimilt að ráðstafa gjöf sinni í
samráði við stjórn sjóðsins til vissra stað-
bundinna framkvæmda eða starfsemi.
Gefendur snúi sér til Samtaka aldraðra,
Laugavegi 116, simi 26410, klukkan 10—12 og
13—15.
Námsstefna
um samhæfingu (integrering) í almennum
skólum.
I.andssamtökin Þroskahjálp gangast fyrir
námsstefnu (symposium) í umboði Norrænu
samtakanna NFFU (Nordiska Förbundet
Psykisk Utvecklingshamning) um efnið „En
skola för alla” dagana 18.—22. apríl nk. að
Hótel Loftleiðum. Sérfræðingar í kennslumáÞ
um þroskaheftra á öllum Norðurlöndunum
munu sækja þessa námsstefnu en þar verður
fjallað um samhæfingu á námi þroskaheftra í
hinum almenna skóla og samræmdar
aðgerðir í þeim málum á Norðurlöndum.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 40—50
manns. Þarf að sækja um þátttöku fyrir 7.
apríl nk. á skrifstofu Þroskahjálpar í Nóatúni
17,105 Reykjavík, simi 29901.
NFPU-samtökin eru 20 ára á þessu ári. Bæði
einstaklingar og félagasamtök á öllum
Norðurlöndunum eiga aðild að þeim Þau
hafa frá upphafi haft 6—8 námsstefnur um
málefni vangefinna á hverju ári, gefa út
vandaö tímarit, Psykisk Utvecklingshamn-
ing — og halda Norðurlandaþing 4. hvert ár,
síðasta þing í Reykjavík 1979. Það næsta
verður í Stavanger, Noregi, í ágúst nk.
í gærkvöldi
í gærkvöldi
MARGT ER BETRA
EN SJÓNVARP OG ÚTVARP
Sjálfsagt er aö sem flestir láti
skoðanir sínar í ljós á útsendingum
sjónvarps og útvarps. En því er nú
þannig farið hjá mér að mér finnst
kvöldum oftast betur varið í allt
annað en aö sitja yfir áðurnefndum
fjölmiðlum.
Það kemur fyrir að ég hlusta á lög
unga fólksins en það vantar mikið á
að þar séu góð lög á ferð. Með því
skemmtilegasta í útvarpinu finnst
mér þátturinn Á tali með Helgu
Thorberg og Eddu Björgvinsdóttur.
Þær eru einstakar, báöar tvær.
Heldur finnst mér þungt yfir
mánudagsmyndum sjónvarps og var
þar norska leikritið í gærkvöldi engin
undantekning. En ég held þó að allt
sé betra en bresku myndirnar sem
eru flestar langdregnar og væmnar
svo margir sofna yfir þeim. Með
besta sjónvarpsefninu finnst mér
vera Glugginn, Á döfinni, Skonrokk
og dönskukennslan Hildur. Þriggja-
mannavist er sæmilegur þáttur en
Löður var þó betri.
Margrét Sverrisdóttir.
Leiklist
Bréfberi víkur
fyrir Spékoppum
Flosi Úlafsson, leikari og rithöfundur, er nú
kominn norður yfir heiðar til Leikfélags Akur-
eyrar en þar er hann nú að sviðsetja þýðingu
sína á einum frægasta gamanleik Feydeaus.
Flosi nefnir leikritið Spékoppa en Feydeau
nefndi það Un purge bébé, eða Látiöi
krakkann laxera.
Georges Feydeau (1862—1921) er talinn í
röð fremstu snillinga í því að semja góðan
farsa. Á Islandi hefur Leikfélag Reykjavíkur
sýnt eftír hann Fló á skinni og Þjóðfeikhúsið.
Hvað varstu að gera i nótt?, Vert’ ekki nakin
á vappi og Hótel Paradís en þetta er í fyrsta
sinn sem LA er með verk hans á fjölunum.
Frá ungmenna-
félaginu Ármanni
Undanfamar 6 vikur hafa staðið yfir æfingar
hjá ungmennafélagi Ármanni á Kirkjubæjar-
klaustri á leikritinu Bam í vændum eftir
norska leikarann og leikritahöfundinn Sverre
Gran. Þessum æfingum hefur stjórnað Jónína
Kristjánsdóttir leikstjóri úr Keflavík. Ár-
menningar hafa áður notið tilsagnar hennar í
leiklist en það var sl. vetur er hún setti leikrit
Jónasar Árnasonar, Skjaldhamra, upp hér á
Kirkjubæjarklaustri.
Leikritið Bam í vændum er gamanleikrit sem
gerist nú á tímum ogireinir frá einni helgi í líf i
Bing-Eriksen fjölskyldunnar. Með hlutverk í
leiknum fara: Soffía Ragnarsdóttir, Júlíus
Oddsson, Sólveig Davíðsdóttir, Sigmar Helga-,
soii, Jóna Borg Jónsdóttir og Kristín Ásgeirs-
dóttir.
Ákveðið hefur verið að frumsýna leikritið í
kvöld, þriðjudagskvöldið 29. mars, í Félags-
heimilinu Kirkjuhvoli. Einnig eru fyrirhugað-
ar sýningar víða á Suðurlandi m.a. í Árnesi, á
Flúðum, í Gunnarshólma og Vík í Mýrdal.
Spékoppar
á Akureyri
Leikfélag Akureyrar frumsýnir gamanleik-
inn Spékoppa eftir Georges Feydeau miöviku-
daginn 30. mars kl. 20.30. Flosi Ólafsson, leik-
ari og rithöfundur, þýddi leikritið úr frönsku
og er jafnframt leikstjóri. Jón Þórisson hann-
ar ieikmynd og búninga og Viðar Garðarsson
lýsinguna.
Leikritið Spékoppar eða „Un purge bébé” var
skrifað 1910 og er nú álitið eitt af meistara-
verkum Frakkans Feydeau. Leikurinn gerist
á heimili postulínsframleiðandans Flóvent í
París. Hann hefur fundið upp nýtt postulín,
sem á að vera óbrjótandi, og látið steypa úr
því næturgögn, Sem hann ætlar að reyna að
selja franska hernum í stórum stíl. Af því til-
efni hefur hann boðið yfirmanni í franska
hermálaráðuneytinu, Kújón, í kvöldverð. En
þeir eiga báðir óstýrilátar eiginkonur og auk
þess er sonur Flóvents enn óþekkari, svo
heimboðið fer öðruvísi en ætlað var.
Leikarar í Spékoppum eru: Þráinn Karlsson
(Flóvent), Sunna Borg (frú Flóvent), Marinó
Þorsteinsson (Kújón), Ragnheiður Tryggva-
dóttir (Rósa), Gunnar Ingi Gunnsteinsson
(Dódó), Kristjana Jðnsdóttir (frú Kújón) og
Theodór Júlíusson (Frans).
Aðstoðarleikstjóri er Ragnheiður Tryggva-
déttir, yfirsmiöur leikmyndar Bjarni
Ingvarsson og búningameistari Freygerður
Magnúsdóttir.
önnur sýning á Spékoppum verður annan í
páskum og þriðja sýning fimmtudaginn 7.
apríl.
Fyrirlestrar
Laugardaginn 30. apríl flytui Julian
Meldon D’Arcy, lektor í ensku, fyrirlestur
sem nefnist Tálmyndir og átrúnaðargoð í
Tess of the d’UrberviIles eftir Thomas
Hardy.
Ýmislegt
Umhverfismálastyrkir
Atlantshafsbandalagið (NATO) mun a arinu
1983 veita nokkra styrki til fræðirannsokna a
vandamálum er varða opinbera stefnumotun
i umhverfísmálum. Styrkirnír eru veittir a
vegum nefndar bandalagsins, sem fjallar
um vandamal nutúnaþjóðfélags og er æski-
legt að sott verði um styrki tíl rannsokna er
tengjast einhverju þeírra verkefna sem nu
er fjallað um á vegum nefndarinnar.
Gert er raö fyrir að umsækjendur hafi lok-
ið háskólaprófi.
Umsóknum skal skilað til utanrikisraðu-
neytisins fyrir 31. mars 1983 og lætur raðu-
neytið 1 te nanari upplysingar um styrkína,
þ.a.m. framangreind verkefní.
Utanrikisraöuneytið,
Reykjavik, 4. mars 1983.
Fundir
Fuglaverndarfélag íslands
Næsti fræðslufundur Fuglaverndarfélags Is-
lands verður í Norræna húsinu þriðjudaginn
29. mars’83kl. 8.30.
Magnús Magnússon sýnir þar nýja kvikmynd
sem hann nefnir: Fuglar í dag — menn á
morgun. Myndin er tekin í samráði við líf-
fræðideild háskólans af fuglalífi á Mývatns-
svæðinu.
Að lokinni sýnhigu verður aðalfundur félags-
ins. Öllum heimill aðgangur.
Stjórnin.
Aðalfundir
Kvenfélag Hreyfils
Aðalfundur kvenfélags Hreyfils verður hald-
inn þriðjudaginn 29. mars í Hreyfilshúsinu kl.
20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál.
Stjórnin.
Spilakvöld
Kvenfélag Kópavogs
veröur með félagsvist þriðjudagmn 29. mars
kl. 20.30 í félagsheimilinu.
Félagsvist
verður spiluð í kvöld (þriðjudag) í safnaðar-
heúnili Hallgrímskirkju. Byrjað verður að
spila kl. 20.30. Ný þriggja kvölda keppni byrj-
ar. Ágóði af spilakvöldinu rennur til
Hallgrímskirkju.
íþróttir
Skíðanámskeið Fram
Fúnm daga námskeið fyrir börn, byrjendur
og lengra komna frá 31. mars til 4. apríl kl.
14.00—16.00 alla dagana.
Verð: Börn350. Unglingar450. Fullorðnú-750.
Lyfta er innifalin. Vanir kennarar.
Upplýsingar og innritun frá kl. 18.00—20.00 í
súnum 36076, Guðmundur og 72166, Jón.
Skíðadeild Fram.
BELLA
Óskaplega hata ég fólk sem svar-
ar öllum spumingum með spum-
ingu: Nei, á ég að gera það?
/
/